Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Qupperneq 16
*Ekki þarf að fara langt frá London til að upplifa enska sveitarómantík eins og hún gerist best »18Ferðalög og flakk Namaste! Það verður seint sagt að höfuðborg Indlands, Delhi, hafi heillað okkur. Á götum borgarinnar ríkir ringulreið og mikil fátækt blasir við. Í of- análag voru mikil mótmæli í borginni sem leiddi til þess að við eyddum gamlárskvöldi á ódýru hótelherbergi þar sem við snæddum ristað brauð með frönskum kartöflum. Á nýársdag flugum við til Kerala-héraðs á suð- vesturströnd Indlands. Héraðið er um margt sérstakt, þar klæðast karl- menn síðu pilsi og kommúnistum er reglulega falin stjórn héraðsins í lýð- ræðislegum kosningum. Við dvöldum fyrst í borginni Kochin hvar við rákumst meðal annars á hótel sem rekið er af íslenskri konu. Því næst héld- um við upp í fjöllin þar sem við gengum um plantekrurnar í Munnar og létum æskudraum rætast og fórum í reiðtúr á fílsbaki. Nú erum við komin aftur að ströndinni og næsta mál á dagskrá er fundur við mitt eigið sjálf undir vikulangri leiðsögn jóga ashram í höfuðstað héraðsins Trivandrum. Kveðja, Páll Eiríkur og Petra Granholm. Páll Eiríkur og Petra Granholm ferðast þessar vikurnar um Indland. Á fílsbaki í Munnar. Reiðtúr á fílsbaki Indland hefur lengi verið draumaland þeirra hjóna. PÓSTKORT F RÁ INDLAND I Hvað heillaði þig við bæinn Visby? „Visby er ótrúlega skemmtilegur miðaldabær sem hvílir inn- an veggja myndalegra virkisveggja sem standa enn. Bærinn innan múrsins er blanda af miðaldabyggingum og rústum frá Hansatímabilinu og nokkurra alda gömlum litríkum skandinav- ískum húsum. Ég skokkaði í kringum múrinn og svaf eina nótt í fangelsi sem búið er að breyta í hostel. Ég og þáverandi kær- asti minn fengum sitthvora kojuna í fangaklefa sem er kannski ekki ýkja rómantískt enda færðum við okkur strax daginn eftir yfir á aðeins meira lúxushótel. Það sem er svo krúttlegt við þennan bæ er að þar er allt í göngufæri á steinlögðum strætum og fullt af sætum kaffihúsum og veitingastöðum. Á sumrin er þetta mjög vinsæll áfangastaður meðal Svía en þeir koma til Visby til að fara á ströndina og slaka á í sumarfríinu.“ Lumarðu á góðum ráðum fyrir ferðalanga sem vilja skoða sig um á Gotlandi? „Á Gotlandi er hægt að sigla um á kanó, fara í hellaskoðun, útreiðartúra, heimsækja stærsta safn Svíþjóðar undir berum himni, spila golf, ferðast með gufulest, fara í bátaferðir eða í sund í upphitaðri útisundlaug og margt fleira. Í annarri viku ágúst er haldin árleg miðaldarahátíð frá sunnudegi til sunnu- dags þar sem gestir hátíðarinnar klæðast miðaldabúningum, skemmta sér og sækja ýmsa leika sem tíðkuðust á miðöldum. Sannkallað ævintýri fyrir börnin. Á henni eru líka alls kyns uppákomur, bæði leikverk og tónleikar sem og sérstakur mið- aldamarkaður þar sem höndlað er með alls kyns varning.“ Lentirðu í einhverjum hremmingum í ferðinni? „Held að þetta sé ein af fáum ferðum sem ég hef farið í án þess að lenda í neinum hremmingum. Mér hefur tekist að fara á klósett í skýjakljúfi í New York og sturta úrganginum niður á neðri hæðina, ég hef verið rænd í Suður-Frakklandi og verið elt af mafíu í Vínarborg. Þessi ferð var hins vegar bara krúttleg, það eina sem gerðist var að við misstum af ferjunni til baka yf- ir á meginlandið og þurftum að gista aukanótt. Það telst ekki til mikilla hremminga í mínum bókum,“ segir Elín að lokum. FERÐASAGA FRÁ VISBY Svaf í fangelsi í Svíþjóð ELÍN ARNAR, RITSTJÓRI VIKUNNAR, Á GÓÐAR MINNINGAR FRÁ KRÚTTLEGA SMÁBÆNUM VISBY Á GOTLANDI SEM HÚN HEIMSÓTTI Í FYRRA. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Einhverra hluta vegna eru hrútastyttur víðsvegar um bæinn Visby. Elín stillti sér upp við eina þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.