Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
● Evrópski flugvélaframleiðandinn Air-
bus hefur tilkynnt metsölu til indónes-
íska flugfélagsins Lion Air, en félagið
pantaði 234 A320 vélar. Með pönt-
uninni færir flugfélagið sig frá Boeing,
þar sem það hefur áður keypt flug-
vélar sínar.
Francois Hollande, forseti Frakk-
lands sagði að samningurinn mundi
skapa 5000 störf í Frakklandi næstu
10 árin, en hann sagði þetta stærsta
samning flugsögunnar.
Heildarsöluverð vélanna er um 23,8
milljarðar Bandaríkjadollara, eða sem
nemur 3000 milljörðum íslenskra
króna. Miklir afslættir eru þó algengir
þegar um stórar pantanir er að ræða
og því er líklegt að söluverðið sé
lægra.
Risasala hjá Airbus
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur
verið ráðinn háskólarektor á Bif-
röst. Tilkynnt var í byrjun febrúar
að Bryndís Hlöðversdóttir rektor
skólans léti af störfum 1. ágúst.
Hún réð sig til starfans árið 2011.
„Ég hef mikinn áhuga á uppbygg-
ingu skólans og að hann vaxi og
dafni. Skólastarfið á Bifröst byggir
á góðum grunni,“ segir hann í sam-
tali við Morgunblaðið, og nefnir að
hann hafi sérstakan áhuga á að
leggja áherslu á rannsóknir í þágu
atvinnulífsins og almennings í land-
inu.
Hann er með doktorspróf í hag-
fræði og hefur í gegnum tíðina oft
velt því fyrir sér hvort hann ætti að
færa sig yfir í akademíuna ef sá
möguleiki væri fyrir hendi. „Röð
tilviljana og skjótar ákvarðanir
leiddu til þess að þetta varð nið-
urstaðan,“ segir hann.
Hann ætlar að flytja úr Reykja-
vík í Borgarfjörðinn ásamt eigin-
konu sinni Ragnhildi Pálu Ófeigs-
dóttur. „Ég hlakka mikið til að
flytja upp á Bifröst og fá tækifæri
til að búa úti á landi. Ég er fæddur
og uppalinn á Sauðárkróki, var í
Menntaskólanum á Akureyri, og
landsbyggðarþingmaður í tólf ár.“
Vilhjálmur segist þakklátur fyrir
þau sjö ár sem hann starfaði hjá
Samtökum atvinnulífsins. „Þetta
hefur verið áhugaverður og við-
burðaríkur tími. Ég hef haft mikla
ánægju af því að vinna með öllu
þessu góða fólki.“
– Þú ert sannarlega að breyta um
takt með því að fara yfir í akadem-
íuna eftir að hafa staðið í ströngu
sem forsvarsmaður Samtaka at-
vinnulífsins.
„Já, þegar horft er yfir feril minn
þykir mér merkilegt hve fáum virð-
ist vera illa við mig eftir allan þenn-
an tíma.“
Vilhjálmur kenndi í háskóla sam-
hliða námi, en hann nam hagfræði í
Bandaríkjunum. Hann kenndi líka í
Háskóla Íslands áður en hann sett-
ist á Alþingi. Hann hefur tengst há-
skólunum í landinu í gegnum
starfsferil sinn. Vilhjálmur var í
mörg ár framkvæmdastjóri Versl-
unarráðs Íslands og tók þá virkan
þátt í að setja Háskólann í Reykja-
vík á stofn og kom að uppbyggingu
hans á fyrstu árum skólans. Vil-
hjálmur hefur komið að uppbygg-
ingu Háskólans á Hólum og hefur
einnig tengst Háskólanum á Bif-
röst. Samtök atvinnulífsins hafa
verið meðal helstu bakhjarla skól-
ans og Vilhjálmur hefur verið for-
maður akademískrar dómnefndar á
Bifröst frá árinu 2004, segir á
mbl.is.
Vilhjálmur nýr rektor Bifrastar
Hefur sérstakan áhuga á að leggja áherslu á rannsóknir í þágu atvinnulífsins og almennings í landinu
Hlakkar til að flytja út á land „Merkilegt hve fáum virðist vera illa við mig eftir allan þennan tíma“
Breytingar Forysta Samtaka atvinnulífsins tekur breytingum. Vilhjálmur
hverfur á braut og Vilmundur Jósefsson stóð nýlega upp úr formannssætinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Ferill Vilhjálms
» Vilhjálmur Egilsson er
doktor í hagfræði frá Univers-
ity of Southern California í
Los Angeles.
» Hann tók við starfi fram-
kvæmdastjóra SA í mars
2006.
» Hann var ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu
2004-2006.
» Var framkvæmdastjóri
Verslunarráðs Íslands 1987-
2003.
» Þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra 1991-2003.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./-
+01.2+
+,,./
,+.3-0
,+.-11
+1.4/1
+/,.03
+./,5,
+00./
+2,.,/
+,-.2-
+15.53
+,,.22
,+.0,,
,+.22/
+1.412
+//.,4
+./,4+
+00.02
+2,.20
,,,.+/14
+,-.1-
+15.-/
+,/.5,
,+.002
,+.3,3
+1.--/
+//.2+
+./,0
+01.4,
+2/.+/
STUTTAR FRÉTTIR
Flestir stjórnendur telja aðstæður í
atvinnulífinu vera slæmar en þeim
fjölgar mikið sem búast við að þær
verði betri eftir sex mánuði. Fram-
boð af starfsfólki er nægt en helst
vottar fyrir skorti á starfsfólki í sam-
göngum, ferðaþjónustu og sérhæfðri
þjónustu. Þetta kemur fram í könn-
un sem Samtök atvinnulífsins gerðu
meðal stjórnenda 400 stærstu fyrir-
tækja landsins.
Þar kemur jafnframt fram að
stjórnendurnir segja útlit vera fyrir
minnkandi fjárfestingar fyrirtækj-
anna á næstunni.
Í heild gera stjórnendur ráð fyrir
óbreyttum starfsmannafjölda næstu
sex mánuði en að fjárfestingar á
þessu ári verði minni en á árinu 2012.
Verðbólguvæntingar stjórnenda eru
óbreyttar, 4% næstu 12 mánuði og
5% eftir tvö ár og búist er við áfram-
haldandi veikingu krónunnar.
Þetta eru helstu niðurstöður
könnunarinna á stöðu og framtíðar-
horfum stærstu fyrirtækja, sem
gerð var síðari hluta febrúar og byrj-
un mars 2013 og greint er frá á vef
Samtaka atvinnulífsins.
Þar kemur einnig fram að meiri-
hluti stjórnenda telur aðstæður
slæmar í atvinnulífinu. Nú telja 60%
aðstæður vera slæmar en hlutfallið
var 68% í síðustu könnun sem gerð
var í lok síðastliðins árs.
„Mat stjórnenda á aðstæðum eftir
sex mánuði er jákvæðara og hefur
breyst mikið til hins betra undan-
farna mánuði. Nú telja 28% að að-
stæður batni en 14% að þær versni,
en langflestir (58%) telja að þær
verði óbreyttar. Vísitala efnahags-
lífsins eftir sex mánuði, sem mælir
mismun á fjölda þeirra sem telja að
ástandið batni og þeim sem telja að
það versni, hefur ekki verið hærri
síðan árið 2004,“ segir orðrétt í frétt
SA á heimasíðu samtakanna.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðaþjónusta helst vottar fyrir skorti á starfsfólki í samgöngum, ferða-
þjónustu og sérhæfðri þjónustu, samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins.
Óbreyttur fjöldi
starfsmanna
Stjórnendur telja aðstæður slæmar
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Heildareignir tryggingafélaganna juk-
ust um 12,2 milljarða kr. eða 8% á milli
mánaða og námu tæpum 166 millj-
örðum kr. í lok janúar, samkvæmt hag-
tölum Seðlabankans.
Útlán og markaðsverðbréf námu
96,7 milljörðum kr. og hækkuðu um 1,9
milljarða kr. Aðrar eignir námu rúmum
43 milljörðum kr. og hækkuðu um 8
milljarða kr. Skuldir tryggingafélaganna
námu 92,7 milljörðum kr. og hækkuðu
um 10,1 milljarð kr. 73,2 milljörðum kr. í
janúar.
Eignir tryggingafélaga
aukast milli mánaða
Svalaskjól
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 29 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187