Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú tekur sífelldum breytingum í aug- um annarra. Láttu athugasemdir annarra sem vind um eyru þjóta. Kannski verð þú fé til góðgerðarmála eða kaupir listaverk. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að fara í langt frí á þessu ári, þér veitir ekki af því. Þér hættir til að líta framhjá hlutum sem passa ekki við heild- armyndina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fljótasta leiðin að markmiði þínu er að láta aðra vita að það er þeim í hag að vekja áhuga þinn. Sýndu lipurð í samskiptum en um leið festu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft á dálítilli uppörvun að halda frá vinum og ástvinum. Stundum er maður að bæta sig og stundum að samþykkja sig með öllum göllum. Leyfðu þér að njóta þín. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú rekst líklega á fólk sem stendur ógn af þekkingu þinni. Þú þarft að ræða fjármál eða eignir við maka þinn eða aðra fjölskyldu- meðlimi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það hefur ekkert upp á sig að stytta sér leið til lausnar mála. Taktu við gjöfunum með bros á vör, sérstaklega þeim sem virð- ast hafa blendin skilaboð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Rómantíkin ræður ríkjum þessa dagana og þú ert í sjöunda himni því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Ef þú þarft að leggja spilin á borðið skaltu gera það kurteislega. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur tilhneigingu til að van- treysta sjálfum þér og ættir að forðast það og fara eftir sannfæringu þinni. Mundu samt að hóf er best á hverjum hlut. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Jafnvel metnaðarfyllsta mark- miðið getur verið innan seilingar, ef maður sleppir takinu af öflum sem vinna gegn því. Aldrei er hægt að gera svo að öllum líki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er fátt eins mannbætandi og góður hlátur við og við. Reyndu að halda þannig á spöðunum að enginn þurfi að ganga sár frá þínum fundi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þig langar mikið til þess að eyða peningum í dag, kaupa eitthvað fallegt handa þér eða ástvinum. Sestu niður með blað og penna og sjáðu fyrir þér næstu mán- uðina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fiskurinn er ötull við að hjálpa öðr- um, en þiggur hann hjálparhönd sjálfur? Ekki vera einstaklingshyggjumaður, heldur sam- starfsfús. Mundu að sýna tillitssemi. Sigrún Haraldsdóttir hitti kerl-inguna á Skólavörðuholtinu á förnum vegi. Hún bar sig aumlega og kastaði fram oddhendu: Inn á krá ei koma má, krónu hjá þeim skulda, stika fá um strætin grá, stjörf og blá úr kulda. Og henni varð hugsað til karlsins á Laugaveginum: Aftur hérna senn má sjá, svona líka hraustan, karlinn sem nú kjamsar á káli fyrir austan. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, huggaði kerlinguna: Kalt er oft er dagur dvín dauflegt tungl á stræti skín. Komdu norður, kerli mín, kannske á ég brennivín. Það er gaman að lesa veðravísur Páls Bergþórssonar á fésbókarsíðu hans. „Sjór“ er yfirskrift þessarar vísu: Seint mun hann jafna sína lund, svekktur af vinda þrasi, óður af bræði eina stund, aðra með blíðu fasi. Og Páll skrifar: „Hlýindaskeiðið mikla eftir sjö alda kuldaskeið hef- ur eytt jökulhvelinu af Oki sem gnæfir yfir Kaldadal, og þá kemur í ljós hvers vegna í ósköpunum fornmenn völdu fjallinu þetta nafn, Ok: Íshettan hlaut sín endalok, ágeng var tíðin milda. Liggja nú skaflar eins og ok utan um svírann gilda,“ „Svo kemur vor og sólskins- blettir“ er tilefni þessarar vísu: Morgungeislar gægjast fram gegnum skýjadeili, koma auga á hól og hvamm, Helgafell og Keili. Ingólfur Ómar Ármannsson leit út um gluggann og gáði til veðurs í mars og varð að orði: Harðnar tíðin, veðra vá veldur lýðum trega, norðanhríðin nöpur þá næðir gríðarlega. Bíbí straujar angistina er yf- irskrift limru Antons Helga Jóns- sonar: Alltaf svo kokhraust á útsölur fer ég þó ergir mörg summan, það sver ég – en korti ég veifa það kvíðann vill deyfa: Ég kaupi og þess vegna er ég. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kerlingunni, brennivíni og hlýindaskeiði Í klípu „ÞETTA ER EKKI ALVEG ÞAÐ SEM ÉG ÆTLAÐI AÐ GERA, EN MÉR FINNST ÞETTA FARA ÞÉR VEL.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÚN ER ROSA SNÖGG MEÐ KARTÖFLUFLYSJARA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að tryggja að hann taki lyfin sín. SNYRTIVÖRUR ÓKEYPIS FÖRÐUN UNDRAKREM– TÖFRUM –LÍKAST HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÞÚ FÓRST ALLA LEIÐ TIL AFRÍKU ... ... OG KEMUR EKKI MEÐ NEITT ANNAÐ HEIM EN GÍRAFFA? FÍLARNIR VORU BÚNIR. VIÐ ÆTTUM AÐ EIN- FALDA LÍF OKKAR. ÉG ÆTTI AÐ EINFALDA LÍF MITT. Íþróttahreyfingin er sú hreyfing,sem gegnir mikilvægasta hlut- verki í landinu, að mati Víkverja. Hún nær til allra og allir njóta góðs af með einum eða öðrum hætti. Hún er öflugasta hreyfing landsins. x x x Nú líður vart sá dagur að ekki séstofnaður stjórnmálaflokkur eða -hreyfing. Þingmenn, sem sjá sæng sína upp reidda stofna nýjar hreyfingar eða ganga í aðra flokka í þeirri von að tryggja sér áfram góð laun. Eðlileg sjálfsbjargarviðleitni, en ætla má að ekki hafi allir erindi sem erfiði. x x x Íþróttafólk nýtur almennt vinsældaog afreksfólk í íþróttum sem og íþróttaleiðtogar eru gjarnan fengin til að taka sæti á listum fyrir kosn- ingar í þeirri von að hala inn at- kvæði. Þessar fyrirmyndir hafa samt yfirleitt verið hafðar það aft- arlega á listum að þær hafa sjaldan náð inn á Alþingi. x x x Innan íþróttahreyfingarinnar hafaoft heyrst óánægjuraddir vegna skilningsleysis hins opinbera á mik- ilvægi starfsins. Á það hefur verið bent að afreksíþróttafólk verður ekki til úr engu og kostnaðarsamt er að halda því úti en forystumenn íþróttahreyfingarinnar hafa margoft sagt að þegar fjármál hennar beri á góma á opinberum vettvangi sé talað fyrir daufum eyrum. x x x Lengi hefur verið hamrað á því aðíþróttir og stjórnmál eigi ekki samleið. Yfirleitt hafa íþróttaleiðtog- ar og íþróttafólk haldið sig frá póli- tíkinni en stjórnmálaflokkar hafa notfært sér þetta fólk eins og fyrr er getið. Listamenn eru áberandi á hin- um og þessum listum fyrir komandi alþingiskosningar en ekki ber á íþróttafólkinu og íþróttafröm- uðunum. Lítil brot skjóta upp koll- inum en fjölmennasta hreyfingin sit- ur enn hjá. Hreyfingin sem þjóðin getur sameinast um. Íþróttahreyf- ingin. Er ekki kominn tími til að tengja? víkverji@mbl.is Víkverji Þá greindi hann mér svo frá: Þetta er orð Drottins til Serúbabels: Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn, segir Drottinn allsherjar. (Sak- aría 4:6)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.