Morgunblaðið - 21.02.2013, Page 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Frumvarp um aft-
urköllun kjaraskerð-
ingar aldraðra og ör-
yrkja frá 1. júlí 2009
hefur verið tekið á
dagskrá alþingis.
Flutningsmenn frum-
varpsins eru Margrét
Tryggvadóttir, þing-
maður Hreyfing-
arinnar, aðrir þing-
menn þess flokks og
Lilja Mósesdóttir. Margrét
Tryggvadóttir fylgdi frumvarpinu
úr hlaði 24. janúar sl.
Lífeyrissjóður skerði
ekki lífeyri aldraðra
og öryrkja frá TR
Frumvarpið kveður á um það,
að kjaraskerðing aldraðra og ör-
yrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009
verði afturkölluð. Þar er um að
ræða eftirfarandi: Hætt verði að
telja greiðslur úr lífeyrissjóði með
tekjum við útreikning á grunnlíf-
eyri aldraðra og öryrkja frá al-
mannatryggingum og útreikningur
grunnlífeyris verði færður til fyrra
horfs eins og hann var fyrir 1. júlí
2009. Frítekjumark vegna atvinnu-
tekna aldraðra verði hækkað úr 40
þús. kr. á mánuði í 100 þús. kr. á
mánuði, þ.e. eins og það var fyrir
1. júlí 2009. Frítekjumarkið hjá
öldruðum verður þá hið sama og
það er hjá öryrkjum en það var
ekki lækkað 2009. Skerðingarhlut-
fall tekjutryggingar verði lækkað
úr 45% í 38,25% og verði hið sama
og það var fyrir 1. júlí 2009. Heim-
ild lífeyrisþega til þess að velja á
milli frítekjumarks og þess að
telja 60% af atvinnutekjum til
tekna verði komið á aftur. Afnum-
ið verði að tekjutengja aldurs-
tengda örorkuuppbót.
Kjaraskerðingin
átti að vera tímabundin
Margrét Tryggvadóttir lagði
áherslu á það í framsöguræðu
sinni, að kjaraskerðingin frá 1. júlí
2009 hefði átt að vera
tímabundin og var
það tekið fram í at-
hugsasemdum með
frumvarpinu. Þáver-
andi félagsmálaráð-
herra hefði nefnt 3 ár
í því sambandi. Sagði
Margrét nauðsynlegt
að afturkalla kjara-
skerðinguna nú. Hún
hefði verið mjög til-
finnanleg fyrir aldr-
aða og öryrkja og
verið sett á með mjög
stuttum fyrirvara. Frumvarpinu
var að lokinni fyrstu umræðu vís-
að til velferðarnefndar. Ef til vill
er mikilvægasta atriðið í aft-
urköllun kjaraskerðingarinnar
það, að þá fá þeir, sem misstu
grunnlífeyrinn 2009, á miðju því
ári, 34 þús. kr. hækkun lífeyris að
öðru óbreyttu og miðað við, að
þeir eigi rétt á fullum grunnlíf-
eyri.
Er meirihluti í þinginu
fyrir afturköllun?
Frumvarpið er flutt að loknum
viðræðum, sem fulltrúar kjara-
nefndar FEB áttu við formenn
þingflokka allra flokka sl. haust og
fram að áramótum en í þeim við-
ræðum var farið fram á það, að
flutt yrði frumvarp um afturköllun
kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí
2009. Í viðræðunum lýsti Gunnar
Bragi Sveinsson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, því
yfir, að hann styddi allar kjara-
kröfur kjaranefndar FEB. Illugi
Gunnarsson, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, kvaðst
hlynntur fyrstu kjarakröfunni, þ.e.
afturköllun kjaraskerðingarinnar
frá 2009. SES, Samband eldri
sjálfstæðismanna, samþykkti á að-
alfundi sínum 2012 að afturkalla
ætti umrædda kjaraskerðingu.
Guðmundur Steingrímsson, for-
maður Bjartrar framtíðar, var já-
kvæður gagnvart fyrstu kjara-
kröfu kjaranefndar FEB, þ.e.
afturköllun kjaraskerðingar frá
2009. Með hliðsjón af góðum und-
irtektum þriggja formanna, Gunn-
ars Braga, Illuga og Guðmundar
og stuðningi Hreyfingarinnar eru
góðar líkur á því að meirihluti sé
fyrir frumvarpi um afturköllun
kjaraskerðingar aldraðra og ör-
yrkja frá 2009. Á það mun nú
reyna í þinginu en kjaranefnd
FEB hefur lagt á það áherslu, að
alþingi yrði að taka kjaramál aldr-
aðra í sínar hendur, þar eð rík-
isstjórnin ætlaði ekki að afturkalla
kjaraskerðingu aldraðra og ör-
yrkja frá 2009. Þó var kjaraskerð-
ingin tímabundin og síðustu for-
vöð fyrir ríkisstjórnina að
afturkalla þessa kjaraskerðingu,
þar eð kjörtímabilið er senn á
enda og stutt í alþingiskosningar.
Áskorun á nýjan formann
Samfylkingar
Þessi grein er skrifuð áður en
úrslit í formannskjöri Samfylking-
arinnar eru birt. En ég vil skora á
nýjan formann Samfylkingarinnar
að leysa kjaramál aldraðra og ör-
yrkja. Mikilvægast í því efni er að
afturkalla kjaraskerðinguna frá 1.
júlí 2009. Nú þegar það liggur fyr-
ir, að þingið er að fjalla um aft-
urköllun kjaraskerðingarinnar frá
2009 skora ég á nýjan formann
Samfylkingarinnar að beita sér
fyrir því, að Samfylkingin og VG
samþykki það þingmál sem liggur
fyrir um afturköllun eða flytji
annað þingmál, sem hefði sömu
áhrif. Einnig skora ég á nýjan for-
mann að beita sér fyrir því, að
kjaraskerðing (kjaragliðnun) aldr-
aðra og öryrkja á krepputímanum
verði leiðrétt í áföngum.
Leiðréttir alþingi
kjör aldraðra og öryrkja?
Eftir Björgvin
Guðmundsson » Frv. um afturköllun
kjaraskerðingar
aldraðra og öryrkja frá
2009 hefur verið tekið
á dagskrá alþingis.
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
er form. kjaranefndar Félags eldri
borgara.
Nýlega hafa tveir
blaðamenn, þeir Juan
Pablo Cardenal og
Heriberto Araújo,
sem um árabil hafa
starfað í Kína, ráðist í
að kynna sér umsvif
Kínverja og áhrif um
víða veröld. Eftir 250
þúsund kílómetra
ferðalög í lofti og á
landi um tuttugu og fimm lönd ligg-
ur nú fyrir mögnuð frásögn þeirra í
bókinni Chinás Silent Army – Þögli
Kínaherinn.
Stökkpallurinn út í ævintýrið voru
Ólympíuleikarnir í Bejing. Á þeim
átján dögum sem leikarnir stóðu
gerðust undur og stórmerki sem
bættu og fegruðu ímynd landsins.
Blóðbaðið á Tiananmen-torgi, mann-
drápin í Tíbet og fótum troðin mann-
réttindi heima fyrir. Allt þetta féll í
skugga leikanna.
Mesta einræðisríki heims var
hvítþvegið og tandurhreint á ytra
borði þegar Lehman Brothers bank-
inn varð gjaldþrota í september
2008. Framundan var fjár-
málakreppa hins vestræna heims
sem snerti ekki hið ríkisstýrða fjár-
málakerfi Kína með sterka greiðslu-
stöðu og ótæmandi sjóði erlends
gjaldeyris. Á sjö árum veittu Kín-
verjar lán að upphæð $460 milljarða,
að þrem-fjórðu hlutum til þróun-
arlanda. Árið 2010 fór Kína fram úr
Alþjóðabankanum sem helsti lán-
veitandi heimsins.
Hvert hefur þetta gríðarlega fjár-
festingarátak beinst? Það er spurn-
ingin sem leitast er við að svara í
bókinni. Er um að ræða heildstæða
opinbera stefnu í þrotlausri leit að
völdum og ítökum til að metta óseðj-
andi hungur eftir orku og hráefnum?
Þúsundir útsendra verkamanna búa
við hrein þrælakjör í þróun-
arlöndum. Nú virðist á döfinni að
þeir takist á við fimbulkulda Græn-
lands hér við hliðina á okkur.
Engin gagnrýni leyfist í einræð-
isríki á borð við Kína. Drifkraftur
hinna risavöxnu kínversku ríkisfyr-
irtækja sem ríkið og komm-
únistaflokkurinn stjórna ræður ferð
nema um sé að ræða bein opinber
umsvif. Það er sérstaklega í Afríku,
sem þetta framferði líkist nýrri út-
gáfu af nýlendustefnu fyrri tíma, að
dómi höfunda. Þá á sér stað skelfileg
eyðing skóglendis í Síberíu af völd-
um Kínverja í góðu samkomulagi við
Rússa. Í Angóla vinna 50 kínversk
ríkisfyrirtæki og 400 einkafyrirtæki
að endurreisn landsins, einkum í ol-
íuiðnaði. Olían flæðir til Kína og
tekjurnar fara beint í að borga kín-
verskum bönkum af lánum en þeir
greiða svo verktökum.
Lokakafli þessa mikla verks (á
fjórða hundrað bls.) ber yfirskriftina
„Hinir nýju herrar heimsins“. Nið-
urstaðan er að hinn þögli her hafi of-
ið stórsögulegan vef valda og áhrifa.
Allt ber að sama brunni: hin kín-
verska veröld er runnin upp. Her
djarfra verkamanna, verkfræðinga,
kaupahéðna, útrásaraðila, og fata-
gerðarfólks hefur gefið þessu ofur-
átaki mannlega ásýnd. Á þeirra veg-
um eru mestu framkvæmdir í Afríku
frá nýlendutímanum. Í Mið-Asíu
hafa þeir komið upp olíu- og gas-
leiðslum sem flytja gas 7000 km leið
inn í eldhúsin í Shanghai. Í þessu of-
urátaki hafa t.d. verið byggðar hafn-
ir, vegir og risa vatnsorkuver. En þó
er þetta aðeins toppur ísjakans.
Kínversk stjórnvald sjá vænt-
anlega áhrif og valdastöðu sína í ljósi
þess að landið hefur náð forystu af
Bandaríkjunum í iðnaðarframleiðslu
og sem lánveitandi. Sú var staða
Bandaríkjanna eftir síðustu heims-
styrjöld þegar þeir stóðu að stofnun
Sameinuðu þjóðanna og alþjóðafjár-
málakerfis með Alþjóðagjaldeyr-
issjóði og Alþjóðabanka ásamt átaki
í að koma á frjálsari heims-
viðskiptum í GATT, síðar Alþjóða-
viðskiptastofnun. Fyrst eftir heims-
styrjöldina var það von vestrænna
lýðræðisríkja að nýr og betri heimur
yrði sameiginlegt markmið. Þær
vonir urðu að engu þegar Sovétríkin
tóku að stefna að heimsyfiráðum. Ís-
lendingar báru gæfu til að skipa sér í
lið með þjóðunum sem vörðu friðinn
og frelsi í Atlanshafsbandalaginu.
Hvað þýðir það fyrir heimsbyggð-
ina að í heiminum drottni mannrétt-
indasnautt einræðisríki sem aðhyll-
ist eigin útgáfu af marxisma? Árið
2010 fékk fyrsti Kínverjinn, sem
unnið hefur friðarverðlaun Nóbels,
Liu Xiabo, fréttirnar í fangelsi þar
sem hann afplánar 11 ára fangels-
isdóm fyrir að hafa stutt yfirlýsingu
um að Kína beri að stefna að frekara
lýðræði. Er eitthvað sem bendir til
þess að ný Kínaöld færi þeim 1,3
milljörðum manna sem landið
byggja eða heiminum betri framtíð?
Hvað varða þessi mál Íslendinga?
Munu þúsundir eða tugþúsundir frá
Kína kom til námavinnslu í Græn-
landi? Er nokkur svo skyni skropp-
inn að geta ekki ímyndað sér að kín-
verskir verktakar gætu viljað aukin
ítök hér, flugvöll á Grímsstöðum,
höfn í Finnafirði þar, eins og sveita-
stjórnin hefur þegar hannað?
Í umræðunni um utanríkismál á
Alþingi 15. febrúar kom Pétur Blön-
dal með þá athyglisverðu fullyrð-
ingu, að ásælni Kínverja í Ísland
væri vegna þess að við erum utan
Evrópusambandsins. Það skyldi þá
aldrei vera? Nú er óstand sem jaðr-
ar við upplausn í íslenskri pólitík, ef
svo má til orða taka. En vonandi
koma fram aðilar sem geta tekið
höndum saman um stefnumörkun á
þessu mikilvæga sviði. Hér megum
við ekki sofa á verðinum.
Eftir Einar
Benediktsson og
Eið S. Guðnason
Eiður Guðnason
»Hvað þýðir það
fyrir heimsbyggðina
að í heiminum drottni
mannréttindasnautt
einræðisríki sem
aðhyllist eigin útgáfu
af marxisma?
Höfundar eru fyrrverandi
sendiherrar
Einar Benediktsson
Þögli Kínaherinn
Fyrir bústaðinn og heimilið
Opið: má-fö. 12:30-18 | Dalvegi 16a | Rauðu múrsteinshúsunum | Kóp. 201 | nora.is
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
.... Hafðu samband