Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR! LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR. 350 KR. SKYRTAN hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur - NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn er fullur af óvæntum smá- atriðum, sem hafa enga þýðingu fyrir þig – fyrr en eftir á. Vog og fiskur gera allt sem þau geta til þess að gleðja þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Forðastu að taka þátt í hlutum sem eru einskis virði og því hrein tímasóun. Ef einhver vandamál koma upp er best að ræða beint við viðkomandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tækifæri bankar upp á. Ekki telja þessar athafnir ómerkilegar því þær eru í raun mikilvægur hluti lífsins. Notaðu kvöldið fyrir sjálfan þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Farðu varlega núna, tilfinningasemin er allsráðandi og auðvelt að lenda í rimmu. Gættu þess líka að setja sjálfum þér ekki of stífar reglur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sá sem vill koma skoðunum sínum á framfæri verður að vera viðbúinn gagnrýni. Kannski færð þú óvænt framlag eða aðstöðu til þess að sinna starfi þínu betur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert orkumikill og vilt koma sem flestu í verk á sem skemmstum tíma. Einvera í notalegu umhverfi mun skipta sköpum fyrir líðan þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Margan skemmtilegan manninn rekur á fjörur þínar í dag. Mundu að græddur er geymdur eyrir. Rómantíkin blómstrar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samræður í dag kunna að snú- ast um draumóra og óraunhæf markmið. Það getur valdið andvaraleysi að allt gangi refja- laust fyrir sig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það kann að kosta þig mikla vinnu að komast fyrir allar staðreyndir máls- ins. Eitthvað sem þú býst við, annaðhvort í símtali eða pósti, fyllir þig krafti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða til þess að leyna tilfinningunum, því þú átt ekki að láta stjórnast af öðrum. Leggðu áherslu á það að líta björtum augum á tilveruna. Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki láta heimilisfólk draga úr þér kjark í dag. Vanalega ertu nokkrum skrefum á undan öllum öðrum, svo njóttu þess að vera í þeirra sporum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hættu að berja höfðinu við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar. Haltu þínu striki. Hafðu það á bak við eyrað. Hjálmar Freysteinsson kastarfram mikilli harmsögu í bundnu máli: Geirmundur giftur var vel en garminum varð ekki um sel, því konan ’ans Halla hafði þann galla að hrjóta eins og grjótmulningsvél. Geirmundar úrræðin góð gulltryggðu næði og hljóð, nú er kyrrð yfir öllu – í kokið á Höllu koddanum sínum hann tróð. Geirmundur heimskuhaus sér hlutskipti dapurlegt kaus. Augaleið gefur að illa hann sefur einsamall – koddalaus. Mál málanna í aðdraganda kosn- inga er ótrúleg yfirlýsing Jóns Ingvars Jónssonar um að hann sé hættur að yrkja „vegna skorts á kunnáttu og hæfileikaleysi“. Hann segir að það sé einna minnisstæðast frá misheppnuðum ferli er hann kom heim alldrukkinn og orti: Við fengum sterkan fjanda, flestir gerðumst veikir. Undrast öglis landa eik hví vér róm bleikir. Á Boðnarmiði varð uppi fótur og fit við þessa yfirlýsingu Jóns Ingv- ars. Séra Hjálmar Jónsson orti: Mörg er andans höllin hreysi, hnípið skáld oft þolir tjón. Út af hæfileikaleysi ljóðasmíðum hættir Jón. Halldóra Traustadóttir kastaði fram: Skortur á hæfileikaleysi liggur Jón sem traðar mara, upp er gufuð gáfan, hreysi, gamalt núna yrkir bara. Þá Páll Ásgeir Ásgeirsson: Eins og tuska undin sér ákaft barmar Jón. Ekki trúum orði vér um andlegt tjón. Höskuldur Búi Jónsson: Finnst mér nú að fækki tjónum, fagnar bragareyra, ef að lífið aldrei Jón um, ætlar meir að leira. Og Hreinn Þorkelsson: Hæfileikaleysisskort líst mér á og sjá það verður aftur ort eftir smá. Umsjónarmaður hefur hugboð um að þar hitti Hreinn naglann á höfuðið. Og bíður sendingar frá Jóni Ingvari! Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af garminum Geirmundi og ótrúlegri yfirlýsingu Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ MIKIL FRAMÞRÓUN Í TANNLÆKNINGUM UNDANFARIN ÁR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líta við til að gá hvort hún sé að horfa. OF GRÁÐUGUR. -VILTU LÆGRI UPPHÆÐ? JÁ NEI MENN, ÞIÐ LÍTIÐ ALLIR ÚT EINS OG RÓNAR! SVO FRÁ OG MEÐ DEGINUM Í DAG ÖÐLAST GILDI REGLUR UM KLÆÐABURÐ! ÉG ÆTLA EKKERT AÐ BERA FÖTIN ÞÍN! VÁ, EN SKRÝTIÐ! ÉG FÉKK SKILABOÐ Í TALHÓLFIÐ. ÞAU HLJÓMUÐU EINS OG ÖSKRANDI KLEINUHRINGUR. EINN HEFUR SLOPPIÐ Í SÍMA! Víkverj hefur verið að velta einufyrir sér mjög alvarlega að und- anförnu, hugsað um þetta dag og nótt í nokkrar vikur en ekki enn komist að niðurstöðu. Svo mikið hef- ur Víkverji hugsað um þetta að hann hefur fengið hausverk. Það er búið að velta upp kostum og göllum og öllum þeim möguleikum og hindr- unum sem geta orðið á vegi Vík- verja. Hann hefur haft samband við vini og ættingja og ýmsir málsmet- andi menn hafa komið að máli við hann. x x x En hvað hefur Víkverji eiginlegaverið að hugsa? Jú, hann hefur mikið verið að spá í að stofna flokk, Víkverjaflokkinn, og bjóða fram lista fyrir næstu þingkosningar, sem eru bara eftir rúman mánuð. Hæpið er að láta flokkinn heita Lýð-eitthvað því við höfum Lýðveldisflokkinn, Lýðræðishreyfinguna og Lýðræð- isvaktina, þar sem Lýður Árnason er innanborðs að sjálfsögðu. Víkverji telur að það séu mörg tækifæri í stöðunni. Það er bara búið að úthluta 18 listabókstöfum fyrir kosningarnar og því minnst 17 stafir eftir, ef stafrófsminnið bregst ekki. Nítjándi stafurinn bætist líklega við, til þeirra Regnbogamanna, Bjarna Harðar, Jóns Bjarna og Atla Gísla- sonar. Því miður er V farið til VG en tvöfalt V ekki, enda v í tvígang í orð- inu Víkverji. Steinliggur auðvitað. x x x X-W hlýtur að hljóta náð fyrir aug-um embættismanna í innanrík- isráðuneytinu, fyrst búið er að út- hluta C. Það eru líka fleiri ágætis stafir á lausu, eins og Á, É, Í, J, M, N, Ó, Q, U, Ú, X, Y, Ý, X, Æ og Ö. Það eru líka fjölmörg tækifæri fyrir enn fleiri frambjóðendur, því að þeir gætu bara orðið um 2.400, miðað við 19 lista, eða álíka margir og Hver- gerðingar, og meðmælendur á fjórða tugþúsundið. Ekki veitir af að bæta úrvalið á Alþingi og í raun ætti öll þjóðin að gefa kost á sér. x x x Víkverji hefur ekki gert upp hugsinn um hvort boðið yrði fram í öllum kjördæmum en Suður- kjördæmi heillar mest. Það þarf jú að standa vörð um Vík. víkverji@mbl.is Víkverji Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda. (Harmljóðin 3:22)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.