Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
✝ Björk Krist-insdóttir fædd-
ist í Reykjavík 25.
nóvember 1953 og
ólst þar upp. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 10. mars
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Kristinn
Pálsson, f. 5. febr-
úar 1915, d. 11.
desember 1999, og Andrea Guð-
mundsdóttir, f. 3. desember
1923, d. 3. júlí 2000. Systkini
Bjarkar: Páll, f. 1. október 1951,
Ingibjörg Gróa, f. 2. sept-
ember1952, Reynir, f. 25. nóv-
ember 1953, d. 28. mars 2002,
og Anna Rósa, f. 16. mars 1966.
Hálfsystur Bjarkar samfeðra:
Sigurlaug Hulda, f. 22. sept-
Ingadóttir, f. 17. maí 1979, og
eiga þau þrjá syni. Reynir Örn,
f. 4. september 2005, Viktor, f.
2. janúar 2013, d. 2. janúar
2013, og Alexander Örn, f. 2.
janúar 2013. 2) Sólveig, f. 23.
júlí 1980. Maður hennar er
Gretar Þór Sæþórsson, f. 9.
mars 1976. Dóttir þeirra er
Guðrún Mjöll, f. 8. desember
2006.
Björk ólst upp í Reykjavík en
árið 1978 flutti fjölskyldan á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Þau bjuggu á Flateyri við Ön-
undarfjörð frá 1983 til 1993 og
eftir það á Seltjarnarnesi og í
Reykjavík. Björk starfaði lengst
af hjá Pósti og síma, síðar Ís-
landspósti.
Útför Bjarkar fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 19. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
ember 1934, og
Ragnheiður
Magný, f. 3. apríl
1936. Hálfbræður
Bjarkar sam-
mæðra: Stein-
grímur Örn, f. 4.
september 1945, og
Sveinn Gunnar, f.
29. október 1946, d.
16. janúar 1995.
Björk giftist 7.
október 1978 Þresti
Þorvaldssyni, f. á Flateyri 24.
október 1956. Foreldrar hans:
Þorvaldur Reynir Gunnarsson,
f. 13. mars 1938, d. 1. maí 1990,
og Sólveig Gísladóttir, f. 24.
ágúst 1938. Systkini Þrastar eru
Þorfinnur, Ösp og Björg.
Börn Bjarkar og Þrastar eru
1) Kristinn Andri, f. 2. desember
1976. Unnusta hans er Dagný
Elsku mamma, sorg mín er
mikil og stór en samt finn ég fyrir
svo miklu þakklæti til þín. Þakk-
læti fyrir að hafa fyllt líf allra í
kringum þig með brosi, jákvæðni
og bjartsýni. Ég er þér þakklátur
fyrir allt það sem þú kenndir mér.
Þú kenndir mér að vera góður við
þá sem minna mega sín. Hjálpa
þeim sem eru hjálparþurfi og
brosa til þeirra sem þurfa á brosi
að halda. Þú kenndir mér að mæta
erfileikum með jákvæðni og bjart-
sýni og þá muni allt ganga betur.
Ég er þakklátur fyrir allar stund-
irnar sem við höfum átt saman og
þakklátur fyrir allt það sem þið
Reynir brölluðuð saman.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og þér
helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Elsku mamma, berðu öllum
hinum megin kveðju mína og
faðmaðu elsku Viktor minn frá
mér.
Ég kveð þig svo með sömu orð-
um og ævinlega.
Þakka þér fyrir að vera til.
Þinn
Kristinn Andri.
Það er skrítið að sitja hér og
skrifa minningarorð um þig, elsku
mamma, og hugsa til þess að sím-
inn mun ekki hringja aftur og á
honum standi „mamma“ eða
hringt dyrabjöllunni og þú sért
mætt í heimsókn á Glitvellina. Við
vorum ekkert bara mæðgur held-
ur vinkonur, ferðafélagar, sam-
starfskonur og þú varst leiðbein-
andi minn í gegnum lífið. Eitt sinn
gafstu mér segul á ísskápinn sem
stóð á „Móðir er sú sem heldur í
hönd þína um stund en hjarta þitt
alla ævi“. Það átti ekki við í okkar
tilfelli því þú hélst í mína hönd alla
ævi og hefði ég ekki komist í gegn-
um margar erfiðar stundir nema
með styrk frá þér.
Það eru svo margar minningar
sem fara í gegnum huga minn
þessa dagana og er ég þakklát fyr-
ir að hafa náð að þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið mér og
kennt mér í gegnum tíðina meðan
ég sat hjá þér á spítalanum síð-
ustu dagana þína. Þó að þú hafir
ekki getað svarað mér þá veit ég
að þú heyrðir hvert einasta orð.
Faðmur þinn var ávallt opinn fyrir
mig hvort sem það var á köldum
vetrarkvöldum á Flateyri eða fal-
legum sumarkvöldum í útilegum.
Harka og dugnaður var aðal-
einkenni þitt og hefur æska þín á
Ásvallagötunni mótað þig þannig
því ekki hefur lífið þar alltaf verið
auðvelt þar sem veikindi ein-
kenndu fjölskyldulífið. Þú hefur
aldrei kvartað yfir hlutunum held-
ur bara drifið þá af enda var oft
ekkert annað í boði þegar þú varst
ein með okkur systkinin meðan
pabbi var á sjónum. Að skreppa
uppá háaloft og sækja jólaskrautið
í Ólafstúninu var lítið mál þó það
væri utandyra og allt á kafi í snjó
en jólin voru líka þinn uppáhalds-
tími. Það eru margir fallegir jóla-
sveinarnir sem þú átt sem eiga
eftir að ylja okkur og minna okkur
á þig. Seinni árin hafið þið pabbi
verið dugleg að fara í útilegur og
slógumst við oft í för með ykkur.
Ekkert var ljúfara en að vakna þá
á morgnana við flautið í katlinum
hjá þér og hlaupa yfir í tjald til þín
og fá nýlagað kaffi.
Eitt er víst að það er heill her af
góðu fólki sem tekur á móti þér á
nýjum stað og fer Reynir tvíbura-
bróðir þinn þar fremstur í flokki.
Fyrstu viðbrögð ömmustelpunnar
þinnar, Guðrúnar Mjallar, við
fréttunum að þú værir farin var að
þá myndir þú hitta bróður þinn og
foreldra aftur og væri það gaman
fyrir þig en ekki eins gaman fyrir
okkur. Líkt og þú horfir hún á
björtu hliðarnar og bjartsýnin gaf
þér styrk í þessum erfiðum veik-
indum sem þú ætlaðir þér alltaf að
sigrast á.
Elsku mamma mín, ég vil
þakka þér fyrir allar fallegu minn-
ingarnar sem þú hefur gefið mér,
Gretari og Guðrúnu Mjöll. Ég
mun ávallt elska þig.
Þín dóttir,
Sólveig.
Frú Björk, tengdamamma mín,
var engum lík. Það var jafn
skemmtilegt að vera í kringum
hana og hárið á henni var krullað.
Hún gaf frá sér hlýju og kærleik
öllum stundum. Hún umvafði fólk-
ið sitt af ást og umhyggju og þakk-
aði því fyrir að vera til. Hún setti
þarfir annarra ofar sínum eigin og
rétti út hjálparhönd til allra þeirra
sem á þurftu að halda. Hún lifði
lífinu á þann hátt að henni mun
ekkert sæti annað bjóðast í
himnaríki nema heiðurssætið.
Mikið sem hún tengdamóðir mín
var dásamleg kona.
Stórkostlegasta hlutverkið í lífi
hennar var ömmuhlutverkið. Ég
er óendanlega þakklát að hún og
Reynir Örn minn, eða sóminn
hennar ömmu sinnar, náðu sjö ár-
um saman og tengdust órjúfanleg-
um böndum. Tveir ólíkir heimar
munu ekki koma í veg fyrir að þau
tvö haldi áfram að spjalla saman.
Björk passaði vel og vandlega upp
á að gera nákvæmlega jafn mikið
fyrir barnabörnin sín sem og að
verja jafn miklum tíma með þeim.
Athugaði hvort súkkulaðið á
kleinuhringjunum væri ekki
örugglega jafn mikið hjá Reyni
Erni eins og hjá Guðrúnu Mjöll
frænku hans og hvort gistinætur
þeirra hjá ömmu og afa væru ekki
jafn margar. Björk dáði barna-
börnin sín og hlúði að þeim sem
mest hún gat. Ég fæ sting í hjart-
að þegar ég hugsa til þess að litlu
barnabörnin hennar fá ekki tæki-
færi til þess að finna hvernig hún
myndi umvefja þau af ást. Alex-
ander Örn, tveggja mánaða sólar-
geislinn minn, og litla ófædda
systkinið hennar Guðrúnar Mjall-
ar munu svo sannarlega fá að
heyra sögur og kynnast þannig
ömmu Björk sem nú er uppi á
himnum og heldur yfir þeim
verndarhendi. Huggun harmi
gegn mun Viktor, litli dásamlegi
drengurinn minn, hafa ömmu sína
hjá sér og hún mun passa hann og
vernda af öllum mætti.
Björk hafði dásamlega skraut-
legan persónuleika og það fór ekki
framhjá neinum þegar hún mætti
á svæðið. Hún hafði áhrif á allt
fólk í kringum sig hvort sem það
var fólkið í tjaldinu við hliðina, af-
greiðslumaðurinn í versluninni
þar sem hún keypti bílabónið eða
konan sem bar út póstinn hennar.
Í kringum Björk gerðust hlutirnir
hratt og örugglega og það sem
hægt var að gera í dag var svo
sannarlega ekki gert á morgun.
Jólagjafir voru keyptar á góðum
prís í febrúar og ef óskað var eftir
barnapössun á laugardagskvöldi
þá var komið og náð í barnabörnin
snemma að laugardagsmorgni
með bros á vör og gleði í hjarta.
Björk mín, ég vil að þú vitir að
líf mitt er betra af því að þú ert
hluti af því. Ég vil að þú vitir að ég
er betri manneskja vegna þess að
ég kynntist þér. Ég vil að þú vitir
að ég elska þig óendanlega mikið
og verð ævinlega þakklát fyrir að
fá að geyma þig í hjarta mínu.
Elsku Björkin mín, ég sakna þín
svo mikið að mig verkjar. Tilhugs-
unin um að þú komir aldrei aftur
til okkar er mér ennþá óbærileg.
Við grátum þig öll og megi Guð
gefa Þresti þínum sérstakan styrk
á þessum tíma sem og Kidda okk-
ar og Sollu þinni líka og að sjálf-
sögðu ömmubörnunum þínum.
Takk fyrir allt og allt.
Þín
Dagný.
Í nokkrum orðum langar mig
að minnast elskulegrar tengda-
móður minnar. Ég er búinn að
þekkja Björk í um 15 ár og finnst
manni skrítið og svolítið óréttlátt
að þurfa að kveðja hana svo
snemma, Björk var rétt að byrja
að lifa lífinu.
Hún tengdamóðir mín kallaði
sko ekki allt ömmu sína og gekk
bara í verkin, var ekkert að bíða
eftir því að einhver annar gerði
þau. Hvort sem það var að bóna
bílinn, vaska upp eða slá grasið þá
var það bara gert. Þeir sem á ein-
hvern hátt áttu á brattann að
sækja í lífinu áttu þarna hauk í
horni. Hún var einstaklega dugleg
og natin við minni máttar.
Á þessum árum sem við höfum
þekkst höfum við ferðast mikið
saman, bæði í útilegum yfir sum-
arið og svo allnokkrar ferðir sam-
an vestur í Reykjanes. Fjölskyld-
ur okkar Sollu hafa náð vel saman
og höfum við getað notið þess að
ferðast mikið með foreldrum okk-
ar beggja, bæði saman og í sitt-
hvoru lagi auk þess sem það hefur
líka verið mikill samgangur og
vinátta á milli fjölskyldna.
Það þurfti almennt ekkert mik-
ið að stjana við hana eða hjálpa en
þó á lokakafla veikindanna bað
hún mig að kíkja aðeins á bílinn
sinn og þrífa hann og sem betur
fer fór ég í það strax og kláraði því
ekki óraði mig fyrir því að hún
færi svo skyndilega sem raun var
og því er gott að hafa séð gleðina í
augunum yfir því að bíllinn væri
nýbónaður og fínn.
Það er margs að minnast þótt
árin séu ekkert rosalega mörg
sem við áttum saman. Við Björk
höfum átt afar gott samband þó
svo við höfum ekkert endilega allt-
af gengið sama veg, sennilega svo-
lítið lík hvort öðru. Maður hafði
treyst á það hún yrði nú svolítið
lengur að jagast í manni og mun
maður svo sannarlega sakna þess.
Hún gat svo sem ekkert kvartað
þar sem við grínuðumst oft með
það að það hafi verið hún sem
valdi sér tengdason, ekki dóttirin.
Mestur held ég þó að missirinn
sé hjá barnabörnunum og með
sanni megi segja að þau rúmu sjö
ár sem hún hefur verið amma þá
hafi þau átt hug hennar og hjarta,
Guðrún Mjöll 6 ára og Reynir Örn
7 ára eiga eftir að minnast hennar
með söknuði, svo eru það Alex-
ander Örn nýfæddur og eitt rétt
ófætt sem hún náði ekki þrátt fyr-
ir mikla löngun að hitta.
Kæra Björk ég vil þakka kær-
lega fyrir mig.
Kveðja,
Gretar Þór.
Amma Björk var mjög
skemmtileg amma. Hún var góð
við mig, bróður minn og frænku
mína. Hún var mjög góð. Hún var
besta amma í heimi. Hún gaf okk-
ur alltaf ís þegar við komum í
heimsókn. Hún fór með okkur í
Kolaportið og Húsdýragarðinn.
Hún fór með okkur í skóginn við
húsið sitt. Amma fór oft með okk-
ur í útilegu á bílnum sínum. Amma
var svo skemmtileg. Ég elska
ömmu afskaplega heitt. Ég get
ekki lýst því hvað hún var góð við
okkur frændsystkinin og alla ætt-
ingja sína. Stundum fórum við að
veiða, það var skemmtilegt. Hún
amma elskar mig svo heitt og ég
elska hana mjög heitt. Ég á alltaf
eftir að sakna hennar ömmu minn-
ar.
Þinn ömmustrákur,
Reynir Örn.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ösp, Einar og fjölskylda.
Ég kynntist Björk fyrir 17 ár-
um er við tengdumst fjölskyldu-
böndum og ég giftist mágkonu
hennar. Við urðum strax góðir
vinir og höfum ávallt verið síðan.
Björk var einstaklega góð mann-
eskja og hugsaði vel um þá sem í
kringum hana voru, hvort sem það
voru ættingjar, vinir eða sam-
starfsfólk. Hún tók jafnan hlut
þeirra sem minna máttu sín og að-
stoðaði og studdi á einn eða annan
hátt. Það var kannski ekki alltaf
opinbert, en hún passaði upp á
sína og greiddi götu þeirra ef hún
gat. Þessara eiginleika hennar
hafa margir notið í gegnum árin
og það eru margir sem munu
sakna Bjarkar.
Björk var mjög bóngóð, hún
var ávallt reiðubúin að hjálpa,
aldrei nein vandamál þar á bæ ef
hún gat gert einhverjum greiða.
Eru ófáir greiðarnir sem hún hef-
ur gert mér og fjölskyldu minni í
gegnum árin. Ég gisti hjá henni og
Þresti reglulega á tveggja ára
tímabili er ég stundaði nám í
Reykjavík. Fyrir þær samveru-
stundir er ég afar þakklátur.
Björk var glaðlynd, það lá alltaf
vel á henni og hún sá alltaf já-
kvæðu hliðarnar frekar en þær
neikvæðu og alltaf var stutt í hlát-
urinn. Það var sjaldan lognmolla í
kringum hana og fór ekki fram hjá
neinum þegar hún var í nágrenn-
inu, hún var hrókur alls fagnaðar
hvar sem hún var og hvert sem til-
efnið var.
Björk var dugleg og vinnusöm
og varð alltaf að hafa eitthvað fyr-
ir stafni. Hún var ekkert að vand-
ræðast yfir hlutunum og dreif í
þeim og það frekar fyrr en seinna.
Björk hafði einstakt yndi af að
hugsa vel um bílana sína og þeir
voru ávallt stífbónaðir og glans-
andi. Það var ekki nóg með að hún
bónaði sinn eigin bíl reglulega,
heldur einnig bíla annarra í fjöl-
skyldunni eða vina sinna ef henni
fannst þeir ekki hreinir. Já, maður
fékk yfirleitt að heyra það ef bíll-
inn var ekki hreinn og bónaður.
Björk hafði ríka réttlætis-
kennd, hún fylgdist vel með þjóð-
málum og hafði ákveðnar skoðanir
sem hún lá ekki á. Björk var mikil
fjölskyldumanneskja og ræktaði
vel sambandið við fjölskyldu sína
og Þrastar. Barnabörnin voru
hennar dálæti og voru þau mjög
hænd að ömmu Björk sem alltaf
var eitthvað að gera fyrir þau eða
gauka einhverju að þeim. Það er
sorglegt að fleiri ömmubörn fái
ekki tækifæri til að njóta samvista
við þessa góðu ömmu.
Við Björk vorum góðir vinir og
ég mun sakna hennar. Elsku
Björk, hafðu þökk fyrir vináttu
okkar, góðsemi og hjálpsemi sem
þú sýndir mér og fjölskyldu minni.
Það eru margir sem munu sakna
Bjarkar, en mestur er þó missir og
söknuður nánustu fjölskyldu;
Þrastar, barna þeirra og barna-
barna, systkina Bjarkar og
tengdamóður. Bið ég góðan guð að
styrkja þau í sorg sinni.
Jón Einar.
Elsku Björk frænka. Það er
sárt og óraunverulegt að hugsa til
þess að þú sért farin – þú sem
varst alltaf svo orkumikil og dug-
leg. Þú varst okkur svo dýrmæt og
stórt skarð sem þú skilur eftir sem
við fyllum í með fallegum og góð-
um minningum um þig og eigum
við nóg af þeim. Frá því að við
systur vorum litlar hefur þú gefið
okkur svo margt og verið okkur
góð. Þú varst alltaf svo glaðlynd
og drífandi, söngur, dans, gleði og
hlátur einkenndi heimsóknir til
ykkar þegar við vörum börn. Það
var alltaf svo gaman að hlæja með
þér og láta þig hlæja. Þú hlóst svo
innilega með tárum og komst ekki
upp orði. Fyrst og fremst hugs-
aðir þú alltaf svo vel um alla í
kringum þig hvort sem það var
fjölskylda eða vinir. Þið systurnar
voruð í sambandi daglega – mörg-
um sinnum á dag og við vitum að
mamma okkar á eftir að sakna þín
rosalega. Þín er sárt saknað og líf-
ið er ekki eins án þín.
Guð geymi þig fallega frænka
okkar.
Þínar systurdætur,
Þuríður, Sveinbjörg og Alma.
Mér er efst í huga þakklæti fyr-
ir það sem Björk var okkur fjöl-
skyldunni og allt sem hún gerði
fyrir okkur. Björk og mamma
voru perluvinkonur, trúnaðarvin-
konur eins og Björk kallaði það.
Björk kallaði mömmu systur sína,
og mamma tók glöð og stolt undir
það, enda vissu þær báðar að það
er ekki hægt að eiga of margar
góðar systur. Mamma veiktist illa
í haust og Björkin barðist með
henni á gjörgæslunni á hverjum
degi. Ekki leið á löngu þar til
Björk var farin að heilsa starfs-
fólkinu og kveðja með faðmlagi og
kalla þau engla, þetta er lýsandi
fyrir karakter hennar. Það var
ómetanlegt fyrir mig, sem bý er-
lendis, að vita af Björk við hlið
mömmu. Oft var haft á orði hvað
Björk væri góð við mömmu og
dugleg að sinna henni, þá skorti
Björk ekki orðin (frekar en venju-
lega) og sagði ákveðin: „Hún er
vinkona mín, hún gefur mér svo
mikið á móti og hvað á maður að
vera annað en góður við vini sína?“
Mamma kallaði Björk heimilis-
köttinn sinn, hún var bæði með
lykla og inniskó. Björk fór um
íbúðina eins og ferskur vindur, dró
frá, hellti upp á kaffi, og sló á létta
strengi.
Maður getur talist heppinn ef
maður kynnist einni konu eins og
Björk á lífsleiðinni.
Elsku Þröstur og fjölskylda,
fyrir hönd okkar mömmu og
Bjarka votta ég ykkur innilega
samúð vegna fráfalls yndislegrar
konu.
Valdís Jóhannsdóttir.
Elsku frænka, ég ætla að birta
ritgerðina sem ég skrifaði í skól-
anum um daginn, en við áttum að
skrifa um nútímahetju og ég valdi
að skrifa um þig:
„Það eru margir sem ég þekki
sem gætu flokkast sem nútíma-
hetjur, en það eru margar ástæður
fyrir því að ég hef valið frænku
mína Björk sem er alveg einstök.
Ég skal reyna að útskýra af
hverju.
Björk er mjög hress og kát, hún
er alltaf hlæjandi og eitthvað að
grínast. Í fyrsta skipti sem ég hitti
hana var á Grundarfirði, fjölskylda
mömmu er þaðan. Björk var að
tala í símann við einhvern sem var
að íhuga að koma til Grundarfjarð-
ar og spurði hvernig veðrið var,
það var rigning og rok en Björk
sagði bara: „Hér er bongóblíða,
glampandi sól og logn.“ Ég starði á
hana af því að hún hafði logið
svona og hún brosti bara til mín.
Svo sagði hún: „Þetta er allt í lagi
frændi, ég var með lygaramerki
fyrir aftan bak!“ Þaðan í frá ef ég
mundi ekki nafnið hennar þá sagði
mamma bara alltaf „frænka þín
sem lýgur“ og þá vissi ég strax
hverja hún var að tala um. Ég var
ekki svo gamall fyrst þegar ég hitti
hana og var smá hneykslaður eftir
þessi fyrstu kynni, en með árunum
hef ég alltaf haft meira og meira
gaman af henni. Björk er alltaf á
spani, frekar kjaftfor, sem mér lík-
ar við hana, og það er alltaf eins og
það komi jákvæðnisgeisli frá
henni, það er ekki hægt að vera í
vondu skapi þegar þú ert með
henni. En því miður fékk Björk
krabbamein, sem hún er ennþá að
berjast við. Þrátt fyrir allt er
Björk alltaf jafn jákvæð, hress og
skemmtileg. Hún gerir alltaf það
besta úr hlutunum, t.d. þegar hún
missti hárið vegna lyfjameðferðar
og þurfti að fá hárkollu skírði hún
hana „frú Sigríður“ eins og móð-
ursystir hennar hét.
Þegar hún sagði mömmu frá því
að hún hefði greinst með krabba-
mein og væri að fara í lyfjameðferð
sagðist hún fyrst ætla að taka
Kidda á þetta og svo Dríu en það
voru mamma hennar og pabbi sem
eru bæði dáin. Mamma spurði þá
hvort hún ætti við að hún ætlaði að
taka þetta yfirvegað og rólega eins
og pabbi hennar hefði gert, og síð-
an með fjöri eins og mamma henn-
ar. Hún sagði þá: „Nei elskan mín,
fyrst ætla ég að taka skallann á
þetta“ en pabbi hennar var alveg
sköllóttur.
Ástæðan fyrir því að ég valdi
Björk er sú að sama hvað gengur á
er hún alltaf jákvæð og smitar út
frá sér gleði. Það er alveg ótrúlegt
að fólk eins og hún, sem á allt það
besta skilið, skuli fá svona hræði-
legan sjúkdóm. En Björk er
manneskja sem allir geta tekið sér
til fyrirmyndar.“
Ég á alltaf eftir að muna eftir
þér og ætla að taka þig til fyrir-
myndar.
Þinn frændi,
Grétar Þór.
Elskuleg frænka mín Björk er
dáin, frænka sem var í miklu uppá-
haldi hjá mér og mínum, frænka
sem var alveg einstök með mikla
útgeislun og hrókur alls fagnaðar,
frænka sem gaf manni bestu knús-
in og símtölin ávallt með orðunum
„sæll engill“. Það var engin logn-
molla þar sem Björk var, það sáum
við frænkur hennar svo vel í Borg-
arnesi síðastliðið sumar. Hún hafði
Björk Kristinsdóttir