Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 51
Carlos og Laura höfðu séð snjó áður en þau fluttu hingað enda skíðafólk en þetta voru fyrstu kynni drengjanna af honum. „Þeir urðu strax ægilega spenntir enda jafnast fátt á við að leika sér í snjó þegar maður er krakki. Núna eru þeir jafnan með fyrstu börnum út þegar byrjar að snjóa.“ Piltarnir hafa líka lagað sig að sjávarhit- anum en þeir töldu ekki eftir sér að svamla í Nauthólsvíkinni í fyrrasumar. „Það var mjög fyndið, því á sama tíma sátu börn systur minnar, sem var hér í heimsókn með fjöl- skylduna, á ströndinni – í lopapeysum,“ upp- lýsir Carlos og skellir upp úr. Borða hangikjöt og skyr „Synir mínir lifa orðið alveg eins og Íslend- ingar, sérstaklega Alfonso,“ heldur hann áfram. „Á þorranum í fyrra prófaði hann meira að segja hákarl. Honum fannst hann að vísu ekki góður – en hann smakkaði. Hann er sólginn í hangikjöt, fisk og skyr. Sérstaklega skyr. Íslenskur matur er almennt mjög góður og langi okkur í eitthvað sem minnir meira á Mexíkó, svo sem taco eða tortillur, er lítið mál að ná í það. Það er helst að við söknum ávaxt- anna, framboðið er mun meira þar en hér.“ Jólin á Íslandi eru töluvert frábrugðin því sem synirnir áttu að venjast í Mexíkó, ekki síst fyrir þær sakir að jólasveinarnir eru þrettán en ekki einn. „Sú staðreynd vakti mikla lukku hjá bræðrunum og það er alveg ljóst að þeim verður ekki fækkað aftur sama hvort við munum búa á Íslandi eða annars staðar í framtíðinni,“ segir Carlos kíminn. Hann bætir við að Alfonso og Alex hafi stundum verið svo spenntir fyrir jólin að þeir glaðvöknuðu um miðjar nætur til að kíkja í skóinn. Carlos segir íslenskt samfélag til fyr- irmyndar um margt. „Hér er 100% læsi og menntunarstigið hátt. Því er ekki að heilsa í Mexíkó enda þótt það mjakist í rétta átt. Samfélagsgerðin er almennt sterk, heilbrigð- iskerfið, velferðarkerfið. Hér er mikil velmeg- un og hún hefur aukist frekar en hitt frá því að ég kom hingað fyrst sem drengur. Þrátt fyrir bankahrunið og kreppuna virðist efna- hagur þjóðarinnar heilbrigður í öllum veiga- mestu atriðum og á hægri en öruggri uppleið. Það er alltént minn skilningur. Auðvitað gengu menn of hratt um gleðinnar dyr í góð- ærinu en það gerðu fleiri þjóðir líka.“ Sumarhús í miðri byggð Carlosi þykir Reykjavík hafa stækkað mikið frá því hann kom hingað fyrst á áttunda ára- tugnum, Kópavogur og Hafnarfjörður ekki síður. „Ég man þegar ég var lítill að vinkona mömmu átti sumarhús í Kópavogi, fjarri allri byggð. Hún á þetta hús ennþá en núna er það í bænum miðjum.“ Carlos fann fljótt að hraðinn í Reykjavík er mikill. „Þetta kom mér svolítið á óvart í fyrstu en ég var eigi að síður fljótur að laga mig að hraðanum. Íslendingar eru almennt séð mjög niðursokknir. Ég átti til dæmis von á því að sjá meira af ættingjum mínum. Á móti kemur að ég hef sjálfur verið mjög upp- tekinn í mínu námi. Kannski gefst aðeins meiri tími núna þegar því er lokið.“ Carlos Atli Córdova Geirdal er hæstánægður með dvölina á Íslandi og er heillaður af þekkingunni sem hér hefur byggst upp í orkumálum. Morgunblaðið/RAX Erna Geirdal ásamt börnum sínum fjórum; Raúl Arturo, Ernu Dís Elenu, Alfonso Ara og Carlosi Atla. Erna hefur búið meira og minna í Mexíkó í hálfa öld. lofti. Ísland hefur hagað sínum orkumálum á afar skynsamlegan veg undanfarna áratugi og hér hefur orðið til yfirburðaþekking á end- urnýjanlegri orku sem miðlað hefur verið víða. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi þekking gæti komið að gagni í Mexíkó og í Suður-Ameríku enda þótt erfitt gæti orðið að mæta orkuþörfinni alfarið með þeim hætti. En einhvers staðar verður að byrja. Það yrði gaman að taka þátt í útflutningsverkefni af þessum toga, möguleikar Íslands er miklir í útflutningi á orkuþekkingu.“ Myrkrið erfiðast Eitt er að koma í heimsóknir til Íslands, ann- að að búa hérna allt árið um kring. Spurður hverju hafi verið erfiðast að aðlagast nefnir Carlos myrkrið. „Það er svakalegt myrkur hérna á veturna, það hefur tekið tíma að venjast því. Veðrið er minna mál, alla vega fyrir mig. Maður þarf bara að klæða sig vel! Auðvitað er miklu kaldara hér en í Mexíkó, við bjuggum meira að segja síðustu árin í Cu- ernavaca, Borg hins eilífa vors,“ segir Carlos og brosir. „Á móti kemur að það væri synd að segja að veturinn hérna á suðvesturhorninu væri harður, það snjóar varla og hiti fer sjald- an undir frostmarkið.“ 3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 REYST er samstarfsvettvangur Há- skólans í Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og Íslenskra Orkurann- sókna um framhaldsnám á sviði sjálfbærrar orkunýtingar. Um er að ræða 18 mánaða meistaranám við HR þar sem nemendur fá breiða sýn á þau viðfangsefni sem snúa að sjálfbærni í orkumálum, auk þess að fást við afmarkaðari verkefni af meiri dýpt. Námið er ætlað nem- endum með fjölbreyttan bakgrunn, en tvær meginlínur eru í náminu, annars vegar tæknilína fyrir þá sem sækjast eftir verkfræðigráðu en hins vegar almenn lína fyrir þá sem vilja leggja meiri áherslu á viðskipti eða umhverfismál, að sögn Ágústs Valfells, forstöðumanns námsins. Mikil áhersla er lögð á að nem- endur öðlist þá færni að geta leyst margþætt vandamál sem krefjast samstarfs fólks með mismunandi sérfræðiþekkingu. Fyrsta árið sækja nemendur námskeið þar sem þeir njóta leiðsagnar margra sér- fræðinga úr atvinnulífi og háskól- anum, en að því loknu tekur við meistaraverkefni. Nám hófst við REYST haustið 2008 og hafa að meðaltali útskrif- ast 7 meistaranemar úr hverjum árgangi. Alþjóðlegur nem- endahópur setur svip sinn á námið, en um helmingur nemenda er er- lendur með fulltrúa frá öllum byggðum heimsálfum. Fyrir vikið fær námið á sig alþjóðlegan blæ og útskrifaðir nemendur mynda tengslanet um allan heim. Við- fangsefni meistaraverkefna eru líka mjög fjölþætt, t.d. nýting kast- varma í álveri, greining á hag- kvæmni kolefnisbindingar í bergi, innleiðing rafbíla, og nýting jarð- hitavökva í yfirmarksástandi. Nám með alþjóðlegum blæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.