Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
VEIÐIMÁLASTOFNUN
Veiðinýting • Lífríki í ám og vötnum • Rannsóknir • Ráðgjöf
Ársfundur Veiðimálastofnunar 2013
Verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2013
í Bíósal, Hótel Natura
Dagskrá:
14:00 Fundur settur
14:05 Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra
Svandís Svavarsdóttir
14:20 Yfirlit um starfsemi Veiðimálastofnunar.
Sigurður Guðjónsson
14:35 Staða íslenska laxins
Guðni Guðbergsson og Sigurður Már Einarsson
15:05 Kaffihlé
15:20 Staða vistkerfis og stofna uppsjávarfiska
(kolmunni, síld, makríll og lax) í Norður-Atlantshafi
Effects of marine ecosystems status for regional long
and short term trends in the size and structure of the
salmon runs around the northern Atlantic
Jens Christian Holst
16:20 Umræður
17:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Sveinbjörn Eyjólfsson
Allt áhugafólk velkomið
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Hér hafa sprottið upp bílaleigur
eins og gorkúlur. Svo fer fiskeldið
vonandi að fara í gang á Suðurnesj-
um. Þannig að það er allt annað hljóð
í mönnum á Suðurnesjum en var,“
segir Kristján G. Gunnarsson, for-
maður Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis, um jákvæð
áhrif af auknum ferðamannastraumi
á atvinnuframboð á Suðurnesjum.
„Ég hef það á tilfinningunni að við
séum hætt að skrapa botninn og leið-
in liggi nú upp á við. Hér er verið að
byggja dvalarheimili og í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar er verkefni í gangi.
Það eru framkvæmdir í Helguvík,
þótt óverulegar séu. Þetta hefur allt
sitt að segja þótt lítið sé. Það er gull-
grafaraæði í ferðaþjónustunni. Þar
eru menn að hrópa á starfsfólk, bíl-
stjóra og aðra sem þörf er á,“ segir
Kristján og nefnir að fólki hafi einnig
boðist vinna í sjávarútvegi.
Um 9% félagsmanna í VSFK eru
nú atvinnulaus en atvinnuleysið í fé-
laginu fór mest í 25% á árið 2011.
Talan fer lækkandi
„Talan er óðum að lækka,“ segir
Kristján sem telur aðspurður raun-
hæft að atvinnuleysið í félaginu fari
undir 5% í sumar og haust þegar
ferðamannatímabilið nær hámarki.
Kristján heldur áfram og segir
verkefnið Liðsstyrk hafa útvegað
mörgum atvinnulausum störf. At-
vinnuframboðið sé hægt og bítandi
að breytast eftir áföllin sem brott-
hvarf hersins 2006 og hrunið 2008
reyndust Suðurnesjamönnum.
„Ég horfi vonaraugum til fram-
kvæmda í Helguvík. Þær munu hafa
mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á
svæðinu. En ég held að ekkert muni
gerast í málinu fyrr en eftir þing-
kosningarnar,“ segir Kristján.
Guðbrandur Einarsson, formaður
Verslunarmanna-
félags Suður-
nesja. Ferðaþjón-
ustan hafi reynst
gríðarleg lyfti-
stöng fyrir svæð-
ið.
„Það er gríðar-
legur vöxtur í
flugtengdri starf-
semi á flugvallar-
svæðinu. Okkar
félagsmenn nota góðs af því. Það er
svo margháttuð starfsemi við flug-
völlinn. Það hefur aldrei verið eins
mikil eftirspurn eftir fólki yfir
sumarmánuðina og sumarið 2013.
Það er því bjart framundan, að
minnsta kosti yfir sumarið. Ferða-
mannatímabilið er alltaf að lengjast
og það sem áður var sumarafleysing
er nú farið að vara frá mars/apríl og
fram í október,“ segir Guðbrandur
og tekur fram að þótt greina megi
batamerki í atvinnumálum á svæðinu
séu erfiðleikarnir ekki að baki.
Verslunum lokað
Til marks um það hafi fjórar versl-
anir í Reykjanesbæ lagt upp laupana
á síðustu mánuðum.
Spurður hvernig gangurinn sé í
öðrum geirum en ferðaþjónustunni
sagðist Guðbrandur nýkominn af
stjórnarfundi í VS, sem haldinn var í
aðdraganda aðalfundar, og þar hefði
komið fram að tekjur félagsins væru
að aukast umfram launabreytingar.
Félagsmönnum væri aftur tekið að
fjölga. Þeir voru 950 í haust en eru nú
á milli 1.100 og 1.200. „Ástandið hef-
ur verið erfitt og það hefur tekið í. En
nú eru hlutirnir á uppleið,“ segir
Guðbrandur.
Eins og sjá má á grafinu hér fyrir
ofan tók Suðurnesjamönnum aftur að
fjölga á árinu sem leið.
Spurður hvort mestu erfiðleikarn-
ir séu að baki í atvinnulífi Suðurnesja
segist Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, hafa góðar vonir
um það en bendir á mikinn brott-
flutning frá landshlutanum.
Dulið atvinnuleysi á svæðinu
Þannig hafi um 1.800 manns flutt
frá Suðurnesjum til útlanda árin 2009
til 2012.
„Það er ljóst að einhverjir koma
aftur en það er erfitt að vita hverjir
það eru. Þegar brottfluttir umfram
aðflutta eru skoðaðir standa vel á
sjötta hundrað manns eftir. Við vit-
um að þarna fór mikið af ungu fólki á
vinnualdri til útlanda, til dæmis iðn-
aðarmenn. Í þeim hópi var þó meira
um einstaklinga. Þetta er eitt af því
sem þarf að horfast í augu við. Það
má því segja að hér á Suðurnesjum
sé dulið atvinnuleysi.
Fólk sem bjargaði sér með því að
leita annað kemur ekki fram á at-
vinnuleysisskrá,“ segir Árni, sem
nefnir einnig að um 440 manns hafi
þegið fjárhagsaðstoð frá Reykja-
nesbæ um áramótin. Það sé um 60%
aukning frá 2009.
„Þarna er um að ræða einstaklinga
sem eru ekki á atvinnuleysisskrá en
hafa þurft að segja sig á bæinn. Síðan
er hópurinn sem er enn á atvinnu-
leysisskrá og þar hefur orðið fækk-
un. Þegar allt þetta er lagt saman er
staðan erfið. En um leið eygjum við
von í þeim tækifærum sem hafa verið
að koma upp í kringum ferðaþjón-
ustuna. Það er lítið annað að gerast.
Það verður að viðurkennast. En við
eigum von til að úr rætist,“ segir Árni
sem telur raunhæft að atvinnuleysi
verði 2-3% þegar framkvæmdir við
álver í Helguvík fari á fullt og skapi
um 2.000 störf. Þá séu mikil tækifæri
á Ásbrú.
Störfum fjölgar suður með sjó
Atvinnuleysi á Suðurnesjum
Heimild: Vinnumálastofnun, Hagstofa Íslands *Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar.
Hlutfall atvinnulausra
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
0,7 1,1
2,5
4,0
3,4
2,3 2,1 2,5
3,7
12,8 13,1
12,3
9,7
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
22.000
21.000
20.000
19.000
18.000
17.000
16.000
20
00
20
02
20
04
20
06
20
08
20
10
20
12
Meðalfjöldi atvinnulausra á mánuði
Íbúafjöldi á Suðurnesjum*
57
16.106
1.056
21.242
Ferðaþjónustan reynist lyftistöng
Bæjarstjóri segir stöðuna enn erfiða
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Gullnáma Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamönnum fjölgar stöðugt.
Guðbrandur
Einarsson
Árni
Sigfússon
Kristján
Gunnarsson
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Það hefur verið ofsalega mikil að-
sókn í þessar norðurljósaferðir og
gríðarleg aukning á síðustu tveim-
ur til þremur árum,“ segir Þór-
arinn Þór, markaðsstjóri Kynn-
isferða, sem standa meðal annars
fyrir norðurljósaferðum fyrir er-
lenda ferðamenn.
Ástæðuna fyrir þessari auknu að-
sókn segir hann meðal annars vera
að erlendir fjölmiðlar hafi byrjað
að fjalla um aukna norðurljósa-
virkni almennt. Íslendingar hafi
ásamt öðrum þjóðum á norður-
slóðum stokkið til og markaðssett
norðurljósaferðir markvisst.
Kynnisferðir fóru með stóran
hóp erlendra ferðamanna út á
Vatnsleysuströnd á sunnudags-
kvöld til að njóta norðurljósadýrð-
arinnar sem þá var. Þórarinn segir
merkilegt að fylgjast með við-
brögðum ferðamannanna.
„Fólk upplifir þetta nokkuð svip-
að og að vera í stórum hópi á flug-
eldasýningu. Það myndast ofsalega
mikil stemning og hróp og köll þeg-
ar ljósin birtast,“ segir hann.
Fyrirtækið styðst eins og aðrir
mikið við norðurljósaspár sem Veð-
urstofan hóf að birta í október og
hafa þær nýst vel að mati hans. Áð-
ur hafi menn safnað upplýsingum
um líkur á að sjá norðurljós úr
nokkrum mismunandi áttum en
Veðurstofan hafi búið til þægilegt
aðgengi að þeim gögnum á einum
stað sem auðveldi vinnu fyrirtæk-
isins. Yfirleitt sé hægt að reiða sig á
spárnar.
Erfitt að spá um hámarkið
Spár um virkni norðurljósa eru
ekki hárnákvæm vísindi eins og
sýndi sig meðal annars um helgina.
Þannig hafði því verið spáð að mikil
norðurljósavirkni yrði og að há-
mark hennar yrði á laugardags-
kvöld. Að sögn Ingvars Krist-
inssonar, þróunarstjóra Veður-
stofunnar, hófst virknin þó ekki
fyrr en á sunnudagsmorgun.
„Það er klárt að það er hægt að
spá um norðurljósavirkni en það
virðist vera nokkuð erfitt að segja
fyrir hvenær mesta virknin verð-
ur,“ segir hann.
Eins og á flugeldasýningu
þegar norðurljósin birtast
Ferðaþjónustufyrirtæki nota norðurljósaspár Veðurstofu
Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Grænn himinn Mikil virkni var í norðurljósunum á sunnudagskvöld í kjölfar
kórónugoss í sólinni á föstudag og var skýjafar hagstætt til að skoða þau.