Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 menntirnar sínar á Kindle lesbretti og iPad sem hann kallar pödduna og hafi verið fljótur að tileinka sér samfélagsmiðla svo sem blogg- ið og Facebook. Hann hefur alltaf átt í prýði- legu sambandi við tækninýjungar og var fyrstur þingmanna til að nota tölvu á skrif- stofum Alþingis. Þegar rafmagnsritvélin hans varð ónýt bað hann um að í stað þess að fjár- festa í nýrri fengi hann að kaupa tölvu sem kostaði þá það sama. Heima átti hann Apple 2c tölvu og þekkti því undratólið. „Menn voru nú ekki fljótir til, en féllust á þetta með því skilyrði að ég skrifaði skýrslu um hvernig mætti nýta þessa nýju ritvinnslutækni á þinginu. Skömmu seinna keypti Alþingi tölvu- kerfi sem sprakk reyndar eftir ár og þá var farið yfir í IBM tölvur. Bráðlega vildu allir þingmenn fá eigin tölvu til umráða enda þótti þetta rosalega flott. Forgangsröðunin varð að vera einhver; í hvaða röð þingmenn fengju gripinn, það varð hálfgert stöðutákn að hafa skjá á skrifborðinu en sú regla var höfð á að þeir sem hefðu ekki ritara, heldur skrifuðu allt sjálfir, ættu að vera í forgangi.“ Ýmislegt stendur Eiði nærri, bæði eftir að hafa starfað lengi hjá Ríkisútvarpinu og -sjón- varpinu, sem þingmaður og sendiherra. „Já, ég skrifa um eitt og annað og þetta eru kannski stundum bara nokkrar málsgreinar, ekki langlokur.“ Enda er góð umræða ekki endilega spurning um að vera langorður og nefnir Eiður þar sem dæmi Alþingi. „Alþingi hefur sett dálítið ofan vegna þess að menn hafa misst tökin á umræðunni. Meðan norska þingið kláraði umræðuna um EES-samning- inn á nokkrum dögum stóð umræðan hér á sínum tíma í margar vikur. Þingið þyrfti að ákveða fyrirfram hvað á að verja miklum tíma í að ræða stór mál. Hvort þingið ætli að taka 40 eða 10 klukkustundir í það og þá mætti skipta þeim tíma milli flokkanna eftir stærð þeirra. Flokkur sem hefur 25 prósent þing- manna fengi þannig 25 prósent af tímanum. Norska þingið gerir þetta – að ákveða fyr- irfram hversu mikill tími fari í hvert mál. Nú er stutt eftir af þinginu en samt eru á þriðja hundrað mál sem bíða afgreiðslu. Það mun aldrei gerast neitt af viti meðan umræðan er svona óskipulögð.Þess vegna lenda góð mál í útideyfu.“ Það er ekki hægt að hitta Mola-Eið án þess að ræða hans hjartans mál, íslenska tungu. Eiður segir að meðal áhyggjuefna hans þessa dagana sé svokölluð nefnifallssýki, sem honum þyki vera að sækja í sig veðrið. Sögn sem stýrir þolfalli eða þágufalli er látin taka með sér nefnifall. „Undirliggjandi vandinn í þessu er hræðsla við beygingar og það er eins og tilfinningin fyrir beygingum orða sé minni. Það skiptir miklu máli að það sem fólk er að lesa, svo sem texti fjölmiðla, sé vandað. Text- inn sem maður skrifaði hér á árum áður var yfirfarinn áður en hann var settur fram, hvort sem var á Alþýðublaðinu eða í Ríkissjónvarp- inu.. Maður hefur svolítið á tilfinningunni að það vanti upp á þetta í dag, sérstaklega á vef- miðlunum og að þar sé hver blaðamaður nær alveg á eigin vegum og njóti lítillar leiðsagnar. Auðvitað breytist íslensk tunga, hún er lifandi fyrirbæri. Hún breytist af því að lífið breytist. En okkur á ekki að vera sama um það hvern- ig hún breytist og við eigum að reyna að hafa hönd í bagga með því hvernig tungan þróast. Þessar breytingar gera það að verkum að við þurfum alltaf að vera að búa til ný orð á öll- um sviðum og nýyrðasmíði skiptir því afar miklu máli.“ Eiður er fyrrverandi aðalræðismaður Ís- lands í Færeyjum og nefnir að hann hafi haft einkar gaman af því að fylgjast með mál- verndarstarfi þar. „Ágætur vinur minn og fræðimaður í færeyskri tungu, Jóhan Hendrik W. Poulsen, hefur smíðað mikið af nýyrðum. Einhvern tímann kom ég að honum á skrif- stofunni þar sem hann var að lesa Morg- unblaðið. Hann sagði við mig að hann væri á höttunum eftir nýjum orðum og þetta er það sem við eigum að vera að gera. Færeyingar láta sér afar annt um sína tungu og hafa farið svipaðar leiðir í ýmsum nýyrðum og við. Tölva heitir telda og þyrla heitir það sama hjá þeim og okkur, tyrla.. Að sjálfsögðu þykir þeim svo ýmislegt mjög kyndugt í okkar máli á sama hátt og við hlæjum að orðum hjá þeim. Mér þótti gaman að sjá í færeysku blaði fyrirsögn- ina „Venjarin sakkaður“ sem þýddi „Þjálf- arinn rekinn“. Þess má geta að í Þórshöfn í Færeyjum var og er kannski enn verslun sem heitir Gellan. Það er ekki fiskbúð heldur er þar seldur fatnaður fyrir konur. Önnur versl- un þar af sama tagi heitir Drósin. Þeir eru góðir, Færeyingar!“ Engan þarf að undra að Eiður hafi sterkar skoðanir á dagskrárgerð og blaðamennsku. Sérstaklega á sínum gamla vinnustað, Rík- issjónvarpinu. Hann segir að þar sem stofn- unin sé þjóðareign sé það réttur og hlutverk fólks að benda á það sem betur má fara í þeim höfuðstöðvum. Hann hefur ekki farið leynt með vonbrigði sín með dagskrárgerð sjónvarpsins eins og lesendur hans hafa tekið eftir. „Mér finnst stofnunin hafa brugðist. Ég er mjög ánægður með efnið á Rás1 en sjón- varpið hefur mér fundist þróast út í að vera hálfgerð vídeóleiga og íþróttaefnið skipar full- stóran sess. Það ætti að vera á sérstakri rás. Meðan okkur eru sýndir rándýrir afþreying- arþættir svo sem Dans, dans, dans, vanrækir sjónvarpið að sýna okkur efni um sögu og samfélag. Hvenær sáum við síðast innlenda leiksýningu eða tónleika, – sígilda tónlist? Ég hef eins og ótalmargir aðgang að norrænu stöðvunum, þýskum og frönskum og þar sér maður allt aðrar áherslur. Fræðsluþættir um sögu síðustu aldar eru daglegt brauð. Erlenda fréttaskýringaþætti úr samtímanum sjáum við nær aldrei. Ég hef áhyggjur af því að yngri kynslóðirnar á Íslandi viti ekkert hvað gerðist á liðinni öld eða í heiminum yfirleitt. Viti til dæmis ekkert um þær hörmungar sem nas- isminn, kommúnisminn og fasisminn leiddu yf- ir þjóðir.“ Eiður telur að það að taka aftur upp Út- varpsráð gæti verið til bóta. „Útvarpsráð var hálfgert dagskrárráð og ég sæi fyrir mér að inn í það ráð gæti líka valist fólk héðan og þaðan úr þjóðfélaginu. Mér finnst stundum eins og það sé ekkert hugsað út í hvaða ald- urshópur það er sem situr fyrir framan sjón- varpið hverju sinni. Fínar kvikmyndir eru oft settar á dagskrá klukkan hálftólf þegar tals- verður hluti þjóðarinnar er farinn að sofa. Mér finnst eins og strengurinn við þjóðina hafi slitnað. Núverandi stjórn Ríkisútvarpsins hefur afskaplega lítið um dagskrána að segja og einn útvarpsstjóri, hversu góður sem hann er, getur aldrei stýrt svona stórri og fjöl- breyttri menningarstofnun svo vel sé. En ég þykist skynja það að núverandi stjórn Rík- isútvarpsins vilji breytingar en það er kannski hver að nöldra í sínu horni. Ég nöldra í mínu horni og gagnrýni og ég veit að Ríkisútvarpið hefur mikið af fínu fólki í vinnu en það þarf að breyta ansi miklu. En svo ég gleymi því ekki að hrósa þá er ég oftast ánægður með fréttatímana og Kastljósið auk þess sem ég hef gaman af Útsvari. Öllu því sem gerir ein- hverjar kröfur til áhorfenda. Einnig horfi ég á Kiljuna, Landann og Silfur Egils.“ Mola-Eiður viðurkennir þó að auðvitað hljóti að vera mikið efni í sjónvarpi sem höfði ekki til allra áhorfenda. „Það kemur nú fyrir að maður heyrir eitthvað eins og „Pabbi...!“ frá börnunum sem eru stundum ósammála því sem ég er að segja. Nafni minn og dótt- ursonur sagðist til dæmis vera algerlega ósammála mér um Hraðfréttir.“ Eiður skrifaði fyrr á árinu pistil þar sem hann bað Kast- ljóssmenn í fullri vinsemd um að hætta að misbjóða áhorfendum með Hraðfréttahorninu. „Ég fékk alveg að heyra það frá honum. Börn og barnabörn eru ekkert feimin við að segja mér ef þeim finnst ég vera að gera einhverja Moli 1114: „„Ég ætla að soga í mig the spirit of Breiðholt,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, við hlustendur í fréttum Ríkisútvarpsins (21.1.2013). Hversvegna talar borgarstjórinn ekki við okkur á íslensku? Svo hoppaði hann út í sundlaug í öllum föt- unum. Erum við ekki að kvarta yfir því að erlendir ferðamenn fari ekki í sturtu áður en þeir gangi til laugar? Hversvegna er verið að segja fólki að fara í sturtu, þegar borgarstjórinn hoppar í laugina í öllum fötum og kannski líka á skítugum skónum? Ja, hérna.“ Moli 1106: „„Ég lét þá fífla mig hvað eftir annað,“ er haft eftir handboltamanni á visir.is (13.1.2013). Þetta er greinilega hið versta mál. Sögnin að fífla þýðir nefnilega að fleka eða ginna til kynmaka. Líklega átti maðurinn við að hann hefði verið hafður að fífli hvað eftir annað, en það er annar handleggur.“ Moli 1099: ,,Í fréttum Stöðvar tvö (2.01.2012) var sagt um flug- skeytaárás á bensínstöð í Damaskus (ekki dáMaskus, eins og sagt var með enskri áherslu) að skotið hefði verið einu loftskeyti á stöðina. Orðið loftskeyti hefur fasta merkingu í íslensku, það er ekki flugskeyti eða eldflaug. Loftskeytastöðin á Melunum var til að mynda ekki vopnabúr, heldur fjarskiptastöð.“ Moli 1075: „Fyrirsögn á visir.is (30.11.2012): Útvarpsþættinum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi. Hvernig er hægt að víkja útvarpsþætti úr starfi? Eru útvarpsþættir ráðnir til starfa? Í fréttinni kemur fram að umsjónarmönum þáttarins hefur tíma- bundið verið vikið úr starfi.“ Moli 921: „Frétt á mbl.is (30.5.2012): Flytja þurfti reiðhjólamann á slysadeild Landspítala eftir að bifhjólamaður ók á hann við Víkurvegsbrú á Vesturlandsvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Orð- ið reiðhjólamaður var einnig notað í fyrirsögn fréttarinnar. Hvað er að hinu hefðbundna orði hjólreiðamaður? Um annað í frétt- inni má sitthvað fleira segja! Rétt er að geta þess að orðskrípinu reiðhjólamaður var seinna breytt í hjólreiðamaður. En bif- hjólamaðurinn lifði breytinguna af!“ Brot af því besta * „Ég veit að ég er dómharður. Og ég hef reynt eftir því sem ég eldist að sitjaá mér og hugsa ekki eftir stutt kynni: „Þetta er nú alveg ómögulegur mað-ur.“ Það var eiginlega eitt ákveðið atvik, eða ákveðin reynsla, sem breytti þessu. “ 20–70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NEMA FERÐATÆKJUM PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 00 77 ISA- ÚTSA LA ELLIN GSEN ALLAR VÖRUR FRÁ DEVOLD MEÐ 20% AFSLÆTTI SNOWLINE KEÐJUBRODDAR 7.192 KR. VERÐ ÁÐUR 8.990 KR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.