Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti sínu, sem birt var á miðvikudaginn, að kröfur norskra laga um greiðslu atvinnu- leysisbóta stönguðust á við reglur Evrópusambandsins um innri mark- aðinn. Í fyrirspurn sem norskur áfrýjunarréttur sendi EFTA-dóm- stólnum var spurt um það hvort sú krafa norskra stjórnvalda, sem fram kemur í lögum, að þiggjendur at- vinnuleysisbóta þurfi að vera staddir í Noregi og hafa þar búsetu stang- aðist á við reglur ESB. Niðurstaða dómstólsins gæti orðið til þess að norsk stjórnvöld þyrftu að greiða fjölda farandverkamanna atvinnu- leysisbætur, uppfylli þeir almenn skilyrði til bóta. Frá Svíþjóð til Noregs Málið á uppruna sinn í dómsmáli Svíans Stig Arne Jonsson en hann hefur starfað með hléum í Noregi frá árinu 1983. Þegar hann missti vinnu sína árið 2008 fluttist hann aftur til Svíþjóðar þar sem hann sótti hvort tveggja um atvinnuleysisbætur og skráði sig hjá sænskri atvinnumiðl- un. Atvinnuleysisbætur eru hins veg- ar lægri í Svíþjóð en Noregi. Vegna starfa sinna í Noregi taldi Stig Arne sig eiga rétt til bóta þar í landi en var synjað um atvinnuleysisbætur þar sem hann er hvorki búsettur í Noregi né hefur þar viðveru. Álit EFTA- dómstólsins sker því væntanlega úr um hvaða rétt Stig Arne hefur en það er í höndum norskra dómstóla að meta álit dómstólsins. Félagsleg réttindi til umræðu Bjarnveig Eiríksdóttir, lögmaður og eigandi á VÍK lögmenn, segir um- ræðuna um félagsleg réttindi vera mjög virka innan Evrópu og sífellt til skoðunar. „Álit EFTA-dómstólsins kemur inn á þá hlið málsins að al- mennt séu ekki gerðar ófrávíkjanleg- ar kröfur eins og fjallað er um í norska málinu,“ segir Bjarnveig en bendir á að skoða þurfi hvert mál fyr- ir sig. Spurð um það hvort álit EFTA dómstólsins hafi áhrif á Íslandi segir Bjarnveig að þar sem íslensku lögin séu sambærileg þeim norsku þá verð- um við að skoða okkar stöðu og jafn- framt fylgjast með gangi mála í Nor- egi. Unnur Sverrisdóttir, forstöðumað- ur stjórnsýslusviðs Vinnumálastofn- unar, segir að fylgst verði með fram- vindu málsins. „Það eru sambærileg skilyrði hér og í Noregi og álitið gæti því haft áhrif hér á landi. Við sjáum hver nið- urstaðan verður í Noregi og gerum ekkert þangað til,“ segir Unnur. Ströngum skilyrðum um greiðslu bóta er víða beitt til að koma í veg fyrir bótasvik en á nýlegum fundi fjármálaráðherra í Evrópu var sér- staklega rætt um misnotkun á bóta- kerfum innan ESB og það sem kallað er bótaferðamennska. Bjarnveig Ei- ríksdóttir segir það vera hina hliðina á þessu máli. „Ríki vilja auðvitað tryggja að þeir sem leita sér bóta hafi raunveruleg tengsl við viðkomandi ríki en séu ekki einungis að leita í bótakerfið.“ Mismuna eftir búsetu  Norsk atvinnutryggingalög brjóta í bága við lög Evrópusambandsins  Ekki má gera ófrávíkjanlegar kröfur um búsetu og viðveru bótaþega í Noregi AFP Noregur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í heimsókn í Brussel. EFTA-dómstóllinn » Norsk lög eru ósamrým- anleg lögum ESB um atvinnu- leysistryggingar. » Ekki má setja ófrávíkjanleg skilyrði um búsetu og viðveru í landi sem greiðir atvinnuleys- isbætur. » Álit EFTA-dómstólsins getur haft áhrif á Íslandi þar sem svipuð skilyrði eru á Íslandi og í Noregi. » Vinnumálastofnun mun fylgjast með framgangi máls- ins í Noregi áður en kröfum um búsetu og viðveru verður breytt hér á landi. Áframhaldandi uppbygging landnema- byggða Ísraela á Vesturbakk- anum er ekki vænleg til að tryggja frið milli Ísraels og Pal- estínu að sögn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, en hann lýsti þessari skoðun sinni á frétta- mannafundi með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu. Ferð Obama til Ísraels og Palest- ínu er að þessu sinni einungis til að hlusta á sjónarmið beggja aðila að sögn forsetans sem segist ekki vera með friðartillögu í farteskinu. Ástandið á svæðinu er mjög við- kvæmt vegna átaka í Sýrlandi og kjarnorkurannsókna Írans. ÍSRAEL Obama gagnrýnir landnemabyggðir Ísraela Barack Obama Yfirvöld í Mexíkó hafa farið fram á það, að 130 mexíkóskir fornmunir verði dregnir til baka af uppboði sem ráðgert er á vegum Sotheby’s í París í vikunni. Stjórnvöld í Gvate- mala hafa sömuleiðis mótmælt því að 13 þarlendir forsögulegir dýr- gripir skuli vera á uppboðinu. Stjórnvöld í Mexíkó og Gvate- mala lýstu strax andstöðu sinni við söluna og segja að ekki gangi að einkasafnarar auðgist á kostnað menningararfleifðar Ameríku. FRAKKLAND Uppboði á forn- gripum í París mótmælt Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 Frábærar fermingargjafir Hárburstinn sem leysir allar flækjur VELECTA HÁRBLÁSARAR NOTAÐIR AF FAGMÖNNUM Losaðu þig við byrðina - aðeins 350 grömm HÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.