Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
bróður. Þeir voru miklir vinir og
fóru þeir í ófáa bíltúrana saman.
Einnig var afi tíður gestur hjá
Didda eftir að hann flutti á
Barðastaði þar sem þeir fé-
lagarnir sátu saman og spjöll-
uðu.
Eftir að amma og afi fluttu í
Miðleitið þá reyndi ég að koma
þangað reglulega. Mér er sér-
staklega minnisstæður einn
laugardagur fyrir um einu og
hálfu ári síðan þar sem við afi
sátum í Miðleitinu, skoðuðum
gamlar myndir og hann sagði
mér frá námsárunum í Kaup-
mannahöfn, sem voru ansi
skrautleg.
Afa þótti ekki leiðinlegt að
fara í bíltúra og rúntuðu þau
amma um borg og sveitir með
okkur barnabörnin í aftursætinu.
Síðustu ár voru þau amma yf-
irleitt tvö á ferð og gátu þessir
bíltúrar oft endað ansi skraut-
lega. Allt frá því að sitja föst upp
á miðju hringtorgi – yfir í það að
kaupa hátískufatnað í bílastæða-
kjallaranum í Kringlunni. Það
þarf varla að taka það fram að
amma var ekki með í þeirri ferð.
Góðar minningar um hjarta-
hlýjan afa og mikinn húmorista
geymi ég. Kveðjustundin er erfið
og söknuðurinn mikill en ég veit
að afi var hvíldinni feginn.
Guðmundur Friðgeirsson.
Þegar við minnumst Andrésar
afa hugsum við til hans sem ynd-
islegs og góðhjartaðs manns.
Hann var alltaf góður við alla og
vildi ekki að neinn skorti neitt.
Afi sagði yfirleitt alltaf eitthvað
sem maður tók með sér og hugs-
aði um síðar. „Þetta reddast allt-
af einhvern veginn,“ sagði hann
oft. Hann vildi alltaf vita allt um
hvað við værum að aðhafast og
spurði oft hvernig gengi í skól-
anum, fluginu eða hverju því
sem við vorum að gera og vildi
þá fá að heyra alla söguna.
Afi var alltaf ungur í anda og
inni í öllu sem var að gerast í
kringum hann. Stundum vissi
hann jafnvel betur hvað var að
gerast í slúðurblöðunum en við
unga fólkið.
Mér er það minnisstætt fyrir
nokkrum árum þegar Rob mað-
urinn minn var að byrja að vinna
í Louis Vuitton. Þá var afi ekki
lengi að taka eftir því að einhver
stjarna í slúðurblaði hefði verið
með Louis Vuitton-tösku. Ég
man líka, þegar við vorum í námi
í New York, hvað mér þótti vænt
um þegar afi sendi mér úrklippu
úr blaðinu með grein um íslensk-
an hönnuð sem væri í New York
og handskrifað bréf með þar sem
hann hafði hugsað til okkar og
datt í hug að við hefðum áhuga á
að lesa þessa grein. Afi virtist
alltaf vera með allt á hreinu og
fróður um allt milli himins og
jarðar.
Afi var með mjög skemmti-
lega kímnigáfu og það er hægt
að rifja upp margar góðar sögur
af honum. Það er ein saga sem
okkur finnst sérstaklega lýsandi
fyrir hann. Afi var mikið fyrir að
fara í bíltúra með ömmu og hafði
gaman af því að keyra um. Við
Heiðrún og fjölskylda búum í
Borgarfirðinum. Þetta var á síð-
asta ári og hafði pabbi gefið það í
skyn að það gæti orðið erfitt að
fá afa og ömmu í heimsókn
vegna þess að þau væru ekki
heilsuhraust og færu ekki í lang-
ar ferðir. Einn sunnudagseftir-
miðdaginn fengum við óvænt
símtal. Afi var í símanum og
sagði að þau hefðu ákveðið að
skella sér í bíltúr í góða veðrinu.
Þau voru mætt á Mýrarnar og
voru búin að leita að húsinu okk-
ar, en bara vitlausum megin við
Langána. Ég var með afa á lín-
unni og vísaði þeim veginn að
húsinu. Þau komu inn og fengu
sér kaffi og vöfflur og skoðuðu
húsið okkar. Við spjölluðum um
daginn og veginn og áttum ynd-
islegan eftirmiðdag með þeim.
Síðan stóð amma upp og sagði að
það væri tími til kominn að fara
aftur í bæinn. Þá sagði afi og var
ekki lengi að hugsa: „Gengur
ekki strætó upp í Borgarfjörð.“
Amma dreif sig út í bíl og hvísl-
aði afi þá: „Það er eins gott að
gera það sem hún segir.“ Svona
var afi, alltaf léttur og kátur og
gerði grín að hlutunum.
Við söknum afa sárt.
Róbert, Kristín, Anna
Björk og Óli Skúli.
Látinn er mágur minn, Andr-
és Guðmundsson, eftir nokkuð
langt veikindastríð, tæplega 91
árs gamall.
Hann Andrés var einstaklega
ljúfur og skemmtilegur maður,
fyndinn og hrókur alls fagnaðar.
Hann var drengur góður og
þakka ber umhyggju þá er hann
sýndi foreldrum okkar systra.
Andrés var lánsamur í lífinu.
Honum auðnaðist að læra það
sem hann hafði áhuga á og starfa
við það. Hann eignaðist góða
konu og saman farnaðist þeim
vel. Þau eignuðust fjögur ynd-
isleg börn, ellefu barnabörn og
stóran hóp eiga þau af barna-
barnabörnum.
Ég var þrettán ára unglingur
er Andrés kom inn í fjölskyldu
mína svo samtíð okkar var orðin
löng og ánægjurík, síðar urðu
þeir hinir mestu mátar, eigin-
maður minn heitinn og Andrés.
Hann Andrés átti fjóra bræð-
ur og var sérstaklega kært með
þeim. Nú eru þeir allir látnir.
Blessuð sé minning þeirra.
Andrés og Kiddý hófu sinn
búskap í Reykjavík og þar fædd-
ust þeim börnin Örn og Guð-
björg. Andrés vann þá í Ingólfs-
apóteki.
Síðar fluttu þau til Neskaup-
staðar, þar sem þau bjuggu í níu
ár og þar fæddust Inga Lóa og
Magnús, þvílík hamingja.
Árið 1963 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur er Andrés fékk út-
hlutað apótek í Háaleitishverfi.
Hann Andrés var mikill heim-
ilismaður, elskaði konuna sína
umfram allt og börnin sín fjögur.
Ég þakka Andrési samfylgd-
ina og bið Guð að blessa sálu
hans.
Hjartans kveðjur eru frá Bíbí
og Erlu og fjölskyldum þeirra.
Ég og börnin mín, Guðmund-
ur, Auður og Guðbjörg, sendum
Kiddý systur minni og allri
hennar fjölskyldu samúðarkveðj-
ur með þessu yndislega versi:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hrafnhildur Magnúsdóttir.
Andrés Hafliði Guðmundsson
föðurbróðir okkar lést á Land-
spítalanum sunnudaginn 10.
mars sl. eftir erfið veikindi.
Hann var einn fimm Reykja-
bræðra, sem kenndir voru við
æskuheimilið, Suður-Reyki í
Mosfellssveit. Hann er sá síðasti
þeirra sem kveður.
Nú eru þeir allir horfnir af
sjónarsviðinu þessir stóru og
sterku menn og ný kynslóð hefur
tekið við. Það er ekki auðvelt að
taka við keflinu úr höndum
svona stórbrotinna karaktera og
við finnum fyrir umkomuleysi
okkar. En við viljum þakka fyrir
að hafa fengið að njóta samvista
við þá – ekki síst við Andrés.
Hann var einstaklega ljúfur per-
sónuleiki, svo trygglyndur, ætt-
rækinn og gjafmildur auk þess
að vera bráðskemmtilegur húm-
oristi. Allra þessara kosta nutum
við Reykjasystur í ríkum mæli.
Við bræðradæturnar, átta tals-
ins, höfum að gamni kallað okk-
ur Reykjasystur, svona í stíl við
viðurnefni feðra okkar. Við höf-
um haldið hópinn um árabil og
brallað saman margt skondið og
skemmtilegt bæði innanlands og
utan. Sérstaklega minnisstæðar
eru sumarbústaðaferðir í Gríms-
nesið, í bústað fjölskyldu Andr-
ésar, þar sem gestrisni og höfð-
ingsskapur hans og Kiddýjar
konu hans réðu ríkjum. Reykja-
systur nutu gjafmildi þeirra á
margan hátt og við ýmis tæki-
færi og er hér með þakkað fyrir
það.
Andrés var mjög músíkalskur
og hafði gaman af að syngja, eins
og þeir allir bræðurnir. Uppá-
haldslagið þeirra var „Eyja
stendur upp úr sjó“. Það var
fastur liður að þeir bræður
stilltu sér upp og sungu þetta lag
þegar fjölskyldan kom saman og
mjög magnað að hlusta og horfa
á þá taka lagið. Andrés var líka
djassgeggjari og söng gjarnan
ýmsa Glen Miller-slagara þegar
hann var í stuði og tók þá oft
nokkur steppspor í leiðinni.
Það var eftirminnilegt þegar
hann tók „Chattanooga choo
choo“ og „A Tisket, A Tasket“
með tilheyrandi sveiflu.
Nú sjáum við fyrir okkur þeg-
ar Reykjabræður fagna Andrési
bróður sínum. Þeir stilla sér upp
og syngja saman „Eyja stendur
upp úr sjó“.
Reykjasystur þakka Andrési
frænda fyrir alla hugulsemi,
væntumþykju og skemmtun í
gegnum árin. Jafnframt sendum
við hjartans samúðarkveðjur til
Kiddýjar, barna þeirra og fjöl-
skyldunnar allrar.
F.h. Reykjasystra,
Ingibjörg P. og Helga Jóns.
Góður maður er genginn. Lát-
inn er föðurbróður minn, Andrés
Hafliði Guðmundsson frá Reykj-
um í Mosfellssveit. Andrés er
seinastur fimm bræðra sem
kenndir eru við Reyki til að
kveðja þennan heim. Elstur var
faðir minn Pétur skipstjóri, þá
Jón bóndi, síðan var Andrés í
miðjunni og yngri voru Sveinn
garðyrkjubóndi og Þórður vél-
stjóri. Þessi stóru menn settu
óhjákvæmilega svip á umhverfi
sitt þegar þeir voru og hétu og
það gustaði af þeim. Andrés var
oftast talinn prúðastur þeirra
bræðra, enda mikill ljúflingur
sem vildi öllum vel. Húmoristi af
Guðs náð og kunni svo sannar-
lega að segja sögur, músíkalskur
og lagviss með afbrigðum og
kunni alla texta utan að. Honum
þótti vænt um sveitina sína og
Reyki, var ræktarsamur við
skyldfólk sitt nær og fjær og
nutum við frændsystkinin oftar
en ekki örlætis hans og greið-
vikni þegar eitthvað bjátaði á.
Andrés var lyfjafræðingur að
mennt og rak apótek um áratuga
skeið, fyrst í Neskaupstað og
síðan Háaleitisapótek í Reykja-
vík og fórst það vel úr hendi og
reksturinn gekk vel. Mikill vin-
skapur var alla tíð með foreldr-
um mínum og Andrési og konu
hans Kiddý, sem á sínum fyrstu
búskaparárum bjuggu austur í
Neskaupstað þegar hann var
með apótekið þar. Það var því oft
fjörugt í Granaskjóli þegar þau
hjónin komu í bæinn með krakk-
ana sína fjóra. Hinir bræðurnir
kíktu þá gjarnan í heimsókn og
það var mikið hlegið þegar þeir
náðu sér á strik í frásagnarlist-
inni og lét Andrés ekki sitt eftir
liggja í þeim efnum. Þeir tóku
gjarnan lagið, enda voru þeir
bræður allir miklir söngmenn og
alltaf sungu þeir uppáhaldslag
föður þeirra, Guðmundar Jóns-
sonar skipstjóra „Eyja stendur
upp úr sjó“ þannig að undir tók í
Vesturbænum. Við systkinin úr
Granaskjóli, Siggi, Bimba og
undirritaður hugsum með þakk-
læti til þessara góðu tíma. Andr-
és og Kiddý sýndu einnig for-
eldrum okkar alla tíð einstaka
ræktarsemi, sérstaklega eftir að
heilsan fór að gefa sig hjá þeim,
og eftir að móðir okkar var kom-
in á Hrafnistu leið varla sú vika
að þau kíktu ekki til hennar og
fyrir það þökkum við systkinin í
dag. Í einkalífinu var Andrés
gæfumaður, farsæll í starfi sínu
sem lyfjafræðingur, átti góða og
skemmtilega konu og glæsilega
afkomendur, sem nú kveðja
elskulegan eiginmann, föður, afa
og langafa og eru þeim og ást-
vinum öllum sendar innilegar
samúðarkveðjur, með bæn um
styrk á erfiðri stund. Að leið-
arlokum eins og nú leitar hug-
urinn gjarnan til baka og þá sé
ég Andrés fyrir mér á góðri
stundu segjandi sögur af sjálfum
sér og öðrum, skellihlæjandi og
hrókur alls fagnaðar. Þannig
mun ég geyma í huga mínum
minninguna um frænda minn og
þakka forsjóninni fyrir að hafa
fengið að vera honum samferða
um stund. Það voru mikil for-
réttindi. Hvíl í friði kæri frændi.
Guðmundur Pétursson.
Andrés Guðmundsson, föður-
bróðir minn, hefur verið hluti af
tilverunni síðastliðna rúma hálfa
öld. Nú er hinsta kveðjustund.
Hugurinn leitar til baka, grefur
upp fyrstu minningar og stillir
upp í tímaröð einhvernveginn
sjálfkrafa.
Ein fyrsta minningin tengist
Andrésblöðunum sem mamma
las fyrir okkur systkinin á kvöld-
in. Ég man að mér fannst merki-
legt að ég átti minn Andrés
frænda, alveg eins og Rip, Rap
og Rup. Í fyrstu var mér þetta
nokkur ráðgáta á meðan barns-
hugurinn átti erfitt með að skilja
á milli ímyndunar og veruleika
og Andrés frændi minn nokkuð
fjarlægur þar sem hann rak apó-
tekið á Norðfirði á þessum árum.
Það leið hins vegar ekki á
löngu þar til mér varð alveg
ljóst, að Andrés var sko enginn
Onkel Anders. Þvert á móti,
Andrés frændi minn var farsæll í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur á lífsleiðinni og hlúði vel
að sínu og sínum. Hann var heill
í allri sinni breytni og sjaldan
mun hann hafa reiðst verr en
þegar honum fannst hann órétti
beittur. Það er mér í fersku
minni þau skipti sem ég varð
þess áskynja, því alla jafna var
glaðværðin og glettnin fylgifisk-
ur hans þegar fundum okkar bar
saman. Frændrækinn og vina-
fastur var hann í meira lagi og
alltaf áhugasamur um hagi og
líðan þegar fundum okkar bar
saman.
Minningin um Andrés kallar
fram sérstaka krampatilfinningu
í neðri kjálka. Sögur hans og frá-
sagnir þegar sá gállinn var á
honum voru ósvikin skemmtun.
Þær komu á færibandi og ollu
óstöðvandi hlátri sem þróaðist
gjarnan í hóstaköst og krampa í
kjálkum. Hann var sögumaður af
guðs náð. Hann var gæddur sér-
stakri gáfu þar sem hans eigin
frásagnir af atburðum og per-
sónum voru færðar í búning sem
varð endalaus uppspretta
skemmtunar og glaðværðar. Þar
fór maður á heimsmælikvarða í
sagnalist.
Minningar mínar um Andrés
eru allar góðar og munu búa
með mér til hinstu stundar. Það
er einu sinni svo að hugarfar
manns og breytni mótast af
reynslu, minningum og fyrir-
myndum í gegnum tíðina. Mér er
alveg ljóst, að Andrés frændi
minn á þar drjúgan skerf. Fyrir
það verð ég ævinlega þakklátur.
Ég votta Kiddý og öllum frænd-
systkinum mínum sem nú eiga
um sárt að binda mína dýpstu
samúð.
Bjarni Sæbjörn Jónsson.
HINSTA KVEÐJA
Hann langafi var mjög
góður afi og alltaf góður við
okkur barnabarnabörnin
sín. Hann teiknaði líka allt-
af mynd fyrir mig og ég til
hans. Hann gaf mér oft
nammi og ís þegar ég kom í
heimsókn til hans og
ömmu. Ég mun aldrei
gleyma honum afa því að
hann var besti langafi í
heimi og það er mjög sárt
að hann er látinn.
Ragnheiður Kolbrún.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir, systir, mágkona og frænka,
BERGLIND VALDIMARSDÓTTIR,
Rósarima 5,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 20. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á styrktar-
reikning fyrir börn hennar: Kt. 270887-2609,
0114-05-065183.
Sara Sigurjónsdóttir, Helgi Már Veigarsson,
Sindri Sigurjónsson,
Sölvi Sigurjónsson, Arnhildur Karlsdóttir,
Hilmar Breki Helgason,
Kolbrún J. Kristjánsdóttir,
Valdimar Ásgeirsson,
Kristján Gunnar Valdimarsson,
Valdimar Agnar Valdimarsson, Helga Rúna Péturs,
Sigurborg Valdimarsdóttir, Jón Ólafsson,
Ásgeir Valdimarsson, Hulda Jeremíasdóttir,
systkinabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞORVARÐUR G. HARALDSSON
dúklagninga- og veggfóðrarameistari,
Grenilundi 4,
Garðabæ,
andaðist á líknardeild Landspítalans
föstudaginn 15. mars.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 27. mars
kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á líknardeild Landspítalans og hjúkrunar- og
ráðgjafarþjónustuna Karitas.
Svanhildur Árnadóttir,
Arnar Smári Þorvarðarson, Kristín H. Thorarensen,
Sævar Freyr Þorvarðarson, Guðríður Ingunn Kristjánsd.,
Elínbjörg Katrín Þorvarðardóttir, Hinrik R. Haraldsson,
S. Kristín Þorvarðardóttir,
H. Árni Þorvarðarson, Harpa Dögg Vífilsdóttir
og barnabörn.
✝
Yndislega litla dóttir okkar og barnabarn,
LILJA DÓRA ÁSTÞÓRSDÓTTIR,
Fjósatungu,
Þingeyjarsveit,
lést föstudaginn 15. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svana Ósk Rúnarsdóttir, Ástþór Örn Árnason,
Elín Sigurlaug Árnadóttir, Rúnar Jónsson,
Kristín Linda Jónsdóttir, Sigurður Árni Snorrason.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
GUÐMUNDUR TÓMAS MAGNÚSSON
læknir,
Strikinu 2,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 21. mars kl. 15.00.
Alfa Eyrún Ragnarsdóttir,
Jón Tómas Guðmundsson, Linghao Yi,
Magnús Ragnar Guðmundsson, Kristjana Kristinsdóttir,
Halldór Elías Guðmundsson, Jenný Brynjarsdóttir,
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Þórir Benediktsson,
Eva Magnúsdóttir, Tinna Magnúsdóttir,
Guðmundur Tómas Magnússon, Jón Baldvin Magnússon,
Anna Laufey Halldórsdóttir, Tómas Ingi Halldórsson,
Benedikt Þórisson, Bjartur Þórisson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HÖRÐUR GUÐMUNDSSON
vélvirkjameistari,
Klettaborg 4,
Akureyri,
lést mánudaginn 4. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu
eða dvalarheimilið Hlíð, Akureyri.
Þökkum auðsýnda samúð.
Anna Margrét Tryggvadóttir,
Hrönn Harðardóttir, Þór Friðriksson,
Hildur Harðardóttir,
Baldur Harðarson,
afabörn og langafabörn.