Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Gel Perlur Plástur
Regenovex hefur klárlega hjálpað mér að ná markmiðum mínum. Ég byrjaði að taka
inn regenovex í apríl 2012 því þá var ég að undirbúa mig undir að hlaupa maraþon.
Þar sem ég var farin að finna fyrir eymslum að þá ákvað ég að prufa einn pakka.
Eftir einn pakka var ekki aftur snúið. Sumarið 2012 hljóp ég meiðslalaus og hef aldrei
á mínum 6 ára hlaupaferli fundið slíka virkni. Ég hef hlaupið yfir laugaveginn og
mörg fjallahlaup ásamt tugum minni hlaupa. Það verður engin breyting á þetta árið
því ég hef markmið um stærri hlaup og mun að sjálfsögðu nota regenovex. Ég mæli
með þessu efni frá innstu hjartarótum
Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir
Einkaþjálfari í sporthúsinu
Foam flex stofnandi
Icepharm
a
Kynntu þér málið á regenovex.is
„Ég hef aldrei á mínum 6 ára
hlaupaferli fundið slíka virkni“
Ný kynslóð af liðvernd
Með hverri keyptri vöru frá
Regenovex fylgir einn plástur
KAUPAUKI Í MARS
Í LYFJUM & HEILSU
Hýalúrónsýra
Viðheldur heilbrigðum liðum og liðleika
Hýalúrónsýra er lykilefni í brjóski og í
liðvökvanum í liðamótum. Hýalúrónsýra er talin
auka virkni liðvökvans sem virkar smyrjandi og
höggdeyfandi á liðina. Með aldrinum gengur á
þessar birgðir og með því að taka inn Regenovex
endurhlöðum við þessar birgðir líkamans.
Bionovex olía
Hefur bólgueyðandi eiginleika
Þegar magn og gæði liðvökvans sem umlykur liðina
er ekki nægjanlegt geta myndast bólgur og sársauki.
Bionovex olían er unnin úr grænkræklingi og er því
náttúruleg. Bionovex olían inniheldur einstaka omega 3
olíu sem finnst aðeins í þessari tegund grænkræklings
og hefur sýnt bólgueyðandi eiginleika.
Einstök samsetning Regenovex
Guðlaugur Þór
Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, er bú-
inn að skila
uppgjöri vegna
þátttöku sinnar í
prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins til al-
þingiskosninga 2013.
Kostnaður Guðlaugs Þórs nam í
heild rúmum þremur og hálfri millj-
ón. Sautján einstaklingar styrktu
framboðið um rúma milljón.
Bein fjárframlög fyrirtækja voru
tæpar tvær milljónir. Guðlaugur
reiddi sjálfur fram tæp fjögur
hundruð þúsund. Stærsti styrktar-
aðilinn var Bókhalds- og tölvuþjón-
ustan sf., sem lagði fram fjögur
hundruð þúsund. Bláa lónið styrkti
Guðlaug um þrjú hundruð þúsund.
Frestur frambjóðenda til að skila
gögnum úr prófkjöri rann út 10.
febrúar fyrir Suðvesturkjördæmi og
24. febrúar fyrir Reykjavíkurkjör-
dæmi.
Uppgjör komið í hús
Kostnaðurinn var 3,5 milljónir króna
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Undirliggjandi hrein erlend staða
þjóðarbúsins er neikvæð um 60% af
landsframleiðslu, eða sem nemur
rúmlega eitt þúsund milljörðum
króna. Þetta kemur fram í nýju
sérriti Seðlabanka Íslands, en mið-
að við fyrirliggjandi þjóðhagsspá
gerir bankinn ráð fyrir því að hrein
erlend staða í hlutfalli af lands-
framleiðslu muni batna um 18 pró-
sentur fram til loka árs 2017 eða
um rúmar 3 prósentur á ári.
Nokkur óvissa er um þessa
stærð en talið líklegt að hún verði
á bilinu -80% til -35% að því er
segir í skýrslunni, en undirliggj-
andi hrein erlend staða er erlend
staða án innlánsstofnana í slita-
meðferð og án Actavis, en með
reiknaðri niðurstöðu úr uppgjörum
innlánsstofnana í slitameðferð og
nokkurra annarra stórra félaga í
slitameðferð.
Samkvæmt skýrslunni eru und-
irliggjandi erlendar eignir þjóð-
arbúsins 2.138 milljarðar, en skuld-
irnar 3.154 milljarðar. Þá segir að
undirliggjandi viðskiptajöfnuður
nægi ekki til að standa við afborg-
anir af skuldum. Ítrekar bankinn
að endurfjármögnun hluta þeirra
sé forsenda stöðugs gengis.
Erlend staða
neikvæð
um 60%
Dugar ekki
fyrir afborgunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýjasta tölublað
Mannlífs kemur
eingöngu út á raf-
rænu formi. Blað-
ið verður að-
gengilegt án
endurgjalds. Að
sögn Karls Stein-
ars Óskarssonar,
framkvæmdastjóra Birtings, kemur
þessi nýjung til vegna 30 ára afmælis
Mannlífs.
Að sögn Karls hefur ekki verið tek-
in ákvörðun um framhaldið. „Við ætl-
um að sjá hvernig viðbrögðin verða
og hversu mikið þetta verður lesið,“
segir hann. „Það eru meiri líkur en
minni að blaðið verði gefið út svona
áfram.“ Karl segir að Birtingur hafi
áður gefið út blöð á rafrænu formi og
það hafi mælst vel fyrir.
Meðal efnis í blaðinu er ítarleg um-
fjöllun um heilbrigðiskerfið auk
greinar um vopnaeign Íslendinga.
Stefnt er að útgáfu sex tölublaða á
þessu ári.
Nýjasta
Mannlíf er
bara á netinu
Styrkur svifryks í Reykjavík var
yfir heilsuverndarmörkum í gær,
a.m.k. frá miðnætti og fram á
níunda tímann í gærkvöldi. Styrk-
urinn hafði þá mælst um 55 míkró-
grömm á rúmmetra við mælistöð við
Grensásveg en heilsuverndarmörkin
eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Næstu daga er búist við þurrviðri
og auknum vindi sem getur þyrlað
upp ryki. Það er því ekki von á
góðu.
Uppspretta svifryksins í gær var
m.a. aska úr Grímsvatnagosinu síð-
asta.
Svifrykið yfir
mörkum
brotum gegn hins-
egin fólki í Úg-
anda.
Hún mun m.a.
halda fyrirlestur í
Háskóla Íslands
um málefni
hinsegin fólks í
Úganda, eiga fund
í utanríkisráðu-
neytinu og sitja
fyrir svörum eftir
sýningu myndarinnar Call me Kuchu
sem sýnd verður í Bíó-Paradís.
Kasha Jacqueline Nabagesere, bar-
áttukona fyrir réttindum hinsegin
fólks í Úganda, heimsækir Íslands-
deild Amnesty International hinn 20.
apríl.
Nabagesere hefur verið framar-
lega í baráttu sinni fyrir réttindum
hinsegin fólks í heimalandi sínu og
komist í heimspressuna fyrir þá
þrautseigju. Hún er stofnandi og
framkvæmdastjóri baráttusamtaka
sem kallast Freedom og Roam Ug-
anda (FARUG) en samtökin berjast
gegn fordómum og mannréttinda-
Berst fyrir rétti sam-
kynhneigðra í Úganda
Kasha Jacqueline
Nabagesere