Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Í þeim rúmlega tvö þúsund heim- sóknum á vinnustaði sem trygginga- félagið VÍS hefur farið í síðan 2009 höfðu aðeins 22% fyrirtækja sinnt því að framkvæma lögbundið áhættumat starfa. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnueftirlitinu má gera ráð fyrir að um helmingur fyr- irtækja geri slíkt mat, stærri og megnugri fyrirtæki sinni slíku frek- ar, en algengara sé að minni fyr- irtæki láti hjá líða að gera áhættu- mat. Í forvarnaheimsóknunum hafa starfsmenn VÍS gefið forvarnaein- kunn með tilliti til ýmissa þátta er lúta að öryggismálum. Á morgun fer fram opin ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins þar sem fjallað verður um ábyrgð og skyldur forsvarsmanna fyrirtækja í öryggis- málum frá ýmsum hliðum. Ráð- stefnan fer fram á aðalskrifstofum VÍS frá 13-16 á morgun. Misjafnt ástand öryggismála Á ráðstefnunni verða öryggismál m.a. innan ferðaþjónustunnar rædd en í kynningarefni fyrir ráðstefnuna kemur fram að því miður finnist fyr- irtæki í ferðaþjónustu sem leggja litla áherslu öryggismál þó mörg þeirra sinni slíku með ábyrgum hætti. „Það er erfitt að alhæfa. En það sem við getum sagt er að kröf- urnar eru litlar, ferðaþjónustuaðilar sækja um leyfi og því fylgja engar kröfur um öryggismál, það er dálítið misjafnt hvað fyrirtækin sjálf leggja mikla áherslu á öryggismálin,“ segir Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS, að- spurður um stöðu öryggismála hjá ferðaþjónustuaðilum. Hann segir að þó að flestir vilji veita örugga þjónustu sýni reynslan samt að í ákveðnum tilvikum sé ör- yggismálum mjög ábótavant. Í tölum frá Landsbjörg frá 2011 kom fram að utan umferðarslysa yrðu flest banaslys í almennri ferðamennsku en þó ber að hafa í huga að slíkum slysum hafði fækkað hlutfallslega árin á undan ef fjölgun ferðamanna er höfð í huga. Samfara spám um frekari fjölgun ferðamanna á næstu árum er því einkar mikilvægt að ör- yggismál hjá ferðaþjónustuaðilum séu í lagi. Nýtt frumvarp liggur fyrir Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um ferðamál þar sem áhersla á öryggi og eftirlit er aukin. „Nýjungin þar er krafa um að öll fyrirtæki geri öryggisáætlun sem snýr bæði að viðskiptavinum og starfsmönnum. Frumvarpið er já- vætt skref í þá átt að efla öryggi og gæði í ferðaþjónustu,“ segir Gísli sem nefnir einnig Vakann, gæða- vottunarkerfi sem Ferðamálastofa hefur komið á fót. Þar geti ferða- þjónustuaðilar fengið vottun gegn því að uppfylla ákveðin skilyrði sem m.a. lúta að öryggismálum. Í forvarnaheimsóknum VÍS hefur komið í ljós að víða er pottur brotinn hjá íslenskum fyrirtækjum er varðar skipulag og framkvæmd í öryggis- málum starfsmanna. M.a. bar á því að fyrirtæki væru ekki með örygg- isverði og öryggisfulltrúa. Gísli segir gríðarlega mikið í húfi fyrir fyrirtæki að uppfylla skyldur sínar er varðar öryggismál. Í fyrsta lagi snúist málið um heilsu og hags- muni starfsmanna en einnig geti ver- ið um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Töluverður beinn og óbeinn kostnaður geti hlotist af ef öryggis- mál innan fyrirtækis eru ekki í lagi. Margir sinna öryggismálunum illa  Aðeins 22% vinnustaða sem VÍS heimsótti hafa framkvæmt áhættumat starfa  Skyldur fyrir- tækja í öryggismálum til umræðu á ráðstefnu  Litlar kröfur á aðila í ferðaþjónustunni Morgunblaðið/Golli Vinnuvernd Vinnuveitendur hafa á undanförnum árum orðið meðvitaðri um öryggismál starfsmanna og viðskiptavina sinna en betur má ef duga skal. Inghildur Ein- arsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar hjá Vinnueft- irlitinu, segir að merkjanleg aukning hafi orðið í þátt- töku í nám- skeiðum fyrir öryggisverði og öryggistrúnaðarmenn fyrir- tækja. Aukninguna megi að einhverju leyti rekja til for- varnarheimsókna VÍS en þó haldi Vinnueftirlitið einnig uppi virku eftirliti. Aðspurð hvort áhersla á öryggismál innan fyrirtækja hafi aukist segir Inghildur svo vera. Hún finni fyrir breytingum þegar hún líti um öxl, vinnuveitendur séu al- mennt mun meðvitaðri um öryggismál á viðkomandi vinnustað en á árum áður. Áherslan á öryggi aukist SÆKJA Í FRÆÐSLU Inghildur Einarsdóttir Jöfnuður á innflutningi og útflutn- ingi kjöts var Íslendingum hag- stæðari á síðasta ári en á árunum á undan. Kemur það bæði til af því að útflutningur hefur heldur aukist og innflutningur dregist saman. Helstu breytingar á innflutningi á árinu 2012 fólust í því að innflutn- ingur á nautgripakjöti minnkaði um helming frá árinu á undan. Hér vantaði nautakjöt um tíma og var mikið flutt inn 2011 en meira jafn- vægi komst á í fyrra. Mest var flutt inn af kjúklingakjöti, svipað og á árinu á undan, og heldur dró úr innflutningi svínakjöts. Áhrifa breytinga á tollum af inn- flutningi búvara er ekki farið að gæta í þessum tölum. Í tíð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra voru lagðir á verðtollar sem gerðu það óhag- stæðara að flytja inn vörur en þeg- ar magntollar voru lagðir á. Eftir að Steingrímur J. Sigfússon tók við var lagt fram lagafrumvarp þar sem heimildir ráðherra voru þrengdar og miðað við magntolla. Lögin tóku gildi nú um áramótin og koma áhrif þeirra fram í innflutn- ingstölum fyrir yfirstandandi ár. Vert er að geta þess að Hagstofan tekur hvalaafurðir með í útflutn- ingstölum fyrir kjöt. Flutt voru út 1.040 tonn, sem er aukning frá síð- ustu árum. Útflutningur á hrossakjöti meira en þrefaldaðist frá fyrra ári. Það á sér nokkrar skýringar, að sögn Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Bændasamtaka Íslands. Markaður opnaðist í Rússlandi sem kom sér vel vegna þess að lægð hefur verið í reiðhestasölu. Við þetta bættist heldur lakur heyfengur á Norður- landi og jarðbönn svo eigendur hrossa vildu grisja stóð sín. Sú þróun varð í útflutningi kindakjöts að verr gekk að selja dýrari tegundir, eins og lambakjöt, en aukning varð í sölu ódýrari vara, eins og ærkjöt og innmatur eru dæmi um. helgi@mbl.is Innflutningur og útflutningur á kjöti Heimild: hagstofa.is Útflutningur á kjöti frá Íslandi í kílóum: 2010 2011 2012 Lambakjöt 2.893.184 1.791.619 1.692.186 Innmatur 659.993 1.236.567 1.511.190 Ærkjöt 573.650 927.214 1.099.883 Hvalaafurðir 765.172 941.581 1.041.422 Hross 215.885 172.420 638.571 Lambasvið 76.366 131.151 82.473 Svínakjöt 152.029 223.435 21.016 Nautgripakjöt 1.447 16.751 1.033 Kjúklingakjöt 172 189 314 Annað kjöt 45 22.403 74 Kalkúnakjöt 0 0 6 Hreindýrakjöt 271 0 0 Alls útflutningur 5.338.214 5.463.330 6.088.168 Útflutningur umfram innflutning: 4.760.476 4.103.013 5.006.729 Innflutningur á kjöti til Íslands í kílóum: 2010 2011 2012 Kjúklingakjöt 250.245 467.090 450.665 Svínakjöt 116.538 341.987 265.604 Nautakjöt 100.549 429.009 186.347 Kalkúnakjöt 37.779 35.966 69.201 Annað kjöt 1.904 16.266 58.987 Gæsir/endur 66.698 55.345 41.546 Dádýrakjöt 1.567 2.690 3.315 Hreindýrakjöt 1.596 10.948 2.247 Rjúpur 300 600 1.830 Lambakjöt 0 0 679 Dúfnakjöt 219 201 415 Rostungar/Sæljón 0 0 280 Fasanakjöt 115 215 263 Froskafætur 68 0 60 Kanínukjöt 160 0 0 Alls innflutningur 577.738 1.360.317 1.081.439 Útflutningur eykst en innflutningur minnkar  Breytingar á tollum ekki komnar fram í innflutningi á kjöti Inn var flutt » Til landsins komu þrjú tonn af dádýrakjöti og 60 kíló af froskalöppum. » Inn komu 679 kg af lamba- kjöti en það hefur ekki sést í skýrslum síðustu ár. Sama má segja um liðinn rostungar/ sæljón. Ekki er vitað á hvaða matseðli sú skepna hefur lent. Bæjarstjórn sveitarfélagsins Ár- borgar ákvað í gær að segja sig úr samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi um Skólaskrifstofu Suðurlands. Þetta er liður í breytingum sem eiga að efla skólastarf og sérfræðiþjón- ustu í sveitarfélaginu. Skólaskrif- stofan hefur séð um alla sérfræði- þjónustu í skólum í þeim tólf sveitarfélögum sem hafa átt aðild að henni en Árborg er langstærsta sveitarfélagið. „Auðvitað hlýtur maður að undr- ast afstöðu stærsta sveitarfélagsins í fjórðungnum að draga sig út úr jafn- stóru sameiginlegu verkefni og þarna er um að ræða. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á rekstur skóla- skrifstofunnar og spurning hvort hún verði áfram til. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það en auð- vitað velta menn því fyrir sér,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um ákvörðun Árborgar. Svæði sem standa höllum fæti Aðstæður sveitarfélaganna sem standa að skólaskrifstofunni eru mjög mismunandi að sögn Aldísar. „Við hér í Hveragerði búum í 35 mínútna fjarlægð frá Reykjavík og getum auðveldlega sótt þjónustuna annað. Það er bara ekki staðan hjá þeim sveitarfélögum sem eru aust- ast og því setur maður visst spurn- ingarmerki við það hvers vegna Ár- borg velur að taka þessa ákvörðun vitandi það að þetta hefur mjög mik- il áhrif, sérstaklega á svæðum sem standa höllum fæti.“ kjartan@mbl.is Árborg hættir í skólasamstarfinu  Skólaskrifstofa Suðurlands í óvissu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ráðhús Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar samþykkti úrsögnina. Hinn 78 ára gamli Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák, gerði jafntefli við David Navara, 27 ára gamlan ofurstórmeistara frá Tékklandi, í þriðju umferð Reykja- víkurskákmótsins í Hörpu í gær. Friðrik var með mun betri stöðu eft- ir um 30 leiki en í miklu tímahraki bauð hann Navara jafntefli sem hann þáði. Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við Kínverjann Bu Xingzhai. Fimmtán keppendur eru efstir og jafnir á mótinu með þrjá vinninga eftir þrjár umferðir. Þar á meðal er Hjörvar Steinn Grétarsson en hann lagði bandaríska meistarann Bob Beeke í gær. Tuttugu og tveir skák- menn eru með tvo og hálfan vinning en þeirra á meðal eru íslensku stór- meistararnir Þröstur Þórhalls- son, Hannes Hlíf- ar Stefánsson og Stefán Kristjáns- son. Næstelsti keppandi móts- ins, Böðvar Böðvarsson á 77. aldurs- ári, gerði jafntefli við argentínskan meistara sem er 400 stigum hærri. Þetta er fyrsta alþjóðlega skákmótið sem Böðvar keppir á. Bauð jafntefli eftir að hafa haft betri stöðu framan af Friðrik Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.