Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 11
orðið í utanvegahlaupum á Íslandi
undanfarin ár. „Ég er til dæmis
með hlaupahóp í Hveragerði og við
förum af malbikinu 1. mars og ekki
aftur á malbik fyrr en fyrsta vetr-
ardag. Það fer betur með skrokkinn
að hlaupa utan vega og svo skilar
líka hver kílómetri miklu meiru en á
malbiki.“
Safnar utanvegahlaupum
Pétur á ótalmörg skemmtileg
maraþon að baki og tók meðal
annars þátt í maraþonhlaupi í
Tíbet fyrir nokkrum árum. „Það
var svakalegt ævintýri. Það
eru engir vegir þarna þann-
ig að þetta var sjálfkrafa
utanvegahlaup. Við hlupum
til dæmis yfir tún þar sem
belja lá á stígnum og við
þurftum að hlaupa fyrir hana
af því að hún hreyfði sig ekki,“
segir Pétur og hlær. Pétur
stefnir á að fara í 10. skiptið
í Laugavegshlaupið í sumar
til að standa við gefið loforð
en segist þó orðinn ansi
þreyttur á því hlaupi.
Hann segir það samt sem
áður góða lokaæfingu fyr-
ir Hengilshlaupið í sumar.
Náttúrufegurð Þeir sem ekki keppa við tímann í Hengilshlaupinu gætu notið þess að dýfa sárum fótum í heitar
laugar á leiðinni þó að þessir tveir hafi ekki gert það í fyrra. Náttúrufegurðarinnar njóta hins vegar allir hlauparar.
er að byrja að hlaupa þetta núna í
áföngum. Ég er farinn að stúdera
brekkurnar og farið að þykja vænt
um þær. Í hvert skipti sem ég keyri
Hellisheiðina horfi ég þarna yfir og
sé eina erfiðustu brekkuna. Ég veit
að þeir sem hlupu þetta í fyrra
hugsuðu ekki hlýtt til mín þegar
þeir fóru upp hana. Þá er farið
beint upp hjá Hellisheiðarvirkjun,
upp Sleggjubeinsskarð. Það er
svakaleg hækkun og erfitt að
hlaupa. Svo er ég búinn að setja
Þorvaldsdalshlaupið og önnur ut-
anvegahlaup inn á æfingaplanið hjá
mér en ég hef oft sagt að ef þú get-
ur hlaupið 17 kílómetra þá geturðu
hlaupið hundrað. Eftir sautján kíló-
metra tekur hausinn við,“ segir Pét-
ur og hlær. Einhverra hluta vegna í
gegnum hlaupin hefur talan 17 orð-
ið að lukkutölu hjá Pétri en hann
velur sér helst skápa númer 17,
hlaupanúmerið 17 og hljóp mara-
þonhlaup sem voru 17 hringir í til-
efni 50 ára afmælis síns.
Reykingafíkn vék fyrir
hlaupafíkn
Hengilshlaupið er ekki eina
hlaupið sem Pétur stendur fyrir en
hann sér líka um Grafningshlaupið
og Hamarshlaupið og er með putt-
ana í Píslarhlaupinu sem er haldið í
Úthlíð á föstudaginn langa. Enn
fremur sér hann um þríþrautar-
kepnni sem haldin verður í Hvera-
gerði hinn 25. maí.
Pétur kynntist hlaupaíþróttinni
fyrir um tuttugu árum þegar það
var settur af stað skokkhópur hjá
Námsflokkum Reykjavíkur. „Á
þessum tíma reykti ég náttúrlega
eins og alvörumaður, nærri tvo
pakka á dag, en langaði samt að
hlaupa. Sá sem setti þetta á lagg-
irnar, Jakob Bragi Hannesson, plat-
aði mig til að mæta og ég byrjaði að
hlaupa með. Ég fór í fyrsta hlaupið
mitt austur í Flóa og ældi eins og
múkki eftir það. Þá varð annað að
víkja; reykingarnar eða hlaupið. Þá
var bara fíknin orðin meiri í hlaupið
og yfirtók í raun sígarettuna og síð-
an þá hef ég bara verið að hlaupa.“
Fimm árum síðar tók Pétur við
að þjálfa sama hóp og tók síðan að
sér seinna að þjálfa skokkhóp í
Laugum. Það var síðan ekki fyrr en
hann flutti út á land, að Úlfljóts-
vatni, sem hann varð forfallinn ut-
anvegahlaupari.
Hljóp konu sína uppi
Áhugamálið varð líka áhrifa-
valdur í einkalífinu en þegar Pétur
var að þjálfa hlaup á Selfossi kynnt-
ist hann konu sinni, Sigríði E. Sig-
mundsdóttur „Ég segi alltaf að ég
hafi kynnst konu minni á hlaupum.
Ég var að þjálfa hana og hljóp hana
uppi. Hún hleypur alveg jafnmikið
og ég og við hlaupum mikið saman.“
Árið 2006 fór Pétur í sitt fyrsta
hundrað kílómetra hlaup í Norður-
Svíþjóð. „Það var æðislegt. Ég var
rígmontinn eftir það og eins og
sperrtur hani. Svo hitti ég pínulít-
inn sjötugan Frakka og hann var að
spyrja okkur um þetta og við vorum
svo stolt eftir fyrsta hlaupið okkar.
Þá kom í ljós að hann var búinn að
hlaupa yfir hundrað hundrað kíló-
metra hlaup og sagði að það væri
mikill lúxus eftir að hann komst á
ellilaun því það væri svo þægilegt
að komast á milli staða! Þá fannst
okkur við ekki alveg eins stór.“
Fjórum dögum eftir hundrað
kílómetra hlaupið tók Pétur þátt í
fjallahlaupi hér á Íslandi, fór úr
ökklalið og brotnaði. „Það fannst
aldrei beinflísin þegar þetta gerðist
þannig að ég er eiginlega búinn að
vera haltur lengi og er fyrst núna
að verða heill aftur. Ég hef reyndar
hlaupið nokkur maraþon síðan en
hef ekkert getað æft neitt að ráði.
Þegar maður er kominn á vissan
aldur hættir maður líka að stefna á
einhvern tíma. Þá er maður bara að
taka þátt í þessu og stefnir á að
komast vegalengdina.“
Pétur segir mikla byltingu hafa
Sameiginlegt áhugamál Hér kemur Pétur í mark í Þorvaldsdalshlaupinu
og með honum er kona hans, Sigríður E. Sigmundsdóttir.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Hverfisgötu 52 • 101 Reykjavík • Sími 561 0075 • sjadu@sjadu.is
Horni Hverfisgötu og Vatnsstígs
Bara flott gleraugu
Hengilshlaupið verður haldið í
annað sinn laugardaginn 27. júlí
2013. Boðið er upp á tvær vega-
lengdir í ár, annars vegar 50 kíló-
metra og hins vegar 81 kílómetra
eða 50 mílna hlaup. Hlaupið er
um fjalllendi Hengilssvæðisins
og í næsta nágrenni Hveragerðis.
66°Norður er aðalstyrktaraðili
hlaupsins en þátttökugjald er
óvenjulágt, 10.000 krónur fyrir
50 kílómetra og 15.000 krónur
fyrir 81 kílómetra. Drykkjar-
stöðvar verða á 10 km fresti og
er boðið upp á salernisaðstöðu
þrisvar sinnum á leiðinni.
„Við keyrum kostnaðinn
niður úr öllu. Það er til
dæmis ekki komin tíma-
setning á hvenær 50 kíló-
metrarnir starta um
morguninn og það er
vegna þess að sum-
aráætlun strætó er ekki
komin þannig að við vitum
ekki hvenær strætó fer úr
bænum,“ segir Pétur Ingi
Frantzson, skipuleggjandi
hlaupsins, og hlær. Hægt er að
skrá sig í hlaupið á hlaup.is.
Hengill-ultra-utanvegahlaup
BOÐIÐ UPP Á 50 KÍLÓMETRA OG 50 MÍLNA HLAUP
Brekkurnar í
Hengilshlaupinu
taka á.
Útivist er með dagsferðir nær alla
sunnudaga ársins og segir Skúli H.
Skúlason, framkvæmdastjóri félags-
ins, jöklagöngur upp á Snæfellsjökul
og Eyjafjallajökul þær vinsælustu í
dag en vinsældirnar eru breytilegar
milli ára.
Frá upphafi hefur Útivist boðið
upp á fjölda ferða á hverju ári og
eykst úrvalið og fjölbreytnin ár frá
ári. Þó eru alltaf nokkrir fastir
punktar í starfsemi félagsins, til
dæmis afmælisferðin á Keili sem
áður var nefnd, Jónsmessunæt-
urganga yfir Fimmvörðuháls og
kirkjuferð í upphafi árs.
Nú nýlega tókust samningar á
milli Útiveru og Útivistar um að
tímaritið Útivera verði innifalið í
ársgjaldi félagsins.
Morgunblaðið/ÞÖK
Gönguferð Keilir tekur á móti göngufólki í vetrarskrúða á sunnudaginn.