Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Gleði Árleg nemendasýning Dansstúdíós World Class var í Borgarleikhúsinu í gær. Nemendur frá sjö ára aldri sýndu 16 dansatriði og fórst þeim það vel úr hendi.
Árni Sæberg
Framför, krabba-
meinsfélag karla, á sér
þá tilurð að blöðruháls-
kirtilskrabbamein
(BHKK) er algengasta
krabbamein íslenskra
karla. Yfir 200 okkar
greinast með sjúkdóm-
inn árlega og dauðsföll
eru yfir 50. Þetta sorg-
lega ástand má bæta,
bæði með forvörnum og
betri tækjakosti til
lækninga. Því er það að við hvetjum
til árvekni og aðgerða hvað þennan
vágest varðar.
Við sem höfum BHKK og fengið
meðferðarúrræði sem hafa dugað til
að kveða sjúkdóminn niður, teljum
okkur hafa ákveðna siðferðilega
skyldu: að benda mönnum 50 ára og
eldri á að stunda reglubundið eftirlit
með blöðruhálskirtlinum. Sé BHKK
á frumstigi er gripið til ráða sem
leyfa okkur að halda lífi. Það eru rétt-
indi hvers og eins að leita til læknis
og óska eftir skoðun sem gæti bent til
þess að BHKK geri vart við sig. Það
er með PSA-greiningu og þuklun á
kirtlinum, sem er ódýrt og fljót-
afgreitt úrræði sem er þó ekki afger-
andi. Í langflestum tilvikum fá við-
komandi staðfestingu á því að þróun,
ef einhver er, sé góð-
kynja.
Meðferðarúrræðin
sem læknavísindin
bjóða gegn BHKK eru
skurðaðgerð (prosta-
tectomy), ytri geislun
(external beam radia-
tion) og innri geislun
(brachytherapy). Varð-
andi árangur má benda
á spánnýja (febrúar
2012) bandaríska at-
hugun frá Kibel et al.
Um er að ræða 10.429
sjúklinga á tveim
sjúkrahúsum m.t.t. byrjunargilda
PSA, Gleason og klínískrar stöðu.
Fyrir þá 6.485 sem fóru í skurð-
aðgerð voru 10 ára lífslíkur 88,9%,
fyrir 2.264 sem fengu geislun voru
þær 82,6% og fyrir 1.680 í innri geisl-
un 81,7%.
Svo við, sem höfum gengið í gegn-
um þessar meðferðir, vitum vel að
það getur verið um að ræða ýmsar
aukaverkanir til lengri eða skemmri
tíma. Geislameðferð fylgir þreyta og
slappleiki. Skurðaðgerð og horm-
ónahvarfslyfjum fylgja ristruflanir,
sem er hið mikla feimnismál karla
eins og þvaglátsvandamál. Um þetta
verða viðkomandi að fá sem fyllstar
upplýsingar frá læknum. Tepruskap-
ur má ekki skyggja á aðalmálið, sem
er batahorfurnar. Hafa ber hugfast
að krabbameinið er hryllilegur sjúk-
dómur þegar illa fer.
Það er ljóst að bæði er ör þróun í
tækjabúnaði sjúkrahúsa og að mjög
kostnaðarsamt er að fylgja þeirri
þróun. Dæmi um það er endurnýjun
á eldri línuhraðli fyrir geislameðferð
á Landspítala. Þar eru tvö slík geisla-
lækningatæki og fá daglega um 40-50
sjúklingar meðferð í þeim. Um er að
ræða hin ýmsu krabbamein og má
segja að þessi tækjabúnaður sé al-
gjör forsenda fyrir því að ná áfram-
haldandi góðum árangri í meðferð
krabbameinssjúklinga á Íslandi. Orð-
að skýrt og skorinort er hér um það
að ræða að bjarga mannslífum og
hver veit það betur en angistarfullir
krabbameinssjúklingar? Hámarks-
endingartími er áætlaður 10-12 ár.
Yngri línuhraðallinn var tekinn í
notkun árið 2004 og sá eldri 1996.
Eldra tækið er því 16 ára gamalt. Það
tæki er nú allt að því hættulega bil-
unargjarnt enda orðið kostnaðarsamt
og erfitt að útvega varahluti. Sú al-
gjörlega óásættanlega staða hefur
verið í uppsiglingu, að þjóðin ætti allt
sitt á þessu sviði undir einum línu-
hraðli. Því hefur vonandi verið afstýrt
með aukafjárveitingunni til LSH,
sem stendur að hluta undir þeim
u.þ.b. 500 milljónum kr. sem nýtt
tæki kostar. Krabbameinsfélagið
Framför vill gera allt sitt til að safna
fé til kaupanna og hefur þegar fengið
fyrirheit fyrir nær 25 millj. kr. Haldið
verður áfram, m.a. með þjóðkirkjunni
að frumkvæði biskups Íslands.
Þegar stefnan er tekin í ríkisfjár-
málum við fjárlagagerð er okkar
kjörnu fulltrúum vissulega vanda á
höndum. Og enginn getur gert lítið
úr því sem Alþingi mátti takast á við í
forgangsröðun útgjalda hins op-
inbera eftir hrunið. En lítum á heilsu-
gæsluna og fjármagnsþörf hennar í
samanburði við annað, t.d. gerð jarð-
ganganna undir Vaðlaheiði, en upp-
reiknaður kostnaður við verktaka
vegna þeirra er 9,3 milljarðar króna
og heildarkostnaður enn hærri. Ef
aðeins er litið til krabbameinslækn-
inganna á LSH þarf strax að leggja
drög að kaupum á tveim línuhröðlum
(þremur ef við ættum að vera til jafns
við Danmörku) og Da Vinci-róbot-
skurðtæki sem kostar 200 millj. kr.
en það er víða í notkun austan hafs og
vestan. Þetta eru samtals 1,3 millj-
arðar eða 1/7 af Vaðlaheiðargöng-
unum, sem að vísu lækka bens-
ínkostnaðinn fyrir norðan en firra
ekki mannskaða eins og BHKK veld-
ur Íslendingum.
Ísland hefur verið í röð þeirra Evr-
ópulanda sem fremst standa í heilsu-
gæslu. Í framúrskarandi læknastétt
eru sérfræðingar á ýmsum sviðum
sem margir hafa fengið sér-
fræðikunnáttu sína á bestu háskóla-
sjúkrahúsum á Norðurlöndum og í
Bandaríkjunum. Við erum með öðr-
um orðum með lækna sem eru jafn-
okar hinna bestu á heimsvísu. En þar
verður enginn óbarinn biskup og
varla eru þeir komnir í sína fullu
vinnu fyrr en á fertugsaldri. Margir
eru teknir að eldast eftir merkilegt
ævistarf. Við, sem höfum notið að-
hlynningar hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða, þökkum hina bestu
umönnun nótt sem dag. Og þá eru
það hinir geislafræðimenntuðu, sem
prýða þessa miklu stétt. Ungir, sér-
menntaðir læknar erlendis eru að
sögn ekki á leið heim og ræður þar
ekki einvörðungu launamunur. Ný
læknastétt getur ekki unnið við
þriðja flokks aðstöðu, ef það yrði
reyndin hér. Enn er þó tími til að
snúa á rétta braut í heilsugæslu-
málum með samstilltu þjóðarátaki.
Eftir Guðmund Örn
Jóhannsson »Hámarksending-
artími er áætlaður
10-12 ár. Yngri línu-
hraðallinn var tekinn í
notkun árið 2004 og sá
eldri 1996. Eldra tækið
er því 16 ára gamalt.
Guðmundur Örn
Jóhannsson
Höfundur er formaður Framfarar,
krabbameinsfélags karla.
Karlar og krabbamein