Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 S júkrastofnanir landsins eru sífellt í brennidepli, gjarnan fyrir nið- urskurð, uppsagnir, launadeilur og annað neikvætt. Þegar á bjátar hjá fólki lýsa hins vegar margir yfir gríðarlegri ánægju með ynd- islegt starfsfólk, og góða þjónustu við erf- iðar aðstæður. Þetta þekkja allir. Tækjakostur er að sama skapi sífellt til umræðu. Rafn Hilmarsson, skurðlæknir sem starfar í Svíþjóð, hélt á Læknadögum nýverið erindi um aðgerðaþjarka – róbóta, sem notaðir eru við skurðaðgerðir – og segir í samtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins að ekki sé spurning hvort held- ur hvenær slíkt tæki verði tekið í notkun á Íslandi. Að öðru leyti vilji hann reyndar ekki blanda sér í umræðu þar um, en seg- ir tæknina afar mikla bót fyrir bæði sjúk- linga og lækna. Aðrir taka í sama streng. Margir kostir Tækið sem hér um ræðir kostar 300 til 350 milljónir króna og er mikill áhugi fyr- ir því á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Mörgum kann að þykja tækið dýrt, en það fer eftir í hvaða samhengi talan er hugleidd. Vert er að geta þess að hópur vel- unnara sjúkrahússins hefur lýst sig tilbú- inn að taka þátt í því að útvega búnaðinn, m.a. með fjárstuðningi. Sérfræðingar eru sammála um að með tilkomu þjarkans styttist sjúkrahúslega þess sem skorinn er, bati hans verði skjótari en áður og hætta á langtíma aukaverkunum minni; í því sambandi er nefndur þvagleki og stinningarvandamál karla sem fara í brottnám á blöðruháls- kirtli vegna krabbameins. Talandi um peninga; hver dagur á sjúkrahúsi kostar um það bil 130.000 krón- ur. Auk þess kemst sjúklingurinn fyrr út á vinnumarkað en ella og það er hag- kvæmt fyrir alla. Líkur á liðsstyrk Eiríkur Jónsson, yfirlæknir þvagfæra- skurðlækningadeildar LSH bendir einnig á, sem er athyglisvert að velta vöngum yfir í umræðunni um flutning lækna úr landi, að sé slíkur aðgerðaþjarki til staðar aukist örugglega líkur á liðsstyrk við stofnunina; að hæft starfsfólk flytjist frekar heim á ný frá útlöndum og nýtist þá að auki til annarra góðra hluta. Eiríkur telur að til að byrja með yrðu gerðar um 100 aðgerðir með þjarka á ári í þvagfæraskurðlækningum; um 2/3 vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og brott- náms þvagblöðru vegna krabbameins, en aðrar á nýrum vegna krabbameina eða góðkynja sjúkdóma. Annar eins hópur á kvensjúkdómadeild nyti tækisins vænt- anlega til að byrja með þannig að fljótlega gætu aðgerðir á þessum tveimur sviðum orðið vel á annað hundraðið. „Reynsla annarra sjúkrahúsa er sú að aðgerðum þessara nefndu sérgreina fjölgar með þessari aðferð og þá koma einnig aðrar sérgreinar inn vegna annarra að- gerða, í kviðarholi hjá börnum og full- orðnum, brjóstholsaðgerðir sem og aðgerð á krabbameinum í hálsi og koki,“ segir Eiríkur. En hver er breytingin? Hvað er svona gott við aðgerðarþjarkann miðað við gömlu, góðu aðferðina þar sem læknirinn stendur við skurðarborðið með hníf í hendi. Nefna má eftirfarandi: Skurðlæknirinn situr við stjórntækin og notar bæði fingur og fætur. Þá sér hann aðgerðarsvæðið með þrívíddarmyndavél. Aðgerðarþjarkinn er með þrjá arma fyr- ir áhöld og einn fyrir myndavél. Skurðlæknirinn stýrir fíngerðum áhöldum þjarkans en með þessu móti verða allar hreyfingar mjög nákvæmar. Rafn starfar á á sameinuðu háskóla- sjúkrahúsi í Lundi og Malmö og sagði frá reynslu sinni á Læknadögum. „Ég hef verið þar síðan 2004 á þvag- færaskurðdeildinni. Svíar voru ákveðnir brautryðjendur við skurðlækningar með svona róbóta; tækið var fyrst notað í Stokkhólmi 2002 og næsta tæki fengum við í Lundi 2006.“ Rökrétt þróun „Þetta er rökrétt þróun í skurðlækningum. Menn hafa þróað þær síðustu 100 árin, síðan byrjað var að opna sjúkling og gera slíkar aðgerðir.“ Sjúklingurinn var „skor- inn“ eins og fólk þekkir. „Síðustu 20-30 ára hafa aðgerðir þróast í þá átt að minnka mjög inngripið; gera skurðsárin minni og að sjúklingnum líði sem best. Á sínum tíma voru tæki hönnuð til slíkra kviðsjáraðgerða þar sem gerð eru lítil göt á sjúklinginn, og skurðaðgerðir með róbóta eru í raun þriðja stigið í þessari þróun. Tölvutæknin er notuð til að stýra áhöld- unum. Lítil göt eru gerð á sjúklinginn og róbótinn heldur á hnífum, nálum og öðru sem þarf til. Í stað þess að skurðlækn- irinn standi við borðið situr hann og stýrir róbótanum í gegnum tölvu. Í raun er ver- ið að nota sér alla kosti nútíma tölvu- og véltækni; læknirinn notar myndavél í þrí- vídd þar sem allt sést miklu betur en með öðrum aðferðum, m.a. vegna þess að hægt er að stækka myndina miklu meira en áð- ur var. Áhöldin eru mjög lítil, miklu minni en mannshöndin gæti haldið á. Hægt er að koma þeim mun víðar en mannshöndin gæti og stöðugleikinn er líka miklu meiri; mannshöndin getur hrist og titrað en nákvæmin er meiri með þessum hætti.“ Rafn leggur áherslu á að róbótinn geri ekki neina aðgerð „sjálfur“ – læknirinn sér um það en róbótinn er skurðtækið. „Læknirinn hefur stjórn á öllu en tölvu- og véltæknin er notuð til að fullkomna það sem skurðlæknirinn gerir.“ Rafn svarar, þegar spurt er hvort slíkur aðgerðarþjarkur sé nauðsynlegur: „Ef við horfum í kringum okkur er búnaðurinn ekki næsta skref, heldur orðinn staðalbún- aður í skurðlækningum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og notaður á flestum svið- um skurðlæknisfræðinnar. Í minni sér- grein, þvagfæraskurðlækningum, þar sem við erum mikið í að skera krabbamein í blöðruhálsi, eru í raun allar aðgerðir gerð- ar með róbóta.“ Mikil breyting fyrir sjúklinga Hann segir það rökrétt skref að nota nýj- ustu tækni, sem geri það að verkum að hægt sé að gera hlutina enn betur en áð- ur. „Það má líkja þessu við flugið; menn hafa haft flugvélar í 100 ár og getað flog- ið, en síðustu áratugi verið að fullkomna þær með tölvutækni sem gerir vélarnar mun áreiðanlegri en fram að því.“ Hann ítrekar að breytingin sé mikil fyr- ir sjúklinginn, og það skipti vitaskuld höf- uðmáli. „Þegar þetta skurðvélmenni er notað eru öll skurðsár eins lítil og mögu- legt er, inngripið er minna, sjúklingurinn fær minni verki, er fljótari að jafna sig, blæðingar í aðgerð eru minni, fylgikvillar eru minni og hann fær að fara fyrr heim.“ Hann nefnir aðra hluti, tæknilegs eðlis; hversu vel hægt er að framkvæma aðgerð- ina. Ef verið er að fjarlægja æxli eða ein- hver líffæri sem erfitt er að sjá nýtist þessi tækni mjög vel, segir Rafn. Lækn- irinn sjái allt í margfaldri stækkun og í þrívídd og eigi þannig miklu auðveldara með að athafna sig. „Svo er annað sem er ekki oft rætt, eins og vinnuaðstaða skurðlæknis. Fólk sér þá stundum í sjónvarpinu standandi bogna og sveitta tímunum saman yfir sjúklingi. HÁTÆKNI VIÐ LÆKNINGAR Róbótar rökrétt þróun í skurð- lækningum SKURÐLÆKNAR NOTA Í AUKNUM MÆLI HÁTÆKNI AÐGERÐAÞJARKA, RÓ- BÓTA. ÞESS HÁTTAR TÆKI ER ORÐIÐ STAÐALBÚNAÐUR Á FJÖLDA SJÚKRA- HÚSA Á NORÐURLÖNDUM, ANNARS STAÐAR Í EVRÓPU OG Í BANDARÍKJUNUM EN ER EKKI ENN FYRIR HENDI HÉR Á LANDI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * „Þegar þetta skurðvélmenni er notað eru öllskurðsár eins lítil og mögulegt er, inngripið erminna, sjúklingurinn fær minni verki, er fljótari að jafna sig, blæðingar í aðgerð eru minni, fylgikvillar eru minni og hann fær að fara fyrr heim.“ Vinnuaðstaða skurðlækna er allt önnur og betri þegar notast er við aðgerðaþjark, eins og sjá má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.