Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 1

Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  65. tölublað  101. árgangur  MÚSÍKTILRAUNIR NÚ HALDNAR Í 31. SINN CANTONA STYRKIR FÁTÆKA BESTI LEIKMAÐUR- INN VINNUR Á FRYSTITOGARA BÍLAR MISSIR AF LEIKJUM ÍÞRÓTTIRHLJÓMSVEITAKEPPNI 38 Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Birgir Ármannsson og Ögmundur Jónasson ræða saman á Alþingi í gær.  Engin niðurstaða varð um þing- lok á fundi þingflokksformanna með forseta Alþingis í gærkvöldi. Þetta staðfestu bæði Illugi Gunn- arsson, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við blaðamann í gærkvöldi. Þingfundur átti að standa til miðnættis og hefj- ast að nýju klukkan hálfellefu í dag. Umræður um stjórnarskrármálið stóðu yfir frá því um tvöleytið í gær þangað til þingfundi var slitið. »4 Ekkert nýtt á fundi þingflokksformanna í gærkvöldi Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Meginástæðan fyrir fjárhagserfið- leikunum er sú að lagt var af stað með ákveðna nýtingu á húsnæðinu, sem gekk ekki eftir. Auk þess er um verð- tryggð lán að ræða sem hafa hækkað mikið frá hruni, eins og allir sem skulda verðtryggð lán hafa upplifað,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri þriggja fasteignafélaga á Bifröst, sem skulda Íbúðalánasjóði um fjóra milljarða vegna 280 náms- mannaíbúða og -herbergja. Samkomulag hefur náðst á milli fé- laganna þriggja, Kiðár ehf., Vikrafells ehf. og Sölfells ehf., og Íbúðalána- sjóðs um fjárhagslega endurskipu- lagningu félaganna og verða þau sam- einuð í eitt. Samkomulagið hefur þó ekki verið endanlega staðfest því fyrst þarf að fá samþykki hjá velferð- arráðuneyti, fjármálaráðuneyti og Ríkisendurskoðun. Færri nemendur komu í skólann Bryndís Hlöðversdóttir, fráfarandi rektor háskólans á Bifröst, segir að lánshlutfall íbúðanna sé hátt. „Þegar aðsóknin í skólann dróst saman varð ekki full nýting á nemendagörðum,“ segir hún en færri nemendur hafi haf- ið nám við skólann eftir hrun en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Bryndís bendir á að önnur félög sem eiga og reka nem- endagarða hafi glímt við fjárhags- vanda. Hún segir að rekstrarfélögin þrjú séu sjálfstæð og fjárhagsstaða þeirra komi ekki niður á skólanum. Skólinn sjálfur sé ekki í fjárhagsvandræðum og rekstur gangi ágætlega. Áfram er gert ráð fyrir að stærstur hluti íbúðanna verði nýttur af nem- endum og starfsmönnum skólans en hluti er nýttur undir hótelstarfsemi. Skulda fjóra milljarða í nemendaíbúðum á Bifröst  Standa í viðræðum við Íbúðalánasjóð  Kemur ekki niður á rekstri skólans Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bifröst Íbúðir skuldum vafðar.  Fjármálaráð- herrar evruríkj- anna lögðu til í gærkvöldi að skattur á inni- stæður á Kýpur sem eru undir 100.000 evrum, 16,3 milljónum króna, yrði lækkaður í kjölfar gagnrýni á skilmála neyð- arláns. Samkvæmt heimildum AFP- fréttastofunnar vilja ráðherrarnir að enginn skattur verði lagður á upphæðir undir þessari fjárhæð. Í staðinn verði skattur á hærri inni- stæður hækkaður til að tryggja að tekjurnar verði þær sömu. »20 Vilja að skattur verði lækkaður Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Reynslan af norðurljósaspám Veðurstofunnar er góð og bæði íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og erlendir ferðamenn notfæra sér þær til að skipu- leggja skoðunarferðir. „Þetta hefur fallið í góðan jarðveg og það hef- ur komið okkur á óvart hvað það er mikið sótt í þessar spár. Við höfum fengið mjög góð við- brögð frá ferðaþjónustufólki. Það og umbjóð- endur þess nota þetta greinilega,“ segir Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofunnar, um norðurljósaspárnar sem stofnunin hóf að birta í október í fyrra. Hann segir spárnar á meðal mest sóttu undirsíðna veður.is og að meira sé sótt í ensku útgáfuna en þá íslensku. „Aðsóknin að enska hlutanum hefur aukist jafnt og þétt þannig að erlendir ferðamenn virðast nota spárnar mikið til að skipuleggja ferðir sínar.“ Norðurljósaspáin er í raun tvíþætt. Annars vegar er sagt fyrir um virkni þeirra og hins veg- ar hvernig skýjafar verði og þar með aðstæður til að berja ljósin augum. Þórarinn Þór, markaðsstjóri kynnisferða, seg- ir að ferðamenn sæki í auknum mæli í ferðir til þess að sjá norðurljósin. „Fólk upplifir þetta nokkuð svipað og að vera í stórum hópi á flug- eldasýningu. Það myndast ofsalega mikil stemn- ing og hróp og köll þegar ljósin birtast.“ »6 Hróp og köll þegar ljósin birtast  Spár Veðurstofunnar um aðstæður til að sjá norðurljósin hafa reynst vel Morgunblaðið/Sigurður Ægisson „Ég hef það á til- finningunni að við séum hætt að skrapa botninn og leiðin liggi nú upp á við. Hér er verið að byggja dvalar- heimili og í Flug- stöð Leifs Eiríks- sonar eru verkefni í gangi. Það eru framkvæmdir í Helguvík, þótt óverulegar séu. Þetta hefur allt sitt að segja þótt lítið sé. Það er gullgrafaraæði í ferðaþjónust- unni,“ segir Kristján G. Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis. Um 9% félagsmanna VSFK eru nú at- vinnulaus en voru 25% 2011. »6 Hættir að skrapa botninn Kristján G. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.