Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Kvartett píanó-
leikarans Sunnu
Gunnlaugsdóttur
kemur fram á
djasskvöldi Kex
Hostels í kvöld
kl. 20.30. Auk
Sunnu eru í
kvartettinum Ari
Bragi Kárason á
trompet, Tómas
R. Einarsson á
kontrabassa og Scott McLemore
sem leikur á trommur. Kvartettinn
mun flytja hina ýmsu djassstand-
arda og er aðgangur ókeypis að
tónleikunum.
Sunna og félagar
leika djass á Kexi
Sunna
Gunnlaugsdóttir
Útvarpsstöðin Flass 104,5 mun á
næstu dögum opna tvær nýjar út-
varpsstöðvar, FlassBack og Flass X-
tra. Flass 104,5 hefur verið starf-
rækt frá árinu 2005 og heldur stöðin
úti vefnum flass.is. Í tilkynningu
segir að með nýju stöðvunum verði
markhópur Flass stækkaður. Á
FlassBack verði leikin tónlist frá ár-
unum 1990 til 2005 og á Flass X-tra
tónlist sem útvarpsstöðvar hér á
landi hafi lítið sinnt til þessa, hip-hop
og raftónlist m.a. Jaðartónlist muni
fá nýtt heimili og íslenskir tónlist-
armenn verði í aðalhlutverki. Flass
104,5 verði áfram aðalstöðin og dag-
skráin tekin í gegn.
FlassBack og Flass
X-tra bætast við
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
DEADMANDOWN KL.5:40-8-10:20-10:40
DEADMANDOWNVIP KL.8-10:20
OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8
OZ:THEGREATANDPOWERFUL2DKL. 5:20
OZ:GREATANDPOWERFULVIP2DKL.5:20
ÞETTAREDDAST KL. 8 -10:20
BEAUTIFULCREATURES KL. 8 -10:40
FLIGHT KL. 8
WARMBODIES KL. 10:50
FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50
ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6
KRINGLUNNI
DEADMAN DOWN KL. 5:40 - 8 - 10:20
OZ:GREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40
ÞETTAREDDAST KL. 10:40
THIS IS 40 KL. 8
FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ
MONSTERSINC ÍSLTAL3D KL.5:50
DEADMANDOWN KL.5:30-8-10:30
OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.8-10:40
OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL.5:20
IDENTITY THIEF KL.5:30-8-10:30
FLIGHT KL.5:20-10:30
ARGO KL.8
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
DEADMANDOWN KL.8-10:20
21ANDOVER KL.10:30
OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU ÍSLTAL KL. 6
FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ
ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6
AKUREYRI
DEADMANDOWN KL.8 -10:20
OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8
OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20
ÞETTA REDDAST KL. 6
BEAUTIFUL CREATURES KL. 10:40
FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ
ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6
TILNEFND TIL 2
ÓSKARSVERÐLAUNA
R.EBERT
LA TIMES
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTABLAÐIÐ
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
DISNEY BÝÐUR ÞÉR Í HREINT MAGNAÐ
FERÐALAG TIL TÖFRALANDSINS OZ
K.N. EMPIRE
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ALICE INWONDERLAND
OG LEIKSTJÓRA SPIDERMAN ÞRÍLEIKSINS
FRÁ LEIKSTJÓRANUM SEM FÆRÐI OKKUR
KARLAR SEM HATA KONUR
COLIN FARRELL OG NOOMI RAPACE ERU
STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
Við léttum þér lífið
F
A
S
TU
S
_H
_0
5.
01
.1
3
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900
WWW.FASTUS.IS
Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar
Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að
Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar
og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir.
Komdu og skoðaðu úrvalið
- við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Enn og aftur er komið að hin-um árlega tónlistarviðburðiMúsiktilraunum, en fyrsta
undanúrslitakvöldið af fjórum var
haldið í Silfurbergi í Hörpu, sunnu-
dagskvöld 17. mars. Á dagskrá
voru tíu atriði með fjölbreyttasta
móti, allt frá trúbador til tölvu-
popps með viðkomu í rokki af ýms-
um stærðargráðum. Í ár er slegið
met í fjölda kvenna sem taka þátt,
en þær eru 21 talsins.
Fyrsta band á svið var tríó úrGarðabæ, Blær, sem skartaði
einkar viðkunnanlegri söngkonu,
en þrátt fyrir einlægan flutning
vantaði herslumuninn í þéttleika og
samspili. Næsta band var hið blús-
skotna The Royal Slaves með
hörkugóðum söngvara og prýði-
legum lagasmíðum. Hljómurinn var
einnig góður en trommuleikur helst
til ónákvæmur á köflum.
Þvínæst voru Hide Your Kids,Garðabæjarsveit sem leikur
poppað elektró. Allt virtist ganga
snurðulaus hjá þeim þetta kvöld, og
seinna lagið sem þau fluttu var sér-
staklega fönkí og grípandi. Við tók
hljómsveitin White Signal, 4 stelpur
og 3 strákar sem spila fönkað popp
í anda Jamiroquai, og komust þau
ágætlega frá sínu setti. Reykvísku
rokkararnir Sudden Pressure voru
síðastir fyrir hlé, og líklega má bet-
ur ef duga skal þar. Eitthvað vant-
aði upp á samæfinguna, en þeir fá
prik í kladdann fyrir skemmtilega
notkun á kúabjöllu í síðara lagi
sínu.
Trúbadorinn Óskar Harðar fráVopnafirði reið á vaðið eftir
hlé og hann tilkynnti jafnframt að
hann væri að spila á sínum allra
fyrstu tónleikum. Má hann vel við
una miðað við reynsluleysið, því
þrátt fyrir skiljanlegan taugatitr-
ing lauk hann lögunum með brosi á
vör og heldur vonandi bara ótrauð-
ur áfram. Þá steig á svið dúettinn
Vök, en þar er tölvari sem spilar á
saxófón og syngur bakraddir og
söngkona sem spilar á rafgítar og
hljómborð. Tónlistin er draum-
kennd og hljómfögur og minnir
stundum á Portishead eða hina ís-
lensku Samaris, en byggir líka upp
kraftmeiri kafla. Virkilega spenn-
andi hljóðheimur.
Múspellssynir frá Reykjavíkvoru næstir og liðu fyrir
skort á söngvara því þrátt fyrir fín-
ar hugmyndir vantaði upp á laga-
Fínasta fjölbreytni
Morgunblaðið/Golli
Kúabjalla Reykvísku rokkararnir Sudden Pressure. „Eitthvað vantaði upp á samæfinguna, en þeir fá prik í kladd-
ann fyrir skemmtilega notkun á kúabjöllu í síðara lagi sínu,“ segir m.a. um frammistöðu þeirra.
smíðar og form. Þar á eftir kom
Sjálfsprottin Spévísi, Akureyr-
arsveit sem spilar tónlist sem er ill-
flokkanleg, en líklegast mætti þó
kalla þetta einhvers konar indí.
Bassaleikarinn þeirra var mjög
flottur og gaman að fylgjast með
honum á sviðinu.
Skagamennirnir í Stale Gre-nade lokuðu kvöldinu. Sú
hljómsveit átti ágætisspretti, sér-
staklega í fyrra lagi sínu, en
trommarinn var stundum sem sleg-
inn út af laginu, og við það tapaðist
samhljómurinn. Salurinn valdi
áfram hina hafnfirsku Vök en dóm-
nefnd sendi Hide Your Kids í úrslit.
Þar sannast hið gamla og góða mál-
tæki: Æfingin skapar meistarann,
því bæði þessi bönd mættu vel æfð
og þétt til leiks. Í heildina var
kvöldið hin besta skemmtun og
gaman að fylgjast með svo ólíkum
sveitum spila í frábærum hljómi
Silfurbergs. Sannarlega góð byrjun
á Músiktilraunum.
» Þar sannast hiðgamla og góða mál-
tæki: Æfingin skapar
meistarann, því bæði
þessi bönd mættu vel
æfð og þétt til leiks.
David Bowie
skaust beint á
topp metsölulist-
ans í Bretlandi,
með nýju plötuna
The Next Day
sem kom út í lið-
inni viku. Tæp-
lega 100.000 ein-
tök seldust þessa
daga. Þetta er í
fyrsta skipti í tvo áratugi sem Bo-
wie nær toppsæti opinberra vin-
sældalista en platan hefur auk þess
verið rifin út af meiri ákafa en aðr-
ar sem komið hafa út á árinu.
Listamaðurinn er orðinn 66 ára
gamall og hefur verið hljótt um
hann síðustu ár; svo hljótt að hann
kom öllum að óvörum á afmæl-
isdaginn í janúar þegar fyrsta smá-
skífan kom á markað. Hann hafði
unnið að plötunni síðustu tvö ár.
Plate með Bowie fór síðast á
toppinn árið 1993 og það var Black
Tie White Noise. Næst söluhæsta
plata vikunnar sem leið í Bretlandi
var What About Now með Bon Jovi.
Ný plata Bowies
fór beint á toppinn
David Bowie