Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Hetja er fyrsta orðið sem kom upp í hugann þegar andlátsfrétt Margrétar Björnsdóttur barst til okkar undirritaðra. Við kynnt- umst Margréti eða Möggu, eins og hún var kölluð í okkar hópi, þegar við hófum nám í sér- kennslufræðum við KHÍ fyrir margt löngu. Námið var þannig uppbyggt að milli verkefnaskila mættum við í námslotur, gjarnan í heimavistarskólum úti á landi. Hópurinn náði vel saman og tókst að flétta saman markvissu námi og græskulausu gamni. Við nutum samvistanna, hlógum eins og skólakrakkar og tengdumst sterkum böndum. Seinna luku nokkrar úr hópnum mastersnámi við sama skóla. Magga var þar á meðal og stóð sig afar vel enda góð námskona og mikill dugnað- arforkur. En það var í mörg horn að líta hjá henni, stórt heimili og ábyrgðarmikil kennsla. Það tók í og þegar það nám var að baki komu fram efasemdir hjá Möggu hvort tímanum hefði verið vel varið fyrir framan tölvuna, hvort ekki hefði verið betra að nýta hann með fjölskyldunni. En Brynjúlfur, sem hún kallaði alltaf Binna, synirnir og seinna tengda- dæturnar og barnabörnin voru skærustu sólargeislarnir í lífi hennar og fyrir þau var hún Margrét Björnsdóttir ✝ MargrétBjörnsdóttir sérkennari fæddist í Reykjavík 21. des- ember 1952. Hún lést á líknardeild Landspítalans 8. mars 2013. Útför Margrétar var gerð frá Graf- arvogskirkju 18. mars 2013. tilbúin að leggja ótakmarkað á sig. Magga var mikil útivistarkona og göngugarpur. Eitt sinn fór hún ásamt vinkonu sinni í mikla óbyggðaferð og þurfti að fara yfir óbrúaðar ár. Þegar komið var á bakk- ann á einu stór- fljótinu spurði far- arstjórinn hvort einhverjir stæltir væru í hópnum sem gætu aðstoðað þær vinkonurnar yfir vatnsfallið. Það stóð ekki á sjálf- boðaliðum og einn sem Magga þekkti ekki tók hana að sér og skilaði verkefninu á þann hátt að hún vöknaði ekki í fæturna. Þetta var Binni og síðan hafa leiðir þeirra legið saman og þessi fyrstu kynni voru dæmigerð fyrir það hvernig Binni skilar því sem hann tekur að sér. Mikil ham- ingja ríkti í þeirra ranni. Magga var stolt af sínum manni og iðu- lega kom fram hjá henni þakk- læti í hans garð. Magga var húsmóðir af guðs náð og flink handverkskona, prjónaði, saumaði og smíðaði. Þegar hún fékk eins árs orlof frá kennslu valdi hún að fara í smíð- anám og litu þá dagsins ljós margir hagleiksgripir, unnir af miklu listfengi. Síðasta stóra hannyrðaverkefnið hennar var að sauma sér upphlut, sem hún var langt komin með þegar hún lést. Þegar það verk hófst var heilsan orðin tvísýn en lífsviljinn og bar- áttuþrekið réðu för. Fyrir tæpum fjórum árum greindist Magga með vágestinn sem að lokum náði yfirhöndinni. Margar orrustur voru háðar og þær tóku sinn toll, en alltaf reis Magga upp og gekk til sinna verka með bjartsýni að leiðar- ljósi, en hún var þó raunsæ og gat rætt um það. Við þessar að- stæður sýndi hún þvílíka hetju- lund og æðruleysi að aðdáun vakti. Við erum þakklátar fyrir að hafa kynnst Margréti Björns- dóttur og vottum Brynjúlfi, móð- ur hennar og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Sigríður Teitsdóttir, Jóna G. Ingólfsdóttir. Í dag kveðjum við yndislega vinkonu og nágranna til margra ára. Við kynntumst Margréti fyrst þegar við fluttum heim frá Bandaríkjunum og settumst að í Logafoldinni. Betri nágranna en Möggu og Binna var ekki hægt að fá. Fljótlega kynntumst við vel, báðar kenndum við Magga í Foldaskóla og svo voru börnin okkar á svipuðum aldri. Rebekka var vart farin að ganga þegar hún fór að fara yfir götuna til Möggu með dúkkurnar sínar í pössun og ferðir hennar yfir göt- una héldu áfram í gegnum árin öll – hvort heldur var til að spjalla við Möggu, sem alltaf var tilbúin að hlusta, eða horfa á þætti með Árna. Rebekka, sem nú er við nám erlendis, sendir sérstakar kveðjur til fjölskyld- unnar. Magga var framúrskarandi kennari, með fjölþætta menntun og brennandi áhuga á starfi sínu. Hún vann bæði sem bekkjar- kennari og svo sem sérkennari eftir að hún lauk mastersnámi og var fagmanneskja fram í fingur- góma. Oft sátum við og spjölluð- um um skóla- og menntamál, sem við höfðum báðar mikinn áhuga á. Það er ómetanlegt að geta litið til baka og rifjað upp ótal sam- verustundir, hvort heldur sem við vorum að pæla í gegnum prjónauppskriftir, baka saman fyrir jól eða útskriftir eða brúð- akaup eða bara að ræða saman um lífsins gang, eða gleðjast yfir námsárangri barnanna okkar, giftingum og fæðingu barna- barnanna. Við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að ganga lífs- veginn með Möggu og Binna og fjölskyldu þeirra í 25 ár. Fjöl- skyldan þeirra er einstaklega samrýnd og hlý og gefandi. Þvílík forréttindi að eiga slíka vini. Þess vegna er missirinn mikill og söknuðurinn sár. Elsku Binni, Bjössi, Erlingur, Árni, Hildur og Anna Lilja og barnabörnin Úlfur, Birkir, Rán, Bjarki Heiðar og Heiða Margrét, Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykkar. Minningin um yndislega konu mun lifa. Okkur langar að kveðja með erindi úr ljóði eftir móður Helgu: Guð blessi ykkur öll. Hann ykkar þerri tár. Hans djúpa miskunn mun hin miklu græða sár. Vinir, vermist þið við vinar arin hans. Öruggt skjólið er í örmum Frelsarans. Elsku Magga, við sjáumst aft- ur. Ykkar vinir, Helga og Bjarni. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, hana Möggu Björns. Eftir næstum fjögurra ára baráttu við krabbamein er hún fallin frá, langt fyrir aldur fram, nýlega orðin sextíu ára. Leiðir okkar flestra í sauma- klúbbnum lágu saman fyrir hart- nær fjörtíu árum, er við byrjuð- um með saumaklúbbinn. Það sem sameinaði okkur voru eiginmenn okkar, sem voru félagar í Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík. Magga var ein af þremur í okkar hópi sem sóttu um að gerast fé- lagi í Flugbjörgunarsveitinni, fyrstar kvenna. Á þeim árum vildu „kallarnir“ ekki fá konur inn í sveitina, þannig að frá þeim tíma starfaði Magga með Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar. Magga var öðlingur og reynd- ist þeim vel sem áttu í erfiðleik- um, bæði innan saumaklúbbsins og utan, traust og trú sínum. Hún rétti alls staðar hjálparhönd þar sem þörf var á. Hún var hagleik- skona mikil, hannyrðakona og smiður. Hún prjónaði og saum- aði, t.d. skírnarkjóla, og skilur eftir sig fallega smíðagripi. Rödd hennar var góð og raddbeiting, enda þrautreyndur kennari. Við höfum átt góðan tíma sam- an í saumaklúbbnum og alltaf skemmt okkur vel, hvort sem við höfum verið í útlöndum eða hér heima, með mökum eða án. Við köllum Möggu stundum „Möggu grand“, því að henni fannst topp- urinn á góðri stund að fá sér Grand Marnier og sáum við þá á henni sælusvip. Undanfarna þrjá vetur hefur Magga ekki alltaf komist í saumaklúbb. Hún tókst á við sjúkdóminn af miklu æðruleysi, ekki síst nú undanfarið. Hún stóð sig frábærlega á þessum erfiðu tímum. Þetta var ekki fyrsta höggið sem krabbi hefur reitt til sam- aklúbbsins. Af fjórum okkar sem hafa fengið krabbamein eru nú tvær látnar og er mikil eftirsjá að þeim báðum. Nú er komið að leiðarlokum. Við kveðjum Möggu með sökn- uði. Við erum ríkari eftir að hafa átt samleið með henni öll þessi ár. Elsku Binni, Bjössi, Erlingur, Árni og fjölskyldan öll, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn, Anna, Elín, Helga, Jórunn, Katrín, Margrét og Ragna. Kveðja frá Kvennadeild Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík Fallin er frá mikil hetja. Hún Margrét okkar, Magga Björns eins og við kölluðum hana gjarn- an, gekk í okkar raðir 1982 og starfaði með okkur síðan til hinstu stundar. Hún var trygg okkar litla félagi og tók þátt í fé- lagsstarfinu af heilum hug, alltaf boðin og búin til starfa, hvort sem það var að aðstoða við fjár- öflun eða skemmta okkur með upplestri á hátíðarstundum. Síð- ustu þrjú ár voru henni erfið vegna veikinda en það kom ekki í veg fyrir, ef stund var milli stríða, að taka þátt í starfi okkar og ef hún gat ekki verið með var hún með okkur í anda og fylgdist með öllu sem gerðist. Hún var heil í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og kennarastarfinu sinnti hún af miklum áhuga og sam- viskusemi en fjölskyldan var henni allt. Í samtali nokkrum dögum fyrir andlátið kom fram hve glöð hún var að hafa getað verið viðstödd brúðkaup sonar síns fyrir fáum vikum og í hennar erfiðu veikindum gerði fólkið hennar henni kleift að vera heima næstum til loka. Binni minn, við vottum þér, sonunum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing Margrétar Björnsdóttur. Auður Ólafsdóttir. Við bekkjarsystur og vinkonur Margrétar Björnsdóttur frá Menntaskólanum við Tjörnina minnumst hennar með hlýju og virðingu. Magga var hæg og hlé- dræg á menntaskólaárunum og lét lítið yfir sér. Eftir stúdents- próf skildi leiðir eins og gengur en þegar við stelpurnar tókum að hittast á nýjan leik í fullorðinslíf- inu birtist okkur kraftmikil og hörkudugleg kona, drifin áfram af brennandi áhuga á verkefnum hverdagsins, sem stikaði lífs- brautina af baráttugleði, já- kvæðni og sterkum lífsvilja. Magga var mikil hamingju- manneskja. Hún valdi kennslu að ævistarfi og stundaði hana af lífi og sál, fannst hún bæði skemmti- leg og gefandi. Hún eignaðist góðan eiginmann, hann Binna sinn, sem hún talaði ætíð svo fal- lega um og þrjá mannvænlega syni sem veittu henni mikla lífs- fyllingu og gleði. Það fór ekki framhjá okkur hversu stolt hún var af körlunum sínum fjórum og barnabörnunum fimm. Í veikindunum kom jákvæð af- staða Möggu, lífsgleðin og bar- áttuviljinn vel í ljós. Hún ræddi veikindi sín hispurslaust og af miklu æðruleysi. Hún lét þau ekki stjórna lífi sínu heldur tók þátt í því af öllum þeim lífskrafti sem í henni bjó. Á kveðjustund stöndum við hnípnar af sorg yfir missi góðrar og tryggrar bekkj- arsystur og vinkonu en jafnframt fullar aðdáunar á innri styrk og mannlegri reisn hennar í veikind- unum. Fari hún í friði. Við söknum hennar. Við sendum fjölskyldu hennar okkar dýpstu og einlægustu sam- úðarkveðjur. F.h. bekkjarsystra úr 4C í MT, Jórunn Tómasdóttir. Margrét Björnsdóttir, vinkona okkar og skólasystir úr smíða- kennaradeild KHÍ, er látin. Hún var búin að vera starfandi kennari og sérkennari um árabil en hún var alltaf að bæta við sig í námi og var í námsleyfi veturinn ’98-’99 er við kynntumst. Við vor- um mikið saman þennan vetur enda mikið unnið og eftir Möggu liggja margir fagrir smíðisgripir sem urðu til þennan vetur. Það voru miklar fjarvistir að heiman og oft var unnið fram á nótt til að klára það sem lá fyrir. Það er okkur minnisstætt þessa löngu daga hve synirnir og Binni voru henni ofarlega í huga. Þeirra vel- ferð var fyrir öllu og fjarstýrði hún heimilinu með glæsibrag og þar hefur örugglega ekkert á skort. Veturinn endaði í heljar- innar útskriftarferð til London þar sem vináttan á milli okkar var innsigluð. Eftir þennan vetur ákváðum við að halda hópinn og hittast reglulega. Þar skiptumst við á sögum um börn og barnabörn, sögum úr kennslunni, lífinu og tilverunni. Nú síðustu ár höfum við fylgst með veikindum Möggu, sigrum hennar og ósigrum á þeim vett- vangi. Í gegnum veikindin hefur hún sýnt mikið æðruleysi og hugsaði ávallt um velferð ann- arra. Magga var mjög umhyggju- söm og fylgdist einstaklega vel með hverjum og einum í kringum sig. Hún var alltaf með á nótun- um hvað var að gerast í lífi hvers og eins og alltaf tilbúin að að- stoða við hvað sem var. Nemend- ur hennar voru einstaklega heppnir, hún var boðin og búin að gera allt sem hún gat til að hjálpa þeim við að stíga stór og smá skref til menntunar og farsældar. Í desember hittumst við síðast saman. Þá bauð Magga okkur í heimsókn til sín til að njóta ynd- islegra veitinga frá sextugsaf- mæli hennar sem haldið var upp á með fjölskyldunni og nánum vinum daginn áður. Mikið var gaman að koma inn á heimili þeirra Binna, njóta góðra veit- inga og eiga gott spjall saman. Hún var með hressasta móti en þó sáum við að það var farið að draga af henni. Hún var þreytt eftir afmælisdaginn en svo kát og glöð að geta hitt fólkið sitt og geta deilt deginum með skyld- mennum sínum og vinum. Við vorum einnig ánægðar að hafa átt þessa kvöldstund með henni. Minningin um elsku Möggu mun lifa í hjörtum okkar og send- um við fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þeirra missir er mikill. Arndís, Dóra, Eygló, Magnea og Þórhildur. Margrét Björnsdóttir, vinkona okkar og skólasystir, er fallin frá á besta aldri. Í áratugi lá leið okkar saman í sorg og gleði. Haustið 1974 gengum við inn um dyr Kennaraháskóla Íslands full- ar eftirvæntingar og þrungnar af ábyrgð, ákveðnar í að veita æsku landsins alla þá bestu og mestu menntun sem hægt væri að veita. Sumar okkar stöldruðu stutt í kennarastarfinu en aðrar, og ber þar Möggu hæst, stóðu við æsku- heitin og rúmlega það. Á þeirri vegferð sem síðan er liðin bar aldrei skugga á sam- skipti okkar við Möggu, sem horfði á lífið sem dásamlegt verk- efni. Hún gerði kröfur til sín og var öllum, sem á vegi hennar urðu, gott fordæmi. Líf hennar einkenndist af fágaðri fram- komu, en vissulega gat gustað af Möggu ef hún taldi þess þörf og þá var betra að hlusta. Nemend- ur Möggu áttuðu sig fljótt á mannkostum hennar. Frá hæg- látri konu stafaði mildi og ást, fórnfýsi og manngæska. Kennari sem býr yfir þessum töfrum get- ur ekki annað en náð árangri í starfi og það gerði Magga svo sannarlega. Hún elskaði starf kennarans og samvinnu við börn og unglinga. Hún uppskar ríku- lega. Þegar hugurinn hvarflar til saumaklúbba fyrri ára heyrum við enn tifið í prjónunum hennar. Hún prjónaði án uppskrifta, kunni þær utanbókar. Magga dásamaði íslensku ullina og sagði hver fengi peysuna í afmælisgjöf. Og af kappi var unnið því peysan þurfti að vera tilbúin á réttum tíma. Við minnumst frásagna henn- ar þegar þau Binni byggðu húsið sitt í Logafoldinni. Þá eins og áð- ur var ekki slegið slöku við. Dugnaði hennar var einnig vel lýst þegar hún lauk meistara- prófi í sérkennslu, en því námi sinnti hún með fullri kennslu og heimilishaldi. Við syrgjum Möggu en við vit- um líka að andlát hennar var lausn. Líkaminn var veikur og þótt hinn innsti kjarni væri óbeygður hlaut að koma að hinu óhjákvæmilega. Magga kom meiru í verk en margir sem vaka lengur. Hún skildi eftir verðmæti sem sjá má í sonum hennar og raunar í öllu hennar lífi. Það fólk sem er fyrirmynd að hætti Mar- grétar Björnsdóttur skapar sjóði sem seint hverfa. Aldrei heyrðum við hana kvarta undan veikindum, sjúkra- húslegum eða meðferðum sem hún fór í. Hún tók þessu öllu af miklu æðruleysi og bjartsýni og talaði um það hve margir sýndu henni velvild og væru góðir við hana. Það viðhorf segir sitt um vinkonu okkar. Magga er önnur í litlum hópi að kveðja, því Guðlaug, skóla- systir okkar, hvarf af leikvangi lífsins fyrir rúmum átta árum. Þessar tvær góðu konur skilja sannarlega eftir fallega minn- ingu. Megi algóður Guð vaka yfir Binna og sonum þeirra Möggu. Mikill er þeirra missir en þeir vita, að það lýsir af vegferð Mar- grétar. Sambandið milli Möggu og móður hennar, Ársólar, var traust og einkenndist af mann- kostum beggja. Möggu verður lengi minnst sem góðrar móður, eiginkonu, dóttur og vinar. Fari hún í friði. Skólasystur í handavinnudeild Kennaraháskóla Íslands, Guðný, Hildur, Jónína, Ragnheiður, Sigríður Ísafold, Sigríður Margrét, Unnur og Vilborg. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Lækjarsmára 6, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni 17. mars. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 22. mars kl. 15.00. Haukur Bjarnason Róbert Jörgensen, Erla D. Lárusdóttir, Guðrún Hauksdóttir, Guðmundur Kristberg Helgason, Jón G. Hauksson, Helga Brynleifsdóttir, Guðríður Hauksdóttir, Kristjón L. Kristjánsson, Anna Rós Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR GUÐNI GUNNARSSON, Víðilundi 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. mars kl. 13.30. Sigurður Svavarsson, Alice Liu, Gunnar Þór Svavarsson, Steinunn Zebitz, Kristlaug Þórhildur Svavarsdóttir, Hjörleifur Hjálmarsson, Ari Svavarsson, Ágústa G. Malmquist, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.