Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 ✝ Ásgerður Þór-arinsdóttir fæddist í Þernuvík við Ísafjarðardjúp 3. maí 1924. Hún andaðist á heimili sínu í Hátúni 12 í Reykjavík 9. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Guðjónsdóttir, f. 1. júní 1888, d. 8. ágúst 1953 og Þórarinn Dósó- þeusson, f. 27. maí 1882, d. 26. maí 1970. Börn þeirra auk Ás- gerðar voru Jón Helgi, f. 28. mars 1919, d. 8. ágúst 1945, Sig- ríður Rakel, f. 16. nóvember 1920, d. 25. september 2005, Rannveig, f. 26. ágúst 1922, d. 2. nóvember 2009, Kristín Elín, f. 24. janúar 1928, d. 4. júní 1996. Að lokinni skóla- göngu í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp fluttist Ásgerður til Reykjavíkur og vann þar ýmis skrifstofustörf áð- ur en hún hóf störf á Múlalundi þar sem hún vann mestalla starfsævi sína. Ásgerður bjó lengstum með Kristínu systur sinni en árið 1973 fluttist hún að Hátúni 12, sem rekið er á vegum Sjálfs- bjargar og bjó þar síðan. Útför Ásgerðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. mars 2013 og hefst athöfnin kl. 13. Ásgerður Sigríður Þórarins- dóttir var alltaf kölluð Dedda af okkur systrum. Nafnið hennar var of erfitt fyrir lítil börn að bera fram og við uxum aldrei upp úr því að kalla hana Deddu. Hún bjó heima hjá okkur systrum þar til við vorum á sjötta og áttunda ald- ursári. Um helgar var það vani okkar litlu stelpnanna að vakna og hlaupa inn til Deddu. Við skrið- um upp í til hennar og kúrðum hjá henni. Alltaf tók hún okkur með bros á vör og hlýjum orðum. Þeg- ar hún var þreytt leyfði hún okkur að skoða úrið sitt. Það var nokk- urs konar gestaþraut fyrir okkur og innifól þrautir fyrir litlar hend- ur og stærðfræðihugsun. Hún sagði okkur sögur, spilaði og söng með okkur. Sérstaklega var áhrifamikið að syngja með henni „Ó, faðir gjör mig lítið ljós.“ Við fundum svo vel að Dedda var bænheyrð. Dedda átti frið að gefa og til hennar var gott að leita þegar hugurinn var í uppnámi. Hún þekkti alla á heimilinu út og inn og leitaðist eftir að heimilismenn væru í jafnvægi. Hún hafði búið með mömmu og stóra bróður áður en pabbi kom til sögunnar. Þá gekk hún við hækju og gætti bróður okkar þegar mamma þurfti að vinna fram eftir. Að sjálfsögðu fylgdi hún með í sam- búð mömmu og pabba enda var Dedda alltaf þekkt að ljúf- mennsku og glaðværri lund. Heimilið var fremur stórt, önn- ur okkar veik og mamma þurfti að hætta að vinna úti. Dedda gekk við tvær hækjur, vann á Múla- lundi og keyrði eigin bíl. Hún varð okkur systrum góð fyrirmynd. Síðan versnaði MS-sjúkdómurinn og Dedda fór á Reykjalund. Hún varð bundin við hjólastól og við munum sorgina yfir því að hjóla- stóllinn hamlaði aðgengi Deddu að blokkinni. Hún fór frá Reykjalundi í Sjálfsbjargarhúsið og var með fyrstu heimilismönnum þar. Eftir það kom hún til okkar yfir jól, páska og í styttri heimsóknir yfir árið. Ef Dedda var veik og komst ekki til okkar yfir hátíðir grétum við systurnar og báðum Guð að gefa henni styrk til að lifa. Við vorum bænheyrðar. Þegar Dedda fór í hjólastól breyttist margt. Hún hélt þó áfram að vinna og brosa framan í lífið. Hún var alla tíð ánægð með Sjálfsbjargarheimilið og sagði okkur stelpunum frá kostum þess. Þar komst hún í sund og það þótti henni skemmtilegt. Hún eignaðist vini og lagði stund á hannyrðir. Á sumrin naut hún góða veðursins úti á svölum með öðrum heimilismönnum og þar var oft mikið hlegið. Mamma var dugleg að heim- sækja Deddu og stundum fórum við systurnar með. Skemmtilegt var að keyra hana um gangana, niður í kaffisalinn og fá sætabrauð að borða. Deddu þótti undur vænt um starfsfólkið. Það hjálpaði henni að baða sig, kaupa föt, fara í hárgreiðslu og fótsnyrtingu en hún vildi líta vel út. Það gerði hún líka alla tíð þó að ekki hafi hún haft úr miklu að moða. Sjálfsbjörg hefur veigamiklu hlutverki að gegna og er mikilvægt að fólk haldi reisn sinni þrátt fyrir fötlun. Fólk er dýrmætt og Dedda kenndi okkur systrum að lífið er það líka. Í smáu hlutunum má oft finna gleði og maður ætti að þakka fyrir það sem maður hefur. Takk fyrir dýrmætar minning- ar, þær lifa. Helga og Halldóra Ólafsdætur. Í dag kveðjum við í hinsta sinn ástkæra móðursystur okkar, Ás- gerði Þórarinsdóttur frá Þernu- vík. Ásgerður eða Gerða eins og hún var oftast kölluð var fjórða í röð systkinanna fimm frá Þernu- vík. Að hefðbundinni skólagöngu lokinni fluttist Gerða til Reykja- víkur og bjó lengst af með Stínu frænku, bæði á Smáragötunni og heima hjá henni um nokkurra ára skeið eftir að Stína giftist. Þegar Sjálfsbjörg hóf starfsemi sína í Hátúni 12 fluttist Gerða þangað og bjó þar ætíð síðan. Þess má til gamans geta að Gerða var orðin sá íbúi sem lengst hefur dvalið þar en Sjálfsbjargarhúsið á 40 ára af- mæli nú í júlí í ár. Gerða vann í Múlalundi lengst af starfsævi sinnar, fullan vinnu- dag á meðan kraftar leyfðu. Við minnumst Gerðu frænku frá því er við vorum litlir drengir heima í Akurgerðinu, frá hennar mörgu heimsóknum til foreldra okkar, en hún og mamma voru miklar vinkonur og það sama má segja um allar systurnar fjórar. Gerða var þá þegar orðin fötluð og gekk við staf, þó að hún væri þá innan við fertugt, en það kom í ljós síðar að það var MS-sjúkdóm- urinn sem hrjáði hana. Það hindr- aði hana samt ekki að stunda sína vinnu og það sem meira var hún ók um allt á bíl. Okkur bræðrun- um þótti mikið til um bílaeign frænku og dáðumst að dugnaði hennar en hún var sú eina systr- anna sem ók bíl, þó mamma hafi gert það um tíma. Við munum vel að hún átti bæði Skoda og síðar Dafinn. Svo mikið þótti einum okkar bræðra til um bíla Gerðu að hann gat ekki stillt sig um að prófa Skodann heima í Akurgerð- inu, þá átta ára, þegar Gerða var í heimsókn. Ferðin endaði á grind- verkinu hjá nágranna okkar neð- ar í götunni. Sú sem hló mest að þessu uppátæki var Gerða enda var húmorinn alltaf í lagi. Eins og renna má grun í út frá því sem hér er sagt þá var Gerða ákaflega frændrækin og dugleg að koma í heimsókn og mætti í öll afmæli og viðburði bæði meðan hún gat ekið bíl sjálf og einnig eft- ir að hún þurfti að notast við hjólastólinn. Minnisstætt er hversu jákvæð hún var þrátt fyrir sína erfiðleika, hún kvartaði aldrei og lagði alltaf gott eitt til. Elsti bróðirinn minn- ist alltaf jólagjafanna frá Gerðu og Stínu en það var alltaf ein ný Nonnabók um hver jól. Gerða fylgdist mjög mikið með litla frændfólki sínu og áfram síðar er það komst á legg eins og mynd- irnar í herbergi hennar í Hátúni bera vott um. Gerða hafði einnig gaman af að ferðast. Hún fór í flestar þær ferðir sem Sjálfsbjörg stóð fyrir jafnt innanlands sem utan á með- an heilsan leyfði. Þessi ferðalög veittu henni mikla ánægju, enda var hún margfróð. Við viljum þakka starfsfólkinu í Hátúni 12 fyrir hönd frænku, hlý- legt viðmót og alla aðstoð og hjálp við hana öll þessi 40 ár sem senn eru liðin af dvöl hennar þar. Á það ekki síst við um Ingibjörgu og Helgu. Hafið þið ævinlega þökk fyrir. Elsku frænka. Komið er að kveðjustund. En við trúum því að allir erfiðleikar og heilsubrestur séu nú að baki og að þú hittir ást- vini þína á nýjum lendum þar sem meiri birta ríkir. Hafðu þökk fyrir allt. Þórhallur, Gunnar, Bergþór og Kristján. Ásgerður Þórarinsdóttir ✝ Heiðar Bryn-týr fæddist í Reykjavík 1964. Hann lést 10. mars 2013. Foreldrar hans voru Anna Helga- dóttir, f. í Súðavík 9. ágúst 1929, d. 15. júlí 2001 og Jón Bryntýr Zoëga Magnússon, f. í Reykjavík 23. nóv- ember 1928, d. 16. júní 2010. Systkini hans eru 1) Pálína Ell- en Jónsdóttir, f. 11. júlí 1952, maki Örn Björnsson, f. 26. júní 1944. 2) Jóhanna Guðrún Zoëga Jónsdóttir, f. 2. júní 1956, maki Ragnar Ólafsson, f. 30. október 1954. Börn a) Ólafur Kristján Ragnarsson, f. 19. nóvember 1974, maki Guðrún Alda Harðardóttir, f. 12. júní 1976. Þeirra börn, Ragn- ar Freyr Ólafsson, f. 24. september 2001 og Þórdís Idda Ólafsdóttir, f. 7. ágúst 2007. b) Jón Bryntýr Ragn- arsson, f. 4. apríl 1979. c) Anna Helga Ragn- arsdóttir, f. 4. maí 1985, unn- usti Andri Þór Sigurjónsson. Dóttir þeirra er Jóhanna Bryn- dís Andradóttir, f. 12. febrúar 2012. Útför Heiðars Bryntýs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 22. mars 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. Stór persónuleiki með breitt litróf tilfinninga og mikla sögu í litlum líkama. Þessi lýsing kem- ur upp í hugann þegar ég sest niður og minnist góðs vinar. Ég man hvernig hann naut þess að stríða fólki við hvert tækifæri og brosti svo með öllu andlitinu í hlutfalli við það hversu vel hon- um tókst til. Stundum endaði það svo með skellihlátri. Heiðar kunni öll brögðin í bókinni til þess að skemmta sjálfum sér og öðrum í amstri daglegs lífs. Fyr- ir manneskju eins og mig gat þessi stríðni reynt á og stundum vorum við nánast eins og gömul hjón sem mættust með stálin stinn og biðum þess að þrjóska hins myndi lúta í lægra haldi. Við vorum bæði þrjósku- og stríðn- ispúkar. Það var ekki hægt annað en að verða fyrir áhrifum af jafn svipsterkum einstaklingi og þykja vænt um Heiðar. Manni sem gat fært fjöll þegar hann ætlaði sér það. Ég man hvað við spjölluðum, ég aðeins meira en hann. Þrátt fyrir það velti ég því sjaldnast fyrir mér að Heiðar tjáði sig með öðrum hætti en flestir. Tjáningin var svo sterk að tjáningaraðferðin var aukaat- riði. Heiðar var vanafastur mað- ur sem vissi nákvæmlega hvað hann vildi og lét fátt raska ró sinni. Ég man til dæmis að þegar seinni jarðskjálftinn reið yfir ár- ið 2000 þá stoppaði Heiðar smá- stund á meðan skjálftinn reið yf- ir en hélt svo áfram að hræra í kvöldkakóinu sínu eins og ekkert hefði í skorist. Ég man líka hvað það var oft mikið stuð hjá okkur þegar við tókum sporið og jafn- vel lagið líka. Þær minningar sem standa efst upp úr eru minningar frá ferðinni okkar til Tenerife árið 2007 sem ég var svo heppin að fá að deila með Heiðari, Elínu og Mæju. Það var svo yndislegt að sjá hvernig Heiðar naut þess að láta sólina sleikja sig og vindinn leika um sig. Hvernig hann naut matar, drykkjar og skemmtunar. Það er varla hægt að vera meira í núinu en við upplifðum þarna. Ég man eftir stundunum okkar á svölunum í náttfötum með bjór og ekki síður eftir kvöldinu þar sem Heiðar var svo ánægður með karókí-barinn sem við fór- um á að ekki var annað til um- ræðu en vera fram á rauða nótt þrátt fyrir að ferðafélagar okkar væru búnar að gefast upp. Heiðari var ekki haggað! Þó að aðeins hafi lengst á milli síðustu árin þá er Heiðar einn þeirra sem eignast stað í hjarta manns. Það er ekki oft sem maður kynn- ist svo litríkum manneskjum sem kenna manni jafn mikið. Lærdóm um mann sjálfan og líf- ið. Það er skrýtið og sorglegt að horfa á eftir þér, elsku vinur, en ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég beini orðum mín- um beint til þín vegna þess að ég er ekki alveg búin að átta mig á því að þú sért haldinn á vit nýrra ævintýra. Megi góður guð gæta þín og lýsa þér veginn áfram. Þú varst og ert gangandi kraftaverk sem gerðir líf okkar margra inni- haldsríkara einfaldlega fyrir að vera Heiðar Bryntýr, stór mann- eskja með mikla sögu í litlum lík- ama. Hinn eini sanni gallagæ. Ég votta fjölskyldu Heiðars, vinum og öðrum ástvinum inni- lega samúð vegna fráfalls hans með ósk um að smám saman lýsi minningin um einstakan mann upp sorgina. Kristbjörg Þórisdóttir. Að eilífðarósi umvafin elsku frjáls ert farin ferðina löngu. Í englaveröld andinn lúinn, í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið, í mörgum mætum minningum er lifa. (Jóna Rúna Kvaran.) Elsku vinur, hvíl í Drottins faðmi. Esther Ólafsdóttir. Heiðar Bryntýr Jónsson Blængur minn, þú elskaðir lítil börn, það gladdi þig ekkert meira í lífinu en þegar þú eign- aðist systkinin þín, fyrst hana Þuríði Heklu, svo bróður þinn Sigtrygg Kristófer. Þeim varstu yndislegur stóri bróðir, gættir þeirra vel. Aldrei nokkur tímann varst þú pirraður út í þessa litlu gimsteina þína. Þú hjálpaðir mömmu þinni með Sigtrygg á hverjum degi, gafst þér alltaf tíma fyrir hann og kysstir hann þegar þú fórst. Sigtryggur stór og sterkur og Þurí klárasta litla stelpa í heimi. Enda varst þú besti drengur og besti stóri bróð- ir í heimi. Á hverju kvöldi báðum við faðirvorið saman og báðum fyrir okkur, systkinum, ættingj- um, vinum og dýrunum. Blængur, þú eignaðist hvolp, hann Snæ Blængsson. Þú ólst hann upp, varst honum góður, ábyrgur eigandi. Þú fórst út með hann daglega, elskaðir hann mik- ið. Þér var annt um umhverfið, þú varst stoltur af Grænfánanum í skólanum og tíndir á tímabili rusl úr umhverfinu á leið þinni heim. Blængur, kærleikurinn okkar á milli var óendanlegur. Ég sagði Þú ert besti drengur í heimi og þú sagðir Þú ert besta mamma í heimi, kvölds og morgna, svo héldumst við í hend- ur. Þessi fallegu orð voru hugg- un og styrkur okkar. Við vorum lengi tvö. Þar myndaðist sterkt og stórbrotið samband tveggja sálna. Þú varst alltaf þú sjálfur, stríddir og hafðir mjög kaldan, fullorðinslegan húmor. Þú varst fræðimaður, listrænn og söngst þegar þú varst glaður, sjálfsamda texta og lög. Við stóð- um þétt saman, ég vann við hlið- ina á skólanum, þar komst þú oft við og lékst við fötluð börn. Þú varst hugrakkur og hikaðir aldr- ei við að verja þá sem voru minnimáttar. Þú tókst stundum að þér fyrstubekkinga og pass- aðir. Þú stóðst upp fyrir sjálfan þig og aðra. Þú varst blíður og gefandi. Mjög mikill persónu- leiki. Hlátur þinn kom djúpt frá hjartanu. Sorg mín er mikil því að ég missti besta dreng í heimi. Ég elska þig út fyrir lífið og dauðann. Guð og stærstu englar hans gæti þín. Nafnið þitt, Blængur, þýðir hinn blásvarti Hrafn, Mikael er stærsti og sterkasti engill Guðs. Nafninu þínu varstu stoltur af og alla tíð með svartan hluta í hárinu þínu, hinn ljósan. Þú vina- margur, hikaðir ekki við og hafð- ir gaman af því að spjalla við unga sem aldna. Þú áttir trygga vini sem þú þekktir suma frá upphafi lífs þíns, einnig varstu málkunnugur og vinur flestra. Oft líka einn og fannst það nota- legt að hafa það kósi í tölvunni. Blængur Mikael Bogason ✝ Blængur Mika-el Bogason fæddist á Akureyri 19. febrúar 2001. Hann lést af slys- förum 1. mars 2013. Útför Blængs Mikaels fór fram frá Akureyr- arkirkju 13. mars 2013. En alltaf þurftirðu að vita af einhverj- um í kringum þig. Þú varst afar mikill fjölskyldumaður, þú kallaðir Þóreyju mömmu og Kjartan pabba. Ekkert var flókið fyrir þig, þú varst ætíð með lausnir. Þú lifðir alltaf fyrir andar- takið. Þú skildir klukkuna og dagana en þér fannst tíminn vera öðruvísi. Við fórum saman á skíði í vetur, þá varstu svo glaður, eignaðist nýj- an vin, Lárus Inga og Rögnvald. Ég steig varlegum skrefum í að segja þér að ég væri komin með kærasta. Þegar við vorum í skíðalyftunni þá sagðirðu við mig: Mamma, ég er löngu búinn að sjá í gegnum þetta, og gerðir grín að mér. Sagðir við mig að sjá aldrei eftir neinu. Ég bíð þess dags sem við leiðumst saman á ný. Emma Agneta Björgvinsdóttir. Elsku besti Blængur minn, ég fékk sárustu fréttir lífs míns föstudaginn 1. mars þegar ég fékk símtal um að þú værir lát- inn. Þú sem hefur ásamt henni Emmu mömmu þinni verið svo stór og órjúfanlegur partur af mínu lífi og minni tilveru. Blæng- ur minn, þú varst afar sérstakur og góður drengur. Frá unga aldri hafðir þú áhuga á að ræða t.d. heimspeki og sögulega at- burði og það gat pirrað þig að- eins ef maður gat ekki skýrt fyr- ir þér hvernig hlutirnir virkuðu, líkt og þú yrðir að læra allt og skilja allt. Þú varst alltaf sterkur í þinni trú og við ræddum stundum um tilveru Guðs og sameiginlega trú okkar á hann. Þú ortir líka falleg ljóð og mig langar að senda þér þetta ljóð sem ég skrifaði í minn- ingu um þig. Eina ósk ég ungur hætti, eilífðina inn með þér. Sorgir mínar fel ég mætti, mildi hjarta og skugga sker. Augun þín minn anda spegla, eina sál um betri bót. Ljóssins stundir logann beygla, lífið gaf þín bræðramót. Drauma mína hjartað minnir, að miðrauð rós í andann féll. Elskar hann sem okkur sinnir, en strákinn tók við vindsins hvell. Nú hausta mínar huga grundir, er hljóma sorgir yfir þér. Ég þakka Guði þínar stundir, og þær svo geymi í hjarta mér. Blængur minn, ég hef elskað þig frá því að þú varst í mag- anum á henni mömmu þinni, í gegnum hverja stund lífsins og þó þú sért núna í örmum Guðs, þá mun ég elska þig allt mitt líf og vera ævinlega þakklátur fyrir þær dýrmætu stundir sem tilver- an gaf mér með þér. Við tökum svo Battleship-leikinn sem við ætluðum að endurtaka þegar ég hitti þig á himnum. Alex Björn Bülow. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.