Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
✝ Andrés HafliðiGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1922. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans 10.
mars 2013.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jónsson, skipstjóri
í Reykjavík, f. 12.6.
1890, d. 6.9. 1946
og Ingibjörg Pét-
ursdóttir, f. í Svefneyjum 20.9.
1892, d. 24.12. 1980. Systkini
Andrésar voru Pétur skipstjóri,
f. 18.12. 1917, d. 21.5. 1984, Jón
Magnús bóndi, f. 19.9. 1920, d.
22.4. 2009, Sveinn garð-
yrkjubóndi, f. 7.6. 1924, d. 27.8.
1986, Þórður vélstjóri, f. 13.4.
1926, d. 12.12. 2004, Ingibjörg,
f. 29.6. 1931, d. 9.9. 1931, einnig
ólust upp á heimilinu Ólöf (Lóa),
f. 7.6. 1914, d. 15.12. 1965 og
Sigurrós, f. 15.5. 1924, Ólafs-
dætur systurdætur Ingibjargar.
Andrés giftist 18.2. 1951
Kristínu J. Magnúsdóttur. For-
eldrar hennar voru Magnús
Pálmason, f. 15.6. 1897, d.
28.11. 1985, bankaritari í
Reykjavík og Guðbjörg Er-
lendsdóttir húsfreyja, f. 17.11.
Ólafssonar eru: a) Kristín, henn-
ar maður er Hallgrímur Þ. Sig-
urðsson, f. 1.6. 1978, börn
þeirra eru: Hrafn, Lóa og Már;
b) Andrés Már. 4) Magnús Andr-
ésson, f. 26.4. 1957, börn hans
og Þórdísar Ólafsdóttur, f. 3.4.
1958, eru: a) fóstursonur Magn-
úsar, Róbert Ágústsson, kona
hans er Heiðrún Hafliðadóttir,
f. 8.8. 1980, börn þeirra eru:
Magnús Máni og Eysteinn Ari;
b) Kristín Jórunn, hennar mað-
ur er Robert Dillard Atwater,
þeirra börn eru: Tara Þórdís og
Lena Elizabeth. c) Anna Björk,
d) Ólafur Skúli.
Andrés var stúdent frá MR,
stærðfræðideild 1943, lauk
lyfjafræði við Háskóla Íslands
1948 og framhaldsnámi í lyfja-
fræði (Cand. Pharm) í maí 1950
frá Den Farmaceutiske Høj-
skole í Kaupmannahöfn. Starf-
aði sem lyfjafræðingur í
Reykjavíkur Apóteki og Ingólfs
Apóteki. Fékk lyfsöluleyfi 1954
og rak Nes Apótek, Neskaup-
stað frá 1. október 1954-1. októ-
ber 1963. Starfaði sem lyfja-
fræðingur í Holts Apóteki þar
til hann stofnaði Háaleitis Apó-
tek 1968 og rak það til 31. des-
ember 1996. Einn af stofn-
endum Pharmaco, sat í
stjórnum Lyfjafræðingafélags
Íslands og Apótekarafélags Ís-
lands.
Andrés verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag, 19.
mars 2013, kl. 15.
1901, d. 17.11.
1991. Börn þeirra
eru: 1) Örn Andr-
ésson, f. 19.8. 1951,
börn hans og Ragn-
heiðar Hinriks-
dóttur, f. 20.7. 1953
eru a) Andrés Haf-
liði, kona hans Þor-
björg Svana Gunn-
arsdóttir, þeirra
börn: dóttir Þor-
bjargar: Lilja Nótt
Lárusdóttir, Anna Lísa og
Gunnar Rökkvi; b) Berglind,
hennar börn eru: Ragnheiður
Kolbrún Haraldsdóttir og El-
ísabet Þóra Árnadóttir; c) Hin-
rik, kona hans er Signý Helga
Jóhannesdóttir, þeirra börn:
Örn Bragi og Ásta Sif. 2) Guð-
björg Erla Andrésdóttir, f.
13.11. 1953, börn hennar og
Friðgeirs Sveins Kristinssonar,
f. 20.2. 1955 eru: a) Guðmundur,
kona hans er Hildur Björk Haf-
steinsdóttir, börn þeirra eru:
Daníel Örn og Kári Steinn, b)
Margrét, sambýlismaður henn-
ar er Baldur Hrafn Gunnarsson,
þeirra barn er drengur óskírð-
ur; c) Kristinn Örn, látinn. 3)
Ingibjörg Ólöf Andrésdóttir, f.
5.8. 1955, börn hennar og Loga
Elskulegur afi okkar er látinn
eftir viðburðaríka og stórmerki-
lega ævi. Hans verður minnst
fyrir lífsgleði og hlýju sem fylgdi
honum hvert sem hann fór og al-
veg fram á hans síðustu daga.
Arfleifð hans er stór og mikil,
hvort sem horft er til verald-
legra hluta eða andlegra hluta.
Meðal fyrstu minninga okkar
systkina af honum afa eru fjöl-
margar sumarbústaðaferðir í
Vaðnesið þar sem stórfjölskyld-
an kom saman á hverju sumri og
skemmti sér saman. Afi lagði
mikið upp úr því að fjölskyldan
væri samheldin og gerði hann
Vaðnesið að nokkurs konar fjöl-
skyldumiðstöð og mikið lagt í að
öllum liði þar vel. Stórfjölskyld-
an kom alltaf saman um jól og
áramót í Hlyngerði og síðar Mið-
leiti á jóladag og í Fannafold á
gamlárskvöld þar sem afi naut
sín í faðmi fjölskyldunnar. Það
var okkur öllum ákaflega
ánægjulegt að fá að eyða síðustu
áramótum með honum. Það var
alltaf gaman að heimsækja afa í
vinnuna í Háaleitisapótek því
hann gaf sér alltaf tíma til að
setjast niður með okkur barna-
börnunum þegar við kíktum við.
Einkaspjall með afa inná skrif-
stofu með apótekaralakkrís í
hönd var mikill lúxus og ekki
skemmdi fyrir að hann átti það
til að lauma smá aur í vasann hjá
okkur.
Hann gerði allt til að gleðja
okkur og sýndi okkur einstak-
lega mikinn áhuga og hlýju.
Meðal þess sem afi skilur eftir
sig er að hann kenndi okkur öll-
um hversu mikilvæg fjölskyldan
er og mikilvægi þess að rækta
fjölskylduna.
Meðal fjölmargra skemmti-
legra minninga eru ferðalög með
afa og ömmu til Flórída þar sem
við ferðuðumst um Flórída endi-
langa. Andrés bróðir sá um að
keyra ömmu og afa í því ferða-
lagi og var ýmislegt ógleyman-
legt sem fékk að fljúga í þeim
löngu bíltúrum. Einnig eru það
sögur af upplifun afa við notkun
á hraðbönkum. Hæstánægður
með þessa spilakassa sem skil-
uðu honum alltaf vinning. Það er
metnaðarfullt markmið okkar
allra að feta þá braut sem hann
afi fylgdi alla ævi sem sannkall-
aður ættarhöfðingi og verður
hans minnst sem slíks.
Afi var yndislegur og auð-
mjúkur maður sem vildi allt fyrir
aðra gera á meðan hann vildi að
sem minnst væri haft fyrir sér.
Elsku amma, missir þinn er mik-
ill og þú átt alla okkar ást og um-
hyggju.
Andrés, Berglind og Hinrik.
Það var falleg og ógleymanleg
stund þegar ég fór með litla
strákinn minn sem var þá
þriggja vikna til afa svo að þeir
gætu hist í eina og síðasta skipt-
ið. Þetta var síðasti dagurinn
sem afi lifði, hann opnaði augun,
reisti sig aðeins upp og sagði
hvað þetta væri yndislegur
drengur. Hann var ekki búinn að
sýna mikil viðbrögð dagana á
undan og er þetta lýsandi fyrir
hvernig hann afi var, reyndi allt
sem hann gat til að segja eitt-
hvað fallegt við mig og litla
strákinn minn þótt hann ætti
erfitt með það.
Alltaf var gaman að hlusta á
afa segja sögur, bæði af sjálfum
sér og öðrum því að hann sagði
svo skemmtilega frá og oft mikið
hlegið. Einnig fannst mér mjög
gaman að láta hann rifja upp
gamlar apótekssögur og bera
saman fortíðina og nútíðina í
þeim bransa þar sem við vorum
bæði í honum.
Afi sinnti öllum í kringum sig
afar vel, var alltaf með á hreinu
hvað allir voru að gera og hve-
nær allir áttu afmæli. Einum
einstaklingi sinnti hann einstak-
lega vel og það var hann Diddi
bróðir minn. Þeir fóru oft í bíl-
túra saman, keyptu sér ís og
spjölluðu. Voru þeir miklir fé-
lagar og það var sérstakt sam-
band á milli þeirra. Þeir hafa
báðir verið glaðir að hittast aftur
á himnum.
Núna kveð ég elsku afa minn
sem mér þótti svo vænt um,
söknuðurinn er mikill og erfitt
að kveðja. Ég mun geyma allar
góðu minningarnar og verð alltaf
þakklát fyrir að hafa átt svona
yndislegan afa.
Margrét Friðgeirsdóttir.
Afi minn, Andrés Guðmunds-
son, er látinn. Maður sem í huga
mínum var jafn ábyggilegur
hluti tilverunnar og að nótt
fylgir degi. Mig langar til að
minnast þess í nokkrum línum
hversu mikils virði afi var mér
og fjölskyldu minni.
Í afa höfðum við allt, kærleik,
hlýju, húmor og mikla visku, við
gátum flett upp á öllu í honum.
Hann var mjög fróðleiksfús og
sat hann iðulega umkringdur
blöðum og bókum, erlendum
sem og innlendum, með bæði
sjónvarpsfréttir og útvarpsfrétt-
ir í gangi í einu. Hann hringdi oft
í mig til að láta mig vita hvernig
veðrið yrði hjá mér í útlandinu
komandi daga. Hann fylgdist vel
með öllu og hafði svo mikinn
áhuga á fólkinu í kringum sig.
Í hús ömmu og afa er ávallt
gott að koma, sérstaklega minn-
ist ég tímanna í Hlyngerðinu.
Þar eyddum við barnabörnin
mörgum stundum og heimilið
einkenndist af miklum hlýleika
og dekri. Við gátum brallað
margt hjá ömmu og afa: Ófyllti
sökkullinn var mjög vinsæll, þar
var hægt að finna ýmsar ger-
semar, Andrésblöð voru í áskrift,
M&M og súkkulaðirúsínur í
búrinu, marmarakaka og mjólk í
eldhúsinu og garðurinn stór og
ófáir leikirnir leiknir þar.
Ég var svo heppin að fá að
vinna í apótekinu hjá afa í
skólafríum á unglingsárum mín-
um. Þar fékk ég að taka þátt í
ýmsu, við bjuggum til krem sam-
an, útbjuggum „afa hóstamixt-
úru“, vigtuðum saltpillur í poka
og margt, margt fleira. Hann
lagði mikla áherslu á að kúnn-
arnir fengju sem besta þjónustu
í apótekinu. Sem dæmi má nefna
var hann með heimsendingar-
þjónustu fyrir eldri borgara, sem
hann keyrði út sjálfur og fékk
hann hrós frá ánægðum kúnnum
í síðdegisútvarpinu.
Afi var mjög sigldur maður og
ferðuðust hann og amma um all-
an heim. Þau hafa komið all-
nokkrum sinnum í heimsókn til
okkar fjölskyldunnar, bæði til
Árósa og Kaupmannahafnar,
enda bæði mjög áhugasöm um
danska menningu og mat.
„Smörrebröd“ var mjög mikil-
vægur þáttur í ferðalögunum, og
gengum við iðulega á milli
smurbrauðsstaða.
Það segir svo margt um afa
þegar börnin mín, 4 og 5 ára,
sátu heima hjá okkur í Osló eftir
andlát hans og skoðuðu myndir.
Upp kom mynd í albúminu af
langafa og langömmu og þá segir
Lóa: „Fljótur að fletta yfir
myndina, áður en ég fer að
gráta“. Már: „Já Lóa, þetta er
svo sárt“.
Hann átti sérstakan stað í
hjörtum barna minna þriggja,
enda einstakur langafi sem
hringdi oft yfir hafið og hafði svo
mikinn áhuga á hvernig gengi
hjá börnunum.
Nú þegar ég kveð afa kemur
einungis eitt orð upp í hugann,
þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa
átt svona sérstakan mann sem
afa. Þakklæti fyrir alla þá hlýju
og stuðning sem hann hefur veitt
mér og fjölskyldu minni um æv-
ina.
Ég veit að hann er hvíldinni
feginn eftir rúm níutíu ár, en
kveðjustundin er samt sem áður
þung, því afi var ekki níræður í
þeim skilningi, hann var einn af
okkur unga fólkinu allt til síðasta
dags.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig á þessum erfiðu tím-
um. Megi minningin um afa ríkja
um ókomin ár og biðjum við Guð
að geyma hann og varðveita.
Hvíl þú í friði, elsku afi.
Kristín Logadóttir
og fjölskylda.
Það er með miklum trega og
söknuði sem ég kveð afa minn
Andrés Guðmundsson. Hann var
ekki bara afi minn heldur af-
skaplega góður og náinn vinur.
Hann studdi mig með ráðum og
dáð í öllu sem ég tók mér fyrir
hendur og fylgdist með af mikl-
um áhuga. Hann var alltaf boð-
inn og búinn hvenær sem ég leit-
aði til hans. Við áttum margar
góðar stundir saman og gerðum
margt skemmtilegt. Ofarlega í
minningunni eru margar utan-
landsferðir til ýmissa Evrópu-
landa og Flórída og var afi eins
og vænta mátti einstaklega
skemmtilegur ferðafélagi með
þægilega og góða nærveru.
Einnig fórum við í marga bíl-
túrana og ég verð að viðurkenna
að ég nýtti mér oft góðmennsku
hans og hjartahlýju. Það var til
að mynda ekki miklum vand-
kvæðum bundið að fá hann til að
koma við í sjoppunni. Afi var lífs-
nautnamaður, mikið fyrir góðan
mat, en gat þó fengið sér „eina
með öllu“ ef svo bar undir. Hann
var mikill húmoristi og skemmti-
legasti maður sem ég hef kynnst.
Tilsvör hans voru uppfull af
hæðni og hnyttni. Ég spurði
hann þegar hann lá banaleguna:
„Jæja afi, hvað heldur þú að þú
eigir mikið eftir?“ Svarið var
honum líkt: „Ég vona að ég
vakni dauður í fyrramálið.“
Hann var hvíldinni feginn. Það
er stórt skarð höggvið í stórfjöl-
skylduna og mitt líf við fráfall
hans. Það verða mikil viðbrigði
að fá ekki símtal frá honum nán-
ast daglega með spurningunni
„Hvernig hefur þú það?“ Hann
mátti ekki vamm sitt vita, ég
stend í mikilli þakkarskuld við
afa minn, mann sem var mér allt.
Ég bið góðan Guð að varð-
veita þennan mikla meistara og
snilling og veita ástkærri ömmu
minni og öllum aðstandendum
styrk í sorginni.
Andrés Már Logason.
Minningarnar hrannast nú
upp þegar ég kveð elsku afa
minn. Minningar frá Hlyngerði,
apótekinu, sumarbústaðnum og
bíltúrunum.
Fyrir mér var afi ekki bara
afi, heldur var hann einn
skemmtilegasti maður sem ég
hef kynnst. Húmorinn var alltaf
til staðar og þótti mér fátt
skemmtilegra en að sitja og
hlusta á afa segja sögur.
Það voru mikil forréttindi að
alast upp í næstu götu við ömmu
og afa. Þangað sótti ég mikið
enda gott hjá þeim að vera og
mikið stjanað við mann. Einnig
var stutt að heimsækja afa í
Háaleitisapótek þar sem hann
laumaði oftar en ekki að mér
smá sælgæti. Síðar þegar tán-
ingsárin komu var mikill lúxus
að geta farið í apótekið og fengið
rakspíraprufur hjá honum.
Afi sýndi öllu sem hans fólk
var að gera mikinn áhuga. Hann
vissi alltaf hvað hver og einn
hafði fyrir stafni, jafnvel þótt
fjölskyldan stækkaði mikið með
árunum. Einnig var hann með
alla afmælisdaga á hreinu – eitt-
hvað sem ég sjálfur myndi ekki
treysta mér til að gera.
Þá langar mig sérstaklega að
nefna samband hans og Didda
Andrés Hafliði
Guðmundsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og frændi,
ÓLAFUR H. ÓLAFSSON
matreiðslumeistari,
Suðurbraut 6,
Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn
10. mars á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn
20. mars kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ás styrktarfélag.
Jakobína Cronin,
Sigríður Oddný Oddsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir Benedikt Sigurvinsson,
Sandra Björk, Elísa Björg, Ólafía Björt,
Jakobína Zíta og Zíta Kolbrún Benediktsdætur,
Sverrir Oddur Gunnarsson,
Guðrún Gunnarsdóttir, Gústaf Adolf Björnsson,
Valgerður J. Gunnarsdóttir Stefán Snær Konráðsson
og fjölskyldur.
✝
Systir okkar,
UNNUR TORFADÓTTIR
frá Eysteinseyri,
Tálknafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði
miðvikudaginn 13. mars.
Útförin fer fram frá Tálknafjarðarkirkju
laugardaginn 23. mars kl. 14.00.
Systkini hinnar látnu.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
BERNHARÐUR STURLUSON,
Berjarima 7,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 7. mars.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Systkini hins látna.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
MAGNÚS S. MAGNÚSSON,
Lækjasmára 8,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð,
Vífilsstöðum, fimmtudaginn 14. mars.
Jarðsungið verður frá Garðakirkju
mánudaginn 25. mars kl. 15.00.
Guðbjörg María Gunnarsdóttir,
Gunnar H. Magnússon, Elísabet Eyjólfsdóttir,
Jón H. Magnússon,
Magnús H. Magnússon, Sissel S. Magnússon,
afa- og langafabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA PÁLA SVEINSDÓTTIR,
lést mánudaginn 11. mars.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 22. mars kl. 15.00.
Sigrún Reilly, Dermot Reilly,
Guðbjörg Vignisdóttir, Kristján Ármannsson,
Arnbjörg Vignisdóttir, Sigmundur Brynjar Sigurgeirsson,
Guðrún Vignisdóttir, Ásmundur Jónasson,
Anna Pála Vignisdóttir, Páll Loftsson,
Þóra Jóna Jónatansdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Dúddý,
Kleppsvegi 2,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk við
Suðurlandsbraut fimmtudaginn 14. mars,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 5. apríl kl. 13.00.
Bragi Guðmundur Kristjánsson, Erna Eiríksdóttir,
María Anna Kristjánsdóttir, Jesús S.H. Potenciano,
barnabörn og barnabarnabörn.