Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 40

Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 ✝ Erla Eiríks-dóttir Vídó fæddist á Urðarvegi 41 (Eiríkshúsi) Vestmannaeyjum 26. september 1928. Hún lést 10. febrúar 2013 á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja. For- eldrar Erlu voru Eiríkur Valdimar Ásbjörnsson, f. 21.5 1893, d. 24.11. 1977, útgerð- armaður og skipstjóri, og Ragn- heiður Ólafsdóttir, f. 12.7. 1902, d. 11.11. 1986, húsfreyja. Bræður Erlu voru þeir Ólafur, f. 4.9. 1924, d. 2.1. 1925, Ingólfur, f. 24.12. 1925, d. 5.12. 1970, uppeld- isbróðir Trausti Marinósson, f. 16.8. 1939, d. 12.7. 2000. Erla giftist hinn 16.7. 1949 þeirra Kjartan, f. 1979, og Hlyn- ur, f. 1989. 5) Þór, f. 1959, fyrr- verandi maki Hjördís Krist- insdóttir, börn þeirra eru Kristinn Freyr, f. 1984, og Birna, f. 1986. Barnabarnabörn eru 19. Starfsævin var fjölbreytt, allt frá verslunarstörfum til verka- konustarfa við fiskvinnslu í Vest- mannaeyjum. Félagsstörf voru margvísleg svo sem handknatt- leikur með Íþróttafélaginu Þór, Berklavörn, Slysavarnadeildinni Eykyndli, Verkakvennafélaginu Snót og Sjálfstæðiskvennafélag- inu Eygló. Sem ung kona var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Akureyri, einnig stundaði hún nám við Iðnskólann í Vest- mannaeyjum. Seinni árin starf- aði hún hjá Eyjabergi fisk- vinnslu, Lifrarsamlagi Vestmannaeyja. Útför Erlu Eiríksdóttur verð- ur gerð frá Landakirkju í dag, 16. febrúar 2013, og hefst athöfn- in kl. 11. Sigurgeir Ólafssyni Vídó, f. 21.6. 1925, d. 2.8. 2000. Börn þeirra eru: 1) Eirík- ur Heiðar, f. 1949, maki Sigríður K. Dagbjartsdóttir, þeirra börn eru Dagbjört, Heiða og Erla. 2) Guðfinna Guðný, f. 1951, börn hennar og fyrrver- andi maka, Her- manns Inga Hermannssonar, eru Erla Gyða, f. 1967, Sigríður Lund, f. 1970, Kaleb Joshua, f. 1973, og Jónas, f. 1980. 3) Sæ- finna Ásta, f. 1952, maki Þor- björn Númason, börn þeirra eru Sigurgeir, f. 1975, Sæþór, f. 1977, og Marta María, f. 1983. 4) Emma Hinrika, f. 1956, maki Ólafur Einar Lárusson, börn Í dag er borin til hinstu hvílu Erla Eiríksdóttir Vídó, tengda- móðir mín og amma peyjanna minna og barnabarna. Að vera öfðingleg í fasi og allri framkomu voru hennar einkenni og talsmát- inn laus við tafs. Við eldhúsborðið á Boðaslóð 26 voru margar rimm- ur háðar um málefni lands og þjóðar, eins og himinninn er blár voru skoðanir hennar blárri og Sjálfstæðisflokkurinn alltaf bor- inn fyrir lífsskoðunum hennar. Þó mátti hún aldrei nokkurn auman blett sjá á nokkrum manni, að hún væri ekki tilbúin að aumka sig yfir hann eða rétta hjálparhönd. Heimili hennar og Sigga Vídó var öllum opið og oft margt um mann- inn bæði í mat og kaffi. Hótel Erla var Boðaslóð 26 oft nefnd sökum mikilla innkaupa á matvælum til heimilisins, engum var úthýst, alltaf mátti bæta einum við. Á sín- um unglingsárum keppti hún í handbolta fyrir Íþróttafélagið Þór og þá nefnd Heimaklettur í vörn, enda ólétt að Eiríki, komin fjóra mánuði á leið. Heimilið stækkaði og á sjómannsheimili þurfti oft að taka af skarið, þá var það gert af slíkum ákafa að efir var tekið, þar féll kló að kjafti. Slysavarnadeild- in Eykyndill var henni hugleikinn félagsskapur og þar stóð hún oftar en ekki í fylkingarbrjósti þegar árlegar hlutaveltur voru annars vegar. Með vinkonu sinni Ingi- björgu Johnsen fór hún margar ferðir á landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Eitt sinn þegar gera átti sig klára fyrir lokahóf þá vantaði „bjútíboxið“. Þá tók Imba upp sína „indíánamold“ og setti í stærstu skurðina, og andlitið tók algerum stakkaskiptum, spegil- slétt og fagurt. Þannig mætti hún til leiks og ekkert að vanbúnaði að taka til máls og segja fólki til syndanna ef sá gállinn var á henni. „Þá gekk allt með elegans, nú er allt að fara til andskotans, eymd á þjóðar sálar sinni, sennilega er allt best í minningunni,“ sagði Dadda skó í bálki til heiðurs Erlu átt- ræðri. Í minningunni voru stríðs- árin henni hugstæð. Sem ung dama sendi hún her- mönnum sem bjuggu í næsta húsi skilaboð á móðu í glugga og ekki alltaf fögur en á Hlaðbæjar- ensku. Nú þegar að leiðarlokum er komið vil ég þakka allar þær stundir sem við áttum við eldhús- borðið á Boðaslóðinni. Ein var sú athöfn sem var svo táknræn fyrir Erlu, þegar hún fékk sér sígar- ettu, sem hún fékk sér oftar en góðu hófi gegndi, þá var pakkinn tekinn upp með sérstakri hreyf- ingu og síðan fylgdu eldfærin og sígarettan sett á milli vara og eld- ur borinn að. Þá liðaðist reykurinn frá andlitinu út um munn og varir. Kaffibollinn í seilingarfjarlægð með teskeið í og slatti af sykri, þá var hún tilbúin í málefni dagsins eða að rífast við þuli Ríkisútvarps- ins og greinarhöfunda Morgun- blaðsins. Hún var elskuð og dáð og uppskar eins og hún hefur til sáð. Barnabörnin segja hana bestu ömmu í heimi, já þá lang- bestu. Far þú í friði, við munum sakna þín, það var og verður enginn eins og þú. Þinn tengdasonur, Ólafur Lár. Elskulega Erla okkar hefur nú kvatt í hinsta sinn. Sjálfstæðis- drottningin sem lét aldrei sitt eftir liggja og kenndi okkur svo margt. Það var óneitanlega gaman að kíkja í kaffi og „bælísu“ og fá póli- tískan innblástur sem stundum jaðraði við hávaðarok og var ekki alltaf við barna hæfi. Það komast fáir með tærnar þar sem Erla hafði hælana þegar kemur að bar- áttukrafti og sannfæringarmætti og mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar. Elsku Erla, takk fyrir allt. Við munum gera okkar besta til að bera áfram keflið, það veitir víst ekki af þremur í þinn stað enda ærið verkefni framundan. Hvíl í friði. Bláu stelpurnar þínar, Hanna, Helga Björk og Íris. Blár var liturinn hennar ömmu Vídó, hún var gallharður Þórari, sjálfstæðismaður og að sjálfsögðu reykti hún bláan Gold Coast. Sem ung handboltakona í Þór þótti hún sterkur varnarmaður og mynduðu hún og tvær vinkonur hennar varnarlínu sem gekk undir nafn- inu Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur. Amma Vídó var Heimaklettur í þeirri varnarlínu, en hún var líka kletturinn í vörn- inni okkar í Vídó-fjölskyldunni og vörn hennar náði langt út fyrir fjölskyldu- og blóðbönd. Að koma til ömmu og afa Vídó á Boðaslóðina sem barn var frá- bært. Maður mátti nánast allt, maður fékk að fikta í öllu, fara í öll „leyniherbergin“, spila við þau yatzi og spjalla um alla heima og geima. Ást þeirra og kærleikur í okkar garð var mikill. Harðari stuðningsmann Sjálf- stæðisflokksins en ömmu Vídó var vart hægt að finna. Í kringum kosningar fékk amma einhvern óskiljanlegan kraft og fór sú gamla í gríðarlegt stuð. Hún elsk- aði ekkert meira en vikurnar fyrir kosningar og að komast í Ásgarð í spjall um pólitík. Oft gat hún hleypt öllu í bál og brand með at- hugasemdum sínum og frammí- köllum eða fyrirspurnum. Eitt sinn fór ég með henni á framboðs- fund og var einn mótframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins í miðri ræðu að úthúða flokknum hennar og stefnu. Var sú gamla fljót að grípa til varnar og greip fram í fyrir við- komandi frambjóðanda. Athuga- semd ömmu var á þannig íslensku að það borgar sig ekki að hafa hana eftir hér. Ekkert skyldi gefið eftir í því að verja Sjálfstæðis- flokkinn. Landsfundir Sjálfstæðisflokks- ins voru að hennar mati flottustu samkomur sem hægt var að kom- ast á. Talaði hún með stjörnurnar í augunum um gamla landsfundi sem hún hafði sótt og þegar ég fór sjálfur að sækja þá skildi ég hana alveg. Aldrei náði ég þó að fara með henni á landsfund en á síð- asta landsfundi sat ég í Laugar- dalshöllinni meðal fundargesta en amma Vídó sat heima í horninu sínu með tölvu og horfði á allan fundinn í beinni á netinu. Hún fylgdist betur með fundinum en ég sem var þó á fundarstað. Hringdi hún oft þessa fundardaga og sagði mér hvað þessi og hin hefðu sagt og ég gaf henni skýrslur um þau mál sem við vor- um að berjast fyrir. Eftir nokkra daga verður næsti landsfundur og það verður tómlegt að heyra ekki í ömmu og gefa henni skýrslu af gangi mála. En ég veit að amma Vídó verður ekki langt undan, hún missir ekki af landsfundinum þó svo að hún sé ekki lengur hjá okk- ur. Elsku amma, hafðu miklar þakkir fyrir allt sem þú hefur gef- ið mér. Minning þín mun lifa í mínu hjarta á meðan ég lifi. Það var mikil blessun og forréttindi að eiga þig sem ömmu og fyrir stelp- urnar mínar að eiga þig sem lang- ömmu. Amma mín, ég stend svo við það sem ég lofaði þér, við sigrum kommana í vor og komum þessari ríkisstjórn frá! Lovjú. Þinn Kjartan Vídó. Elsku besta amma mín. Klett- urinn minn, fyrirmynd mín og hetja. Ég get ekki hugsað til þess að þú sért farin og komir ekki aftur. Þú ert það stór partur af lífi mínu og í hjarta mínu áttu ansi stórt pláss sem verður alltaf þitt þrátt fyrir að þú sért farin. Ótal minn- ingar koma upp í hugann ef ég hugsa til þín. Alltaf var gott að koma til þín og alltaf þegar maður kom var það fyrsta sem maður þurfti að gera að fá sér eitthvað að borða og leið þér ekki vel fyrr en þér varð að þeirri ósk, alltaf sagðir þú: „Viltu ekki fá þér eitthvað?“ Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera og leið mér hvergi jafn vel og hjá þér, eins og þegar við barna- börnin vorum lítil fannst mér allt- af stærsti parturinn af þjóðhátíð- inni vera þegar ég tók bekkjarbíl heim til ömmu og afa og fékk að lúlla hjá ykkur. Ég fékk alltaf nýj- an jólakjól fyrir jólin og auðvitað passaðir þú upp á að Lilla, dúkkan sem þið afi gáfuð mér, fengi líka nýjan kjól. Amma, eins mikla bar- áttukonu og þig er erfitt að finna, þú hafðir alltaf þínar skoðanir á hlutunum og ekki var hægt að hagga þeim, eins og með það að þú vildir ekki sjá það að fá þér deb- etkort og þurfa að borga með ein- hverju plasti, nei það eru sko ekki peningar, bara gamla góða ávís- unin var það eina sem virkaði enda varst þú ein af fáum sem ennþá notuðu þær. Elsku amma, ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér þegar þú fórst frá okkur og veit ég að þið brosið niður til okk- ar og passið upp á okkur um ókomna framtíð. Nú hefur himinninn fengið nýja drottningu, foringja, sem er pott- þétt strax komin í einhverjar póli- tískar umræður og lætur ekki valta yfir sínar skoðanir. Elsku besta amma mín: Frá þeim degi sem vissi ég í hjarta mér að dag einn þyrfti ég að standa hér og nú þegar stundin nálgast fer, græt ég það. Þó að leiðir skilji nú, í hjarta mínu ávallt lifir þú. Allt mitt líf nú virðist vera að snúast við og ég vil ekki þurfa að kveðja þig og þó ég efist ekki um framhaldið græt ég það. Þó að leiðir skilji nú, í hjarta mínu ávallt lifir þú. Nú ég sé að komið er að kveðjustund og þó ég vilji ekki sleppa þér þú veist í bænum mínum dvelur þú hvert augnablik sem lifum við í trú. Þó að leiðir skilji nú í hjarta mínu ávallt lifir þú. (Þýð.: Rakel Brynjólfs./ Jóhann Schram Reed) Elska þig alltaf, „love you“. Þín Marta María Vídó (Mæja). Árið 1970 kom ég sem ungling- ur til Eyja í heimsókn til afa míns. Ætlunin var að vera í vikutíma, en þegar ég kynntist Emmu og frændfólki mínu í Vídó-fjölskyld- unni var ákveðið að framlengja dvölina í Eyjum. Erla og Siggi buðu mér að vera og tóku mér eins og ég væri ein af fjölskyldunni. Ég sé fyrir mér þegar Erla hringdi í Ásta frænda sinn og lagði það til að að stelpan úr Reykjavík myndi dveljast lengur í Eyjum, redda skyldi vinnu í humri. Það gekk eft- ir, átti ég þar skemmtilegt sumar, svo mjög að svona gekk þetta næstu tvö sumur. Einnig fór ég um jól og áramót til Eyja og not- aði flest tækifæri til að vera hjá þeim. Það segir meira en þúsund orð. Já, það var líf og fjör á Boða- slóðinni. Ég var nýkomin til Reykjavíkur úr jólafríi þegar gaus árið 1973. Ég hafði verið veður- teppt lengur en til stóð. Það voru því endurfundir þegar stórfjöl- skyldan hittist í Grundargerðinu þarna í janúar hjá mömmu og pabba. Ég vil þakka fyrir þennan skemmtilega tíma, sem var mér dýrmætur, og átti stóran þátt í því að ég fluttist til Eyja. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar þegar við kveðjum þessa kjarnakonu, Erlu frænku mína. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir. Nú hefur kvatt þetta líf merki- leg kona frá Vestmannaeyjum. Kjarnakonan Erla Eiríksdóttir var mikil vinkona foreldra minna þegar við fjölskyldan bjuggum í Vestmannaeyjum og í áratugi eft- ir flutning til fastalandsins. Erla og Siggi Vídó eins og við og flestir kölluðum hann voru einstök hjón, sterkir karakterar, glaðleg og traust alla tíð. Erla og mamma, Helga Þorleifsdóttir, og pabbi, Jón Guðjónsson á Eyjaberginu, eignuðust marga vini í Eyjum og var það alveg einstakt hvernig þessi vinátta tengdi okkur systur við þeirra fjölskyldur. Það gustaði af Erlu þar sem hún kom, hún hafði sterkar skoðanir og lá ekki á þeim í umræðu um þjóðmál, póli- tík og bæjarbraginn. Sérstaklega lagði hún sig fram um að fylgjast með íþróttum, sparaði ekki blóts- yrðin og lamdi sér á lær eða í borð í hita leiksins. Erla lét ekki nægja orðin tóm heldur tók virkan þátt í starfi stjórnmála og hittumst við oft á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Þar mættu þær valkyrjur Imba Johnsen og Erla Vídó, glæsilegar og orkumiklar og tóku svo sannarlega til máls á fundum. Ég vil þakka Erlu fyrir öll góðu árin sem mín fjölskylda hefur átt með henni og allar heimsóknirnar í Þrastaskóg til foreldra minna og á Seltjarnarnesið. Mér fannst ég alltaf geta talað hreint út við Erlu og ég dáðist að góða skapinu hennar alveg fram til hins síðasta. Nú, Erla mín, getið þið Siggi spjallað við Jón og Helgu skýjum ofar og hlegið að öllu því skemmti- lega sem þið gerðuð saman á sjó og landi. Ég sendi börnum Erlu og fjöl- skyldum þeirra hlýjar kveðjur, þau eiga minningu um góða móð- ur. Hildur Jónsdóttir. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég kynntist Erlu Vídó, ömmu Hlyns, besta vinar míns. Heim- sóknir okkar vinanna á Boðaslóð- ina til hennar, þegar við vorum yngri, voru ávallt skemmtilegar. Erla sat þá oftast í sínu sæti við eldhúsborðið, með kaffi og sígar- ettu, og lagði okkur lífsreglur á sama tíma og hún talaði um póli- tíkina, en þar lá hennar áhugi og án efa var ekki til meiri sjálfstæð- isflokkskona í öllum heiminum. Það var svo sannarlega gaman að heyra hana tala um ágæti Sjálf- stæðisflokksins og hversu mikla óbeit hún hafði á blessuðu vinstri- flokkunum í landinu. Það duldist engum að Davíð Oddsson var hennar maður í pólitíkinni og nú verður mikill sjónarsviptir í starfi sjálfstæðisfélagsins í Vestmanna- eyjum þegar Erla Vídó, drottn- ingin sjálf, verður ekki á svæðinu. Erla var þó umfram allt hjartahlý og góð kona sem alltaf var gaman að rekast á í Eyjum. Hún var dugleg að spyrja frétta af öllum, var greinilega vel með á nótunum og alltaf var kvatt á þeim orðum að ég skyldi skila kveðju til mömmu. Kærar þakkir fyrir allt Erla Vídó. Ég votta aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Sigurðsson. Hún hafði fas vindanna, fegurð blómanna sem bylgjast í hlíðum fjallanna í Eyjum, snörp tilsvör, sjálfstæða skoðun í fyllsta máta og lét aldrei segja sér fyrir verkum. Erla Vídó var einstök, hamhleypa til verka og skoðana og einn af mestu sjálfstæðismönnum Ís- lands. Hún var tryggðatröll og sagði það sem henni bjó í brjósti á vettvangi stjórnmálanna og dag- lega lífsins. Fals, hégómi og tví- skinnungsháttur var ekki til í henni. Nú er öldin önnur á þeim vettvangi. Móðir mín, Imba, og Erla voru miklar vinkonur, gamlar hand- boltadívur, báðar allsnöggar til orða og verka og mátti ekki á milli sjá hvor var pólitískari. Þeim var stundum líkt við gömlu jaxlana á svölunum í Prúðuleikurunum, ekki svo galið, höfðu yfirsýn yfir allt og skoðun á öllu. Það var mikið skarð fyrir skildi þegar Erla missti mann sinn, Sigga Vídó, Sigurgeir Ólafsson skipstjóra og útgerðarmann, langt fyrir aldur fram, stórkost- legan mann, en Erla hélt kóssin- um, heil, einlæg og ör. Ég man á fundi fyrir mörgum árum um framboðsmál í Eyjum að það var verið að rífast um mig aldrei þessu vant og Erla var í essinu sínu. Þá kom Jón lóðs til hennar og vottaði hanni samúð með fráfall Eiríks föður hennar. „Ég má ekkert vera að því að tala um það núna, ég er að rífast út af honum Adda,“ svar- aði Erla að bragði og hélt svo sínu striki sem haukur fyrir mig og ekki í neinu horni. Erla setti alls staðar svip á, hvort sem hún var í fiskinum, umönnun eða hversdagsspjallinu. Erla Vídó var engum lík en ýmsir hafa notið geisla sólar hennar hvort sem henni hefur líkað betur eða verr, því hún var vandfýsin. Þannig var hún alla tíð gefandi en hnykkti á því með lúkarsmáli. Góður Guð varðveiti hana og ætt- menni öll. Fyrir nokkrum vikum vaknaði Erla í rúmi sínu á sjúkra- húsinu í Eyjum umkringd ástvin- um sínum sem áttu ekki von á miklu, en þegar Erla opnaði aug- un sagði hún með sínum tón: „Er geim hérna, er ég að missa af ein- hverju?“ Nú er blessunin sigld og Siggi Vídó er örugglega klár á bryggju himnaföðurins til þess að taka á móti drottningu vindanna. Árni Johnsen. Hin mikla ættmóðir er fallin frá. Vinkona mín til fjölda ára, Erla Vídó, hefur kvatt þennan heim, sennilega södd lífdaga. Ég kynntist henni í gengum íþróttafélagið Þór, AA-samtökin og Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló. Hún var mikill vinur vina sinna, mikil mamma, amma og langamma. Hún var sú persóna sem allir báru virðingu fyrir. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum. Á Boðaslóðinni var stöðugur straumur til mömmu, ömmu og vinkonu. Kaffisopinn yljaði og við tókum þátt í heimspólitíkinni. Erla var mjög pólitísk og sagði okkur til syndanna ef með þurfti. Eitt sinn sem oftar vorum við á fulltrúaráðsfundi og tvær ungar og efnilegar konur í bæjarstjórn, báðar leikskólakennarar, kvört- uðu sáran um að það vantaði til- finnanlega leikskóla. Þá stóð mín upp og sagði þessum ungu konum að þær ættu bara að vera heima og hugsa um börnin sín, meðan þau væru ung, eins og við gerðum í gamla daga sagði hún. Bæjar- stjórinn var mjög ánægður með sína konu, enda ekki minnst á leik- skóla þetta kvöldið. Erla og Siggi Vídó voru afskap- lega samhent hjón. Eftir að hann dó var hún vængbrotin sem aðrar konur í hennar stöðu. Mörg undanfarin ár stundaði hún hannyrðir inni á Elló eins og hún sagði, undi hag sínum vel. Erla átti marga vini þar og mætti flesta daga vikunnar. Hún var ekki heilsuhraust enda vildi hún aldrei hætta að reykja. Aðdáunarvert er hve börnin hennar hugsuðu vel um hana, allt- af boðin og búin að gera henni til geðs. Að leiðarlokum vil ég þakka henni vináttuna alla og bið Guð að blessa hennar stóra afkomenda- hóp. Að leiðarlokum þakka hér, lífið veiti hugarró. Göfug sál gengin er Guð blessi Erlu Vídó. Sigurbjörg Axelsdóttir. Í dag kveðjum við með söknuði hana Erlu okkar Vídó. Þar fer góð kona sem lét sér annt um sam- félag sitt og alla í kringum sig. Erla var mikil fjölskyldukona og þar var sjálfstæðisfjölskyldan ekki undanskilin. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og lét aldrei sitt eftir liggja að breiða út boðskapinn. Hún auðkenndi fólk gjarnan eftir stjórnmálaskoðunum þannig að margir fengu viðurnefnið kommi eða krati og oft voru þeim ekki vandaðar kveðjurnar. Erla hafði mikinn sannfæringarmátt og gerði hvað hún gat til að fá fólk til liðs við flokkinn. Þrátt fyrir það lét hún sér annt um alla, ekki síst þá sem minna máttu sín og barðist með kjafti og klóm ef henni þótti að einhverjum vegið. Erla var aldrei hressari en í kringum kosn- ingar. Þrátt fyrir veikindi hin síð- ari ár mætti hún galvösk á kosn- ingaskrifstofuna og las frambjóðendum pistilinn, þeir skyldu sko fylgja stefnunni og ekkert múður. Hún lagði mikla áherslu á að fólk nýtti kosninga- rétt sinn, ekki síst þeir sem voru pólitískt réttþenkjandi. Erla var baráttukona til hinsta dags og tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins skömmu áður en hún lést. Hún var hvetjandi og lífsglöð og kunni að koma orðum að hlutunum. Erla var mikil félagsvera. Hún þreifst á umræðum um pólitík og önnur áhugamál sín og samskiptum við skemmtilegt fólk. Það var okkur öllum ómetanlegt að kynnast henni og góður skóli í lífsins bar- áttu. Við þökkum Erlu samfylgdina og óeigingjarnt ævistarf. Hvíl í friði. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélag- anna í Vestmannaeyjum, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Margrét Rós Ingólfsdóttir. Erla Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.