Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Teppi á stigaganginn
nú er tækifærið !
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðarlausu
Eitt verð niðurkomið
kr. 5.890 m2
Alþjóðlegi hamingjudagurinn verð-
ur haldinn í fyrsta sinn á morgun,
20. mars. Dagurinn er haldinn að
frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og
er markmiðið með honum að vekja
athygli á hamingju sem mikilvægu
takmarki fyrir einstaklinga og
stjórnvöld.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti á síðasta ári álykt-
un þar sem hamingja og vellíðan
eru viðurkennd sem sammannlegt
grundvallarmarkmið.
Landlæknisembættið mun á
morgun kynna niðurstöður nýrrar
könnunar á hamingju Íslendinga.
Einnig verða kynntar Fimm leiðir
að vellíðan, sem embættið hefur
gefið út í tilefni dagins og fela í sér
fimm einföld skref fyrir unga sem
aldna í átt að meiri hamingju og
betri líðan.
Hamingja Kannanir benda til þess að Ís-
lendingar séu almennt hamingjusamir.
Alþjóðlegur ham-
ingjudagur SÞ
Morgunblaðið/Golli
Árlegt Fyr-
irlestramaraþon
Háskólans í
Reykjavík verð-
ur haldið á morg-
un klukkan
10.15-16.30 í
stofu M101.
Flutt verða 36
erindi sem gefa
innsýn í rannsóknarstarfið innan
háskólans og er hvert þeirra 6 mín-
útur að lengd. M.a. verður fjallað
um þriðju iðnbyltinguna, kynjamun
og lygar, stafræna markaðssetning,
skýrslutökur af börnum og rafbíla.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
Fyrirlestramaraþon
haldið í HR
Reykjavíkurborg stendur fyrir al-
mennum íbúafundi um uppbygg-
ingu skólahúsnæðis, sundlaugar,
bókasafns og íþróttamannvirkja í
Úlfarsárdal miðvikudaginn 20.
mars nk.
Á fundinum verður farið yfir
skipulagsmöguleika á svæðinu til
uppbyggingar á skóla-, menningar-
og íþróttamannvirkjum í Úlfars-
árdal en mannvirkin munu nýtast
íbúum í Úlfarsárdal og Grafarholti.
Fundurinn verður í Sæmund-
arskóla og mun standa yfir frá
klukkan 17.30-19.
Íbúafundur haldinn
um Úlfarsárdal
STUTT
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heimur norrænu goðafræðinnar
gengur sem rauður þráður í gegn
um veitingasali og önnur húsa-
kynni gömlu kaupfélagshúsanna í
Englendingavík í Borgarnesi.
Rekstur hefst næstkomandi föstu-
dag undir nafni Edduveraldar.
Edduveröld er í gömlum versl-
unar- og pakkhúsum. Flest eru
húsin frá því um 1886 er Akra-
Jón kaupmaður lét byggja upp
verslunina en einhver hluti þeirra
er þó eldri. Hollvinasamtök Eng-
lendingavíkur björguðu húsunum
frá eyðileggingu og unnu að end-
urgerð þeirra í samvinnu við
sveitarfélagið. Þau fengu hlutverk
þegar aðstandendur Brúðuheima
keyptu þau, gerðu þeim frekar til
góða og settu þar upp brúðuleik-
hús og veitingahús.
Stukku á hugmyndina
„Við höfum verið að gjóa aug-
unum á þetta svæði öðru hvoru
allt síðasta ár, eftir að Brúðu-
heimar hættu. Í ferðaþjónustu
vantar alltaf aðdráttarafl og eitt
leiddi af öðru,“ segir Guðrún
Kristjánsdóttir sem stendur að
Edduveröld ásamt Jóhönnu Erlu
Jónsdóttur.
Þær hafa verið með veitinga-
sölu og veisluþjónustu í golfskál-
anum á Hamri í nokkur ár og
höfðu hug á að færa út kvíarnar.
Erla skoðaði sýningu um Eddu-
heima hjá Hauki Halldórssyni
listamanni og Sverri Erni Sig-
urjónssyni í Straumi við
Hafnarfjörð rétt fyrir
jól. Kom í ljós að þeir
voru að flytja til
Þýskalands og
þurftu að losa sig
við munina. Þar á
meðal var 25 fer-
metra líkan að
skemmtigarði í
anda goðanna.
Þær stallsytur
ákváðu að slá til þegar þeim stóð
til boða að varðveita líkanið og
önnur verk Hauks úr sýningunni.
Munirnir féllu vel inn í húsnæðið í
Englendingavík og svo fór að þær
tóku húsin á leigu hjá Byggða-
stofnun og eru þessa dagana að
leggja lokahönd á lagfæringar og
uppsetningu sýningar til þess að
geta opnað næstkomandi föstu-
dag. „Nei, þetta var ekki erfið
ákvörðun,“ segir Erla og Guðrún
útskýrir það með því að þær hafi
verið búnar að hugsa svo lengi til
Englendingavíkur.
Þær segjast finna meðbyr í
bænum fyrir endurlífgun starf-
seminnar í Englendingavík. Marg-
ir líti inn og hvetji þær áfram.
„Vinnum allt sjálfar“
Veitingahúsið verður hjartað í
Edduveröld en margs konar af-
þreying sem ætluð er til að draga
að fólk er ómissandi hluti af verk-
efninu. Þrjár handverkskonur
verða með vinnuaðstöðu, þar af
tvær með opnar vinnustofur í hús-
inu. Þær opna dyr sínar um leið
og veitingahúsið. Líkanið „Níu
heimar goðafræðinnar“ verður í
neðra pakkhúsinu og boðið upp á
leiðsögn á nokkrum tungumálum.
Þar er söguloft sem gefur mögu-
leika á ýmsum uppákomum. Þá er
hugmyndin að Borgarbyggð nýti
efra pakkhúsið til sýningarhalds.
Konurnar eru með hugmyndir um
að nýta ekki aðeins húsin heldur
einnig skemmtilegt umhverfi í
víkinni til að vekja áhuga fólks.
„Eftir því sem meira er hingað að
sækja er líklegra að fólk komi,“
segir Erla.
Guðrún og Erla elduðu sjálfar
allan mat í Hvíta bænum á Hamri
og gestir þeirra í Edduveröld
geta vænst þess sama. „Við
vinnum allt sjálfar,“ segir Guðrún
og sér fram á annasama tíma.
Hugmyndin er að hafa opið allt
árið.
Opnað inn í Edduveröld
Aftur er að færast líf í sögufræg hús í Englendingavík í Borgarnesi Veitingahús verður með
goðafræðisýningu og ýmsa afþreyingu Söguloft gefur möguleika á ýmsum uppákomum
Englendingavík Gömlu verslunarhúsin hafa verið gerð upp á undanförnum
árum. Nú hafa þau fengið nýtt hlutverk í ferðaþjónustunni.
Þær sem þjóna Guðrún Kristjánsdóttir og Jóhanna Erla Jónsdóttir reka
menningartengda ferðaþjónustu og veitingahús undir merkjum Edduver-
aldar. Þyngslalöpp er heiti fyrirtækisins.
„Fólk kannast við goðafræðina úr
framhaldsskóla og svo þekkja allir
ýmis heiti úr Snorra-Eddu úr sínu
nánasta umhverfi,“ segir Jóhanna
Erla um notkun á goðafræðinni
sem segul í ferðaþjónustu. Þær
Guðrún nefna eitt nærtækt heiti úr
umhverfi sínu, háskólann Bifröst í
Norðurárdal. Sjálfar eru þær
vissar um að fólk hafi áhuga á
að vita meira um þennan heim.
Heiti úr Eddu Snorra Sturlu-
sonar eru óspart notuð í starf-
seminni. Fyrirtæki þeirra Guð-
rúnar og Erlu hefur fengið
nafnið Þyngslalöpp ehf. sem
mun merkja sá sem þjónar.
Veitingastaðirnir heita Gná og
Fulla, í höfuðið á þjónustumeyjum
Friggjar. Koníaksstofan á loftinu er
nefnd Himinbjörg, barnasvæðið
Iðavellir og vinnustofur hand-
verksfólks eru í Skartsölum. Sýn-
ingarhúsin heita Skíðblaðnir eftir
skipi Freys og Hliðskjálf sem er há-
sæti Óðins.
Þemað sést einnig á matseðl-
inum þar sem meðal annars verður
boðið upp á svínakjöt af Sæhrímni.
Ekki er þó víst að kjötið af honum
endist jafnvel og í Valhöll þar sem
sama geltinum var slátrað á hverj-
um degi og alltaf var til nóg flesk,
sama hversu margir neyttu.
Njóta veitinga í Gná og Fullu
NOTA HEITI ÚR NORRÆNNI GOÐAFRÆÐI
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason