Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íaðdragandakosningannaleggja ýmsir
ráðherrar mikið á
sig til að koma
hugðarefnum sín-
um á framfæri og
flest þau mál sem þeir leggja
áherslu á þessa dagana virðast
hafa þann tilgang einan að
senda tilteknum hópum í sam-
félaginu tiltekin skilaboð.
Frumvörp eru lögð fram sem
allir vita fyrirfram að engar
líkur eru á að fáist afgreidd
enda eru þau svo vanhugsuð og
ófrágengin að engum getur
dottið í hug að þau hafi annan
tilgang en þann að ráðherrann
geti sagst hafa lagt þau fram.
Í síðustu viku urðu lands-
menn vitni að svipaðri æfingu
tveggja samfylkingarmanna
sem gerðu „samning“ sín á
milli um að byggja 800 íbúðir á
einni af flugbrautum Reykja-
víkurflugvallar.
Þau Dagur B. Eggertsson,
fyrrverandi varaformaður
Samfylkingarinnar, og Katrín
Júlíusdóttir, fyrrverandi vænt-
anlegur formannsframbjóð-
andi sama flokks, kynntu
samning um kaup borgarinnar
á 112.000 fermetra landi rík-
isins í Vatnsmýrinni.
Í fyrirspurnartíma á Alþingi
í gær, þar sem Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson og Birgir Ár-
mannsson inntu innanrík-
isráðherra álits á
„samningnum“, kom í ljós að
alvaran á bak við „söluna“ var
ekki meiri en svo að innanrík-
isráðherra, sem fer með sam-
göngumál, hafði ekki einu sinni
verið upplýstur um áform koll-
ega síns í fjármálaráðuneytinu.
Hann frétti ekki af „samn-
ingnum“ fyrr en eftir á.
Ennfremur kom fram að
þessi svokallaði
samningur hefði
ekkert gildi í raun,
því að hann er al-
farið háður því að
hætt verði að nota
eina af flug-
brautum vallarins, en engin
ákvörðun hefur verið tekin þar
um og hvorki Dagur né Katrín
munu taka þá ákvörðun.
Samningurinn svokallaði er
þess vegna miklu nær því að
vera einhvers konar „vilja-
yfirlýsing tiltekinna stjórn-
málamanna úr Samfylking-
unni“, eins og Birgir orðaði það
í fyrirspurn sinni, en ákvörðun
stjórnvalda eða þingsins um að
draga úr starfsemi Reykjavík-
urflugvallar eða flytja hann
eins og borgaryfirvöld og ýmsa
aðra úr Samfylkingunni
dreymir um.
Þetta frumhlaup Dags og
Katrínar er því miður í takt við
annað í vinnubrögðum stjórn-
valda ríkis og borgar um þess-
ar mundir. Alger óreiða ríkir
og enginn veit hvaða stefnu er
fylgt. Yfirlýsingar ráðamanna
og jafnvel undirritun samninga
eru út og suður og hver talar
þvert á annan. Á meðan er vita-
skuld allt í upplausn og með
þessu síðasta útspili er óvissan
um Reykjavíkurflugvöll aukin.
Eins og fram kom hjá innan-
ríkisráðherra, sem vill hafa
flugvöllinn þar sem hann er,
dregur þetta úr vilja til að reisa
nýja flugstöð við völlinn eins og
áformað hefur verið og þar með
er þetta enn eitt skrefið í átt að
því að hægja á framkvæmdum
og slá málum á frest. Allt í
þeim tilgangi að kynna einhver
sérviskusjónarmið, að þessu
sinni um flutning flugvallarins,
sem öllum má ljóst vera að
munu aldrei ná fram að ganga.
Ríki og borg skapa
sífellt meiri óvissu á
æ fleiri sviðum með
framgöngu sinni}
Óreiða í stjórnsýslunni
Hinir kunnu„björg-
unarpakkar“ ESB
lúta ekki sam-
ræmdum lög-
málum. Það sést
glöggt sé sagan
skoðuð frá því að
jörðin, sem stoðir evrunnar
hvíla á, byrjaði að skjálfa.
Fyrst var sagt að þetta væri
ekki neitt. Búrókratar í Bruss-
el létu eins og einn leiðtoga-
fundur ESB myndi leysa vand-
ann. Síðan hafa 20
neyðarfundir verið haldnir.
Fullyrðingarnar sem þeim
fylgdu stangast allar á:
„Óhugsandi að ríkissjóður
evruríkis standi ekki við skuld-
bindingar sínar.“ „Seðlabanki
evrunnar mun aldrei brjóta
bann við því að bankinn að-
stoði ríkissjóði í neyð.“
„Hömlulaus pen-
ingaprentun og
skuldabréfakaup
koma aldrei til
greina af bankans
hálfu.“
Þegar vandinn
óx og andúð skatt-
borgara lykilríkja líka voru
skuldabréfaeigendur neyddir
til að gefa eftir gagnvart
Grikklandi. ESB stóð að kröf-
um gegn Íslandi fyrir Efta-
dómstól vegna Icesave.
Vegna Kýpur var þó ákveðið
að jafnvel lágar innistæður
yrðu skertar einhliða. Gufaði
innistæðutilskipunin upp?
Réttlætingin: Náum peningum
af Rússum! Skilaboðin: Það
gilda engar reglur ef ESB
hentar. Ekkert er heilagt.
Verður Kýpur litla þúfan sem
veltir hlassinu?
Kýpurmálið sýnir
að ESB lýtur engum
lögmálum.
Það er ógnvænlegt
fyrir lítið ríki}
Búrókratar brenna sig
F
yrir helgina voru til lykta leiddir
samningar um kaup Reykjavík-
urborgar á spildu úr flugvall-
arsvæðinu í Vatnsmýrinni sem
ríkið hefur átt. Dagur B. Eggerts-
son, starfandi borgarstjóri, og Katrín Júl-
íusdóttir fjármálaráðherra komu málinu í gegn.
Til stendur að þrengja að flugvellinum með það
fyrir augum að þar megi reisa byggð 800 íbúa.
Þar er undir svæði í Skerjafirði og fórnað verð-
ur flugbraut, sem hefur verið í lítilli notkun.
Þarna virðist því vera farinn góður millivegur
þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi eru. Útkoman
er þá sú að flugvöllur og byggð fara vel saman.
Satt að segja er þetta samkomulag rakið
dæmi og leiðir af sér þá spurningu hvort ein-
hver viðunandi lending í flugvallarmálinu geti
nú loksins náðst. Hugmyndir um flugvallargerð
á Hólmsheiði, Lönguskerjum og Álftanesi eru satt að
segja ekkert annað en óraunsæjar reglustrikuæfingar
skýjaborgafólks.
„Þetta er óumdeilanlega fyrsta skrefið í því að flytja
flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Staðsetning hans þar er gríð-
arlega mikilvæg fyrir landið allt,“ sagði Ásmundur Einar
Daðason, þingmaður Framsóknarflokks, í pistli á vefsetri
sínu í gær. En hér kemst þingmaðurinn úr Dölunum að
kolrangri niðurstöðu. Með því að þrengja aðeins að flug-
vellinum og nálgast sjónarmið þeirra sem vilja hann burt
er verið að finna milliveg. Þetta heitir málamiðlun.
Reykjavík er miðpunktur Íslands. Þar eru helstu stofn-
anir, stærstu fyrirtækin, sjúkrahús, skólar,
þjónusta og svo framvegis. Og það sem skap-
ar þessa stöðu er meðal annars að höf-
uðborgin er skurðarpunktur samgönguæða.
Frá henni liggja leiðir á landi, lofti og legi og
fyrir vikið er landsbyggðin hið trausta bak-
land borgarinnar. Með því eflist borgin og
styrkist. Verður raunverulegur höfuðstaður
landsins alls. Í mínum huga er því satt að
segja sanngjarnt og sjálfsagt af hálfu þeirra
sem málum ráða í Reykjavíkurborg að
tryggja að þar verði áfram flugvöllur. Það
væri einfaldega afgjald borgarinnar fyrir höf-
uðborgartitilinn og forgjöfina sem því fylgir á
svo marga vegu.
Stríðið um að halda öllu landinu í byggð,
hverju þorpi og sveit, er að öllum líkindum
tapað, þótt það hafi lengi og sé raunar enn í
orði kveðnu opinbert markmið í umræðunni. Áfram og um
alla framtíð munu þó út um land þrífast kaupstaðir og
kjarnasvæði – en til að svo megi verða eru öruggir gagn-
vegir og þéttriðið samgöngunet grundvallaratriði. Og ein-
mitt þá komum við aftur að þætti Reykjavíkurborgar.
Auðvitað væri huggulegt ef breyta mætti flugvallarsvæð-
inu í snotra íbúðarbyggð, létta á umferð og hávaða og svo
framvegis. Hins vegar er veruleikinn sá, að í einu landi
býr ein þjóð og því geta borgaryfirvöld ekki tekið þá ein-
strengingslegu afstöðu í flugvallarmálinu sem borið hefur
á. Félagslegar skyldur borgarinnar við byggðina út um
land eru meiri en svo, að slíkt megi. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Sanngjörn skylda Reykjavíkur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Bláa lónið hefur ákveðið aðleggja sérstakt gjald ágesti sem leggja leið sína ílónið til þess að skoða það
án þess að fara ofan í. Einni evru af
hverjum tíu sem mun kosta að skoða
lónið verður varið til uppbyggingar
ferðaþjónustunni á Reykjanesi, m.a.
gerðar gangstíga og merkinga.
Umræða um gjaldtöku og ferða-
mannastaði hefur reglulega skapast
hér á landi. Margir hafa lýst þeirri
skoðun að slík gjöld séu nauðsynleg
til að standa straum af uppbyggingu
og viðhaldi á aðstöðu við náttúru-
perlur sem stuðli að náttúrugæðum
og verndun umhverfisins.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála-
stjóri segir að í tilfelli Bláa lónsins
verði að hafa í huga að um er að ræða
einkafyrirtæki sem sé frjálst að búa
til sína gjaldskrá, ekki megi heldur
gleyma því að lónið sé ekki nátt-
úrufyrirbæri í opinberri umsjá.
Ólöf segir að þrátt fyrir að um-
ræða um gjaldtöku við náttúruperlur
hér á landi hafi staðið lengi hafi hún
aldrei verið til lykta leidd. „Það skap-
ast alltaf umræða reglulega og hún
hefur verið lífleg undanfarið, en það
er á endanum ekki stofnana að fast-
setja opinbera stefnu, það er stjórn-
valda. Við höfum hins vegar talað
fyrir því að það þurfi að standa fyrir
samræðu um þessi mál og leiða þau
til lykta, í það minnsta móta stefnu
til tiltekins tíma, þá samræðu væri
Ferðamálastofa fús að skipuleggja
fyrir hönd stjórnvalda,“ segir Ólöf.
„Við viljum horfa til framtíðar í
þessum efnum, það liggja vissulega
mýmörg verkefni fyrir, hvað þá í
ljósi fjölgunar ferðamanna. Ég held
að gjaldtaka á einstökum svæðum
leysi þau verkefni ekki endilega og
þannig verður að skilgreina almenn-
ar leiðir einnig. Í þeim efnum hafa
ýmsar leiðir verið nefndar sem vert
væri að útfæra nánar,“ ítrekar Ólöf.
Framlög hafa aukist
Ólöf vekur þó athygli á því að
samfara skarpri fjölgun ferðamanna
á undanförnum misserum sé búið að
leggja umtalsvert meira fjármagn í
uppbyggingu á ferðamannastöðum
en áður. Fjármagn hafi vissulega
komið til í gegnum gistináttaskatt-
inn, einnig hafi stjórnvöld ákveðið að
veita samtals 1.500 milljónir í fram-
kvæmdasjóð ferðamannastaða á
næstu þremur árum í gegnum fjár-
festingaáætlun.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, gerir ráð fyrir að gjald-
taka á ferðamannastöðum verði
rædd á aðalfundi samtakanna í
næsta mánuði, ekki hafi verið álykt-
að um málið hingað til. „Það eru
náttúrlega allskonar hugmyndir í
gangi. Sú hugmynd sem hefur fengið
hvað mestan byr í seglin er hugmynd
um einhvers konar náttúrupassa. Við
getum ekki hugsað okkur fyr-
irkomulag sem felur í sér posa við
hvern foss, enda yrði það óskaplega
óhagkvæmt og færi meira og minna í
sjálft sig,“ segir Erna.
Hinn 1. mars síðastliðinn var
tekið upp svokallað gestagjald, 1.000
kr. fyrir hverja köfun/yfirborðsköfun
í Silfru á Þingvöllum. Að sögn Ólafs
Arnar Haraldssonar þjóðgarðs-
varðar gera áætlanir ráð fyrir að
gjaldið skili 6-8 milljónum í ár. Sú
upphæð fer alfarið í að byggja
upp og viðhalda þjónustu og að-
stöðu við Silfru. M.a. verður
komið upp salernum á svæðinu,
endurbætur verða gerðar á bíla-
plani og komið verður upp borðum
og pöllum fyrir gesti. Þá verður að-
staða fyrir köfun bætt og
tröppum og uppstigum
komið fyrir.
Á að rukka fyrir að-
gang að náttúrunni?
Morgunblaðið/RAX
Tekjur Skiptar skoðanir eru um hvort innheimta eigi gjald af ferðamönnum
sem skoða náttúruperlur sem Ísland hefur upp á að bjóða.
„Því miður duga tekjur vegna
gjaldsins ekki til að verja land-
ið frekari skemmdum sem hafa
orðið vegna ferðamanna sem
þarna hafa verið, köfurunum,
ferðamönnum sem þarna hafa
komið og fylgst með köf-
urunum sem og öðrum ferða-
mönnum sem ganga um ná-
grenni Silfru. Þarna hafa orðið
töluverðar gróðurskemmdir,
mosinn niðurtroðinn og sár
hafa opnast í landinu. Því mið-
ur dugir þetta gjald ekki til að
verja landið að þessu sinni en
það er verkefni sem mun
koma á dagskrá á næsta
ári,“ segir Ólafur Örn
Haraldsson, þjóð-
garðsvörður á Þing-
völlum, sem telur
eðlilegt að þeir sem
njóti þeirrar sérstöku
og sérhæfðu aðstöðu
sem er í Silfru
borgi fyrir
hana.
Þeir borgi
sem njóti
AÐSTAÐA VIÐ SILFRU BÆTT
Ólafur Örn
Haraldsson