Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 25

Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 25
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Rekstur ríflega 72% íslenskra sveitarfélaga er í lagi og ætti að öðru óbreyttu að standa undir skuldbindingum sínum. Það eru einkum fjölmennustu sveitarfélögin – þau sem eru með fleiri en tíu þúsund íbúa – sem geta stað- ið undir skuldum; rúm 83% þeirra eru ann- aðhvort með litla skuldsetningu og rekstur stendur vel eða mikla skuldsetningu en rekst- ur stendur engu að síður undir núverandi skuldsetningu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslands- banka um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Tutt- ugu sveitarfélag, meðal annars Ísafjarðarbær og Reykjanesbær, ráða hins vegar ekki við skuldabyrði sína. Íbúafjöldi þeirra sveitarfé- laga sem eru í slíkri stöðu, sé Álftanes ekki tekið með, er samtals tæplega 36 þúsund manns. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á Íslandi hækkuðu gríðarlega í kjölfar hruns bankakerfisins haustið 2008. Gengisfall krón- unnar og í kjölfarið mikil verðbólga voru helstu ástæður þessa en bróðurpartur skulda sveitarfélaganna var verðtryggður eða í er- lendri mynt. Á uppgangsárunum 2006 og 2007 varð hins vegar samtals ríflega 82 millj- arða króna hækkun á skuldum sveitarfélag- anna að undanskildum lífeyrisskuldbinding- um. Rétt eins og segir í skýrslu Íslandsbanka hefur rekstur sveitarfélaga aftur á móti verið að styrkjast allt frá árinu 2009. Flest sveit- arfélögin hafa lagt áherslu á hagræðingu í rekstri og framkvæmdir verið í lágmarki. Lítið samhengi virðist vera milli þess hvernig sveitarfélag er rekið og íbúafjölda þess. Fram kemur í skýrslunni að tæplega 30%, eða 12 af 42 sveitarfélögum með íbúa- fjölda undir þúsund manns, geta ekki staðið undir skuldum sínum. En þegar skoðuð eru sveitarfélög með fleiri íbúa, milli 1.000 og 5.000 manns, kemur í ljós að þau eru síður en svo í betri stöðu – en 33% ráða ekki við skuldabyrði sína. Sveitarfélögum hefur hins vegar fækkað um 64% frá árinu 1990 – úr 204 í 74 – og í byrjun árs 2012 voru aðeins fimm sveitarfélög með færri en hundrað íbúa. Bent er á mik- ilvægi þess í skýrslunni að þróun í samein- ingum sveitarfélaga haldi áfram þannig að eft- ir standi færri og sterkari, vel rekin sveitarfélög úti um allt land. Að mati skýrslu- höfunda eru 30-40 sveitarfélög hæfilegur fjöldi sveitarfélaga á Íslandi. Höfuðarborgarsvæðið skuldar 258% Landsvæðin eru mjög misskuldsett, allt frá því að vera með skuldahlutfallið 127% á Norð- urlandi vestra upp í 271% á Suðurnesjum, en hins vegar verður að hafa í huga að slíkt segir ekki alla söguna. Í skýrslunni er bent á að þjónusta við íbúa getur verið mjög misjöfn eftir sveitarfélögum. Því sé líkleg skýring á háu skuldahlutfalli hjá sumum þeirra einmitt þær miklu framkvæmdir sem var ráðist í á árunum fyrir 2008 til að auka þjónustu við íbúa. Höfuðborgarsvæðið er næstskuldset- tasta landsvæðið en þar er hlutfallið 258,4%. Mikill munur er ennfremur á þeim tekjum, án framlags frá Jöfnunarsjóði, sem hver íbúi skilar sveitarfélögum. Ekki ætti að koma sér- staklega á óvart að tekjur á hvern íbúa á Austurlandi eru þær hæstu – 589 þúsund krónur – enda gætir þar ríkulega áhrifa vegna umsvifa í stóriðju og sjávarútvegi. Á Suðurnesjum eru tekjur á íbúa án framlags Jöfnunarsjóðs hins vegar lægstar – 470 þús- und krónur – en þar hefur atvinnuleysi verið einna mest á landinu. Nærri 75% standa undir skuldum  20 sveitarfélög geta ekki staðið undir skuldum  Suðurnes skulda mest, Norðurland vestra skuldar minnst  Sveitarfélögum fækkað um 64% frá 1990  Austurland með mestar tekjur á hvern íbúa Meiri skuldir, færri sveitarfélög » 82 milljarða hækkun á skuldum að undanskildum lífeyrisskuldbindingum ár- in 2006 og 2007. » Um 60% sveitarfélaga með færri en 100 íbúa geta staðið undir skuldum. » Misskuldsett landsvæði – allt frá 127% skuldahlutfalli upp í 271%. » Sveitarfélögum hefur fækkað úr 204 í 74 frá árinu 1990. » Íbúar á Suðurnesjum skila minnstum tekjum til sinna sveitarfélaga, en íbúar á Austurlandi skila mestum tekjum. Skuldsett sveitarfélög - Þróun skulda- og skuldbindinga (A- og B-hluti)* Heimild: Skýrsla Íslandsbanka um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. *Undir A-hluta falla lögbundin verkefni. Í B-hluta er rekstur fyrirtækja og stofnana sem eru að meirihluta í eigu sveitarfélagsins. Skuldbindingar Langtímaskuldir Sammtímaskuldir 600 500 400 300 200 100 0 M a. kr . 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.