Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
KENNARI: KRISTBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR
AQUA ZUMBA®
8 VIKNA AQUA ZUMBA NÁMSKEIÐ
Í SUNDLAUG SJÁLANDSSKÓLA
ÞRIÐJUD., FIMMTUD. OG LAUGARDAGA
HEFST 2. APRÍL
WWW.KLIFID.IS
SÍMI: 565 0600 · KLIFID@KLIFID.IS
SKRÁÐU ÞIG NÚNA!
Baldur Arnarson, Ingvar P.
Guðbjörnsson, Skúli Hansen
„Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að
frétta fyrir utan að það hefur verið
fundað og málið verður aftur á dag-
skrá á þingfundi á morgun [í dag].
Það hafa verið óformlegir fundir
milli alls konar fólks en það hefur
ekkert verið fundað formlega,“ sagði
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, í gærkvöldi um stöð-
una í stjórnarskrármálinu á þingi.
Hún sagði tvo þingfundi fyrirhug-
aða. „Við reiknum með bæði föstu-
deginum og laugardeginum. Við er-
um ekki komin lengra en það.“
Á dagskrá þingfundar í dag er 41
mál og er breytingartillaga Katrínar,
Árna Páls Árnasonar og Guðmundar
Steingrímssonar í stjórnarskrármál-
inu meðal þeirra. Tólf mál voru af-
greidd í gær áður en umræða hófst
um stjórnarskrármálið. Lauk þing-
fundi klukkan hálftíu í gærkvöldi.
Óvissa um lok þingstarfa
Magnús Orri Schram var starf-
andi þingflokksformaður Samfylk-
ingar í gærkvöldi, í fjarveru Oddnýj-
ar Harðardóttur, sem var á opnum
stjórnmálafundi í Reykjanesbæ.
„Það er alls óvíst um lok þings.
Hins vegar eru menn að reyna að
átta sig á því hvernig er hægt að
haga málum, hvort það sé grundvöll-
ur til samkomulags eða ekki. Þing-
haldið er nú þannig vaxið að menn
eru með nokkur mál sem þeir eru
ósammála um hvernig eigi að ganga
frá og stjórnarskrármálið er eitt
þeirra. Þess vegna er þetta tengt,
lyktir þessa máls, lyktir annarra
mála og lyktir þingstarfa.“
Lagði til þingfrestun
Jóhanna Sigurðardóttir lagði síð-
degis í gær fram þingsályktunartil-
lögu á Alþingi um frestun þingfunda
í dag, 22. mars, eða síðar. Lagði hún
tillöguna fram í kjölfar sambæri-
legrar tillögu Ólafar Nordal, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins, í gær-
morgun. „Ég held að það sjái það nú
allir í þjóðfélaginu að það er löngu
tímabært að þingið ljúki störfum og
menn geta ekki verið hér með
ágreiningsmál á síðustu dögum
þingsins,“ sagði Ólöf og tók fram að
tillagan væri lögð fram í samráði
við formann sem og forystu
Sjálfstæðisflokksins.
„Ég held að flestir þing-
menn séu á því að þessu
þurfi að ljúka en menn
eru með þetta stjórnar-
skrármál í spennitreyju og
vilja ekki horfast í augu við
staðreyndir,“ sagði Ólöf að-
spurð hvort hún teldi að
meirihluti væri fyrir til-
lögunni á þingi.
Útlit fyrir þing-
fund á morgun
Formaður VG segir stöðuna óbreytta í stjórnarskrármáli
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Sú hætta er fyrir
hendi þegar jafn-
ræði raskast að
það verði slys í
réttarfram-
kvæmdinni, að
menn séu dæmdir
að ósekju. Vörnin
er veikari en ella.
Ákæruvaldið hef-
ur of mikið for-
skot,“ segir Karl
Axelsson hæstaréttarlögmaður um
hættuna á ójafnræði milli sakborn-
inga og ákæruvalds í málum sem
varða efnahagshrunið 2008.
Karl var ræðumaður á fundi Lög-
mannafélags Íslands í gær, ásamt
Guðrúnu Sesselju Arnardóttur
hæstaréttarlögmanni, og vék þar að
umræddri hættu á ójafnræði.
Mál sem varða efnahagshrunið
„Við ræddum um ýmis atriði sem
lúta að sjónarmiðum um jafnræði í
sakamálum, þ.e.a.s. að það þurfi að
vera jafnvægi með ákæruvaldi annars
vegar og sakborningum við rekstur
sakamála. Við ræddum þannig ýmis
álitamál sem hafa einkum komið upp í
stórum málum í kjölfar hrunsins þar
sem menn hafa áhyggjur af því að
jafnvægið sé að raskast.
Ójafnræðið getur birst í því að það
gangi ekki nægilega vel að tryggja
aðgang sakaðra manna og verjenda
þeirra að gögnum máls. Það hafa
komið upp álitaefni um aðgang að
skýrslutökum, en þær eru núna tekn-
ar í mynd og á geisladiska. Ákæru-
valdið er með hæstaréttardóm fyrir
því að það þurfi ekki að afhenda upp-
tökur fyrr en það er búið að vélrita
þær. Í öðru lagi fáum við ekki sama
tíma til að undirbúa varnir okkar og
ákæruvaldið hefur haft undanfarin
fjögur ár til þess að undirbyggja og
reka þessi mál fyrir dómstólum,“ seg-
ir Karl og heldur áfram.
Of miklar væntingar
„Eitt álitaefnið er að það hefur ver-
ið byggð upp svo há væntingavísitala
til embættis sérstaks saksóknara að
þar á bæ hljóta menn auðvitað, eins
og allir mennskir menn, að finna fyrir
þeim þrýstingi. Það fer aftur að ýta á
að menn fari að keppast við að ná
árangri og þá á kostnað þess sem er
kallað hlutlægnisreglan, en hún er sú
að ákæruvaldið á alltaf að meta jöfn-
um höndum það sem horfir til sektar
og sýknu. Samfélagið krefst árangurs
og við skulum að minnsta kosti hug-
leiða að menn vinna við slíka pressu.
Öll erum við mannleg, hvort sem
við erum dómarar, lögmenn eða
ákærendur. Ég fullyrði ekkert í þessu
efni en þessu er til að svara þegar
spurt um hætturnar ef jafnræði rask-
ast,“ segir Karl.
Hætta á að
jafnræði raskist
í hrunmálum
Hæstaréttarlögmaður nefnir hættur
Karl
Axelsson
„Við erum að myndast við að
veiða. Ég held að þetta sé bara
búið. Það er að minnsta kosti sigið
verulega mikið á seinnihlutann,“
sagði Arnþór Hjörleifsson, skip-
stjóri á loðnuskipinu Lundey, sem
HB Grandi gerir út, síðdegis í
gær. Hann var þá að veiðum
nærri Snæfellsnesi til að klára
loðnukvóta útgerðarinnar.
Hann sagðist hafa náð að veiða
um 900 tonn en enn væru 400
tonn eftir af kvótanum. Nokkur
önnur skip voru að veiðum á svip-
uðum slóðum í gær og einnig á
síðustu metrunum. Útgerðar-
maður sem rætt var við í gær
sagði að dauft væri orðið yfir og
menn færu þetta á þrjóskunni og
þolinmæðinni.
„Við vorum í Breiðafirði en við
fundum ekkert þar. Við erum að
koma suður fyrir Snæfellsnes. Ég
fer í land í [gær]kvöld eða nótt,“
sagði Arnþór í gær. Hann vildi þó
ekki gefa upp alla von um að fiska
meira. „Dagurinn er ekki alveg
búinn. Þetta er fljótt að gerast ef
það er eitthvað að hafa,“ sagði
hann.
Reyna að næla í sporðinn
á síðustu loðnu vetrarins
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Lok Vertíð lýkur líklega fyrir helgi
og fljótlega tekur kolmunninn við.
Vertíðin
» Mestu hefur verið landað hjá
fyrirtækjunum tveimur í Eyjum
eða tæplega 100 þús. tonnum.
» Í Neskaupstað hefur rúm-
lega 92 þúsund tonnum verið
landað, en Síldarvinnslan vinn-
ur einnig loðnu á Seyðisfirði og
í Helguvík.
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingar, fundaði með
flokksbræðrum sínum í Stykkis-
hólmi í gærkvöldi. Var það átt-
undi kosningafundurinn með
samfylkingarmönnum á sjö
dögum. Ekki náðist í Árna Pál.
Fleiri þingmenn Samfylkingar
voru á faraldsfæti í gærkvöldi.
Oddný Harðardóttir var á
opnum stjórnmálafundi í Stapa
og Ólína Þorvarðardóttir hitti
samfylkingarfólk í Bifröst.
Hafði einn þingmaður flokksins
á orði að kosningabaráttan væri
hafin.
Þá má nefna að Bjarni
Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, og
Hanna Birna Kristjáns-
dóttir varaformaður
funduðu með sjálfstæðis-
mönnum í Reykjanesbæ í
gærkvöldi. 35 dagar
eru til kosninga
27. apríl nk.
Kosningabar-
áttan hafin
ÞINGMENN Á FERÐINNI
Ólöf Nordal
Morgunblaðið/Golli
Á Alþingi Úr eldhúsdagsumræðu í síðustu viku. Óvíst er hvenær þingstörfum lýkur en þeim átti að ljúka 15. mars.
„Fjölmörg atriði sem þarna eru nefnd eru eða hafa ver-
ið til umfjöllunar hjá dómstólum. Ég vísa til niður-
staðna dómstóla í þeim efnum,“ segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari, og tiltekur að hann
sé að bregðast við endursögn blaðamanns á sjónar-
miðum Karls. Hann hafi ekki setið fund Lögmanna-
félagsins og hafi því ekki upplýsingar um umræðuna
sem þar fór fram.
Spurður út í ummæli Karls um hlutlægnisregluna
segir hann: „Ég fullyrði að embættið fer eftir lögum
sem um starfsemi þess gilda. Það hefur reynt á ýmis
álitaefni sem þarna eru tiltekin í dómsmálum þar sem menn hafa fjallað
um þessi atriði og málsaðilar rökstutt bæði sjónarmiðin. Þar á slík um-
fjöllun heima af okkar hálfu.“
Vísar til niðurstaðna dómstóla
VIÐBRÖGÐ SÉRSTAKS SAKSÓKNARA
Ólafur Þór
Hauksson