Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 12
Ljósmynd/Rannís Snædrekinn Kínverjar hafa sýnt norðurheimskautssvæðinu mikinn áhuga. Til dæmis um það er sigling kínverska rannsóknaskipsins og ísbrjótsins Snædrekans í fyrrasumar eftir norðausturleiðinni frá Kína til Íslands. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kínverskt skipafélag undirbýr nú fyrstu áætlunarsiglingu kínversks flutningaskips um norðausturleiðina næsta sumar, að sögn Barents Obser- ver. Norðausturleiðin liggur úr Kyrra- hafi um Norður-Íshafið meðfram norðurströnd Síberíu og Rússlands og út í Atlantshaf. Aukin bráðnun haf- íssins á þessum slóðum veldur því að þar opnast siglingaleiðir og eins svæði sem kunna að geyma olíu, gas og verðmæt jarðefni. Kínverska rannsóknaskipið og ís- brjóturinn Snædrekinn sigldi frá Qingdao í Kína til Íslands í fyrrasum- ar og fór þá norðausturleiðina, fyrst kínverskra skipa. Skipið fór síðan beina leið frá Íslandi til Beringssunds um norðurpólinn. Huigen Yang, forstjóri kínversku pólrannsóknastofnunarinnar, segir að ferð Snædrekans hafi orðið kínversk- um skipafélögum til mikillar uppörv- unar, að sögn Barents Observer. Kín- verjar hafa mikinn hag af því að þessi leið opnist. Til dæmis er siglingin frá Sjanghæ til Hamborgar 5.200 km styttri um norðausturleiðina en ef far- ið er um Súesskurð, að sögn Yangs. Samkvæmt langtímaspám er talið að 5-15% af alþjóðlegum gámaflutn- ingum Kínverja kunni að fara um norðausturleiðina árið 2020, að því er Barents Observer greindi frá. Í fyrra sigldu 46 skip norðausturleiðina, árið 2011 voru skipin 34 sem fóru þessa leið en árið 2010 ekki nema fjögur. Í fyrra voru fluttar alls 1,3 milljónir tonna af vörum eftir norðausturleið- inni. Það var 53% meira en árið 2011 þegar 821 þúsund tonn voru flutt þessa leið. Kínverjar undirbúa áætlunarsiglingar  Sigling um norðausturleiðina á áætlun næsta sumar 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 5 9 *M ið a ð vi ð b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 Sölumenn okkar eru komnir í páskagírinn og bjóða margar gerðir af sparneytnum fjórhjóladrifnum bílum á spennandi páskatilboði Verið velkomin í reynsluakstur og látið sölumenn okkar gera ykkur spennandi tilboð í nýjan fjórhjóladrifinn bíl – fyrir páska. SPENNANDI TILBOÐ SHIFT_ SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott verð SKEMMTILEGASTI KOST URINN Ef þú vilt góðan jepplin g með öllu DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. NISSAN X-TRAIL – 4x4 Dísil, sjálfskiptur. Verð 6.690 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* Eyðsla: 7,1 l/100 km* SHIFT_ VINSÆLASTI SPORTJEPPINNSamkvæmt Umferðarstofu 2012 NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn bensínsparnað ur SUBARU XV – 4x4 Bensín, beinskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 6,6 l/100 km* Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, und- irritaði fyrr í þessari viku yfirlýsingu um formlega stofnun sérstakrar stjórnarskrifstofu fyrir norðaust- urleiðina. Skrifstofan á að annast stjórn á siglinum um norð- austurleiðina og verður hluti af ríkisstofnun sem sér um flutninga á sjó og ám í Rússlandi. Starfsmenn verða 15 talsins, að sögn Barents Observer. Rússar settu lög um norðausturleiðina í júlí í fyrra. Rússar vinna að uppbyggingu þjónustu við skipa- ferðir um þessa leið. Nýja skrifstofan mun taka við umsóknum um leyfi til siglinga. Einnig mun hún fylgjast með veðri á leiðinni og ástandi hafíss. Rússar eru að auka viðbúnað til að geta brugðist við ef óhöpp verða. Ráðagerðir eru um uppsetningu tíu leitar- og björgunarstöðva við ströndina meðfram siglingaleiðinni, að sögn Barents Observer. Auka viðbúnað og þjónustu RÚSSAR UNDIRBÚA AUKNAR SIGLINGAR UM NORÐAUSTUR- LEIÐINA MEÐ STOFNUN SÉRSTAKRAR STJÓRNARSKRIFSTOFU Dmitri Medvedev Mörg forvitnileg verkefni fá styrki úr Veiðikortasjóði, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2013. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverf- is- og auðlindaráðuneytinu 18 um- sóknir að upphæð tæplega 50 millj- ónir króna. Til úthlutunar voru samtals 29,3 milljónir króna. Grágæsir og sjófuglar Ráðuneytið hefur að fenginni um- sögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr Veiðikortasjóði: Háskóla Íslands, krónur 2.150.000 til verkefnisins: Mynstur í framleiðni grágæsa á lands- mælikvarða á Íslandi. Háskóla Íslands, Líf- og um- hverfisvísindastofnun, krónur 3.000.000 til verkefnisins: Fækkun íslenskra sjófugla: talningar í fjór- um stærstu fuglabjörgum landsins 2013. Melrakkasetri Íslands, krónur 3.450.000 til verkefnisins: Hvað eru refirnir að éta? — fæða íslenskra melrakka að vetrarlagi. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 1.100.000 til verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 10.000.000 til verkefnisins: Vöktun rjúpnastofnsins og afrán fálka á rjúpu. Hreindýr og lundi Náttúrustofu Austurlands, krón- ur 2.000.000 til verkefnisins: Vetr- artalning íslenska hreindýrastofns- ins. Náttúrustofu Suðurlands, krónur 3.350.000 til verkefnisins: Rann- sóknir á lunda 2013. Vöktun við- komu, fæðu, líftala og könnun vetr- arstöðva. Raunvísindastofnun Háskóla Ís- lands, krónur 2.240.000 til verkefn- isins: Stofnlíkan fyrir rjúpu. Verkís, krónur 2.000.000 til verk- efnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa. Afrán fálka á rjúpu og hvað éta refirnir?  Styrkir veittir úr Veiðikortasjóði Morgunblaðið/Ómar Á Þingvöllum Ýmsar rannsóknir eru í gangi sem tengjast rjúpunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.