Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Viðbótarupplýs-
ingar í æviágrip
Í æviágrip um Kristján Reyk-
dal sem birtist 15. mars sl.
vantaði nöfn barnabarna
Kristjáns, þ.e. börn Ingi-
bjargar Reykdal, þau Mar-
geir (látinn 5. nóvember
1980), Jóhönnu, Ragnheiði
Ingibjörgu, Kristínu og Mar-
gréti Jónu.
LEIÐRÉTT
„Ávallt viðbú-
inn?“ Þorvaldur starði á mig
stórum augum og smá-
áhyggjuhrukkur birtust á enn-
inu.
„Það gengur ekki, ég get ekki
alltaf verið viðbúinn,“ sagði hann
eftir smáumhugsun og ákvað síð-
an að fresta inngöngu í skátana á
meðan hann melti þessi erfiðu
inntökuskilyrði.
Þetta var ekki í fyrsta skipti
sem hann setti spurningarmerki
við eitthvað sem aðrir leiddu ekki
hugann að og svo sannarlega ekki
það síðasta.
Ég flyt suður tvítugur og Þor-
valdur, þá tíu ára, erfir loftriffil-
inn, framköllunardótið og hand-
snúna sprittprentarann. Sá
prentari byrjaði hratt að snúast í
blaðaútgáfu og fleira, enda ekki
eftir neinu að bíða að mati Þor-
valdar.
Gera fyrst og spyrja svo, ein-
kenndi hann alla tíð. Ég fékk að
fylgjast með ferli hans og þroska
í gegnum árin. Hann heimsótti
okkur hvort sem við bjuggum á
Lollandi, Söderhamn, Reykjavík
eða í Helsingborg. Við sátum
fram á nætur og fórum á flug í
frásögnum, hugmyndum og pæl-
ingum. Það var stundum til að
æra óstöðugan að fylgjast með
hugmyndum hans og áætlunum á
ótal sviðum. Allt kom honum við
og skarpskyggni hans var ótrú-
leg. Eftir því sem árin liðu urðum
við æ nánari og síðustu árin
tengdumst við órjúfanlegum
böndum. Tveim vikum fyrir and-
lát hans tók ég skyndiákvörðun
og flaug til Íslands, óvitandi að
hann var staddur þar í nokkra
daga. Við áttum saman yndislega
skemmtilegt kvöld með sameig-
inlegum vinum og heilan dag
fengum við að vera saman áður
en hann flaug heim. Mikið er ég
þakklátur fyrir þennan bræðra-
fund.
Ég fékk að styðja hann á erf-
iðum stundum og fagna með hon-
um þegar vel gekk. Það var gagn-
kvæmt.
Ég var staddur fyrir ári hjá
Þorvaldi í Antwerpen þegar
Gunnar Örninn okkar lést. Hann
studdi mig í gegnum kvöldið og
nóttina og hélt því síðan áfram á
sinn einstaka hátt með nærveru,
djúpum samtölum og bréfaskrift-
um. Síðasta bréfið sem ég skrif-
aði honum þrem dögum áður en
hann lést var staðfesting á því að
hann kæmi til okkar í Helsing-
borg í byrjun júní og héldi nám-
skeið með fjölskyldunni í skap-
andi skrifum, þar sem við
mundum skrifa um Gunnar Örn.
Ég veit að Þorvaldur verður
með okkur í byrjun júní þegar við
setjumst niður og opnum fyrir
það sem við höfum innra með
okkur eins og hann var alltaf að
benda á.
Ég sakna þín vinur minn.
Gunnar bróðir.
„Sem Drottinn sjálfur mildum
lófa lyki, um lífsins perlu á gullnu
augnabliki.“
Þorvaldur fæddist þegar ég
var fjórtán ára. Mér fannst það
fremur vandræðalegt að foreldr-
ar okkar skyldu enn vera að eign-
ast börn, fólk komið á fertugsald-
ur. En allt slíkt gleymdist um leið
og ég sá hann.
Hann var fallegt og brosmilt
barn. Ljósu lokkarnir, bláu aug-
Þorvaldur
Þorsteinsson
✝ Þorvaldur Þor-steinsson fædd-
ist á Akureyri 7.
nóvember 1960.
Hann lést á heimili
sínu í Antwerpen
23. febrúar 2013.
Þorvaldur var
jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju
15. mars 2013.
un og breitt brosið
bræddu alla sem sáu
hann. Táningastæl-
arnir runnu af mér í
návist hans. Mér
fannst ekkert til-
tökumál að passa
hann eða labba með
hann um bæinn og
leyfa fólki að kíkja á
hann og kalla fram
brosið hans. Litli
bróðir okkar var frá
frumbernsku gæddur miklum
persónutöfrum, skýr og
skemmtilegur. Hann hafði fljótt
ákveðnar skoðanir og um hríð var
ég eina manneskjan sem mátti
þvo honum um hárið.
Svefninn hans var svo léttur að
ekki mátti flugvél fljúga yfir
Eyjafjörðinn, þá hrökk hann upp.
Mamma setti kodda yfir símann
meðan hann svaf og allir urðu að
hafa lágt.
Um leið og hann gat valdið
blýanti og litum fékk sköpun-
arþráin útrás á veggjum heimilis-
ins og á eftir honum hljóp
mamma með rakan klút í hendi.
Hann var bara fimm ára þegar
ég flutti til Þýskalands og í mörg
ár missti ég að miklu leyti af því
að sjá hann vaxa upp og þroskast.
Ég á samt myndir af honum á
ýmsum aldri því hann var dugleg-
ur að hlaupa inn á myndirnar sem
ég tók í fríunum heima.
Ég man þegar ég breiddi yfir
lítinn dreng að kvöldi og sagði að
mig langaði að eignast einhvern
tíma barn eins og hann. „Ég skal
bara stækka niður og vera barnið
þitt,“ svaraði hann að bragði.
Ég man unga, fallega manninn
sem var svo hæfileikaríkur að
honum fannst erfitt að velja sér
eitthvert eitt nám eða eina list-
grein eins og ungu fólki hefur
löngum verið innprentað að beri
að gera. En hann var sjálfum sér
trúr og fann sína eigin farvegi og
margir fengu að njóta.
Ég man hann sem góða fé-
lagann í bandalaginu við daginn
eina og hvernig við gátum enda-
laust rætt sameiginlegt hugðar-
efni okkar.
Ég man þegar hann hjálpaði
mér að taka skrefið út fyrir
þægindarammann og leyfa göml-
um draumi að rætast.
Man nóvemberdagana sem ég
átti með þeim Helenu í Antwer-
pen. Sá og upplifði þau blómstra í
listsköpun sinni og einkalífinu.
Þau elskuðu Antwerpen og lífið
þar og áttu orðið fjölda góðra
vina. Það voru forréttindi að
kynnast borginni gegnum þau og
með þeim.
Einn daginn þegar við gengum
yfir torgið á heimleið spurði ég
Þorvald:
„Er þetta ekki bara það sem
þig hefur alltaf dreymt um? Að
lifa og búa nákvæmlega svona?“
Hann játaði því, hallaði höfðinu
aftur og hló við.
Í dag sitjum við hér skilnings-
vana og sár.
Ég fæ lánuð orð frænda okkar
sem sagði um hann látinn:
„Æ, hve hans er sárt saknað.
Fáum hefur verið jafn vel gefinn
skilningur á því sem skiptir máli.
Og hann kom þeim skilningi til
okkar sem ekkert skildum. Og
ljómi hans mun lengi og vel lýsa
upp hin myrku gil okkar menn-
ingarheims.“
Megi svo verða.
Drottinn blessi minningu Þor-
valdar og styrki þau sem sakna
hans og syrgja.
Jóna Lísa.
Harmafregn dundi yfir.
Felum Drottins föðurhönd
harma vora og hjartaþunga,
hann á sjálfur gamla og unga,
frjáls að leysa líkamsbönd.
(Jónas Hallgrímsson)
Þorvaldur frændi okkar systra
hefur kvatt þennan heim.
Á þessari erfiðu stundu renna
kærar minningar gegnum hug-
ann. Ævintýraljómi er yfir ferð-
um fjölskyldunnar norður til Ak-
ureyrar til Diddu móðursystur
okkar og fjölskyldu hennar.
Margs er að minnast og þar á
meðal er ferð yfir í Vaglaskóg í
vel pökkuðum bíl, níu manns í
Volkswagen auk útilegudótsins á
toppnum, Sigga Snjólaug og Þor-
valdur í kassanum aftast í bjöll-
unni, alltaf stutt í góðlátlegt glens
og skemmtisögur. Rósenborgar-
systur, Didda, Gugga og Villa í
sólbaði á Hamarstígnum, Amaro-
ferð var fastur punktur hjá þeim
systrum og síðan var það Sjallinn
hjá fullorðna fólkinu, og alltaf
voru okkur krökkunum sagðar
sögur af því markverðasta. Þetta
voru sólarlandaferðir þess tíma,
alltaf gott veður fyrir norðan. Ef
veðurstofan sagði annað var það
tóm vitleysa, sagði Didda. Rósen-
borgarsystur voru einstakar, allt-
af líf og fjör í kringum þær og
fjölskyldur þeirra.
Á meðan fullorðna fólkið var
upptekið af sínu vorum við krakk-
arnir meðal annars að leika okkur
á Hamarstígnum, uppi á háalofti,
á verkstæðinu hans Steina, pabba
Þorvaldar, að teikna, að laumast
um á tjaldstæðinu til að fylgjast
með Ljóni norðursins, í lystigarð-
inum og sundlaugin hafði líka
gríðarlegt aðdráttarafl í allri sól-
inni á Akureyri. Alltaf var
skemmtilegur blær yfir því að
vera með Þorvaldi og systkinum
hans. Missirinn er mikill núna
fyrir þau systkinin því kært var
með þeim og þau miklir félagar.
Snemma tók maður eftir því
hvað Þorvaldur sagði skemmti-
lega frá, hve hæfileikaríkur og
fjölhæfur hann var. Hann byrjaði
ungur að yrkja, spilaði á hljóð-
færi eftir eyranu, teiknaði og
málaði. Það var áhugavert að
fylgjast með listsköpunarferli
hans. Það var sama hvað hann tók
sér fyrir hendur. Allt lék í hönd-
um hans. Auk þess var hægt að
spjalla við hann um alla heima og
geima og það voru gefandi sam-
töl, ljúft að sitja og hlusta á hann,
meðal annars þegar hann sagði
grínsögur af mömmu sinni. Allir
höfðu gaman af og ekki síst
Didda.
Þorvaldur trúði á það jákvæða
í hverri manneskju og að sköp-
unarkraftur byggi í okkur öllum.
Við þyrftum aðeins að hlúa að
honum, leyfa honum að blómstra
út frá okkar áhugasviði, og við
ættum ekki að láta aðra draga úr
okkur.
Við systur þökkum Þorvaldi
fyrir allt sem hann hefur gefið
okkur og fjölskyldum okkar og
sendum Helenu og fjölskyldu
Þorvaldar okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Flýt þér, vinur í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Sigríður Snjólaug
Vernharðsdóttir og
Elísabet Vernharðsdóttir.
Þorvaldur Þorsteinsson,
myndlistarmaður og rithöfundur,
var einstakur maður bæði sem
listamaður og einstaklingur.
Hann var opinn, hugmyndaríkur
og gjöfull. Ævinlega athugull
rannsakandi og frumlegur túlk-
andi lífsins í öllum sínum litbrigð-
um og formum, hver sem
miðillinn var.
Auk myndlistar, sem var hans
megingrein, átti Þorvaldur
sterka innkomu í leikhúsið og
skrifaði meðal annars tvö hríf-
andi barnaleikrit fyrir Þjóðleik-
húsið, Ævintýrasöngleikinn
Skilaboðaskjóðuna og aðventu-
sýninguna Leitina að jólunum.
Skilaboðaskjóðan var frumsýnd á
stóra sviðinu árið 1993 í leikstjórn
Kolbrúnar Halldórsdóttur og sló
þá þegar eftirminnilega í gegn,
en Jóhann G. Jóhannsson samdi
tónlist fyrir verkið við texta Þor-
valdar. Nýrri kynslóð ungra
áhorfenda bauðst síðan að hverfa
inn í ævintýraheim Skilaboða-
skjóðunnar árið 2007 en þá var
verkið endurlífgað í leikstjórn
Gunnars Helgasonar.
Skilaboðaskjóðan segir frá
Putta og Möddumömmu sem eiga
heima í Ævintýraskóginum þar
sem öll ævintýrin gerast og
hvernig hugmyndaauðgin og
samtakamátturinn geta bjargað
málunum í vonlausri stöðu og
leysa ótrúlegasta vanda. Ekki
ónýtur boðskapur þar á ferðinni
og svo sannarlega í anda höfund-
ar og hans hugmyndafræði og
þankagangs.
Leitina að jólunum, skrifaði
Þorvaldur samkvæmt pöntun frá
Þjóðleikhúsinu, en í verkinu fá
vísur Jóhannesar úr Kötlum um
jólasveinana veglegan sess. Árni
Egilsson, sem er kunnastur fyrir
bassaleik, samdi tónlistina. Leitin
að jólunum var frumsýnd á að-
ventunni árið 2005 í leikstjórn
Þórhalls Sigurðssonar og hefur
síðan þá verið sýnd reglulega á
aðventunni í samtals átta ár. Sýn-
ingin er einskonar farandsýning
eða ferðalag um Þjóðleikhúsið,
allt frá leikhúsloftinu og niður í
leikhúskjallara, þar sem leikur-
inn tekur á sig ýmsar myndir og
frásagnargleði höfundar nýtur
sín til fullnustu. Sýningin hefur
frá upphafi notið gífurlegra vin-
sælda, en miðar seljast allaf upp
um leið og þeir fara í sölu í nóv-
ember, svo það er ljóst að Leitin
að jólunum er orðin óaðskiljan-
legur hluti af jólaundirbúningi
hjá mörgum barnafjölskyldum.
Það er fjársjóður til framtíðar
að geta gengið í gullkistu Þor-
valdar Þorsteinssonar, þar sem
djásnin skína skær og geta boðið
börnunum að njóta af þeirri auð-
legð.
Þorvaldur hefur einnig komið
að öðru starfi í Þjóðleikhúsinu og
sat um hríð í fagráði Prologos –
leikritunarsjóðs Þjóðleikhússins.
Fyrir hönd leikhússins þakka
ég Þorvaldi kærlega fyrir sam-
fylgdina og votta aðstandendum
hans innilega samúð og dýpstu
hluttekningu.
Tinna Gunnlaugsdóttir,
þjóðleikhússtjóri.
Mig langar að minnast Þor-
valdar Þorsteinssonar í nokkrum
orðum. Ég kynntist Þorvaldi fyr-
ir mörgum árum þegar hann
byrjaði að vinna í hlutastarfi á
Auglýsingaþjónustunni hjá
Gunnari Steini og Gunnari Gunn-
arssyni. Hann var þá nýlega
byrjaður í Háskólanum. Það var
greinilegt frá fyrstu kynnum að
Þorvaldur var gull af manni.
Hann var að stíga sín fyrstu
skref sem rithöfundur og hann
grínaðist með það að einhverjar
efasemdaraddir segðu að það
væri nú ekki sniðugt fyrir skáld
að vinna á auglýsingastofu. Ein-
hverju sinni, löngu síðar í votta
viðurvist í Kristalsal Þjóðleik-
hússins þakkaði hann GSP fyrir
handleiðsluna og sagði að vinna
við auglýsingagerð hefði verið
hans besti skóli. Þorvaldur var
einstaklega skemmtilegur og tók
virkan þátt í félagslífinu á stof-
unni. Þar var ýmislegt brallað,
sett upp leikrit og söngleikir
undir handleiðslu Ingibjargar
sem þá var konan í lífi Þorvaldar.
Eftir skemmtilegar útilegur og
starfsmannaferðalög var Þor-
valdur jafnan búinn að semja
brag um uppákomur ferðalags-
ins. Eitt sinn, þegar undirrituð
hafði tognað í einni Þórsmerkur-
ferðinni, þá varð þessi hending
til: „áður ein hnáta hné, byltist í
brekku og urð. Tognaði á trimm-
fæté.“
Ég fylgdist með þegar Þor-
valdur var að skrifa Skilaboða-
skjóðuna. Einhverju sinni sagði
hann: „Það er svo skrýtið að það
er eins og Skilaboðaskjóðan
skrifi sig sjálf, mitt er bara að
fylgjast með, sleppa tökunum og
leyfa ævintýrinu að taka á sig
mynd.“ Þetta fannst mér lýsa
Þorvaldi vel, hann nálgaðist við-
fangsefni og fólk út frá hjartanu
og þannig fann hann lyklana að
innsæinu. Ég fylgdist einnig með
þegar ævintýrið tók á sig mynd á
vatnslitapappír í höndum Þor-
valdar, því hann málaði einnig
myndirnar í bókina. Hann velti
því fyrir sér hvort hann ætti að
vera rithöfundur eða myndlistar-
maður og var tvístígandi, svo að
hann varð bara bæði og svo miklu
meira en það. Það var nánast
sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, hann gat nánast allt. Ég
fylgdist einnig með þegar Skila-
boðaskjóðan var sett á svið og
ævintýrið var fullkomnað. Við
Þorvaldur unnum einnig saman
síðar í auglýsingastofunni Hvíta
húsinu og þar tók hann þátt í að
skapa snilldarverk. Leiðir skildu
og Þorvaldur hélt á önnur mið,
flutti til útlanda en alltaf var vin-
áttan til staðar, við hittumst á
förnum vegi, sýningum, fyrir-
lestrum, tengdumst í gegnum
verkefni, sendum kveðju í gegn-
um þriðja aðila. Nýtt ævintýri
var hafið hjá Þorvaldi. Hann varð
ástfanginn og lífið tók á sig nýja
mynd.
Þorvaldur snerti marga og
skilur eftir sig fjársjóð. Við sem
eftir stöndum getum eflaust
fundið innsæislyklana með því að
lesa verkin hans. Ég bið Guð og
góðar vættir að styrkja Helenu
og alla ástvini Þorvaldar í þessari
miklu sorg.
Hrafnhildur Fjóla
Júlíusdóttir.
Við vorum svo heppin að fá að
vera með Þorvaldi og vinna að
fjöllistrænu verki sem gat m.a. af
sér leiksýninguna Eterinn. Sýn-
ingin snerist um ungan mann
sem reynir á hálfgeðveikislegan
hátt að leysa sjálfa lífsgátuna,
með því að blanda ýmsum hug-
myndum úr vísindum og yfirnátt-
úrlegum fræðum saman við mjög
svo óhefðbundna listsköpun.
Þorvaldur tók að sér að koma
hugmyndinni í orð, sem var eftir
á að hyggja hið mesta afrek, þar
sem forsendur verksins gerðu
miklar og flóknar kröfur til leik-
skáldsins. Með því að byggja á
eigin reynslu og innsæi tókst hon-
um að pakka öllum þessum risa-
vöxnu og á köflum fáránlegu hug-
myndum inn í frásögn sem var
allt í senn áreynslulaus, einlæg og
sannfærandi, en um leið kjarnyrt
og ágeng. Við efumst um að nokk-
ur maður hefði getað leyst það
verk jafnvel.
Okkur langar til að þakka Þor-
valdi fyrir alla gjafmildina, inn-
blásturinn og hlýjuna sem hann
sýndi í þessu ógleymanlega sam-
starfi. Sviplegt fráfall hans er
missir fyrir alla þjóðina ef ekki
heimsbyggðina, því við vitum að
hann átti svo margt eftir ógert.
Það var nóg eftir af gulli í hans
kolli. Um leið og við vottum Hel-
enu og börnum þeirra okkar
dýpstu samúð viljum við kveðja
Þorvald með hans eigin orðum,
sem voru jafnframt lokaorð
Etersins:
Kall
Bar nokkur hingað ljós að lýsa mér?
Nei, ljós er fjarri, enn er dauðamyrkur.
En núna, skíma aftur, undurdjúp
sem órafjarlægt auga nemi þar
mína fölvu mynd að dragast upp.
Hungrið sjálfsagt elur óra þá
að bjargræðið í birtulíki ferðist
og leiti uppi sína týndu syni
hvar sem þeir á tímans vegum villast.
Þó skerpist myndin, skilin gerast máð
er greina milli þess sem nú er nefnt
og hins sem dylst í framtíð eða fyrr.
Svo jafnt þó kuldinn sé mér sönnun
næg
að verund mína vilji hugur leiða
til samneytis við það sem ekki er,
þá grunar mig að gefist önnur mið
sem öllum stundum stefna á minn
fund
er samtímis ég eygi allan tíma;
þennan, minn og annan, ofinn saman.
Því hér er ég þó horfinn sé í raun
sem endurvarp eins manns er fór hér
fyrr
og lifnar við í leikaranum, mér.
Svo sjálf þið eruð vitni þess ég vaki
er hrópa ég;
„Æ tími, slepptu taki!“
Dóra Ísleifsdóttir, Reinert
Mithassel, Tinna Lúðvíks-
dóttir, Úlfur Eldjárn og
Þórir Sæmundsson.
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Blóm eru okkar fag
Útfaraskreytingar
Samúðarblóm
REYKJAVÍKURBLÓM
BORGARTÚNI 23 S: 561-1300
www.reykjavikurblom.is
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát eiginmanns míns,
GÍSLA HAFLIÐASONAR
vélstjóra,
Sóltúni 28
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
hjúkrunardeildar H1 á Hrafnistu.
Þórunn Sigríður Guðmundsdóttir og fjölskylda.