Morgunblaðið - 21.02.2013, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Kveðja frá félögum í Val
Stundum er lífið svo ósann-
gjarnt að maður skilur ekki til-
ganginn. Það er ósanngjarnt
þegar ungir og efnilegir menn
eru hrifnir á brott, rétt í þann
mund að þeir eru að byrja að
vinna úr menntun sinni og
stofna fjölskyldu. Haustið 1993
komu tveir ungir efnispiltar úr
Gróttu og gengu til liðs við
handknattleiksdeild Vals. Þeir
hófu æfingar með þriðja flokki.
Þetta voru bræðurnir Jónas og
Bjarki Hvannberg. Þessir piltar
voru félaginu mikill fengur, vel
uppaldir og vel gerðir drengir
og góðir handboltamenn. Við fé-
lagarnir í þriðja flokki Vals átt-
um því láni að fagna að eignast
þessa bræður fyrir félaga og
vini, og með okkur tókst traust
og góð vinátta. Það er eins og
gengur í lífinu að svona hópar
tvístrast, sumir halda áfram í
boltanum aðrir fara í framhalds-
nám.
Þessi flokkur hefur haldið vel
saman í gegn um tíðina og
kveðjum við nú þennan kæra
vin með söknuði. Það gerum við
öll sem kynntumst þessum ljúfa
og góða dreng.
Jónas Hvannberg
✝ Jónas Hvann-berg bækl-
unarskurðlæknir
fæddist í Reykjavík
5. janúar 1978. Hann
lést fimmtudaginn
31. janúar 2013 á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi.
Útför Jónasar fór
fram frá Dómkirkj-
unni 11. febrúar
2013.
Hans líf var sem vonin
er vornóttin ól,
Í vetrarins gróandi
sárum.
Hann var eins og ljómi
frá logandi sól,
á ljósvakans fjarlægu
bárum.
Hann var eins og geisli
frá Guðanna stól,
Sem glitrar í mannanna
tárum.
(Steinn Steinar)
Valsmenn votta fjölskyldu og
vinum samúð sína. Guð gefi
látnum ró og þeim líkn sem lifa.
Ómar Ómarsson.
Jónas vinur minn var lífs-
kúnstner af guðs náð. Það verð-
ur ekki annað um drenginn
sagt. Hann lét fá tækifæri fram
hjá sér fara og lét sér ekki
nægja að eiga drauma og hug-
myndir, heldur framkvæmdi,
uppfyllti og gerði drauma sína
að veruleika. Hann ferðaðist vítt
og breitt, hvort sem það var
neðansjávar í Taílandi, ofar
skýjum á skíðum vítt og breitt
eða á jafnsléttu í Afríku. Ég
held samt ekki að hann hafi gert
þetta vegna þess að hann grun-
aði að hann ætti stutt líf fram-
undan. Þannig var bara Jónas.
Jónas framkvæmdi það sem
hann ætlaði.
Ég kynntist Jónasi þegar
hann var á 4. ári í læknisfræð-
inni, renglulegur ungur maður,
og ég starfandi á krabbameins-
deild Landspítalans. Það hófst á
milli okkur vinátta sem hélst
fram að endalokum. Jónas vissi
alltaf hvert hann stefndi, hvað
hann vildi, hvað hann ætlaði að
gera næst og ég öfundaði hann
oft af því hvað hann var ákveð-
inn og fylginn sér. Hann gat vel
sleppt sér inn á milli, en hann
var alltaf með sín markmið skýr
og vann ötullega að þeim. Eins
og sést einna best á því að eftir
að hann greindist og veiktist
kom aldrei neitt annað til greina
hjá honum en að klára það sem
hann var byrjaður á. Hann ætl-
aði ekki í neitt veikindaleyfi,
hann ætlaði sér að ná í sérfræði-
réttindi sín sem bæklunarskurð-
læknir. Sem honum að sjálf-
sögðu tókst á endasprettinum,
eins og honum einum var lagið.
Við Jónas vorum sammála
um marga hluti. Það ber
kannski ekki fyrst að nefna, en
við vorum ákaflega sammála
hvað stjórnmál varðar og vorum
bæði oft höfð að skotspæni með-
al vinnufélaga okkar fyrir að
fylgja Sjálfstæðisflokknum.
Margar heitar umræður sköp-
uðust seinna meir á kaffistofu
slysadeildarinnar, þegar Jónas
var orðinn læknir á bæklunar-
deildinni og ég starfandi á
slysadeildinni og enginn ætlaði
að gefa sig. Sömuleiðis höfðum
við álíka sýn á stefnu stjórn-
valda á rekstri Landspítalans
eftir bankahrun og skipti þá
engu þótt Jónas flyttist utan.
Hann fylgdist alltaf með frétt-
um af öllu sem málinu viðkom
frá Gautaborg. Líka eftir að
hann veiktist. Og hann hafði
sínar skoðanir á málunum, þótt
hann hafi þreyst á að segja þær
og skorti að lokum orku. En
Jónas var ekki dauður úr öllum
æðum. Hann kaus bara að beina
sinni orku að því sem honum
fannst mikilvægast. Hann var
svo mikið þakklátur fyrir að ná
að kynnast ást lífs síns og eiga
með henni góðar stundir, þótt
þau bæði vissu að tíminn yrði
takmarkaður. Ég veit að hann
var líka ofur þakklátur fyrir
guðbarn sitt og þann heiður sem
honum var sýndur með því að
vera beðinn fyrir það hlutverk.
Ég fyrir mitt leyti er ótrúlega
þakklát fyrir að hafa átt Jónas
fyrir vin. Stundum heyrðumst
við og sáumst oft, stundum leið
langt á milli, jafnvel heilt ár. En
maður þekkir sína vini þegar
tíminn skiptir ekki máli. Þegar
það er alltaf eins og maður hafi
heyrst í gær þegar maður talar
saman. Ég er líka þakklát Jón-
asi fyrir þann trúnað og það
traust sem hann sýndi mér í sín-
um veikindum.
Ég votta eiginkonu og fjöl-
skyldu Jónasar innilega samúð
mína.
Hvíl í friði, elsku vinur minn.
Við sjáumst seinna.
Lilja Guðlaug Bolladóttir.
Jónasi vini mínum kynntist
ég í Hinu húsinu við félagsstörf
sem hann sinnti sem virðulegur
Inspector Scholae í MR. Það
gustaði af honum og var aug-
ljóst frá fyrsta degi að þar fór
bardagamaður sem ætlaði sér
að sigra lífið. Hann vildi gera
það besta úr tilverunni og gerði
það af heiðarlegum metnaði.
Það kom ekki á óvart að Jón-
as ákvað að leggja fyrir sig
læknisfræði. Agi hans fyrstu
mánuðina í náminu var virðing-
arverður og hann sagði mér að
mamma hans hefði sagt að hún
væri búin að átta sig á því að
hann væri fluttur á Þjóðarbók-
hlöðuna – hún myndi hins vegar
fá áhyggjur ef hann kæmi ekki
heim til að horfa á Bráðavakt-
ina. Læknisstörfin áttu svo eftir
að eiga hug hans allan þar sem
hann fór iðulega fram úr skyld-
um sínum. Klókur og pólitískur
hugur hans fann sér þar einnig
viðfangsefni og það voru ófáar
umræðurnar þar sem hann reif-
aði hugmyndir um hvernig væri
hægt að reka íslenskt heilbrigð-
iskerfi á skynsamlegri og sann-
gjarnari hátt.
Við sem fengum að þekkja
hann vitum að metnaður Jón-
asar beindist einnig að þeim
sem honum þótti vænt um.
Hann studdi vini sína skilyrð-
islaust og var alltaf boðinn og
búinn að hlusta, greina og
græja. Þegar ég fór í prófkjör
var Jónas fjarri góðu gamni þar
sem hann var búsettur í Gauta-
borg. Þrátt fyrir það sat hann
við kvöld eftir kvöld og hringdi
til Íslands öll þau mögulegu
símtöl sem hann taldi að gætu
orðið mér til aðstoðar. Þetta var
ótrúlega ósérhlífið en hann vildi
ekki ræða það neitt – honum
fannst þetta sjálfsagt. Hjá Jón-
asi var einfaldlega alltaf sjálf-
sagt að vera með fólkinu sínu í
liði á hvern þann hátt sem kost-
ur var.
Jónas var skemmtilegur og
viðræðugóður. Hann var glaður
á meðal fólks og naut samvista
við það. Í partíhöldum tilver-
unnar var hann hnarreistur,
glaðbeittur og stórtækur – og
talaði mikið og hátt. Í vináttunni
hafði Jónas gaman af að virða
hefðirnar sem þróast með tím-
anum. Fyrir mörgum árum gaf
hann mér óvart sama ljóðasafn
Steins Steinarr með stuttu
millibili. Ég gerði að sjálfsögðu
smá grín að því og upp frá því
fékk ég eingöngu einhver ljóða
Steins í tækifærisgjafir frá hon-
um. Hann gerði mikið af því að
rifja upp sameiginlegar sögur,
vildi gjarnan að við færum á
sömu veitingastaðina og gekk
hart að mér að virða regluna um
að hittast á aðfangadagsmorgun
til að kaupa síðustu jólabókina
og fá okkur það sem hann kall-
aði jóla-latte. Þetta voru hefðir
sem þróuðust mínútu fyrir mín-
útu sem eru nú hver og ein dýr-
mætari en mig hefði grunað.
Minningar sem munu lifa.
Mann setur hljóðan and-
spænis ósanngirni þess að Jón-
as hafi þurft að kveðja svo
snemma lífið, sem hann hafði
unnið svo ötullega fyrir. Honum
virtust allir vegir færir, með
menntunina í annarri hendi og
ástina í hinni, þegar reiðarslagið
kom. Það var sársaukafullt að
fylgjast með hvernig hann
mætti óvinnandi bardaganum –
en aðdáunarvert hvernig hann
barðist af æðruleysi og hug-
rekki allt til enda.
Anniku, foreldrum og bróður
Jónasar votta ég mína dýpstu
samúð.
Þín verður sárt saknað, elsku
vinur.
Hildur Sverrisdóttir.
Kveðja
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Bekkjarbróðir okkar, Jónas
Hvannberg, er fallinn frá, langt
um aldur fram, og skilur eftir
sig stórt skarð í okkar hópi.
Minningin um magnaðan per-
sónuleika, einstakan vin og góð-
an kollega lifir í hjörtum okkar
allra. Hann var engum líkur.
Foreldrum Jónasar, eigin-
konu, bróður, mágkonu og öðr-
um aðstandendum vottum við
okkar dýpstu samúð á þessum
erfiðu tímum.
Fh. bekkjarfélaga úr lækna-
deild Háskóla Íslands,
Kristbjörg Heiður Olsen.
Það er sunnudgur og ég er á
leið á Frakkarstíg 5, í sunnu-
dagskaffi hjá Katrínu ömmu
minni og Jóhanni afa. Amma tek-
ur fagnandi á móti mér, og kallar
út um eldhúsgluggann á mömmu
og spyr hvað hafi tafið okkur, hún
sé búin að bíða alllengi eftir okk-
ur.
Þórir frændi minn er mættur í
sunnudagskaffið hjá ömmu og
afa og skipar stórt hlutverk í
Þórir Björn
Jóhannsson
✝ Þórir Björn Jó-hannsson
fæddist 3. sept-
ember 1944 í
Reykjavík. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 13. janúar
2013.
Útför Þóris fór
fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
mínum huga sem
ungri stúlku, enda
var hann vanur að
kalla mig „drottn-
ingu“.
„Er ekki eitthvað
til handa drottning-
unni“? „Gefðu
drottningunni coke,
eða það sem hún
vill“, átti hann til að
segja við ömmu. Það
var ekki annað hægt
en að líða vel í návist þinni, Þórir,
með þinn smitandi hlátur og létt-
leika. Þú áttir til að vera stríðinn
en fórst sjaldan yfir strikið og ef
það kom fyrir var Áslaug, kona
þín, vön að sussa á þig.
Ég fékk að spila á píanóið,
spila rommý við ömmu, eða hvað
sem hugurinn stefndi að, enda
stemningin góð og oft kátt á
hjalla á Frakkarstíg 5, á æsku-
heimili ykkar systkina.
Ég kom stundum í heimsókn í
Skálagerði á heimili ykkar Ás-
laugar, þar sem ég og dóttir þín,
Ásta, lékum okkur saman.
Jólaboðin sem haldin voru til
skiptis á milli ykkar systkina, eft-
ir að amma dó, tengdi fjöldskyld-
una saman og eftir sitja góðar
minningar sem lifa enn.
Ég hitti þig síðast þegar þú og
Áslaug kona þín voruð að halda
upp á 40 ára brúðkaupsafmæli
ykkar 16. desember sl., þá varstu
brosandi eins og í gamla daga.
En allt hefur sinn tíma eins og
almættið segir, eitthvað sem við
fáum engu um ráðið.
Ég kveð þig nú, kæri frændi,
og þakka fyrir samveruna með
þér, en um leið votta ég mína
dýpstu samúð til ykkar, Áslaug,
Ásta, Guðni, Sigrún og Elvar, og
ykkar allra í fjölskyldunni.
Lát koma vor með klið og söng,
en kveðja þennan vetur,
– Með fuglakvæðin, fögur, löng,
og fossa nið um heiða göng.
Lát koma dægrin ljós og löng,
en líða þennan vetur.
(Þorsteinn Gíslason.)
Sigrún Ásta.
Ég kveiki á kerti
fyrir frænda. Ég minnist hlýja og
sterka faðmlagsins sem hann var
óspar á, húmorsins í honum. Ég
minnist góðrar nærveru hans og
yfirvegunar. Fallega heimilisins
þeirra hjóna Steinunnar, systur
föður míns, á Smáravegi á Dal-
vík. Hversu gott var að koma til
þeirra og bara vera hjá þeim,
hversu velkominn þau létu mann
alltaf finnast. Smáravegurinn var
sem mitt annað heimili á Dalvík.
Halldór
Jóhannesson
✝ Halldór Jó-hannesson
fæddist á Sandá í
Svarfaðardal 21.
apríl 1922. Hann
lést 2. febrúar 2013
í Dalbæ, Dalvík.
Útför Halldórs
fór fram frá Dal-
víkurkirkju 9. febr-
úar 2013.
Ég kom oft til
þeirra og fékk að
leika mér að dótinu í
gamla kassanum
með trélokinu. Þann
sama kassa fengu
börnin mín síðar að
opna og leika sér að.
Ég minnist þess
hversu mikla um-
hyggju og áhuga
frændi sýndi mér og
lífi mínu í gegnum
tíðina og ekki síst börnunum
mínum þegar þau komu til sög-
unnar. Frændi og frænka elsk-
uðu okkur sem værum við þeirra
eigin. Ég minnist djúpu og óm-
fögru bassasöngraddarinnar og
næmis hans fyrir tónlistinni.
Hann kunni allar bassalínur
gömlu sönglaganna; „Grænkandi
dalur“, „Dal einn vænan ég veit“.
Ég heyri bassann hans frænda
svo vel.
Ég minnist gleðinnar í kring-
um hann og félagana í Hinu
svarfdælska söltunarfélagi.
Söngur, dans og hlátrasköll.
Óborganleg fyndni og hlátra-
sköll. Ég þakka fyrir að bróðir
minn skyldi taka upp eitt slíkt
söngkvöld og festa á hljómdisk.
Ómetanlegar heimildir um svarf-
dælska gleði og vinskap sem var-
aði heila ævi. Ég minnist æðru-
leysisins hjá frænda í gegnum
þær breytingar sem veikindi
konu hans og flutningur á Dalbæ
höfðu í för með sér; einstaks
æðruleysis hans í gegnum hans
eigin veikindi.
Ég minnist þegar við kvödd-
umst síðast og föðmuðumst.
Frænda minnist ég með þakk-
læti og söknuði og kveiki á kerti
fyrir hann.
Við fjölskyldan sendum Stein-
unni frænku og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Eftir stendur minning
um yndislegan mann sem hafði
áhrif á alla þá sem hann mætti á
lífsleiðinni.
Aðalbjörg Kristín Jóhanns-
dóttir (Kitta) og fjölskylda,
Reykjavík.
Fyrir um 70 ár-
um hófu mörg ung-
menni nám í undirbúningsdeild
Verzlunarskóla Íslands í gamla
skólahúsinu við Grundarstíg.
Ein af þeim var Inga og hafa
leiðir okkar legið saman síðan.
Við stofnuðum saumaklúbb þeg-
ar við vorum í fjórða bekk og
Ingunn Egilsdóttir
✝ Ingunn Egils-dóttir fæddist í
Reykjavík 17. sept-
ember 1928. Hún
lést 25. janúar
2013.
Útför Ingunnar
fór fram frá Ás-
kirkju 5. febrúar
2013.
síðan höfum við hist
nánast vikulega,
fyrst á þriðjudags-
kvöldum til fjölda
ára og seinna í há-
degismat hver hjá
annarri. Eftir að
aldurinn færðist yf-
ir höfum við hist á
ýmsum veitinga-
stöðum.
Við vinkonurnar
þrjár sem nú erum
eftir af hópnum viljum í örfáum
orðum minnast Ingu. Þriðju-
dagskvöldin voru okkar kvöld og
fátt gat hindrað að við mættum
allar. Þar ríkti fyrst og fremst
gleði og mikið var oft hlegið. Þó
komu tímar þar sem sorgin
kvaddi dyra og einhverjar
þurftu á huggun að halda.
Árið 1949 giftist Inga Matt-
híasi Guðmundssyni, en hann
andaðist í mars 2012. Þau voru
alla tíð samstiga í lífinu og sköp-
uðu sér og börnum sínum fallegt
og hlýlegt heimili, þangað var
alltaf notalegt að koma. Hjónin
ferðuðust víða, innan lands og
utan, stunduðu laxveiðar og
skíði og svo var sumarbústað-
urinn við Laxá í Kjós þeirra
annað heimili.
Nú er komið að kveðjustund.
Að baki eru margar ógleyman-
legar samverustundir bæði í
gleði og sorg, við munum sakna
Ingu sárt. Við vottum börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
okkar innilegustu samúð og
megi Guð veita þeim styrk.
Guðrún Jónsdóttir, Sigrún
Flóvenz og Valdís Blöndal.
Í dag kveðjum við
með söknuði og
mikilli sorg góðan og öflugan
göngufélaga. Birna Steingríms-
dóttir var ein af þeim fjölmörgu
sem höfðu smitast af útivistar-
Birna
Steingrímsdóttir
✝ Birna Stein-grímsdóttir
fæddist 31. júlí
1954 í Reykjavík.
Hún lést af slysför-
um 3. febrúar 2013.
Jarðarförin fór
fram frá Digra-
neskirkju 13. febr-
úar 2013.
áhuganum og vildi
upplifa eins og við
hin náttúruna í allri
sinni mynd, fjöllin
og dalina, fossana
og fjallahringinn, og
naut þess alls sem
náttúran bauð upp
á. Birna gekk reglu-
lega á fjöll með ýms-
um útivistarhópum
og hafði gert undan-
farin ár. Eftir Birnu
var tekið fyrir einstaklega góða
nærveru, hún var hæglát, sjálf-
stæð en umfram allt traustur og
góður félagi. Hún var ein af okk-
ar góðu göngufélögum, hörku-
dugleg, alltaf jákvæð, alltaf bros-
andi og alltaf tilbúin.
Við biðjum Guð að blessa minning
þína
og breyta sorgarmyrkri í ljósan dag
og láta kærleiksröðul skæran skína
og skreyta jörð við lífs þíns sólarlag.
(Guðmundur Guðmundsson)
Hugur okkar er og verður hjá
fjölskyldu og aðstandendum
Birnu um ókomna tíð. Fyrir hönd
göngufélaga vottum við fjölskyld-
unni okkar dýpstu og innilegustu
samúð og biðjum allar góðar
vættir að styrkja ykkur og að-
standendur alla. Minning um
góðan félaga mun lifa um ókomin
ár.
Fyrir hönd fararstjóra
og göngufélaga Fjallavina,
Fríður Halldórsdóttir
og Þórður Marelsson.