Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Síða 49
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
gloríu.“ Að því sögðu má geta þess að Eiður
lætur í ljós að hann telji góða fjölskyldu vera
það sem gefi lífinu gildi en konuefninu sínu,
Eygló Helgu Haraldsdóttur, kynntist hann 19
ára gamall og hafa þau verið saman síðan.
Þannig rættist ekki voðaleg stjörnuspá sem
Eiður las í afmælisdagabók sem ungur
drengur en hún varð honum talsvert
áhyggjuefni þegar hann var krakki og ung-
lingur. Þar stóð að samskipti hans við hitt
kynið myndu ekki ganga þrautalaust og því
ylli skapgerðin.
Veit að ég er dómharður
„Ég viðurkenni að ég er að eðlisfari svolítið
óþolinmóður. Ég vil láta hlutina ganga hratt
og ég reyni að hafa ekki neitt hangandi yfir
mér. En kannski hef ég líka lært það af lífinu
að vera ekki allt of fljótur að dæma fólk því
ég veit að ég er dómharður. Og ég hef reynt
eftir því sem ég eldist að sitja á mér og
hugsa ekki eftir stutt kynni: „Þetta er nú al-
veg ómögulegur maður.“ Það var eiginlega
eitt ákveðið atvik, eða ákveðin reynsla, sem
breytti þessu. Ég var búinn að sitja sem
þingfréttaritari í tvo vetur og hlusta á þing-
ræður og þingmenn voru, eins og þeir eru,
misáheyrilegir. Þar var einn þingmaður sér-
staklega sem mér fannst ekki áheyrilegur og
bara heldur leiðinlegur þingmaður. Ég var
búinn að móta með mér þá skoðun að þetta
væri sennilega óskemmtilegur maður almennt
en þekkti hann samt ekki nokkurn skapaðan
hlut. Svo fór ég í blaðamannaferðalag og í
ferðahópnum er þessi maður og skemmst er
frá því að segja að skemmtilegri ferðafélaga
hef ég varla haft. Við urðum góðir kunningjar
upp frá því og ég man að einhvern tímann
var hann áheyrandi í þinginu og hlustaði á
þegar ég flutti líklega lengstu þingræðu sem
ég hef flutt um Ríkisútvarpið, en þá var verið
að afnema einkarétt Ríkisútvarpsins. Hann
hældi mér mikið fyrir ræðuna og það þótti
mér vænna um en flest annað sem sagt var
við mig í þinginu. Þetta var Þórarinn Þór-
arinsson, lengi ritstjóri Tímans, útvarpsráðs-
maður og þingmaður.“
Þrátt fyrir að Eiður hafi látið af störfum er
hann með margt á prjónunum. Hann þarf að
rjúka á Rótarýfund eftir viðtalið og einu sinni
í mánuði hittir hann gamla félaga sína úr MR
og einnig gamla vinnufélaga. Klassísk tónlist
á ríkan sess í hans lífi og hann sækir tónleika
í Hörpu auk þess sem hann er í gönguhópi.
„Það kemur alltaf eitthvað sem fyllir dagana.
Og núna fann ég mér nýja fjöl, eftir að ég
hætti að vinna, með molana og mér líður
ágætlega með það. En hversu lengi ég held
áfram, það veit guð einn. Ég geri engar áætl-
anir, meðan ég held heilsu og sæmilega fullu
viti þá held ég þessu eitthvað áfram. Ég tek
hvern dag fyrir sig. Nei, ég hef nú ekki hugs-
að mér að búa til pening úr molunum. Mér
finnast þetta vera dægurflugur og ekki eiga
heima á bók. En það er þá annarra að dæma
um það.“„Það kemur alltaf eitthvað sem fyllir dagana. Og núna fann ég mér nýja fjöl, eftir að ég hætti að vinna, með molana.“
30–50%
AFSLÁTTUR AF
SCOTT VÖRUM
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is
ALLAR
VÖRUR FRÁ
SKOGSTAD
MEÐ 40%
AFSLÆTTI
A.M.K. 25%
AFSLÁTTUR AF
VÖRUM FRÁ
DIDRIKSONS
OPIÐ
SUNNUDAG
KL. 12–16
Í REYKJAVÍK
VERÐ ÁÐUR 36.990 KR.
19.990 KR.
COLUMBIA
TALUS GÖNGUSKÓR
KK OG KVK
30%
AFSLÁT
TUR
AF ÖLLU
M
SOREL-S
KÓM VERÐ ÁÐUR 69.990 KR.
49.990 KR.
MERIDA CROSSWAY
YELLOWSTONE REIÐHJÓL
20–50%
AFSLÁT
TUR AF
ÖLLUM
VEIÐI-
VÖRUM
20–50%
AFSLÁT
TUR AF
ÖLLUM
SKOTVE
IÐI-
VÖRUM