Morgunblaðið - 21.02.2013, Qupperneq 10
Hátt Hér stendur Sigurbjörg á áttundu hæð en þó ekki í þeim hugleiðingum að stökkva.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É„g bjó einmitt úti í Barce-lóna í íbúð á fjórðu hæð meðagnarlitlum svölum þegar égskrifaði þessa bók,“ segir
Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur
um skáldsöguna Stekk sem hún sendi
frá sér nýliðið haust. Í þeirri sögu segir
af ungri íslenskri konu sem búsett er í
Barcelóna og íhugar að stökkva fram af
svölunum þar sem hún býr á fjórðu hæð.
Hún er yfirkomin af sektarkennd og vill
refsa sjálfri sér með því að slasa sig illa.
Hún ætlar sér ekki að fyrirfara sér.
„Mig langaði að skrifa sögu um líkam-
leikann og um það að grípa með afger-
andi hætti inn í framgang eigin lífs með
því að skaða sig alvarlega. Við búum í
líkamanum og það er stöðug athygli á
útlit hans í samfélagi okkar. Það gleym-
ist næstum hvernig fólki líður innan í
þessum líkama. Við erum líkaminn okk-
ar og við notum hann í samskiptum við
aðra, til að tjá okkur. Þegar við viljum
vera góð við einhvern, þá snertum við
hann. Við notum líka líkamann til að
vera vond við hvert annað, með því að
hrinda eða slá.“
Var það góðverk eður ei?
Grunnstefið í bókinni eru siðferðis-
Að stökkva eða ekki
fram af svölunum
Sigurbjörg Þrastardóttir skrifaði fyndna bók um þá miður fyndnu líðan ungrar
konu að vilja stökkva fram af svölum til að slasa sig viljandi. Til að refsa sér. Til
að losna undan líkamlegum löngunum og koma í veg fyrir að hún geri óskunda.
Skáldsaga Um Alexöndru.
Á vef Borgarbókasafns má sjá að þar
verður Alþjóðlegum móðurmálsdegi
fagnað með tveimur viðburðum. Sá
fyrri, Mál og Movement, verður í aðal-
safni, Tryggvagötu 15, í dag, kl. 17.30-
18.30. Dagskrá:
Setning Alþjóðlega móðurmáls-
dagsins.
Fimm ár með fjölmenningu í Borg-
arbókasafni.
Kynning á Víðsýni, nýju fjölmenning-
arlegu félagi, sem opnar bráðlega Vi-
sion Media, nýjan fréttavef á mörgum
tungumálum.
Karókísöngur á ýmsum tungumálum.
Skemmtiatriði.
Léttar veitingar í boði. Ókeypis inn og
allir velkomnir. Seinni viðburðurinn
OKKAR MÁL verður næsta laugardag
23. febrúar kl. 13-16 í Gerðubergi.
Vefsíðan www.borgarbokasafn.is
Karókísöngur á ýmsum málum
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Nú á laugardag, 23. febrúar, boðar
Upplit, menningarklasi uppsveita Ár-
nessýslu, til málþings á Hótel Gull-
fossi í Brattholti í Biskupstungum.
Yfirskriftin er „Hefur blómlegt menn-
ingarlíf áhrif á búsetuval?“
Sérstakur gestur málþingsins verð-
ur Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,
menningarfulltrúi Eyþings. Erindi
Ragnheiðar Jónu ber yfirskriftina
„Skiptir menning máli?“ og er því ætl-
að að virka sem kveikja að umræðum
meðal fundarmanna að því loknu. Þar
mun hún segja frá menningarstarfi á
Norðurlandi eystra og þróunarverkefni
sem nú er að fara af stað á jaðarsvæði
Þingeyjarsýslu. Verkefninu er ætlað að
laða ungt menntað fólk í menningu og
listum ættað af svæðinu heim til að
standa fyrir metnaðarfullum menn-
ingarverkefnum.
Menningarklasinn Upplit var stofn-
aður snemma árs 2010 af hópi áhuga-
samra einstaklinga um menningu og
sögu uppsveitanna og fékk til þess
styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands.
Upplit hefur á undanförnum þremur
árum staðið fyrir mánaðarlegum
menningarviðburðum víðsvegar um
uppsveitirnar og þannig lagt sitt af
mörkum til að skapa ný tækifæri til
uppbyggingar í menningartengdri
ferðaþjónustu. Á árlegum málþingum
sem haldin eru í tengslum við aðal-
fund Upplits eru menningarmálin
rædd frá ýmsum hliðum og góðir gest-
ir fengnir úr öðrum landshlutum með
ferskan gust inn í umræðuna.
Allir þeir sem láta sig menningar-
starfsemi í heimabyggð varða eru
hvattir til að mæta. Málþingið hefst kl.
14 en að því loknu, um kl. 16, verður
aðalfundur Upplits haldinn á sama
stað. Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf. Nánar á www.upplit.is.
Málþing á Hótel Gullfossi í Brattholti
„Hefur blómlegt menningarlíf
áhrif á búsetuval?“
Erindi Ragnheiður Jóna Ingimars-
dóttir verður gestur málþingsins.
Fjarðarkaup
Gildir 21.-23. febrúar verð nú áður mælie. verð
Svínakótelettur, kjötborð .................................. 1.198 1.698 1.198 kr. kg
Nauta innanlæri, kjötborð ................................ 2.798 3.398 2.798 kr. kg
Kindafille, kjötborð .......................................... 2.898 3.498 2.898 kr. kg
Hamborgarar, 4 stk., 80 g ................................ 620 720 620 kr. pk.
Gríms frosnar fiskibollur, 2 kg ........................... 1.563 1.998 782 kr. kg
Alí spareribs, soðið .......................................... 1.257 1.733 1.257 kr. kg
Findus Wok frosið grænmeti ............................. 349 598 349 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 21.-24. febrúar verð nú áður mælie. verð
SS ítölsk helgarsteik ........................................ 2.249 2.999 2.249 kr. kg
Íslandsnaut un gúllas/snitsel ........................... 2.249 2.999 2.249 kr. kg
Íslandsn. hamb. 4 stk. m/brau ......................... 749 998 749 kr. pk.
Holta leggir ferskir í magnp............................... 779 1.198 779 kr. kg
Fjallabrauð ..................................................... 299 449 299 kr. stk.
Pitsaslaufa ..................................................... 149 199 149 kr. stk.
Kjarval
Gildir 21.-24. febrúar verð nú áður mælie. verð
Goða súpukjöt ................................................ 766 958 766 kr. kg
Holta kjúklingabitar, magnpakk. ....................... 638 798 638 kr. kg
Búrfells brauðskinka, 250 g ............................. 369 415 369 kr. pk.
Frönsk smábrauð, 270 g.................................. 169 249 169 kr. pk.
FP eldhúsrúllur, 4 stk. ...................................... 399 469 399 kr. pk.
Ostakaka, 4 teg............................................... 1.124 1.249 1.124 kr. pk.
Neutral þvottaefni stórv. 1,9 kg ......................... 899 999 899 kr. pk.
Helgartilboðin
15% afsláttur
Gildir út febrúar