Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þing Kýpur frestaði í gær atkvæða- greiðslu um skilmála umdeilds neyðarláns frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og stefnt er að því að málið verði borið undir atkvæði síðdegis í dag. Hag- fræðingar hafa varað við því að skil- málarnir geti leitt til kreppu á Kýpur sem geti staðið í tvo áratugi. Samkvæmt skilmálum Evrópu- sambandsins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á að leggja 6,75% skatt á inn- stæður undir 100.000 evrum (16,3 milljónum króna) og 9,9% skatt á inn- stæður umfram þá fjárhæð. Gert er ráð fyrir því að skatturinn skili alls 5,8 milljörðum evra (tæpum 950 milljörð- um króna). Fjármálaráðherra og seðlabanka- stjóri Kýpur sögðu í gær að verið væri að ræða hugsanlegar breytingar á skilmálunum, m.a. um að leggja ekki skatt á innstæður undir 100.000 evrum. Markmiðið með skattinum er að takmarka aðstoð ESB og AGS við Kýpur, þannig að hún nemi ekki 17 milljörðum evra eins og Kýpurstjórn óskaði eftir, heldur 10 milljörðum evra. „Eignaupptöku“ mótmælt Sérfræðingar áætla að heildarinn- stæðurnar í kýpversku bönkunum nemi um 70 milljörðum evra og þar af eigi Rússar a.m.k. 15,4 milljarða evra. Rússnesk stjórnvöld hafa því mót- mælt skattinum harðlega. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði að skatturinn væri „ósanngjarn“ og „hættulegur“ og rússneski forsætis- ráðherrann Dmítrí Medvedev sagði að svo virtist sem markmiðið með skattinum væri að „taka peninga ann- arra manna eignarnámi“. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að samið hefði verið um skattinn til að tryggja að Evrópusambandið þyrfti ekki að verja milljörðum evra til að tryggja bankainnstæður auðugra Rússa, sem hefðu margir hverjir not- að kýpverska banka sem skattaskjól fyrir „illa fengið fé“. Kýpurstjórn hef- ur neitað ásökunum um að bankar landsins hafi verið notaðir til peninga- þvættis og boðist til að heimila alþjóð- lega rannsókn á starfsemi bankanna. Hagfræðingar spáðu því að Rússar myndu taka milljarða evra út úr kýp- versku bönkunum. Kýpverski hag- fræðingurinn Simeon Matsi sagði að skilmálar neyðarlánsins væru dauða- dómur yfir bönkunum á Kýpur og taldi að þeir yrðu lokaðir í marga daga vegna hættunnar á banka- áhlaupi. „Kýpur kemst ekki út úr kreppunni næstu 20 árin. Börnin okk- ar eiga eftir að bera kostnaðinn af þessum mistökum,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir hagfræðingnum Castas Apostolides, sem sagði stjórnina hafa samið illa af sér í viðræðunum við Evrópusambandið. Hagfræðingar sögðu að banka- kreppan á Kýpur gæti dregið dilk á eftir sér á evrusvæðinu og leitt til bankaáhlaupa í löndum á borð við Spán og Ítalíu. „Hafi þeir sem móta stefnuna ætlað að finna leið til að grafa undan traustinu, sem er grund- völlur allra bankakerfa, þá hafi þeir ekki getað staðið sig betur,“ hefur AFP eftir Michael Hewson, breskum sérfræðingi í fjármálamörkuðum. AFP Reiði Kýpurmenn ganga framhjá líkneskjum af Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Nikos Anastasiadis, for- seta Kýpur, í borginni Limassol. Mikil reiði er meðal íbúa Kýpur vegna skilmála neyðarláns Evrópusambandsins. Óttast bankaáhlaup í fleiri evrulöndum  Spá tveggja áratuga kreppu á Kýpur vegna skilmála ESB Hagvöxtur (á ári + eða - % af landsframleiðslu) Fjárlagahalli 2008 2007 2008 2009 2010 2011 2009 2010 2008 2009 2010 2011 2012 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2011 Opinberar skuldir (% af landsframleiðslu)(% af landsframleiðslu) Atvinnuleysi (% af vinnuaflinu) Áætlun um aðstoð við Kýpur 3,5 58,8 48,9 58,5 61,3 71,1 5,5 6,5 7,9 12,1* 3,8 3,6 -1,9 1,3 0,5 -2,4* 0,9 -6,1 -5,3 -6,3 Aðstoðin sem ESB hefur boðið er minni en fjárþörf Kýpur Handhafar opinberra skulda Kýpur Kýpverskir bankar 48 Aðrir kýpverskir fjárfestar 3 Erlendir fjárfestar 45 Kýpversk trygginga- félög og lífeyrissjóðir 4 (í % í lok ársins 2012) Heimildir: Eurostat, BNP Paribas *áætlað Hagkerfi Kýpur Verg lands- framleiðsla Fjárþörf Kýpur Fyrir- hugað lán (í milljónum evra) 10.000 17.000 25.000 Stórjuku umsvif sín í Grikklandi » Bankarnir á Kýpur stórjuku umsvif sín fyrir fjármálakrepp- una á evrusvæðinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn segir að heildareignir þeirra, að með- töldum öllum útlánum, hafi numið um 835% af vergri landsframleiðslu árið 2011. » Bankarnir voru mjög um- svifamiklir í Grikklandi og hafa tapað miklu fé á útlánum þangað vegna efnahagskrepp- unnar í landinu. Staðfest hefur verið að mál- verk, sem hefur hangið á vegg á virðulegu heimili í Bretlandi, er sjálfsmynd eftir Rem- brandt. Áður var talið að mál- verkið væri eftir nemanda hans en sérfræðingar hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að það sé eftir meistarann sjálf- an. Verkið er nú metið á tæpa fjóra milljarða króna. Sjálfs- myndin er talin vera frá árinu 1635 og sýnir listamanninn tæplega þrítugan í skikkju með hvítar strútsfjaðrir. Málverkið verður á vegg í 700 ára gömlu klaustri í Devon í Englandi, en klaustrið var áður heimili Francis Drakes, landkönnuðar sem var uppi á sextándu öld. Eftir átta mánuði verður málverkið sett í hreinsun og nánari rannsókn. BRETLAND Reyndist vera sjálfsmynd af Rembrandt Sjálfsmyndin eftir Rembrandt. AFP Abdullah Öcal- an, leiðtogi kúrdískra upp- reisnarmanna í Tyrklandi, hefur staðfest að hann hyggist kalla eftir vopnahléi í yfirlýsingu á fimmtudaginn kemur þegar nýtt ár gengur í garð hjá Kúrd- um. Öcalan hefur síðastliðin fjór- tán ár verið í haldi Tyrkja á Im- rali-eyju. Um 45.000 manns, flestir þeirra Kúrdar, hafa beðið bana í átökum uppreisnarmanna og tyrkneskra öryggissveita frá því að uppreisn Kúrda í Tyrklandi hófst árið 1984. Friðarviðræður hófust seint á síðasta ári. Öcalan afhenti þing- mönnum, sem heimsóttu hann, bréf þar sem hann segir að yfir- lýsing sín verði „söguleg“ og að hann vilji leysa deiluna sem fyrst og án frekari blóðsúthellinga. Öcalan bað einnig tyrkneska þingið um að tryggja það að friðurinn yrði varanlegur þannig að Kúrdar gætu lagt niður vopn sín á næstu mánuðum. TYRKLAND Öcalan boðar ákall um vopnahlé Abdullah Öcalan Hestháls 6-8, 110 Reykjavík, www.frumherji.is Söluskoðun fasteigna Tímapantanir í síma 570 9360 Ertu að kaupa eða selja fasteign? Viltu minnka áhættu í fasteignakaupunum? Hlutlaus söluskoðun og vönduð skýrsla yfir almennt ástand eignarinnar getur borgað sig margfalt. Láttu skoðunarmenn fasteigna hjá Frumherja fara yfir eignina áður en gengið er frá viðskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.