Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Erfitt að horfa framan í reitt fólk
2. Sveitasetrið sett á brunaútsölu
3. „Gestirnir dóu úr hlátri“
4. Leitin að Langa-Jóni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Bandaríska sópransöngkonan
Deborah Voigt kemur ekki fram á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
Hörpu í kvöld vegna veikinda. Í stað
hennar kemur þýska söngkonan
Nadja Michael sem sungið hefur í
mörgum af þekktustu óperuhúsum
heims.
Michael hleypur í
skarðið fyrir Voigt
Nú þegar hafa
þrír útskriftar-
nemendur af leik-
arabraut Listahá-
skóla Íslands
ráðið sig til starfa
hjá stóru leikhús-
unum. Elma Stef-
anía Ágústsdóttir
mun starfa hjá
Þjóðleikhúsinu á næsta leikári á með-
an Hildur Berglind Arndal og Arnar
Dan Kristjánsson verða hjá Borg-
arleikhúsinu.
Þrír komnir á samn-
ing hjá leikhúsunum
Rokktónleikarnir Skonrokk verða
haldnir kl. 20 í Silfurbergi í Hörpu í
kvöld og verða á þeim öflugustu þátt-
takendur Mottumars
verðlaunaðir, þeir sem
mestu fé hafa safnað
til styrktar rann-
sóknum, forvörnum
og öðrum verkefnum
sem tengjast bar-
áttunni við
krabbamein í
körlum.
Verðlaunaafhending
Mottumars í Hörpu
Á laugardag Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Stöku él suð-
austan og austantil, en annars þurrt og bjart að mestu. Hiti 0-5
stig við sjávarsíðuna yfir daginn, en annars hiti nálægt frostmarki.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-10 m/s og þurrt að kalla
norðantil á landinu. Vaxandi vindur syðra og rigning af og til, 13-18
m/s syðst síðdegis. Hiti 0 til 6 stig við sjávarsíðuna.
VEÐUR
Valur og Afturelding mæt-
ast í hreinum úrslitaleik um
það hvort liðið fellur úr N1-
deildinni í lokaumferðinni
sem fram fer á mánudag-
inn. Valur komst úr botn-
sætinu með sigri gegn
Haukum á meðan Aftureld-
ing tapaði fyrir Akureyri. HK
á enn möguleika á að
komast í úr-
slitakeppnina
eftir sigur á
ÍR. »2-3
Hreinn úrslita-
leikur um fallið
Eftir ríflega fimm mánaða hlé heldur
undankeppni heimsmeistaramótsins
í fótbolta áfram í dag þegar Ísland
sækir Slóveníu heim. Takist íslenska
liðinu að ná góðum úrslitum í Ljublj-
ana í dag er það enn með af fullum
krafti í bar-
áttunni um
efstu tvö
sætin. »1
Afar mikilvægur leikur
gegn Slóvenum í dag
SA Víkingar frá Akureyri gerðu góða
ferð suður en þeir höfðu betur gegn
Birninum, 8:4, í öðrum úrslitaleik lið-
anna um Íslandsmeistaratitilinn í ís-
hokkíi. Staðan í rimmu liðanna er
jöfn, 1:1. Eftir að Björninn komst í 4:1
tóku Akureyringarnir heldur betur við
sér og skoruðu sjö síðustu mörk
leiksins. Þriðji úrslitaleikurinn fer
fram á Akureyri á morgun. »1
SA Víkingar gerðu sjö
síðustu mörkin
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég er alltaf í stelpunum, yfirleitt
eini strákurinn í country-dansinum,
en stundum erum við þrír,“ segir
Gunnar Jónsson, tæplega níræður
dansari með meiru, sem undirbýr
sig af kappi fyrir þátttöku í Lands-
móti UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal 7. til
9. júní í sumar.
Síðan árið 2000 hefur Eygló Alex-
andersdóttir séð um dans og leikfimi
fyrir eldri borgara í Reykjanesbæ.
Hún fór með keppnishópa á lands-
mót í Kópavogi, á Sauðárkróki og
Akureyri og síðan á landsmót fyrir
50 ára og eldri á Hvammstanga 2011
og í Mosfellsbæ í fyrra. Næst er það
Vík og því sækir hún námskeið Ung-
mennafélags Íslands, UMFÍ, og Fé-
lags áhugafólks um íþróttir aldr-
aðra, FÁÍA, á Reykjalundi í
Mosfellssveit í dag. „Ég hef verið
dugleg að sækja námskeið og þau
eru fastur liður í undirbúningnum,“
segir hún. „Það er gott að fylgjast
með því sem aðrir eru að gera og
maður lærir alltaf eitthvað nýtt sem
kemur sér vel.“
Söngurinn bætir stöðuna
Hrefna Sigurðardóttir, eiginkona
Gunnars Jónssonar, tekur virkan
þátt í íþróttastarfi eldri borgara í
Reykjanesbæ. „Það er gott að
hreyfa sig,“ segir hún. „Karlinn er í
línudansinum en ég geri eitthvað
annað, er í dansleikfiminni, boccia og
púttinu, náttúrlega. Er alveg föst í
púttinu,“ segir hún. Áréttar að hún
hafi alltaf stundað íþróttir reglulega.
„Ég er frá Húsavík og var alltaf
virk í handboltanum heima.“ Hrefna
er líka mikil söngkona, er einn af
stofnendum Kvennakórs Suðurnesja
og syngur í Eldeyjarkórnum. „Ég
syng með íþróttunum og það gengur
ljómandi vel, maður fer frekar í hol-
urnar.“
Gunnar, sem verður níræður í
maí, var á sjónum alla tíð, en skellti
sér í dansinn þegar hann kom alfarið
í land. „Þetta er mjög góð æfing, góð
hreyfing, og tekur töluvert á,“ segir
hann. Bætir við að félagsskapurinn
hafi líka töluvert að segja. „Ég vissi
ekki hvað ég átti að gera þegar ég
fór í land, var frekar daufur, í hálf-
gerðum vandræðum, en félags-
skapurinn lyfti mér upp. Konan vill
meina að hún hafi dregið mig í þetta
en hún er reyndar aðallega í pútt-
inu.“
Stafur óþarfi
Gunnar gengur auk þess mikið og
hjólar á sumrin. Hefur tekið þátt í
tveimur landsmótum. „Það er
skemmtilegt að sýna sig og sjá
aðra,“ segir hann. „Mér finnst líka
gaman að horfa á frjálsar. Ég kann
þrístökk en hef ekki prófað það. Er
líka orðinn aðeins valtur. Finn fyrir
því en þó ekki svo að ég þurfi að nota
staf. Ég er sólskinsbarn,“ segir hann
og vísar í afmælið í maí.
Sólskinsbarn alltaf í stelpunum
Gunnar Jónsson, níræður dansari,
tekur þátt í landsmóti í þriðja sinn
Ljósmynd Júlíus Petersen
Línudans Gunnar Jónsson og stelpurnar úr Reykjanesbæ dönsuðu til gullverðlauna á Landsmóti UMFÍ 50+ á Hvammstanga 2011.
Vegna 3.
landsmóts
UMFÍ 50+ í
sumar
halda UMFÍ
og FÁÍA
námskeið
fyrir leið-
beinendur um hreyfingu 50 ára
og eldri sem og fyrir áhugafólk
um hreyfingu almennt á Ála-
fossi í dag. Sigurður Guð-
mundsson, landsfulltrúi UMFÍ,
segir að hann hefði verið
ánægður með að fá 20 manns
en 45 séu skráðir. „Það er
greinilega þörf á fræðslu fyrir
50 ára og eldri og leiðbeinendur
hjá aldurshópnum,“ segir hann.
Fullt á nám-
skeið í dag
LANDSMÓT UMFÍ 50+