Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 S júkrastofnanir landsins eru sífellt í brennidepli, gjarnan fyrir nið- urskurð, uppsagnir, launadeilur og annað neikvætt. Þegar á bjátar hjá fólki lýsa hins vegar margir yfir gríðarlegri ánægju með ynd- islegt starfsfólk, og góða þjónustu við erf- iðar aðstæður. Þetta þekkja allir. Tækjakostur er að sama skapi sífellt til umræðu. Rafn Hilmarsson, skurðlæknir sem starfar í Svíþjóð, hélt á Læknadögum nýverið erindi um aðgerðaþjarka – róbóta, sem notaðir eru við skurðaðgerðir – og segir í samtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins að ekki sé spurning hvort held- ur hvenær slíkt tæki verði tekið í notkun á Íslandi. Að öðru leyti vilji hann reyndar ekki blanda sér í umræðu þar um, en seg- ir tæknina afar mikla bót fyrir bæði sjúk- linga og lækna. Aðrir taka í sama streng. Margir kostir Tækið sem hér um ræðir kostar 300 til 350 milljónir króna og er mikill áhugi fyr- ir því á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Mörgum kann að þykja tækið dýrt, en það fer eftir í hvaða samhengi talan er hugleidd. Vert er að geta þess að hópur vel- unnara sjúkrahússins hefur lýst sig tilbú- inn að taka þátt í því að útvega búnaðinn, m.a. með fjárstuðningi. Sérfræðingar eru sammála um að með tilkomu þjarkans styttist sjúkrahúslega þess sem skorinn er, bati hans verði skjótari en áður og hætta á langtíma aukaverkunum minni; í því sambandi er nefndur þvagleki og stinningarvandamál karla sem fara í brottnám á blöðruháls- kirtli vegna krabbameins. Talandi um peninga; hver dagur á sjúkrahúsi kostar um það bil 130.000 krón- ur. Auk þess kemst sjúklingurinn fyrr út á vinnumarkað en ella og það er hag- kvæmt fyrir alla. Líkur á liðsstyrk Eiríkur Jónsson, yfirlæknir þvagfæra- skurðlækningadeildar LSH bendir einnig á, sem er athyglisvert að velta vöngum yfir í umræðunni um flutning lækna úr landi, að sé slíkur aðgerðaþjarki til staðar aukist örugglega líkur á liðsstyrk við stofnunina; að hæft starfsfólk flytjist frekar heim á ný frá útlöndum og nýtist þá að auki til annarra góðra hluta. Eiríkur telur að til að byrja með yrðu gerðar um 100 aðgerðir með þjarka á ári í þvagfæraskurðlækningum; um 2/3 vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og brott- náms þvagblöðru vegna krabbameins, en aðrar á nýrum vegna krabbameina eða góðkynja sjúkdóma. Annar eins hópur á kvensjúkdómadeild nyti tækisins vænt- anlega til að byrja með þannig að fljótlega gætu aðgerðir á þessum tveimur sviðum orðið vel á annað hundraðið. „Reynsla annarra sjúkrahúsa er sú að aðgerðum þessara nefndu sérgreina fjölgar með þessari aðferð og þá koma einnig aðrar sérgreinar inn vegna annarra að- gerða, í kviðarholi hjá börnum og full- orðnum, brjóstholsaðgerðir sem og aðgerð á krabbameinum í hálsi og koki,“ segir Eiríkur. En hver er breytingin? Hvað er svona gott við aðgerðarþjarkann miðað við gömlu, góðu aðferðina þar sem læknirinn stendur við skurðarborðið með hníf í hendi. Nefna má eftirfarandi: Skurðlæknirinn situr við stjórntækin og notar bæði fingur og fætur. Þá sér hann aðgerðarsvæðið með þrívíddarmyndavél. Aðgerðarþjarkinn er með þrjá arma fyr- ir áhöld og einn fyrir myndavél. Skurðlæknirinn stýrir fíngerðum áhöldum þjarkans en með þessu móti verða allar hreyfingar mjög nákvæmar. Rafn starfar á á sameinuðu háskóla- sjúkrahúsi í Lundi og Malmö og sagði frá reynslu sinni á Læknadögum. „Ég hef verið þar síðan 2004 á þvag- færaskurðdeildinni. Svíar voru ákveðnir brautryðjendur við skurðlækningar með svona róbóta; tækið var fyrst notað í Stokkhólmi 2002 og næsta tæki fengum við í Lundi 2006.“ Rökrétt þróun „Þetta er rökrétt þróun í skurðlækningum. Menn hafa þróað þær síðustu 100 árin, síðan byrjað var að opna sjúkling og gera slíkar aðgerðir.“ Sjúklingurinn var „skor- inn“ eins og fólk þekkir. „Síðustu 20-30 ára hafa aðgerðir þróast í þá átt að minnka mjög inngripið; gera skurðsárin minni og að sjúklingnum líði sem best. Á sínum tíma voru tæki hönnuð til slíkra kviðsjáraðgerða þar sem gerð eru lítil göt á sjúklinginn, og skurðaðgerðir með róbóta eru í raun þriðja stigið í þessari þróun. Tölvutæknin er notuð til að stýra áhöld- unum. Lítil göt eru gerð á sjúklinginn og róbótinn heldur á hnífum, nálum og öðru sem þarf til. Í stað þess að skurðlækn- irinn standi við borðið situr hann og stýrir róbótanum í gegnum tölvu. Í raun er ver- ið að nota sér alla kosti nútíma tölvu- og véltækni; læknirinn notar myndavél í þrí- vídd þar sem allt sést miklu betur en með öðrum aðferðum, m.a. vegna þess að hægt er að stækka myndina miklu meira en áð- ur var. Áhöldin eru mjög lítil, miklu minni en mannshöndin gæti haldið á. Hægt er að koma þeim mun víðar en mannshöndin gæti og stöðugleikinn er líka miklu meiri; mannshöndin getur hrist og titrað en nákvæmin er meiri með þessum hætti.“ Rafn leggur áherslu á að róbótinn geri ekki neina aðgerð „sjálfur“ – læknirinn sér um það en róbótinn er skurðtækið. „Læknirinn hefur stjórn á öllu en tölvu- og véltæknin er notuð til að fullkomna það sem skurðlæknirinn gerir.“ Rafn svarar, þegar spurt er hvort slíkur aðgerðarþjarkur sé nauðsynlegur: „Ef við horfum í kringum okkur er búnaðurinn ekki næsta skref, heldur orðinn staðalbún- aður í skurðlækningum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og notaður á flestum svið- um skurðlæknisfræðinnar. Í minni sér- grein, þvagfæraskurðlækningum, þar sem við erum mikið í að skera krabbamein í blöðruhálsi, eru í raun allar aðgerðir gerð- ar með róbóta.“ Mikil breyting fyrir sjúklinga Hann segir það rökrétt skref að nota nýj- ustu tækni, sem geri það að verkum að hægt sé að gera hlutina enn betur en áð- ur. „Það má líkja þessu við flugið; menn hafa haft flugvélar í 100 ár og getað flog- ið, en síðustu áratugi verið að fullkomna þær með tölvutækni sem gerir vélarnar mun áreiðanlegri en fram að því.“ Hann ítrekar að breytingin sé mikil fyr- ir sjúklinginn, og það skipti vitaskuld höf- uðmáli. „Þegar þetta skurðvélmenni er notað eru öll skurðsár eins lítil og mögu- legt er, inngripið er minna, sjúklingurinn fær minni verki, er fljótari að jafna sig, blæðingar í aðgerð eru minni, fylgikvillar eru minni og hann fær að fara fyrr heim.“ Hann nefnir aðra hluti, tæknilegs eðlis; hversu vel hægt er að framkvæma aðgerð- ina. Ef verið er að fjarlægja æxli eða ein- hver líffæri sem erfitt er að sjá nýtist þessi tækni mjög vel, segir Rafn. Lækn- irinn sjái allt í margfaldri stækkun og í þrívídd og eigi þannig miklu auðveldara með að athafna sig. „Svo er annað sem er ekki oft rætt, eins og vinnuaðstaða skurðlæknis. Fólk sér þá stundum í sjónvarpinu standandi bogna og sveitta tímunum saman yfir sjúklingi. HÁTÆKNI VIÐ LÆKNINGAR Róbótar rökrétt þróun í skurð- lækningum SKURÐLÆKNAR NOTA Í AUKNUM MÆLI HÁTÆKNI AÐGERÐAÞJARKA, RÓ- BÓTA. ÞESS HÁTTAR TÆKI ER ORÐIÐ STAÐALBÚNAÐUR Á FJÖLDA SJÚKRA- HÚSA Á NORÐURLÖNDUM, ANNARS STAÐAR Í EVRÓPU OG Í BANDARÍKJUNUM EN ER EKKI ENN FYRIR HENDI HÉR Á LANDI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * „Þegar þetta skurðvélmenni er notað eru öllskurðsár eins lítil og mögulegt er, inngripið erminna, sjúklingurinn fær minni verki, er fljótari að jafna sig, blæðingar í aðgerð eru minni, fylgikvillar eru minni og hann fær að fara fyrr heim.“ Vinnuaðstaða skurðlækna er allt önnur og betri þegar notast er við aðgerðaþjark, eins og sjá má

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.