Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Rauðage rði 25 · 108 Rey kjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Verslunarkælar í miklu úrvali • Hillukælar • Tunnukælar • Kæli- & frystikistur • Afgreiðslukælar • Kæli- & frystiskápar • Hitaskápar ofl. Bíólistinn 15.-17. mars 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Oz the Great and Powerful Identity Thief Dead Man Down Escape from Planet Earth (Flóttinn frá jörðu) Jagten (The Hunt) Broken City 21 and Over Anna Karenina A Good Day to Die Hard Þetta Reddast 1 2 Ný 3 4 Ný 5 Ný 6 7 2 2 1 3 4 1 3 1 5 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Ævintýramyndin Oz the Great and Powerful er í efsta sæti aðsókn- arlistans eftir nýliðna helgi, aðra vikuna í röð, en hátt í sjö þúsund áhorfendur hafa séð myndina hér- lendis. Rúmlega fimmtán þúsund manns hafa séð hasarmynd Bruce Willis, A Good Day to Die Hard á sl. fimm vikum. Þrjár nýjar myndir rata inn á listann, þeirra á meðan er Anna Karenina sem byggist á samnefndri bók Leos Tolstoj og skartar stjörnuleikurum á borð við Keiru Knightley og Jude Law. Bíóaðsókn helgarinnar Töfraveröld Oz heillar Galdrar Oz the Great and Powerful fjallar um valdabrölt galdrakarls. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nú stendur sem hæst hljómsveitakeppnin Músíktilraunir sem hófst á sunnudagskvöld í Silfurbergssal Hörpu. Þegar hafa tuttugu hljómsveitir spreytt sig í keppninni í von um sæti í úrslitum hennar sem haldin verða á laugardag. Tilraunirnar eru nú haldnar í 31. sinn og helstu verðlaun þeirra eru eins og jafnan hljóð- verstíma með upptökumanni, en einnig eru veitt verðlaun fyrir hljóðfæraleik og texta. Fyrir fyrsta sætið fást 20 tímar í Sundlauginni ásamt hljóðmanni, 2. sæti gefur 20 tíma í Gróð- urhúsinu og 3. sætið 20 tíma í Stúdíó Paradís. Að auki fær sigursveitin gjafabréf frá Ice- landair og leikur á tónlistarhátíð i Hollandi og hljómsveitirnar í 1. til 3. sæti gjafabréf frá 12 Tónum, þátttöku í Hljóðverssmiðju Kraums, námskeið hjá Gogoyoko og ýmis fleiri verð- laun. Áheyrendur úrslitakvöldið velja Hljóm- sveit fólksins sem fær upptökutæki frá Tóna- stöðinni og plötuúttekt frá Smekkleysu plötubúð og mun spila í beinni á Rás 2 í Popp- landi. Í undanúrslitum velur salur eina hljómsveit en sérstök dómnefnd aðra. Dómnefndin er skipuð ofanrituðum og þeim Agli Tómassyni, Ásu Dýradóttur, Gunnari Gunnarssyni, Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur, Kristjáni Kristjáns- syni og Ragnheiði Eiríksdóttur. Keppnin hefst kl. 19.30. Líður að lokum Músíktilrauna Kjurr Reykvíska hljómsveitin Kjurr varð til í Brussel en hét þá öðru nafni. Í upp- hafi skipuðu sveitina þeir Klemens Hannigan, gítarleikari og söngvari, og Einar Hrafn Stefánsson, bassaleikari og söngvari, en þegar Sólrún Mjöll Kjartans- dóttir trommuleikari slóst í hópinn varð nafnið Kjurr til. Sólrún er 18 ára, Einar 21 og Klemens 19. Dólgarnir Eyjamennirnir Geir Jónsson gít- arleikari og söngvari, Gísli Rúnar Gíslason trommuleikari og Arnar Geir Gíslason bassa- leikari eru Dólgar. Þeir spila hrátt þungarokk og eru á aldrinum 15 til 19 ára. Askur Ask skipa Reykvíkingarnir Sæþór Dagur Ívarsson og Ágúst Bjarni Dúason. Sæþór, sem er 22 ára leggur til rödd en Ágúst, sem er 20, sér um forritun. Þeir lýsa tónlistinni svo: „elektrónísku hljómfullnægingarnar streyma frá synthheila hljómsveitarinnar og tengja fylgjendur inn í annan veruleika“. OAS Frá Stykkishólmi er rokksveit er kallar sig OAS. Sveitina skipa Hlöðver Smári Oddsson, gítarleikari og söngvari, Eyþór Arnar Alfreðsson gítarleikari, Jón Glúmur Hólmgeirsson gít- arleikari, Friðrik Örn Sigþórsson bassaleikari, Kristrós Erla Bergmann Baldursdóttir hljómborðsleikari og Hinrik Þór Þórisson trommuleikari. Þau eru 14 til 17 ára gömul og spila popp og rokk og pönk. Arty Party Reykvíska tvíeykið Arty Party skipa Viktor Jón Helgason og Inga Magnes Weisshappel. Viktor leikur á hljóðsmala og syngur og Inga leikur á hljómborð. Þau segja að takmarkið sé að smíða fallegt og áhrifa- mikið popp sem nái til hlustandans í gegnum þægilegar melódíur og grípandi takt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.