Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 60
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. 2012 DA14 nálgast jörðina
2. Yfir 250 slasaðir eftir loftsteina…
3. Íslenskt ökuskírteini ónógt í …
4. Beckham býr vel - og dýrt - í París
Tvær af stærstu sýningum vetr-
arins verða frumsýndar aðra helgi.
Söngfuglinn Mary Poppins dansar á
fjölum Borgarleikhússins 22. febrúar,
en kvöldið eftir verður Fyrirheitna
landið frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Þar
er Hilmir Snær Guðnason í svo miklu
burðarhlutverki að einungis eru fjór-
ar síður í handriti þar sem hann er
ekki fyrirferðarmesta persónan. Í
hinu húsinu er það Jóhanna Vigdís
Arnardóttir sem fetar í fótspor Julie
Andrews.
Morgunblaðið/Golli
Hilmir Snær í miklu
burðarhlutverki
Verðlaunahátíð
Eddunnar, íslensku
kvikmynda- og
sjónvarps-
verðlaunanna, fer
fram í Eldborgarsal
Hörpu í kvöld og
verður sýnt beint
frá henni á Stöð 2
frá kl. 19.30. Logi Bergmann Eiðsson
kynnir.
Edduverðlaunin
afhent í kvöld
Hljómsveitin Retro Stefson hélt
tónleika á tónlistarhátíðinni By:Larm
í Osló miðvikudaginn sl. og er lofuð
fyrir frammistöðu sína á norskum vef
tónlistartímaritsins Gaffa, hlýtur
fimm stjörnur af sex mögu-
legum fyrir frammistöðu
sína. Hljómsveitin kem-
ur fram í Kennedy
Center í Wash-
ington í næstu viku
á vegum Iceland
Airwaves auk
FM Belfast og
Sóleyjar.
Retro Stefson
lofsungin í Gaffa
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG N og NA 8-13 m/s og yfirleitt þurrt, en A 10-15 syðst á landinu síð-
degis og rigning með köflum. Hiti 0-5 stig við suðurströndina, en annars um frostmark.
Á sunnudag Austan 13-20 m/s og rigning eða slydda, einkum sunnan- og suðaust-
anlands, en hægari og þurrt að kalla norðantil fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig sunnantil
á landinu, en hlánar smám saman fyrir norðan.
Á mánudag SA 8-13 m/s og rigning með köflum, en léttir til norðanlands síðdegis.
Aðeins sjö lið úr ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu eru eftir í
bikarkeppninni en sextán liða úr-
slitin eru leikin um helgina. Mikil
pressa er á Roberto Mancini,
knattspyrnustjóra Manchester
City, en bikarinn er nú eini titillinn
sem hans dýra lið á raunhæfa
möguleika á að vinna á þessu
tímabili. »2
Mikil pressa á Roberto
Mancini í bikarnum
Mikil körfuboltaveisla verður í
Laugardalshöllinni í dag þeg-
ar leikið verður til úr-
slita í Poweradebikar
karla og kvenna.
Keflavík og Valur mæt-
ast klukkan 14 í kvennaflokki
en Stjarnan og Grindavík
klukkan 16 í karlaflokki. Morg-
unblaðið fékk Finn Frey Stef-
ánsson þjálfara KR og Pétur
Már Sigurðsson þjálfara KFÍ
til að spá í spilin. » 3
Til tíðinda dregur í
bikarnum í dag
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir
hefur dvalið við æfingar á
Tenerife á Kanaríeyjum í
rúma viku ásamt æf-
ingahóp sínum þar sem
hún býr sig undir kom-
andi tímabil. „Það
hefur gengið alveg
ótrúlega vel og ég
er búin að eiga hér
alveg frábærar kas-
tæfingar,“ sagði Ás-
dís við Morg-
unblaðið í gær en
hún æfir nú undir
handleiðslu Írans
Terry McHugh. »1
Ásdís ánægð með
æfingar á Kanaríeyjum
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Hópur skáta á aldrinum 13-15 ára
tekst þessa dagana á við íslenskan
vetur við Úlfljótsvatn og á Hellis-
heiði. Um er að ræða verkefni á
vegum Bandalags íslenskra skáta,
unglingadeildar Landsbjargar og
bandalags írskra skáta og er mark-
miðið að þátttakendur verði færari
að bjarga sér í vetrarferðum á
fjöllum. Er þetta í annað skipti,
sem slík vetraráskorun fer fram
hér á landi.
„Kjarninn í þessu hjá okkur er
vetrarferða- og fjallamennska.
Krakkarnir læra það sem fólk þarf
að kunna í slíkum ferðum. Meðal
þess við kennum er rötun, skyndi-
hjálp, veðurfræði til fjalla, vinna
með göngu- og siglínu og margt
fleira,“ sagði Guðmundur Finn-
bogason, verkefnisstjóri vetrar-
áskorunarinnar. „Leiðbeinendur á
staðnum halda utan um verkefnið,
en svo höfum við líka fengið til
okkar góða gesti. Vilborg Arna
Gissurardóttir kom í heimsókn og
svo fengum við kynningu frá
Hundasleðafélagi Íslands og Fjalla-
leiðsögumannafélagi Íslands,“ sagði
Guðmundur.
Mjög krefjandi dagskrá
„Hugmyndin hjá okkur er
að búa til mjög krefjandi
verkefni. Í fyrradag fóru
þátttakendurnir í 12
klukkustunda langa göngu
frá Úlfljótsvatni upp á
Hellisheiði. Á heiðinni er
skátaskáli þar sem þau
gista í tvær nætur. Alla
daga vikunnar var farið í
göngur og í gær var svo
farið á gönguskíði í Blá-
fjöllum. Landsbjörg sér
fyrir bílum til að flytja
þau á milli,“ sagði Guð-
mundur.
Þátttakendur eru bæði írskir og
íslenskir, og af báðum kynjum.
Guðmundur sagði að reynt hefði
verið eftir fremsta megni að jafn-
margir Íslendingar og Írar tækju
þátt og að kynjahlutföllin yrðu sem
jöfnust og það hefði tekist.
Guðmundur svaraði því neitandi
þegar hann var spurður hvort eitt-
hvert ungmennanna hefði gefist
upp á þessu verkefni. Ef einhver
þreytist eða meiðist lítillega þá er
honum ekið milli staða frekar en að
senda viðkomandi heim. „Við reyn-
um að ýta krökkunum að sínum
þolmörkum og aðeins lengra svo
þau sjái hvað býr í þeim og hverju
þau geta áorkað ef þau leggja sig
fram við að ná settum mark-
miðum,“ sagði Guðmundur.
Tjaldútilega um hávetur
Ungir skátar
og björgunarfólk
á fjöllum
Siglingar Hluti af verkefnum ungmennanna er að sigla á Úlfljótsvatni en einnig læra þau skyndihjálp og rötun.
Til að taka þátt í vetrar-
áskoruninni þurfa umsækjendur
að skila inn vandaðri og ítarlegri
umsókn haustið áður en verk-
efnið hefst.
„Umsóknirnar eru margar
mjög ítarlegar og ljóst að
mikil vinna hefur verið
lögð í þær. Krakkarnir
þurfa að safna með-
mælum og helst sýna fram á
að þau hafi burði til að takast á
við jafn krefjandi verkefni og
þetta raunverulega er,“ sagði
Guðmundur.
„Hópurinn fer í langar göngur
nánast upp á hvern dag og sofið
er úti í tjaldi yfir nótt. Það er
ekki fyrir hvern sem er að takast
á við slíkt verkefni. Það er líka
skemmtileg tilbreyting að mæta
allt í einu umframeftirspurn í
þessu starfi, sérstaklega meðal
ungmenna á þessum aldri.“
Umsóknarferlið strembið
ÍSLENSKIR OG ÍRSKIR DRÓTTSKÁTAR SOFA Í TJALDI Í FEBRÚAR