Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Elda saman Benjamin J. Mathis frá Bandaríkjunum, Gígja Svavarsdóttir skólastjóri og Kristina Mineikaite. Gæði frekar en magn Gígja fékk fyrirspurnir um hvort hægt væri að koma í skólann hennar og læra ensku, og hún réði því til sín enskukennara. „Ensku- námið er fyrir fólk á öllum aldri og við bættum líka við spænsku og ítölsku. Við kennum þessi þrjú er- lendu tungumál eftir sömu hug- myndafræðinni og íslenskuna, út frá því að fólk noti tungumálið og læri strax orðaforða sem gagnast því. Námið miðast við að fólk sé full- orðið, við notum tungumálið um leið og við kynnumst, til að læra það. Við höfum einnig verið með íslensku- námskeið fyrir íslensk börn sem búa í útlöndum og þar hefur orðið mikil sprengja í aðsókninni.“ Áður en við var litið sprakk húsnæði skólans ut- an af starfseminni sem óx hratt og síðastliðið sumar flutti Tungu- málaskólinn í Borgartún 1, í stórt húsnæði. „Við erum með fjórar kennslustofur og stóran sal þar sem við eldum saman, spilum, prjónum og gerum ýmislegt fleira saman. Í kennslunni göngum við út frá gæð- um en ekki magni og fyrir vikið eru aldrei fleiri en tíu í hverjum hópi, því þátttaka allra í spjalli næst ekki í stærri hópi.“ Menningarmót í lokin Gígja tekur fram að þau raði aldrei fólki eftir þjóðerni í hópa. „Bekkirnir eru skemmtilega bland- aðir, til dæmis erum við með fjóra tíu manna hópa núna, eða fjörutíu manns, sem eru af átján þjóðernum. Þetta er fólk frá Spáni, Póllandi, Serbíu, Danmörku, Víetnam, Afgan- istan, Grænlandi, Senegal, Tíbet, Portúgal, Taílandi, Bretlandi, Úg- anda, Slóvakía, Srí Lanka, Litháen, Filippseyjum, Þýskalandi, Tékk- landi og Nepal. Þetta er dásamlega fjölþjóðlegt og nemendur eru á öll- um aldri. Við erum alltaf með menn- ingarmót í lok hvers námskeiðs, þá mæta nemendur með eitthvað að smakka frá sínu heimalandi. Það eru mjög skemmtilegar samkomur.“ www.skoli.eu Sjónvarpsþáttaserían Vinirhefur haft marktæk áhrif álíf mitt. Það bætti þægind-astuðulinn töluvert þegar ég eignaðist myndbandstæki með tímastillanlegri upptöku. Ég gat því hæglega farið í matarboð á föstu- dagskvöldi án þess að hafa stórtæk- ar áhyggjur af því að missa af vina- legum þætti. Það gat aftur á móti eyðilagt töluvert ef sjónvarps- dagskránni seinkaði og á upptök- unni voru auglýsingar og aðeins tíu mínútur af þættinum. Ég var ekki forfallinn vinasjúklingur frá upphafi og þráhyggjan hafði eitthvað minnkað undir lokin en örugglega í fimm ár stjórnaðist líf mitt alloft af þessum hnyttna og fallega tilbúna vinahópi í hinni stóru Ameríku. Áhrifanna gætir enn í lífi mínu þó að nú séu bráðum níu ár síðan síð- asti þátturinn fór í loftið. Í ein- um þættinum átti hin neyslu- hyggjuþenkjandi Rachel bágt með að viðurkenna hlaupa- stíl frjálslegu vinkonu sinnar Phoebe. Hendurnar sveifl- uðust með á hlaupunum og fæturnir slettust á eftir henni. Í lok þáttarins (sem náðist að taka upp) freistaðist síð- an Rachel til að taka upp hlaup- astíl vinkonu sinnar. Fyrst um sinn hló ég mig máttlausa að þessum þætti. Fyrir nokkrum árum tók ég síð- an upp á því að prófa þetta í góðra vina hópi. Það er skemmst frá því að segja að frelsunin hríslaðist um líkam- ann strax í fyrsta skrefi. Þegar maður er kominn á þann stað í líf- inu að manni er alveg sama hvað öðrum finnst er dásamlegt að sleppa sér stöku sinnum. Nú síðast í gær var tekið smá Phoebe-hlaup hér á vinnustað mínum, nokkrum til mikillar undrunar en mér til frels- unar. Ég hef meira að segja yf- irfært hlaupastílinn á skíðaíþrótt- ina. Þegar ég stundaði skíðaæfingar í Colorado 16 ára gömul fékk ég hnút í magann þegar farið var yfir stílinn á myndbandsupptökum. Mér fannst ég bæði asnaleg og kjánaleg, það var líka á þeim tíma sem álit ann- arra hafði áhrif. Nokkrum árum seinna lagði ég skíðunum og fór á snjó- bretti. Upplifði frelsið sem felst í þægilegum skóm og stafaleysi. Nú hafa skíðin aftur verið tekin fram og ég neyð- ist ég til að fara í hörðu skóna en stafa- leysinu er viðhaldið og Phoebe-stíllinn hafður að leyðarljósi í fjöllunum þar sem ég geysist um stafalaus, veifandi höndum. »Þegar maður er kom-inn á þann stað í líf- inu að manni er alveg sama hvað öðrum finnst er dásamlegt að sleppa sér stöku sinnum. HeimurSignýjar Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is FÁÐU GÓÐ RÁÐ VIÐ OFNÆMI NEUTRAL.IS Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum fráDönsku astma- ogofnæmissamtökin ÍS LE N SK A SI A .I S N AT 62 71 9 01 .2 01 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.