Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Óhætt er að segja að fertugasti afmælisdagur Kristínar Gísla-dóttur verði með óhefðbundnu sniði en hún mun standa fyrirborgarafundi um einelti og líðan barna í heimabæ sínum
Borgarnesi í dag. „Við erum tvær mæður sem stöndum fyrir fund-
inum. Í staðinn fyrir að vera tvær að ræða málin yfir eldhúsborðinu
ákváðum við að gera eitthvað, útkoman var að halda borgarafund,“
segir Kristín. Fundurinn er haldinn í dag kl. 18 í Hjálmakletti í
Borgarnesi. Að sögn Kristínar hefur undirbúningurinn gengið eins
og í sögu og von er á mönnum eins og Páli Óskari söngvara, sem
hefur látið sig eineltismál varða. Auk þess munu fulltrúar frá sam-
tökunum Heimili og skóla, BUGL og Marita-fræðslu halda erindi.
Kristín hefur fundið fyrir miklum áhuga í bænum. „Fólk stoppar
okkur úti á götu og hrósar okkur fyrir framtakið, finnst þetta alveg
frábært. Það sem við erum að gera er að reyna að vekja allt sam-
félagið því einelti er ekki eitthvað sem kemur bara skólanum eða
okkur mömmunum einum við. Það þarf að vekja allt samfélagið,“
segir þessi kjarnakona.
Kristín, sem á sjálf þrjú börn með eiginmanni sínum Kristni Ósk-
ari Sigmundssyni, er leikskólastjóri á Uglukletti í Borgarnesi. Krist-
ín vill hvetja alla íbúa Borgarbyggðar til að láta sig málið varða og
mæta í Hjálmaklett í dag.
Kristín Gísladóttir 40 ára
Vekur samfélagið
til umhugsunar
Gleðistund Kristín ásamt eiginmanni sínum, Kristni Óskari, og
börnum, þeim Almari Orra t.v., Agnari Daða og Klöru Ósk.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Grímsnes Arndís Þórleif fæddist 12.
júní kl. 17.26. Hún vó 3.570 g og var 52
cm löng. Foreldrar hennar eru Antonía
Helga Guðmundsdóttir og Alfreð Ar-
on Guðmundsson.
Nýir borgarar
Kjalarnes Henry Wilhelm fæddist 15.
júní kl. 1.31. Hann vó 3. 656 g og var
52 cm langur. Foreldrar hans eru Þor-
gerður Halldórsdóttir og Þórir Ingi
Sveinsson.
V
ala fæddist í Reykjavík
19.3. 1953. Hún lauk
stúdentsprófi frá MH
1974, stundaði nám í
arkitektúr við Kun-
stakademiets Arkitektskole í Kaup-
mannahöfn og lauk þaðan MA-prófi
1984.
Vala starfaði á arkitektastofu í
París 1982 og var arkitekt á Teikni-
stofunni Bankastræti 11 1984-86.
Vala var einn af stofnendum
Stöðvar 2 og sat þar í stjórn 1985-88.
Hún byggði upp menningar- og lista-
deild Stöðvar 2, var framkvæmda-
stjóri listasviðs stöðvarinnar, hann-
aði m.a. fyrstu leikmyndir
stöðvarinnar og var listráðunautur
hennar.
Vala var dagskrárgerðarmaður á
Stöð 2 1986-91, dagskrárgerð-
armaður hjá RÚV Sjónvarpi 1991-97,
sá þá jafnframt um útvarpsþáttagerð
Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og fjölmiðlakona – 60 ára
Morgunblaðið/Kristinn
Valgerður Matthíasdóttir Alltaf jafn ánægð með lífið og önnum kafin. Nú eru það íslenskir sælkerastaðir.
Athafnakona í umróti
íslenskrar fjölmiðla
Á Hressó 1985 Vala að undirbúa gagngerar breytingar á Skálanum. Um
það leyti sem hún datt inn í ævintýri Stöðvar 2. Hún er enn að í fjölmiðlum.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is