Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Enn situr sá hópur á þingi semað eigin sögn átti að hefja það til vegs og virðingar á ný.    Hafa sumirinnan- búðarmenn reyndar sagst standa að þeirri viðreisn þingsins í um- boði þess hóps sem grýtti það og ataði út vorið 2009.    Sé það rétt er líklegt að umbjóð-endur telji að vel hafi tekist til, því sjálfir náðu þeir ekki til innra starfs þingsins.    Þar inni eru menn sem segjastvera með nýja stjórnarskrá í höndunum, plagg sem þeir sömu taka fram að hafi ekki verið til í endanlegri mynd fyrr en fyrir hálf- um mánuði. Samt vilja þeir fá að af- greiða það í snarkasti.    Svo eru aðrir sem lagt hafa framtillögu um bráðabirgðaákvæði við stjórnarskrána, sem standa skal til hliðar við aðalákvæði hennar, sem heimili að næstu fjögur árin megi breyta henni sjálfri með nýj- um hætti. Það skal líka afgreiða í snarhasti.    Og svo koma þeir sem gangalengst í endurreisn þingsins. Þeir flytja stjórnarskrána nýju í heild sem breytingartillögu við til- lögu að ákvæði til bráðabirgða, sem áður var nefnt.    Einn var að smíða ausutetur,annar hjá honum sat. Sá þriðji kom og bætt’i um betur, boraði á hana gat.    Svona á að fara að því að eflasóma og virðingu þingsins. Enn versnar vont STAKSTEINAR Nokkur loðnuskipanna eru búin með kvóta sína, en mörg eiga eftir að ná eins og einum farmi. Skipin reyndu fyrir sér út af Vestfjörðum á sunnu- dag og fékk eitt þeirra um 400 tonn, en aðeins karlloðnu úr vestangöng- unni. Hin eftirsótta hrognafulla kvenloðna fannst ekki á þessum slóðum og í gærmorgun brunuðu skipin hvert af öðru fyrir Látrabjarg til leitar í Breiðafirði. Þar var um tugur skipa að veiðum síðdegis í gær. Ljóst er að lokahljóð er komið í áhafnir skipanna og loðnan ýmist hrygnd eða komin fast að hrygn- ingu. Ekki er ólíklegt að mikið verði siglt næstu daga til að ná síðustu tonnunum. Kvóti íslenskra skipa er rúmlega 460 þúsund tonn á vertíð- inni og er búið að veiða yfir 420 þús- und tonn. Spáð er norðan- og norð- austanáttum næstu daga, en menn vonast eigi að síður til að vinnuveður verði inni á Breiðafirði. Rólegt á kolmunna Upp úr páskum má ætla að stór hluti uppsjávarflotans haldi til kol- munnaveiða. Eitt íslenskt skip er reyndar byrjað og kom Jón Kjart- ansson SU 111 til Eskifjarðar á sunnudag með tæplega þúsund tonn eftir tíu daga túr á kolmunnamið vestur af Írlandi. Fannst mönnum heldur rólegt yfir veiðiskapnum. aij@mbl.is Mikið siglt til að ná síðustu tonnunum  Loðnan ýmist hrygnd eða komin fast að hrygningu  Á kolmunna eftir páska Ljósmynd/Börkur Kjartansson Vertíð Að veiðum við Snæfellsnes. Orkustofnun hefur veitt Stolt Sea Farm nýtingarleyfi á jarðsjó til fiskeldis úr borholum sem stað- settar eru við fyrirhugaða fiskeld- isstöð félagsins í landi HS Orku hf. Leyfið felur í sér heimild til handa leyfishafa til að nýta jarðsjó- inn á leyfistímanum í því magni og með þeim skilmálum sem tilgreind- ir eru í leyfinu og lögum um rann- sóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Leyfi til 30 ára Gildistími leyfisins er frá 15. mars 2013 til 15. mars 2043, heimilt er að framlengja leyfið til 15 ára í senn nema forsendur þess hafi breyst og sýnt sé fram á að óbreytt nýting hafi skaðleg áhrif á auð- lindina eða nærliggjandi grunnvatn, eins og segir í frétt á heimasíðu Orkustofnunar. Leyfishafa er heimilt að nýta allt að 2.000 l/s af jarðsjó á tilgreindu svæði en skal við framkvæmdir og nýtingu á sínum vegum taka tillit til og hafa samráð við aðila sem stunda nýtingu í nágrenni nýtingarsvæðisins. Við mat á umsókninni óskaði Orkustofnun umsagnar Umhverfis- stofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Reykjanesbæjar. Einnig var leitað umsagnar jarðeiganda. Leyfi til að nýta jarðsjó til fiskeldis lÍs en ku ALPARNIR s Bakpokar – mikið úrval Summit 50+10 - Verð kr. 19.995 TILBOÐSVERÐ 15.996,- Panther 65 - Verð kr. 29.995 TILBOÐSVERÐ 19.995,- Panther 65F - Verð kr. 29.995 TILBOÐSVERÐ 19.995,- Alpiniste 35+10 - Verð kr. 25.995 TILBOÐSVERÐ 17.996,- Frábærar fermingargjafir – góð gæ ði betra verð Svefnpokar Grár – Kuldaþol -19°, Þyngd 1,7 kg Easy Camp Devil 300 Verð kr. 11.995 TILBOÐSVERÐ 8.996,- Bleikur – Kuldaþol -12°, Þyngd 2,2 kg SprayWay Challenger 350W Verð kr. 15.995 TILBOÐSVERÐ 10.996,- Rauður – Kuldaþol -8°, Þyngd 2 kg SprayWay Challenger 250 Verð kr. 13.995 TILBOÐSVERÐ 9.996,- ZAJO Montana Tjöld Vatnsheldni 3.000mm, þyngd 2,6 og 3,2 kg 2 manna - Verð kr. 19.995 TILBOÐSVERÐ 15.996,- 3 manna - Verð kr. 23.995 TILBOÐSVERÐ 18.996,- www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 | KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 | FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 Veður víða um heim 18.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 heiðskírt Bolungarvík 0 léttskýjað Akureyri -3 alskýjað Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað Vestmannaeyjar 2 heiðskírt Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló -1 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur -5 snjókoma Helsinki -7 snjókoma Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 5 skýjað Glasgow 2 skýjað London 6 skýjað París 6 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg -1 skýjað Berlín 0 snjókoma Vín 0 snjókoma Moskva -3 snjókoma Algarve 13 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 skúrir Aþena 11 súld Winnipeg -11 snjóél Montreal -3 alskýjað New York 1 heiðskírt Chicago -1 frostrigning Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:31 19:41 ÍSAFJÖRÐUR 7:36 19:46 SIGLUFJÖRÐUR 7:19 19:29 DJÚPIVOGUR 7:01 19:10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.