Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 13

Morgunblaðið - 19.03.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 12.30 Setning og hádegisverður 13.00 Ávarp: Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 13.20 Ræða formanns SVÞ:Margrét Kristmannsdóttir 13.45 Digital Society and Digital Business: Are you ready? Dr. Sandra Sieber prófessor við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona 14.45 Kaffihlé 15.05 Afhending gagna fyrir aðalfund 15.15 Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 13. gr. og 20. gr. samþykkta SVÞ 15.45 Dagskrárlok Fundarstjóri: Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf. Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000. VIÐSKIPTI Í BREYTTU UMHVERFI Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, verður haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 12.30 í Gullteigi, Grand Hóteli Reykjavík. Margrét Kristmannsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Dr. Sandra Sieber Steinn Logi Björnsson Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fresta rafrænum íbúakosningum um Betri hverfi sem halda átti dag- ana 14.-19. mars fram yfir páska. Kosningarnar verða í staðinn haldnar dagana 4.-11. apríl. Í kosningunum velja íbúar ýmis framkvæmdaverkefni í hverfum Reykjavíkur sem hugmyndir hafa komið að í gegnum vefsvæðið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Að sögn Hilmars Magnússonar, verkefnisstjóra Betri Reykjavíkur, er ástæðan fyrir frestuninni sú að gríðarlegur fjöldi hugmynda barst frá íbúum inn á vefsvæðið Betri hverfi. Óskað var eftir hugmyndum frá íbúum í janúar og rann frestur til að setja inn hugmyndir út 15. febrúar sl. Um 600 hugmyndir bár- ust frá íbúum, sem er mikil fjölgun frá því í fyrra þegar um 350 hug- myndir bárust. Stillt verður upp allt að 30 hug- myndum í hverju hverfi en fyrst þarf að kostnaðarmeta allar hug- myndirnar og meta hvort það er á færi borgarinnar að framkvæma þær, segir í tilkynningu. Borgin frestar kosningum  600 hugmyndir bárust frá íbúum Morgunblaðið/Golli Þriggja daga Íslandsferð fyrir tvo skilaði 11.000 bandaríkjadölum (tæplega 1,4 milljónum króna) í söfn- un bandarískra samtaka til styrktar rannsóknum á orsökum flogaveiki. Amerísk-íslenska verslunarráðið, Icelandair, Icelandtravel og Hilton- hótelin gáfu Íslandsferðina í söfnun samtakanna CURE (Citizens United for Research in Epilepsy). Ferðin verður farin í kringum sumarsólstöður. Ferðalangarnir fá m.a. að fara í jeppaferð á jökul, borða hádegisverð á íslenskum sveitabæ, fara á vélsleða og borða veislumat á jökli. Einnig verður farið að Gullfossi og Geysi, í sjávarþorp og Bláa lónið. Susan Axelrod er stjórnarformað- ur samtakanna CURE. Hún er gift David Axelrod, ráðgjafa Bills Clin- tons Bandaríkjaforseta og fyrrver- andi aðalráðgjafa Obama Banda- ríkjaforseta. David Axelrod var kosningastjóri Obama í aðdraganda endurkjörs forsetans. Dóttir þeirra hjóna, Lauren, fékk flogaveiki sjö mánaða gömul. Hún er nú 29 ára. David Axelrod skoraði á sjón- varpsmanninn Joe Scarborough í haust að safna milljón dollurum til flogaveikirannsókna. Tækist það skyldi Axelrod fórna yfirskegginu. Scarborough tók áskoruninni. Skeggið var svo rakað af í beinni út- sendingu í desember sl. þegar millj- ónin var komin. gudni@mbl.is Íslandsferð gaf 1,4 milljónir Morgunblaðið/RAX Gullfoss Ferðalangarnir keyptu sannkallaða ævintýraferð til Íslands.  Íslandsferð sem gefin var á uppboð til styrkar rann- sóknum á flogaveiki skilaði góðu framlagi í söfnunina Lögreglunni á Suðurnesjum barst á föstudag tilkynning þess efnis að hundur hefði glefsað í átta ára dreng. Drengurinn var fyrir utan skóla- bygginguna þeg- ar atvikið átti sér stað. Hundurinn kom aðvífandi og gerði sig líklegan til að bíta barnið. Hann glefsaði í úlpu þess, en lét þar við sitja. Lög- regla gerði Heilbrigðiseftirliti Suð- urnesja kunnugt um málið. Þá var tilkynnt um ólarlausan Husky-hund sem væri að þvælast inni í garði við íbúðarhúsnæði. Lög- regla hafði samband við hundafang- ara sem fór á staðinn. Lögregla áréttar enn og aftur að lausaganga hunda er með öllu óheimil og af henni getur stafað hætta eins og dæmin hafa sannað. Hundur beit barn við skóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.