Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 2013Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910

Morgunblaðið - 21.02.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.02.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRinnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hópur flugvirkjanema hefur dvalið í Flugsafni Íslands á Akureyri undanfarnar vikur við verklegt nám. Íslendingar gátu ekki lært fagið hér heima í um það bil hálfa öld, þar til að Tækniskóli Íslands ákvað að slá til og gefa mönnum kost á því fyrir nokkrum misserum. Viðbrögðin voru góð og hálfur þriðji tugur manna er nú við nám. Hópurinn sem dvelur á Akureyri hóf nám haustið 2011. Fyrstu tvö árin sitja nemarnir á skólabekk, síðan vinna þeir í tvö ár hjá flug- félagi til að afla sér reynslu og að því loknu – hafi þeir staðið sig nógu vel! – komast þeir út á vinnumarkaðinn. Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins (þar sem Flugskóli Íslands er deild), gerði samning um víðtækt samstarf um menntun flugvirkja við Flugsafn Íslands á sínum tíma, og þótti fengur að, vegna þess að þar er vel búið að flugvélum og flugvélahlutum sem henta vel til verklegrar kennslu. „Við erum mjög ánægðir með samstarfið við Tækniskóla Íslands; það er afar ánægjulegt að safnið nýtist til fræðslu eins og upprunalegur tilgangur þess var og afar gaman að sjá svona mikið líf hér um hávetur,“ sagði Hörður Geirs- son, stjórnarmaður í Flugsafni Íslands, í sam- tali við Morgunblaðið á dögunum. Hópurinn hefur verið nyrðra í nokkrar vik- ur. Þar er farið gaumgæfilega yfir bæði gömlu Fokkervél Landhelgisgæslunnar og Pál Sveinsson, DC 3-vél Þristavinafélagsins, sem nemum finnst alveg sérlega skemmtilegt og fróðlegt. „Þar kynnast þeir ýmsu sem ekki er hægt að læra í skólum lengur,“ segir Erling Andreassen, flugvirki og meðlimur í Þrista- vinafélaginu, sem kennir hópnum öll fræði sem snúa að gömlu DC 3-vélinni. „Hún kom af færi- bandinu í ágúst 1943 og verður því sjötug í ágúst. Þristurinn fór beint til Keflavíkur þar sem hann var notaður til 1946, þegar Flugfélag Íslands hóf að nota hann. Það er mikill áhugi fyrir þessari vél. Þetta er sagan; ég segi stund- um við flugvirkja sem fusssa og sveia þegar Þristurinn berst í tal að ef ekki væri fyrir þess- ar gömlu vélar væru engar þotur og þeir væru í einhverri allt annarri vinnu; í bankastarfsemi eða öðru slíku …“ segir Erling. Kennarar frá Bretlandi eru við stjórnvölinn á Akureyri. Einn þeirra, Dave Webster, segist telja það afar jákvætt að Íslendingar geti lært flugvirkjun á ný hér heima, af ýmsum ástæð- um. „Þó ekki væri nema bara vegna þess að þá eyða nemendurnir peningunum sínum í heima- landinu, í stað þess að læra í Danmörku, Sví- þjóð eða Grikklandi!“ sagði hann, en Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna hefur viðurkennt nám í þeim þremur löndum hin síðari ár að sögn Websters. Lengi lærðu Íslendingar flugvirkjun að- allega í Bandaríkjunum en verða nú að læra samkvæmt evrópskum stöðlum. Webster segir evrópska námið mun ítar- legra en það bandaríska á sínum tíma. „Strák- arnir eru í 2.400 tíma námi, bóklegu og verk- legu, og fara síðan í tveggja ára vinnuþjálfun áður en þeir útskrifast. Þetta er langt nám, strangt og býsna erfitt, en þetta verða líka valdamiklir menn að námi loknu!“ segir hann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eitt stykki hreyfill Ólafur Örn Arnarson t.v. og Davíð Þór Sveinsson skoða hreyfil gömlu Fokker-vélar Gæslunnar. Gamalreyndur Erling Andreassen flugvirki hefur unnið við fagið í ára- tugi. Hann gleðst yfir því hve þeir ungu hafa mikinn áhuga á DC 3. Gaumgæft Eiríkur Jónsson, lengst til vinstri, Stefán Jónsson og Andrew Ibsen við Fokkerinn. Flugvirkjar læra loks á heimavelli  Verklegt nám í Flugsafni Íslands  Farið er yfir Pál Sveinsson og gamla Fokker Gæslunnar Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is SEM, Samtök endurhæfðra mænu- skaddaðra, sjá fram á að þurfa að selja íbúðir í eigu samtakanna jafn harðan og þær losna, til að eiga fyrir aðkallandi framkvæmdum við fjöl- býlishús SEM á Sléttuvegi 3 í Reykjavík. SEM átti 31 íbúð fyrir tveimur ár- um, 20 í húsnæðinu við Sléttuveg, eina á Akureyri, tvær í Hafnarfirði, eina í Kópavogi og sjö í Reykjavík. Fjórar hafa verið seldar og ein er í söluferli og á félagið nú næga fjár- muni til að ráðast í fyrsta áfanga endurbótanna í sumar. Leigan of lág „Við ætlum að taka austurgaflinn á húsinu og suðurhliðina, skipta al- veg um klæðningu utan á því og laga það allt saman,“ segir Jón Eiríksson, formaður SEM. Hann segir að kostnaður við fyrsta áfanga muni nema um 40 milljónum króna en heildarkostnaðurinn muni líklega fara í og yfir 100 milljónir. Jón viðurkennir að líklega hafi samtökin farið of skarpt í húsnæðis- fjárfestingar og þá hafi leigan sem þau innheimtu verið of lág til að standa undir kostnaði. Hin mikla við- haldsþörf fjölbýlishússins sé þó til- komin vegna þess hve illa var staðið að byggingu þess í upphafi. „Húsið var bara ekki unnið rétt, þannig að klæðningin sem er utan á því eyði- lagðist og þar með átti allt vatn greiðan aðgang að einangrun og fór þar inn úr og frostsprakk. Og frá- gangi á gluggum var mjög ábótavant þannig að vatn leitaði þar inn,“ segir Jón. Hann segir verktakann hafa farið á hausinn skömmu eftir bygg- inguna og því hafi samtökin ekki get- að leitað réttar síns. Þarf meira til Jón segir að sú stefna hafi verið mörkuð að selja íbúðir samtakana til að safna fyrir viðgerðum við húsið, sem upphaflega var hugsað sem einskonar stökkpallur fyrir mænu- skaðaða aftur út í lífið. Til að ljúka endurbótunum þurfi þó meira til. „Eini möguleikinn sem við eigum er að setjast yfir þetta með stjórn- völdum, bæði borg og ríki, um að koma til móts við okkur við að klára verkið,“ segir hann. Undirtektir hafi verið dræmar fram að þessu. Selja til að eiga fyrir endurbótum Morgunblaðið/Kristinn Endurbætur Til stendur að skipta út gömlu múrklæðningunni fyrir viðhaldsfría álklæðningu.  Samtök endurhæfðra mænuskaðaðra selja íbúðir til að geta gert við illa farið fjölbýlishús samtakanna við Sléttuveg  Heildarkostnaður viðgerðanna áætlaður yfir 100 milljónir  Biðla til stjórnvalda

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
111
Assigiiaat ilaat:
55740
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 43. tölublað (21.02.2013)
https://timarit.is/issue/370922

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

43. tölublað (21.02.2013)

Iliuutsit: