Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Í fremstu röð í 20 ár... Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 Það er mjög lítill áhugi á málefnum aldraðra hér á landi gagnstætt því, sem er í grannlöndum okkar. Fjórflokkurinn er áhugalítill um málefni eldri borgara. Það heyrir til algerra undantekninga, ef rætt er um málefni aldraðra á alþingi. Það heyrðist þó aðeins minnst á málefni aldraðra, þegar nýtt frum- varp um almannatryggingar var lagt fram. Stjórnmálamenn hér virðast ekki gera sér það ljóst, að það er kynslóð eldri borgara sem hefur komið íslensku þjóðfélagi þangað sem það er í dag. Þrátt fyrir bankahrun hér 2008 og kreppu í kjölfarið er Ísland vel statt efnahagslega í samanburði við aðrar þjóðir og það er eldri kynslóðinni að þakka. Þessu gleymir yngri kynslóðin. Í grann- löndum okkar ríkir jákvæð afstaða stjórnvalda til eldri borgara. Þar stinga stjórnvöld ekki erindum eldri borgara undir stól eins og hér. Heyrum falleg orð en minna er um framkvæmdir Nú er stutt í alþingiskosningar. Útlit er fyrir talsverðar breyt- ingar í kosningunum. Stjórnarand- staðan sækir í sig veðrið og hefur aukið fylgi sitt verulega frá síð- ustu kosningum. Margir spá því, að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda eftir kosningar í samvinnu við annan flokk eða aðra flokka. Enn er þó allt í óvissu með það, þar eð mikil hreyfing er á fylginu. En má reikna með því að Sjálf- stæðisflokkurinn geri betur við eldri borgara en núverandi stjórn- arflokkar? Kjaranefnd Félags eldri borgara ræddi við þingflokk Sjálfstæðisflokksins og formann þingflokksins sérstaklega. Farið var fram á stuðning sjálfstæð- ismanna á alþingi við afturköllun kjaraskerðingar aldraðra og öyrkja frá 2009. Tekið var vel í það en ekkert varð úr flutningi frumvarps um afturköllun á allri kjaraskerðingunni frá 2009. Ólöf Nordal flutti hins vegar frumvarp um afturköllun á hluta hennar. Það er ekki nóg. Kjaranefnd FEB hefur einnig skorað á Árna Pál Árnason, nýjan formann Samfylkingar, að beita sér fyrir afnámi kjaraskerðingar aldr- aðra og öryrkja frá 2009. En Árni Páll hefur ekki látið svo lítið að svara eldri borgurum. Árni Páll hefur engu svarað um það, hvort hann vilji afnema kjaraskerð- inguna frá 2009. Ekki á að mismuna ellilífeyrisþegum Athugum hvað rík- isstjórn Geirs H. Haarde gerði í málefnum aldraðra. Það var eink- um tvennt sem sú ríkisstjórn gerði í þeim málaflokki: Hún kom því á, að þeir sem væru orðnir 70 ára mættu vinna án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna at- vinnutekna. Og hún framkvæmdi það, að allir fengju a.m.k. 25 þús. kr. úr lífeyrissjóði (fyrir skatt). Þetta var hvort tveggja gott og blessað svo langt sem það náði. En almenn hækkun lífeyris eldri borgara var hins vegar lítil og kosningaloforð um, að lífeyrir ætti að hækka í samræmi við neyslu- könnun Hagstofunnar var ekki framkvæmt. Ég tel að ekki eigi að mismuna ellilífeyrisþegum, þegar ákveðið er að greiða fyrir því að þeir geti verið á vinnumarkaðnum. Það á að gilda sama regla fyrir alla sem komnir eru á ellilífeyr- isaldur. Það kostar ríkið lítið að greiða fyrir því að eldri borgarar geti verið á vinnumarkaðnum. Ríkið fær miklar skatttekjur af at- vinnutekjum ellilífeyrisþega. Það sama gilti um 25 þús. krónurnar, sem allir áttu að fá úr lífeyr- issjóði, þó þeir hefðu ekkert greitt í lífeyrissjóð. Ríkið tók skatt af þeirri hungurlús, svo lítið varð eft- ir. Hér var því um of litlar aðgerð- ir í þágu aldraðra að ræða. Jóhanna kom á lágmarks- framfærslutryggingu Jóhanna Sigurðardóttir kom því á sem félagsmálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde að tekin var upp lágmarksframfærslutrygging 1. september 2008 fyrir þá eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatrygg- ingum. Þetta var mjög gott fyrir þá sem verst voru staddir en nú eru endurskoðunarnefnd almanna- trygginga og velferðarráðherra að afnema þessa lágmarksfram- færslutryggingu og telja það mikla framför að fella hana niður! Lágmarksframfærslutryggingin var í fyrstu 150 þús. kr. á mánuði fyrir einhleypinga frá 1. sept- ember 2008. En 25 þús. krónurnar sem menn fengu úr lífeyrissjóði voru taldar með. Það vantaði þá aðeins 1.484 kr. upp á að upp- hæðin næði 150 þús. kr. og var upphæðin hækkuð um þá upphæð 1. september 2008 til þess að ná lágmarksframfærsluupphæðinni 1. jan. 2009 var sú upphæð hækkuð um 20% vegna hækkunar neyslu- vísitölu og fór þá í 180 þús. kr. á mánuði en aðrir lífeyrisþegar, sem einnig áttu að fá 20% hækkun vegna verðbólgunnar, fengu að- eins 9,8% hækkun. Ég á ekki von á því að Sjálfstæðisflokkurunn geri betur við eldri borgara en nú- verandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur ekki sýnt það til þessa. Lífeyrir aldraðra hækki um 115 þús. á mánuði Samkvæmt neyslukönnun Hag- stofunnar frá desember sl. þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mán- uði til neyslu. Engir skattar eru inni í þeirri tölu og ekki afborg- anir og vextir. Þessi tala, 295 þús. á mánuði, er því síst of há fyrir einhleypa ellilífeyrisþega. En líf- eyrir einhleypra eldri borgara frá almannatryggingum er aðeins rúmar 180 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Það vantar 115 þús. kr. á mánuði upp á að sá lífeyrir nái neyslukönnun Hagstofunnar. Þetta þarf að leiðrétta. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra ein- hleypinga um 115 þús. kr. á mán- uði í áföngum. Lítill áhugi á kjörum aldraðra á alþingi Eftir Björgvin Guðmundsson » Árni Páll hefur ekki látið svo lítið að svara eldri borgurum. Árni Páll hefur engu svarað um það, hvort hann vilji afnema kjara- skerðinguna frá 2009 Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.