Morgunblaðið - 21.02.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Engar viðræður hafa farið fram milli
Framsóknarflokksins og stjórnar-
flokkanna um framhald stjórnar-
skrármálsins, líkt og Margrét
Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfing-
arinnar, hélt fram í vikunni.
Hafði þingkonan fyrir satt að
Ágúst Þór Árnason, formaður laga-
deildar Háskólans á Akureyri, og
Skúli Magnússon, dósent í lögfræði
við Háskóla Íslands, hefðu rætt við
fulltrúa ríkisstjórnarinnar fyrir hönd
Framsóknarflokksins.
Samkvæmt öruggum heimildum
Morgunblaðsins fóru þeir Ágúst Þór
og Skúli á fund með Lúðvíki Berg-
vinssyni, fyrrverandi þingflokksfor-
manni Samfylkingar, Þórunni Svein-
bjarnardóttur, ráðgjafa Árna Páls og
sáttasemjara í stjórnarskrármálinu,
og Ástráði Haraldssyni lögmanni, sl.
mánudag, að beiðni Sigmundar Dav-
íðs Gunnlaugssonar, formanns
Framsóknarflokksins.
Færu faglega yfir stöðuna
Sigmundur Davíð hafi viljað að
lögmennirnir tveir færu faglega yfir
stöðuna og fóru þeir yfir helstu atriði
með honum eftir fundinn. Var þar
eingöngu á ferð lögfræðilegt álit og
fer því víðsfjarri að flokka megi fund-
inn sem samningaviðræður. Má í
þessu samhengi rifja upp að Ágúst
Þór og Skúli voru meðal sjö nefnd-
armanna í stjórnlaganefnd sem lagði
m.a. stjórnlagaráði til efni.
Þá munu uppi skiptar skoðanir um
framhald málsins innan Samfylking-
ar og Vinstri grænna og samnings-
markmið því ómótuð. Því sé ekki
tímabært að efna til eiginlegra samn-
ingaviðræðna við Sjálfstæðisflokk-
inn og Framsóknarflokkinn um lykt-
ir stjórnarskrármálsins.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir
því var leitað og vísaði hún á Árna
Pál Árnason, formann Samfylkingar.
Ekki náðist í Árna Pál vegna máls-
ins. baldura@mbl.is
Engar samningaviðræður
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Með stjórnlagamálið Frá fundi
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Framsókn er
ekki að semja um
stjórnarskrána
Þrír af lögfræð-
ingunum fjórum
sem stjórnskip-
unar- og eftirlits-
nefnd fól að gera
lögfræðilega út-
tekt á tillögum
stjórnlagaráðs
hafa skilað nefnd-
inni greinar-
gerðum vegna
álits Feneyja-
nefndarinnar.
Páli Þórhalls-
syni, formanni
hópsins, var falið
að skoða umsögn
nefndarinnar um
IV. og V. kafla
stjórnlagafrum-
varpsins en þeir
fjalla um forseta
Íslands annars
vegar og um ráð-
herra og ríkis-
stjórn hins vegar.
Skrifar Páll m.a.
að hann telji ekki
raunhæft að
hverfa frá þjóð-
kjöri forseta og
afnema málskots-
heimildina, en að
sögn Páls var það
álit Feneyja-
nefndarinnar að
kosning forseta af hálfu þingmanna
og sveitarstjórnarmanna í stað þjóð-
kjörs væri í betra samræmi við veikt
pólitískt hlutverk hans.
„Smávægilegar breytingar“
Oddnýju Mjöll Arnardóttur, pró-
fessor við lagadeild Háskóla Íslands,
var falið að bregðast við umsögn
nefndarinnar um II. kafla frumvarps-
ins um mannréttindi og náttúru. Tel-
ur hún hana kalla á „smávægilegar
form- og orðalagsbreytingar“.
Þá var Hafsteini Þór Haukssyni,
lektor við lagadeild Háskóla Íslands,
falið að bregðast við umsögn Fen-
eyjanefndarinnar um 113. grein
frumvarpsins um stjórnarskrár-
breytingar. Skrifar Hafsteinn Þór
m.a. að Feneyjanefndin kunni að of-
meta flækjustig 79. greinar núver-
andi stjórnarskrár en þar er vikið að
stjórnarskrárbreytingum.
Fjórða manninum í hópnum, Guð-
mundi Alfreðssyni, prófessor við Há-
skólann í Strassborg, var ekki falið að
bregðast við álitinu. baldura@mbl.is
Brugðist
við Fen-
eyjanefnd
Páll
Þórhallsson
Sérfræðingar gefa
álit á erlendri úttekt
Oddný Mjöll
Arnardóttir
Hafsteinn Þór
Hauksson
Ingvar P. Guðbjörnsson
Baldur Arnarson
Kjartan Kjartansson
Tvísýnt er hvort vantrauststillaga
sem Þór Saari, þingmaður Hreyfing-
arinnar, hefur lagt fram, hljóti braut-
argengi þegar hún verður tekin fyrir
í þinginu á þriðjudaginn.
Felur tillagan í sér að þing verði
rofið eigi síðar en 28. febrúar og efnt
til þingkosninga 13. apríl. Fram að
kjördegi sitji starfsstjórn skipuð
fulltrúum allra flokka á þingi.
Stjórnarflokkarnir hafa nú samtals
30 þingmenn, Samfylking 19 og VG
11, en við bætist að Róbert Marshall,
Bjartri framtíð, er fjarverandi og
verður Anna Margrét Guðjónsdóttir,
Samfylkingu, varamaður hans þegar
atkvæðagreiðslan fer fram. Ættu
stjórnarflokkarnir því að hafa 31 at-
kvæði. Þarf þá eitt atkvæði til í
þinginu sem telur 63 þingmenn.
Ljóst er hvernig Þór Saari hyggst
greiða atkvæði og sýnist þá spurn-
ingin vera sú hvort Birgitta Jónsdótt-
ir og Margrét Tryggvadóttir, flokks-
systur Þórs, styðji vantraust.
Spurður hvers vegna hann hafi
ákveðið að leggja fram vantrausts-
tillögu vísaði Þór til óánægju sinnar
með stöðu stjórnarskrármálsins, en
hann vill sem kunnugt er að stjórnar-
skrárfrumvarpið verði samþykkt í
nær óbreyttri mynd.
Átti ekki annarra kosta völ
„Ég hef ítrekað ýtt á eftir meiri-
hlutanum með formlegum erindum
um að fá tillögu um hvernig ríkis-
stjórnin ætlar formlega að ljúka
þessu máli. Ég hef ekkert heyrt frá
þeim. Síðast sendi ég þeim erindi á
mánudag þar sem ég matreiddi ofan í
þau tvær tillögur sem ganga fyllilega
upp en fékk ekkert svar við því held-
ur,“ sagði Þór sem taldi sig því ekki
eiga „annarra kosta völ“ en að ýta á
eftir málinu á fyrrgreindan hátt.
Spurður hvort Hreyfingin væri
einhuga í málinu sagði Þór að þær
Margrét og Birgitta „væru það ekk-
ert endilega. En þær munu ekki
greiða atkvæði gegn þessu“. Margrét
minnti aðspurð á að hún hefði greitt
atkvæði með vantrausti síðast en
vildi ekki gefa upp afstöðu sína nú.
Ekki náðist í Birgittu.
„Skoða tillöguna í því ljósi“
Það gæti riðið baggamuninn í at-
kvæðagreiðslunni að Þráinn Bertels-
son, þingmaður VG, sem kjörinn var
á þing fyrir Borgarahreyfinguna, síð-
ar Hreyfinguna, sagðist í gærkvöldi
ekki geta svarað því hvort hann
myndi styðja vantrauststillöguna þar
sem hann hefði ekki lesið hana og
vissi ekki hvað stjórnin ætlaði sér
með stjórnarskrárfrumvarpið. „Ef
stjórnin ætlar ekki að reyna að koma
málinu í gegn sýnist mér hún ekki
gera mikið gagn. Hún sinnir þá ekki
því sem hún á að sinna. Ég mun
skoða tillöguna í því ljósi.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, var
afdráttarlaus í svörum þegar van-
traustið bar á góma. „Þingmenn
Framsóknarflokksins munu styðja
vantraustið, enda höfum við rætt
þetta nokkrum sinnum, einkum eftir
að ríkisstjórnin varð minnihluta-
stjórn,“ sagði Sigmundur sem taldi
Bjarta framtíð geta ráðið úrslitum.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði sinn flokk
myndu styðja vantraustið.
Stuðningurinn auðfenginn
„Stuðningur við þetta verður auð-
fenginn hjá Sjálfstæðisflokknum.
Það er að segja að lýsa vantrausti á
ríkisstjórnina. Ég lít á hitt – hvenær
boðað verður til kosninga og með
hvaða hætti skipuð verður starfs-
stjórn – sem útfærsluatriði. Aðal-
atriðið er að láta reyna á það hvort
ríkisstjórnin hefur meirihlutastuðn-
ing frá þinginu til þess að starfa
áfram,“ sagði Bjarni en Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokkurinn
hafa samtals 25 þingmenn.
Guðmundur Steingrímsson, for-
maður Bjartrar framtíðar, sagðist
vilja sjá rökin fyrir vantrausti.
„Ég hef áður setið hjá í vantrausti
og ég geri heldur
ráð fyrir því að ég
geri það aftur, en
á eftir að sjá
hvernig þetta er
rökstutt og hvaða
forsendur liggja
að baki.“
Atli Gíslason
þingmaður sagði
„afstöðu sína
myndu koma í ljós
við atkvæðagreiðsluna“. Hvorki náð-
ist í Lilju Mósesdóttur né Jón
Bjarnason. Greiði þessir þrír fv. þing-
menn VG atkvæði með tillögunni og
þrír þingmenn Hreyfingarinnar líka
gætu úrslitin ráðist með atkvæði
Guðmundar Steingrímssonar, nú eða
Þráins Bertelssonar.
Þá náðist ekki í Oddnýju Harðar-
dóttur, þingflokksformann Samfylk-
ingar, né Árna Pál Árnason, formann
flokksins. Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra sagðist hins vegar í
samtali við RÚV „alls ekkert botna í
svona tillögu“. Hún væri „vísasta
leiðin … til þess að drepa stjórnar-
skrármálið“. Loks náðist ekki í Stein-
grím J. Sigfússon, formann VG,
Katrínu Jakobsdóttur, varaformann
VG, eða Álfheiði Ingadóttur, þing-
flokksformann VG.
Tvísýnt um vantraustið
Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu Þórs Saari gæti ráðist af einu atkvæði
Þráinn Bertelsson gefur ekki upp hug sinn Óvissa með Birgittu og Margréti
Morgunblaðið/Kristinn
Á Alþingi Eftir helgi kemur í ljós hvort meirihluti er fyrir vantrausti.
Þór
Saari
Bjarni
Benediktsson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Þráinn
Bertelsson
Guðmundur
Steingrímsson
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
Það hefur aðeins einu sinni
gerst að ríkisstjórn hafi farið
frá völdum eftir að þingið hefur
samþykkt tillögu um vantraust
á henni. Það gerðist árið 1950
þegar minnihlutastjórn Ólafs
Thors var felld í atkvæða-
greiðslu um vantraust.
Á síðustu 50 árum hafa 15
vantrauststillögur verið lagðar
fram á Alþingi en þær voru allar
felldar fyrir utan árið 1974 en
þá var þing rofið stuttu eftir að
tillagan var lögð fram.
Síðast var vantrauststillaga
lögð fram í apríl 2011 en hún var
felld með 32 atkvæðum gegn
30. Einn þingmaður sat hjá.
Sjálfstæðis- og framsókn-
armenn ræddu möguleika á
vantrauststillögu í síðasta mán-
uði en af henni varð ekki.
egol@mbl.is
15 á síðustu
50 árum
VANTRAUSTSTILLÖGUR