Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 21

Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Skoplegt líkneski af Jóhanni Karli Spánarkonungi og Sofíu drottningu á sýningu í Valencia á Spáni í tilefni af hátíðinni Las Fallas sem lýkur í dag. Hátíðin hefst fyrsta sunnudag marsmánaðar ár hvert og henni lýkur 19. mars. Fjölmargir borgarbúar taka þátt í undirbún- ingi hátíðarinnar og búa til 10 til 20 metra há líkneski af ýmsum persónum, meðal annars stjórnmálamönn- um, íþróttafólki, teiknimyndahetjum, goðsagna- persónum og kvikmyndaleikurum. Líkneskin eru gerð úr pappírsmauki, vaxi og viði. Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir fallegasta lík- neskið, bestu götuskreytingarnar og bestu „paelluna“ sem er þjóðarréttur Valencia-héraðs. Sett eru upp tjöld í hverri götu og borgarbúarnir halda vikulanga veislu með tónlist, lúðrablæstri og skrúðgöngum. Hátíðinni lýkur síðan með stórkostlegri flugeldasýningu og kveikt er í öllum líkneskjunum í einu, nema því sem val- ið er fallegasta líkneskið. Hátíðin er haldin til heiðurs heilögum Jósefi, eiginmanni Maríu, móður Krists. Messudagur Jósefs er í dag. Hátíðin Las Fallas nær hámarki í Valencia á Spáni AFP Listaverkin brennd á degi Jósefs Frans páfi átti í gær fund með Cristinu Kirchner, forseta Argent- ínu, sem varð þar með fyrsti þjóð- höfðinginn til að heimsækja hann eftir að hann var kjörinn páfi. Kirchner hvatti páfa til þess að beita sér fyrir lausn deilu Argent- ínumanna og Breta um Falklands- eyjar. Frans er fyrsti páfinn frá Suður- Ameríku í sögu kaþólsku kirkj- unnar. Samskipti hans við Kirchner voru fremur stirð þegar hann var erkibiskup í Buenos Aires, einkum vegna andstöðu hans við hjónabönd para af sama kyni og fóstureyð- ingar. Eiginmaður hennar og fyrr- verandi forseti Argentínu, Néstor Kirchner, sem er látinn, lýsti hon- um sem hinum „sanna leiðtoga stjórnarandstöðunnar“ vegna funda hans á bak við tjöldin með stjórnmálamönnum í Argentínu. Frans verður settur formlega inn í embætti páfa við messu á Péturs- torginu í dag. Búist er við að um milljón manna safnist saman í mið- borg Rómar af því tilefni. Margir leiðtogar Evrópuríkja sækja messuna, þeirra á meðal Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, Mariano Rajoy, forsætisráð- herra Spánar, og Jean-Marc Ay- rault, forsætisráðherra Frakklands. Robert Mugabe, forseti Sim- babve, verður einnig við messuna, en hann kom með flugvél til Rómar í gær þótt Evrópusambandið hefði bannað honum að ferðast til aðildarlanda þess vegna mannrétt- indabrota í Simbabve. Ferðabannið nær ekki til Páfagarðs. Frans páfi settur inn í embætti AFP Heimsókn Frans heilsar Cristinu Kirchner, forseta Argentínu. Fleiri Bretar vilja frekar að Bret- landi gangi í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) og gerist aðili að EES-samningnum en að landið verði áfram í Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýlegri skoð- anakönnun sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir bresku hugveituna Bruges Group. Fjallað er um niður- stöður könnunarinnar á vefsíðunni PublicServiceEurope.com. Ef marka má könnunina vilja 38% að Bretland gang í EFTA en 23% vilja vera áfram í Evrópusam- bandinu. 40% eru ekki viss um hvorn kostinn þau kjósi frekar. Ef aðeins er miðað við þá sem taka af- stöðu með eða á móti vilja 62% aðild að EFTA en 38% að ESB. BRETLAND Fleiri vilja EFTA en Evrópusambandið Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga ÁLGLUGGAR - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem elska hönnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.