Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 4

Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 4
BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Enn er fullkomin óvissa um þinglok þrátt fyrir að störfum Alþingis hafi átt að ljúka síðastliðinn föstudag samkvæmt dagskrá þingsins. Á fundi forseta Alþingis með formönnum þingflokkanna sem fram fór seint í gærkvöldi tókst ekki að ná samkomu- lagi um þinglok. „Það er búist við því að einhver óformleg samtöl verði á morgun á milli formanna,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þegar blaða- maður hafði samband við hann í kjöl- far þingflokksformannafundarins í gærkvöldi. Hann bendir á að stjórn- arandstaðan sé farin að undirbúaa sig fyrir það að þingstörfin haldi eitt- hvað áfram. „Það eina sem í raun og veru kom fram á fundinum var það sem við vissum fyrir að þessi hnútur sem ríkisstjórnin er búin að koma málinu í er þannig að þau vita ekkert hvernig á að leysa hann,“ sagði Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þegar blaða- maður ræddi við hann að loknum þingflokksformannafundinum í gær- kvöldi. Illugi bætti við að stjórnar- flokkarnir yrðu að finna einhverja lausn á þessu máli Langar stjórnarskrárumræður Þingfundur hófst klukkan 10:00 í gær en þá voru fjörutíu mál á dag- skrá auk óundirbúins fyrirspurnar- tíma. Rétt fyrir klukkan tvö í gær hófst síðan umræða um frumvarp formanna stjórnarflokkanna, Árna Páls Árnasonar og Katrínar Jakobs- dóttur, og Guðmundar Steingríms- sonar, formanns Bjartrar framtíðar, um tímabundna breytingu á breyt- ingarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var síðan gert hlé á þingfundi en umræða um fyrrnefnt frumvarp hófst aftur klukkutíma síðar. Þegar blaðið fór í prentun um hálftólf í gærkvöldi stóð þingfundur enn yfir og hafði þá ein- ungis eitt mál af fjörutíu verið af- greitt, þ.e. frumvarp til laga um neyt- endalán. Í gær lögðu síðan þingflokksfor- menn stjórnarflokkanna, þær Oddný G. Harðardóttir og Álfheiður Inga- dóttir, ásamt þingmönnunum Árna Þór Sigurðssyni og Skúla Helgasyni, fram breytingartillögu við ofangreint frumvarp þess efnis að við það bætist ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Telur meirihluta fyrir tillögu Að sögn Álfheiðar var breytinga- tillagan lögð fram til að fá fram efn- isleg viðhorf flokkanna sem hafa ára- tugum saman lofað kjósendum sínum, m.a. á landsfundum, í kosn- ingastefnuskrám, tillöguflutningi og ræðum, að setja í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. „Þetta hefur ekki fengist rætt. Menn hafa alltaf verið að tala um formsatriði og hafa ekki viljað taka þátt í efnislegri umræðu um málið, þannig að við erum að gefa flokkun- um tækifæri til að sýna hvað býr að baki stóru orðunum og loforðunum,“ segir Álfheiður. Aðspurð hvort tillag- an sé sett fram í sátt við formenn stjórnarflokkanna segir Álfheiður að tillagan hafi verið kynnt í þingflokk- um Vinstri-grænna og Samfylkingar- innar. Þá segist hún eiga von á því að meirihluti sé fyrir tillögunni enda hafi allir flokkar lýst yfir stuðningi við stjórnarskrárákvæði um þjóðar- eign á auðlindum, nú síðast árið 2010 í sáttanefnd um fiskveiðistjórnunar- frumvarpið. Hnúturinn á þingi óleystur  Náðu ekki samkomulagi á fundi í gærkvöldi  Ný breytingatillaga lögð fram Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi heldur áfram Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra ræða saman í þingsal í gær. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Frumvarp velferðarráðherra um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga hefur enn ekki litið dagsins ljós á Alþingi vegna andstöðu innan þingflokka rík- isstjórnarinnar. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir sveitarstjórnarmenn farna að velta því fyrir sér hvort þýð- ingarlaust sé að skrifa undir samn- inga við ríkið fyrr en Alþingi er búið að samþykkja þá. Sveitarfélög hafa tekið þátt í at- vinnuátaksverkefninu Liðsstyrk um úrræði fyrir langtímaatvinnulausa sem fallið hafa af atvinnuleysisskrá skv. samningi við ríkið og samtök á vinnumarkaði. Hluti af samkomulag- inu var loforð ríkisstjórnarinnar um að lögfesta skýrari heimildir til sveit- arfélaga til að setja tilteknar for- sendur fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfé- laganna. „Það er allt fast niðri á Alþingi,“ segir Halldór. Velferðarráðherra hafi gert sitt til að standa við samninginn við sveitarfélögin og skilað af sér frumvarpi sem Samband íslenskra sveitarfélaga sé mjög sátt við. „En það eru einhverjir einstaklingar í þingflokkum Samfylkingarinnar og VG sem stoppa málið af, vitandi að ef þetta færi inn á Alþingi yrði það sam- þykkt,“ segir Halldór, sem vakti máls á því á nýafstöðnu landsþingi sveitar- félaga að stefndi í að ríkið sviki gerða samninga. „Við hjá sambandinu erum farnir að ræða hvort þetta þýði að við getum ekki gert samninga við ríkið fyrr en Alþingi er búið að samþykkja þá,“ segir Halldór. Gunnar Axel Axelsson, aðstoð- armaður velferðarráðherra, segir að liður í samkomulaginu hafi verið að ráðherra skipaði starfshóp sem í ættu sæti m.a. fulltrúar sveitarfélag- anna og Samtaka félagsmálastjóra, auk sérfræðinga ráðuneytisins. Hópnum var falið að útbúa frumvarp til breytinga á lögum um félags- þjónustu, sem skýrði betur heimildir sveitarfélaga til að skilgreina for- sendur fyrir fjárhagsaðstoð. Ráðherra hefur efnt sinn hluta Gunnar Axel segir að við þetta hafi verið staðið. Starfshópurinn hafi skil- að af sér frumvarpi, sem hafi farið í gegnum ríkisstjórn. Það komi því næst til kasta löggjafarvaldsins en ráðuneytið hafi ekki vald yfir því. „Velferðarráðherra hefur efnt sinn hluta samkomulagsins.“ ,,Það er allt fast niðri á Alþingi“  Ræða hvort þýðingarlaust sé að semja við ríkið áður en Alþingi samþykkir Morgunblaðið/Golli Óafgreitt Frumvarp velferðarráðherra er fast í þingflokkum stjórnarinnar. Um 1.300 störf hafa nú verið skráð í starfabanka Liðsstyrks. Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að þar af eru flest af al- mennum vinnumarkaði en einn- ig fjöldamörg störf hjá sveit- arfélögum. Þegar hefur verið gengið frá um 300 ráðningum langtímaatvinnuleitenda innan verkefnisins af um 1.800 sem eru skráðir í verkefnið. „Mikil vinna er framundan hjá ráð- gjöfum og vinnumiðlurum við miðlun hinna í þau tæplega 1.000 störf sem óráðið er í en tæplega 100 störf hafa verið af- skráð úr verkefninu án ráðn- ingar,“ segir þar. 300 ráðn- ingar í störf VERKEFNIÐ LIÐSSTYRKUR Í gærkvöldi stefndi í að þing- fundur stæði yfir til miðnættis en þá höfðu þing- menn rætt um til- lögu Árna Páls Árnasonar, for- manns Samfylk- ingarinnar, um breytingu á breytingar- ákvæði stjórnarskrárinnar meira og minna frá því klukkan tvö um daginn. Þegar Morgunblaðið fór í prentun um hálftólf í gærkvöldi voru 15 þingmenn eftir á mæl- endaskrá vegna málsins. Þingfundur til miðnættis Árni Páll Árnason Illugi Gunn- arsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, telur það vera á mörkunum að breytingar- tillaga þing- flokksformanna stjórnarflokk- anna sé þing- tæk. „Maður getur ekki litið svo á að hún sé til að breyta ein- hverju í tillögu Árna Páls, Katr- ínar og Guðmundar,“ segir Illugi en hann telur að réttast hefði verið að leggja tillöguna fram sem sérstakt þingmál. Tillagan óþingtæk? Illugi Gunnarsson Sú staða sem nú ríkir á Alþingi í kringum þing- lok, þ.e. að erf- iðlega gangi að semja um þing- lok og að mörg mál séu lögð fram og tekin fyrir á síðustu stundu, er held- ur óvenjuleg að sögn Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. „Þetta helg- ast af því að ríkisstjórnin hefur verið bæði sein að koma fram með mál og henni hefur ekki auðnast að koma lykilmálum í gegn vegna þess að hún hefur ekki haft stuðning í eigin röð- um,“ segir Stefanía. Stefanía Óskarsdóttir Segir stöðuna óvenjulega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.