Morgunblaðið - 21.02.2013, Page 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Smáauglýsingar 569 1100
Garðar
Trjáklippingar
trjáfellingar og grisjun sumar-
húsalóða. Hellulagnir og almenn
garðvinna. Tilboð eða tímavinna.
Jónas F. Harðarson,
garðyrkjumaður, sími 6978588.
Húsgögn
HÓTELHÚSGÖGN
www.nyvaki.is
Húsnæði íboði
Húsnæði í boði
Herbergi og íbúðir. Alltaf til leigu í
stuttan eða langan tíma. Upplýsingar
í síma 511 3030 og gsm 861 2319.
Húsnæði óskast
Óska eftir leiguíbúð í Rvk. eða
Kóp. Ég er kvæntur, við erum reglu-
söm, bæði með örugga vinnu og lof-
um öruggum greiðslum. Erum með
meðmæli frá fyrri leigusala. Helst
50-70fm, með ísskáp. S.: 698 0566.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar
verslun í Hagkaup Smáralind og
Fjarðargötu 11, Hafnarfirði.
Blekhylki.is, sími 517-0150.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
N.P. þjónusta. Óska eftir bókhalds-,
eftirlits- og gæslustörfum.
Uppl. í s. 861 6164.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Fylgihlutir fyrir ferminguna
Hárskraut, krossar og hringar.
Fermingahanskar kr. 1500
Skarthúsið,
Laugavegi 44
Sími 562 2466
Hringtreflar
margir litir
Verð kr. 2.990.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Ferming
Hárskraut, hanskar, krossar,
armbönd og hringar.
Fylgihlutir fyrir fermingar-
stúlkuna.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ
Teg: 4141 Þægileg og vönduð
dömustígvél úr leðri, fóðruð.
Stakar stærðir.
Tilboðsverð: 5.500,-.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Silki og ull
Pasminu treflar
úr silki og ull. Margir litir
Verð kr. 2.990,-
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
3 FLOTTIR
Teg 301048 létt fylltur, rosa flottur í
B,C skálum á kr. 5.800,- boxer buxur
kr. 1.995,-
Teg 81103 - létt fylltur í B,C skálum
á kr. 5.800,- buxur við kr. 1.995,-
Teg 11152 - mjög öflugur
íþróttahaldari í D,E skálum á
kr. 5.800,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
laugard. kl. 10-14.
Þú mætir - við mælum
og aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Vandaðir þýskir herraskór úr
leðri, skinnfóðraðir. Gott verð
Teg: 206201 Stærðir: 40 - 48
Verð: 16.985.-
Teg: 206204 Stærðir: 40 - 48
Verð: 16.985.-
Teg: 455201 Stærðir: 41 - 47
Verð: 17.975.-
Teg: 305302 Stærðir: 40 - 47
Verð: 15.880.-
Teg: 416407 Stærðir: 39 - 48
Verð: 21.600.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán. - föst. 10 - 18.
Opið laugardaga 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Ökukennsla
Kenni á BMW 116i
Snorri Bjarnason,
sími 892 1451.
Bilaskoli.is
Glæsileg kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Góður í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Varahlutir
Sendu eina fyrirspurn á 39
PARTASaLa og þeir svara þér ef
hluturinn er til.
www.partasalar.is
Nú kveð ég þig kæri vinur og
sakna mun samverustunda með
þér, við hlæjum víst ekki lengur
saman í heimi hér.
Við keiluvinirnir kynntumst
Guðjóni, „Gutta“, fyrir mörgum
árum þar sem hann var einn að
leika sér með kúlurnar sínar í
keilusalnum í Keflavík. Hann
virtist hálfeinmana og vantaði
greinilega félagsskap. Okkur
vantaði góðan og skemmtilegan
félaga í hópinn hjá okkur og
stungum því að þessum hæv-
erska og hjartagóða manni
hvort hann væri ekki til í æv-
intýri og að slást í hópinn með
okkur, sem hann og gerði eftir
miklar vangaveltur um í hvaða
félagsskap hann væri nú eig-
inlega að lenda.
Síðan hefur vináttan verið
samfelld þótt hlé hafi verið gert
á keiluspili um nokkurra ára
hríð. Krafta og útsjónarsemi
Gutta við smíðar og margt
fleira naut ég einnig því það
sem aðrir töldu óframkvæman-
legt framkvæmdi hann með
bros á vör og án þess að nokkur
yrði þess var fyrr en allt var
orðið klárt.
Það hvarflaði ekki að okkur
vinunum að hann Gutti væri
veikur þegar við spiluðum með
honum hans síðasta keiluleik í
bili allavega, hinn 3. desember
síðastliðinn.
Þegar við fréttum af þessum
skelfilegu veikindum hans brá
okkur mjög því hann hafði aldr-
ei kveinkað sér við okkur, sama
hvað gekk á. Við vorum samt
alla tíð sannfærðir um að hann
myndi rúlla þessu upp eins og
öðrum hindrunum sem á vegi
hans urðu, en enginn veit sína
ævi fyrr en öll er.
Tekinn hefur verið frá þjóð-
inni drengur góður langt um
aldur fram, það þarf víst líka
góða drengi, smiði og keilara, í
himnaríki.
Við vottum elskunum hans
Gutta, sem honum þótti svo
vænt um, innilega samúð og
þökkum fyrir að hafa fengið að
eyða þessum ógleymanlegu
stundum með honum.
Fyrir hönd keilufélaga og
vina,
Skúli Ágústsson.
Elsku Guðjón frændi. Þá er
komið að kveðjustund um sinn.
Mikið er ég heppin að hafa átt
og kynnst jafn góðum og
Guðjón Helgason
✝ Guðjón Helga-son fæddist í
Vík í Mýrdal 21.
september 1942.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 5. febrúar
2013.
Útför Guðjóns
var gerð frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju
13. febrúar 2013.
skemmtilegum
frænda og þér.
Frá því ég man
eftir mér hefur þú
verið í mínu lífi.
Að þú sért farinn
frá okkur aðeins
tveimur mánuðum
eftir að þú veiktist
er svo óraunveru-
legt.
Alltaf var jafn
gaman að hitta þig
og spjalla við þig. Þú varst mik-
ill íþróttamaður og varst meðal
þeirra fysrtu til að stunda
körfubolta hérna á Suðurnesj-
um. Hvort sem ég hitti þig hjá
mömmu, heima hjá þér eða í
Ljónagryfjunni þá spurðir þú
mig alltaf hvernig tengdasyn-
inum gengi í körfunni í Þýska-
landi.
Við eigum svo góðar minn-
ingar um þig elsku frændi. Öll
ættarmótin í Víkinni þar sem
þú spilaðir á gítarinn og við hin
sungum með. Jólaboðin hjá
mömmu þar sem þú, Sveina og
Sunneva voruð alltaf með okk-
ur.
Elsku Sveina og Sunneva,
missir ykkar er mikill en þið
eigið góðar minningar um frá-
bæran eiginmann og föður. Guð
vaki yfir ykkur í sorginni. Þér
vil ég þakka allar okkar sam-
verustundir.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín frænka,
Guðlaug Einarsdóttir.
Elsku frændi. Mikið ofboðs-
lega er sárt að þurfa að kveðja
þig svona snemma, lífið getur
orðið svo óréttlátt og það er
það svo sannarlega núna. Þín
verður minnst sem mikillar
fyrirmyndar á öllum sviðum.
Mikið fannst mér gaman að
koma með ömmu til ykkar
Sveinu. Það var alltaf svo
notalegt í kringum ykkur og
þið svo hress bæði tvö. Þegar
við Hörður byrjuðum að vera
saman gátuð þið spjallað um
körfuboltann heilu fjölskyldu-
boðin og Hörður hafði mjög
gaman af. Þegar ég kom svo
heim til Íslands núna fyrir
stuttu var það það fyrsta sem
ég vildi gera að heimsækja þig.
Veikindin náðu því miður yf-
irhöndinni og ég náði því mið-
ur ekki að heimsækja þig,
elsku frændi. Ég mun geyma
allar þær yndislegu og
skemmtilegu minningar sem
ég á um þig í hjarta mér.
Elsku Sveina og Sunneva, ég
sendi ykkur mína dýpstu samúð
og allan minn styrk á þessu erf-
iðu tímum.
Hvíldu í friði elsku frændi.
Hafdís Hafsteinsdóttir.
Elsku amma. Ekki eru liðinn
langur tími frá því að þú
kvaddir okkur og ég er strax
farin að sakna þín. Þrátt fyrir
að við hittumst ekki oft í seinni
tíð þótti mér vænt um þær
Erla Eiríksdóttir
✝ Erla Eiríks-dóttir Vídó
fæddist á Urð-
arvegi 41 (Eiríks-
húsi) Vest-
mannaeyjum 26.
september 1928.
Hún lést 10. febr-
úar 2013 á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja.
Útför Erlu fór
fram frá Landa-
kirkju 16. febrúar 2013.
stundir sem við
áttum saman. Ég
mun varðveita
þessar stundir
ásamt öllum þeim
stundum sem við
áttum saman á lífs-
leiðinni. Elsku
amma, það verður
tómlegt án þín en
við skulum passa
okkur að fylla
tómarúmið af
minningum um þig.
Ég veit að vel verður tekið á
móti þér á nýjum stað og að
hann afi er glaður að fá þig aft-
ur til sín og hver veit nema
Tinna sé þar líka, ég vona það.
Þín nafna,
Erla.