Morgunblaðið - 21.02.2013, Side 14

Morgunblaðið - 21.02.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hjólin tóku að snúast á ný í fisk- verkuninni á Drangsnesi í síðustu viku, en þar hafði lítið verið unnið síðan skömmu fyrir jól. Mikið af ýsu í afla og litlar heimildir í tegundinni eru þó enn vandi. Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs á Drangsnesi, segir að það sé ekki gæfuleg útgerð að leigja ýsukíló á 318 krónur, fara síðan út og veiða með venjulegum tilkostnaði og selja kílóið á 260-360 krónur. Klárlega vitlaust gefið Á Dransgnesi var tíu starfs- mönnum Drangs sagt upp í byrjun desember og komu uppsagnirnar til framkvæmda 19. desember. „Við er- um svo sem enn í hægagangi, en fór- um af stað aftur í síðustu viku og þá komu sjö af tíu starfsmönnum aftur til vinnu,“ segir Óskar. „Ástandið er samt enn erfitt og bölvað að eiga við þetta því ýsan hefur nánast yfirtekið miðin okkar og við þurfum að leigja hana á ofurverði. Heimildir sem við þó keyptum hafa verið skertar gríð- arlega á síðustu árum. Á viðmiðunarárunum var lítið um ýsu í Húnaflóanum og við eigum nánast engan kvóta í tegundinni. Núna er ekkert lát á ýsunni hérna og ef það er einhver veiði þá er hún stór hluti af þessu. Það er klárlega vitlaust gefið eins og sést á því að í gær var hún um 70% af aflanum,“ segir Óskar. Drangur gerir út einn bát, Skúla ST 75, á línu og annar bátur leggur upp hjá fyrirtækinu. Fjórir aðrir landa á Drangsnesi og er afli þeirra seldur á markaði og keyrður í burtu frá staðnum. Það sama á við um ýsuna sem landað er hjá Drangi, hún er nánast öll seld á markaði. „Það vill okkur til happs, að þetta er sérlega góður fiskur og öll meðferð til fyrirmyndar,“ segir Óskar. Hann segir að línuívilnun hjálpi til í útgerðinni, því dragnótarbátar séu víða bundnir við bryggju. Vill fara skötuselsleiðina Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að brýnt sé að finna sem allra fyrst leið til að liðka fyrir vegna mikillar ýsugengdar í Breiðafirði og fyrir norðan land svo dæmi séu nefnd. Vandinn virðist vera viðvar- andi og ekki sé eftir neinu að bíða að finna lausnir innan fiskveiðiárs- ins og síðan þurfi að leggjast yfir lausnir til framtíðar. Aflamark í ýsu sé af skornum skammti víða þar sem tegundin veiðist nú í stöðugt vaxandi mæli og koma þurfi á móts við þessa breyttu stöðu. „Menn hafa verið að tala um að leysa vandann tímabundið með því að hlutfall ýsu í meðafla verði aukið úr þeim 5% sem nú gilda,“ segir Örn „Gallinn við það kerfi er að 80% af aflaverðmæti meðaflans renna í Verkefnasjóð sjávarútvegs- ins og aðeins 20% í hlut útgerðar og áhafnar. Fimmtungur er alltof lítið og alveg ljóst að meira þyrfti að koma í hlut útgerðar og sjómanna. Mín skoðun er hins vegar sú að það besta í stöðunni sé að auka afla- heimildir í ýsu og að þau tonn verði eyrnamerkt útgerðum línubáta og leigð þeim á hóflegu verði. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og var gert með skötuselinn sællar minn- ingar fyrir þremur árum,“ segir Örn. „Var með svo mikinn móral“ Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda er fjallað um vandann sem fylgir mikilli ýsu- gengd á Breiðafirði og segir m.a. að magn ýsu á grunnslóð sé ekki í neinu samræmi við útgefnar veiði- heimildir. Birtur er kafli úr bréfi sem Bárður Guðmundsson, skip- stjóri og útgerðarmaður Kristins SH, sendi LS í lok janúar og segir þar fyrst frá róðri sem hann fór 22. janúar: „...Í stað þess fórum við með landinu í svokallaða Vesturbrún. Á þessum árstíma á maður að öllu eðlilegu að fá þorsk þar, en skemmst er frá því að segja að við fengum 12 tonn á leguna og var ýsa 8 tonn og þorskur 3,7 tonn. Ég var með svo mikinn móral að ég hef ekki farið á sjó síðan.“ Bárður heldur áfram: „Þessi saga er bara brotabrot af því sem er að gerast á miðunum allt í kringum landið, og öllum er kunn- ugt um. Það er orðið hræðilegt ástand ef menn geta ekki stundað heimamið með eðlilegum hætti, af- koma sjómanna, beitningafólks og fyrirtækja á krókabátum er að komast í uppnám.“ Ljósmynd/Óskar Torfason Í vinnunni Það er enn rólegt yfir fiskvinnslunni hjá Drangi, en vinna hófst þar að nýju í síðustu viku eftir nokk- urra vikna hlé, frá vinstri Justyna Bereznieka og Guðbjörg Karólína Karlsdóttir.  Sjö af tíu starfsmönnum Drangs komnir á ný til vinnu  Ekki gæfuleg útgerð að leigja ýsuna á ofurverði Nú er unnið að útfærslu hug- mynda í atvinnuveganefnd Al- þingis um að bregðast við auk- inni ýsugengd víða með því að hækka leyfilegt hámark ýsu sem meðafla úr 5% í 15%. Þessum afla yrði þá landað sem VS-afla, en stærstur hluti verðmætis slíks afla fer í Verkefnasjóð sjáv- arútvegsins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður atvinnuveganefnd- ar, staðfestir að unnið sé að út- færslu hugmynda um þessa leið. Hún kæmi þá væntanlega strax til framkvæmda. Það velti m.a. á samstöðu þingmanna þvert á flokka hvort af þessu verði. Á vef Fiski- stofu segir um svokallaðan VS-afla: Allt að 5% umfram aflamark fiski- skips má, að tilteknum skil- yrðum upp- fylltum, landa sem svoköll- uðum VS-afla og dregst sá afli ekki frá aflamarki hlutaðeigandi skips. Andvirði þessa afla rennur að stærstum hluta (80%) til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins en það sem eftir stendur gengur til útgerðar og áhafnar skipsins. Meira af ýsu sem meðafli HUGMYNDIR RÆDDAR Í ATVINNUVEGANEFND ALÞINGIS Lilja Rafney Magnúsdóttir Hjólin aftur farin að snúast á Drangsnesi Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, tilkynnti í gær framboð til varaformennsku í flokknum. Landsfundur VG fer fram um næstu helgi en áður hafði Daníel Haukur Arnarsson, stjórnarmaður í Ungum Vinstri grænum, lýst yfir framboði til varaformanns. Árni Þór Sigurðsson alþingismaður tilkynnti hins vegar í fyrradag að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í emb- ættið. „Það eru mörg erfið verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mikilvægt er að verði leyst á þeim grunni sem lagður hefur verið á síðustu fjórum árum,“ segir Björn Valur m.a. í yfirlýsingu sinni. Björn Valur í varaformannskjör í VG Björn Valur Gíslason Taki Evrópusambandið þátt í við- skiptalegum refsiaðgerðum gegn Ís- lendingum vegna makríldeilunnar mun það hafa afleiðingar fyrir tengsl Íslands og sambandsins. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra á fundi með tólf starfsbræðr- um sínum frá Norður- og Mið-Evr- ópu í Gdansk í Póllandi í gær. Þar mótmælti Össur harðlega hugmyndum Noregs og ríkja innan ESB um slíkar refsiaðgerðir. Sagði hann jafnframt að frá sínum sjón- arhóli væri það óhugsandi að sam- bandið tæki þátt í slíkum aðgerðum gegn umsóknarríki. Fundurinn var sá fyrsti sem hald- inn er sameiginlega af Norðurlönd- unum fimm, Eystrasaltsríkjunum þremur og hinum svokölluðu Vise- grad-ríkjum en þau eru Pólland, Tékkland, Sló- vakía og Ung- verjaland. Á fundinum óskaði Radoslaw Sikorski, utanrík- isráðherra Pól- lands, meðal ann- ars sérstaklega eftir liðsinni Ís- lands við að meta möguleika Pól- verja á að nýta jarðhita til orku- vinnslu. „Mörg svæði í Mið-Evrópu hafa töluverða möguleika á að nýta jarðhita, einkum lághita, og mörg ís- lensk fyrirtæki hafa notið atbeina ut- anríkisráðuneytisins til að byrja á verkefnum í jarðhita í þessum lönd- um[…]“ segir í tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. Óhugsandi að ESB taki þátt í aðgerðum Össur Skarphéðinsson LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 www.siggaogtimo.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.