Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 33
á fjöll og stundað skíði.
Sundfélagarnir halda vel hóp-
inn, morgunkaffi og spjall, með-
læti við hátíðleg tækifæri, þorra-
blót og vorfagnaðir eru viðburðir
sem morgunhanarnir láta ekki
fram hjá sér fara. Lúðvík og
Adda tóku auðvitað þátt í þessum
samkomum. Við samglöddumst
þeim á merkum tímamótum, síð-
ast á brúðkaupsafmæli þeirra
hjóna.
Lúðvík stundaði sund þar til
fyrir ári síðan að heilsa hans
leyfði ekki frekari sundferðir.
Hvernig hann fór að því að
stunda sund jafn lengi og hann
gerði var hreint ótrúlegt. Hann
hafði mjög takmarkaða sjón og
heyrnin var farin að gefa sig, en
þrautseigjan var til staðar og
hann gaf það ekki eftir að halda
áfram. Að horfa á eftir honum
ganga á sundlaugarbakkanum
var eins og að horfa á eftir ung-
um manni, svo léttur var hann í
spori lengst af. Hann lagðist á
bekkinn í gufunni og sveiflaði fót-
unum léttilega upp á vegginn.
Síðan voru það teygjurnar, Lúð-
vík var óþreytandi að minna á
mikilvægi hreyfingar og að
teygja.
Þegar voraði nutu þau Lúðvík
og Adda þess að sitja á verönd-
inni á Skólabrautinni. Þau voru
jafnan kaffibrún, þó sólarlanda-
ferðir sem þau höfðu haft yndi af,
heyrðu sögunni til.
Þegar ég heimsótti Lúðvík og
Öddu á Vífilsstaði um jólin sýndi
hann mér stoltur líkamsræktar-
aðstöðuna. Lúðvík lét ekki deig-
an síga, hann fór í tækin til að
halda sér í formi, 98 ára gamall.
Síðan gekk hann eftir ganginum
fram og til baka og taldi ferð-
irnar eins og sundferðirnar forð-
um.
Á kveðjustundu vil ég þakka
fyrir frábærar samverustundir
og vináttu þeirra hjóna sem var
svo hlý og umvefjandi. Öddu og
fjölskyldu sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Lúðvíks Hafsteins
Geirssonar.
Halla Bachmann Ólafsdóttir.
Vinur okkar Lúðvík Geirsson
hefur nú kvatt eftir langa og
gæfuríka ævi. Snemma á búskap-
arárum okkar á Seltjarnarnesi
vorum við svo heppin að við feng-
um Lúðvík til liðs við okkur við
innréttingar og margskonar end-
urbætur á raðhúsi okkar á Nes-
inu. Hann hafði þá lokið ævistarfi
sínu sem húsasmiður en tók að
sér að liðsinna fólki í bæjarfélag-
inu enda flinkur og vandvirkur
trésmiður. Hann átti frábært
verkstæði á Miðbrautinni, þar
sem hann bjó í fallegri íbúð á efri
hæðinni ásamt Arnbjörgu konu
sinni. Skemmst er frá því að
segja að þessi verkefni urðu til
þess að góður vinskapur varð á
milli okkar og Lúðvíks og Öddu,
sem hélst eftir að Lúðvík lagði
verkfærin endanlega á hilluna,
þá kominn á níræðisaldur. Afar
gott var að vinna með Lúðvík og
hafði hann yndi af því að leggja á
ráðin um hvernig leysa ætti ýmis
vandamál varðandi handrið og
annan frágang, sem skiptir hús-
eigendur miklu máli. Allir hlutir
voru gerðir af kostgæfni og báru
smekkvísi smiðsins gott vitni. En
ekki var síðra að spjalla yfir
kaffibolla og kryfja til mergjar
ýmis málefni, sem voru efst á
baugi í þjóðlífinu. Þótt tækifærin
til að spjalla væru ekki eins mörg
þegar á leið var aldrei skortur á
áhugaverðu umræðuefni, þegar
við hittum Lúðvík og Öddu á
förnum vegi eða í félagsheimili
Seltjarnarness, þar sem bæj-
arbúar koma saman á hátíðar-
stundum eða í kaffi á vegum Sel-
kórsins. Nú er komið að
leiðarlokum hjá öðlingnum Lúð-
vík Geirssyni, sem við kveðjum
með góðum minningum og þakk-
læti fyrir góð kynni og vináttu
um áratuga skeið. Öddu og fjöl-
skyldunni sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Anna og Þorgeir.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013
✝ MálfríðurJónsdóttir
fæddist 26. febrúar
1930 í Reykjavík.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi að morgni 17.
mars 2013. For-
eldrar hennar voru
Jón Guðjónsson,
verkamaður í
Reykjavík, f. 26.9.
1893, í Innri-Akraneshreppi, d.
30.10. 1971, og Guðríður
Magnúsdóttir húsfreyja, f. 8.9.
1909 á Efra-Skarði í Svínadal,
d. 13.12. 2001. Systkini Mál-
fríðar eru Magnús, f. 1931, d.
27.2. 2006, Sigríður, f. 1934,
Guðjón, f. 1939, Ingibjörg, f.
1943, Jón Guðmar, f. 1950.
Málfríður giftist Kaj A.W.
Jörgensen, f. 8.3. 1928, d. 8.6.
2010. Þau skildu. Sonur þeirra
er Róbert Winther, f. 15.5.
1951, kvæntur Erlu Dagmar
Lárusdóttur, f. 16.5. 1952.
Börn þeirra eru 1) Guðmundur
Haukur, kvæntur Rögnu Hlín
Þorleifsdóttur. Börn þeirra
eru Erla Hlín, Þorleifur Darri
og Saga Diljá. 2) Elín Elísabet,
gift Steinari Björnssyni. Börn
þeirra eru Guðbjörg Erla,
Björn Ísak og Hilmir Steinn. 3)
Magnúsdóttur. Synir þeirra
eru Birkir Snær, Magnús Breki
og Björn Hlynur. 2) Sigríður
Silja Sigurjónsdóttir. C. Guð-
ríður, f. 3.6. 1960, unnusti
Kristjón L. Kristjánsson, f.
29.12. 1957. Guðríður var gift
Ingvari Teitssyni, f. 20.4. 1958.
Þau skildu. Börn þeirra eru; 1)
Teitur Þór, unnusta Birna Pét-
ursdóttir. 2) Haukur Már, unn-
usta Hulda Karen Baldvins-
dóttir. 3) Bjarki Freyr. D.
Anna Rós, f. 26.6. 1973. Hún á
Viktor Manúel með Luis Paci-
encia. Þau slitu samvistum.
Málfríður, eða Lillý eins og
hún var jafnan kölluð, stundaði
nám í Barnaskóla Austur-
bæjar. Hún starfaði hjá Lyfja-
verslun ríkisins um nokkurt
skeið. Hún var sjúkraliði að
mennt og útskrifaðist í öðrum
árgangi sjúkraliða hér á landi
1968. Eftir það vann hún í ára-
tugi á ríkisspítölunum. Hún
var um tíma í öldungadeild
MH. Þau hjón byggðu hús í
Víðihvammi 4 í Kópavogi þar
sem þau bjuggu í yfir fjörutíu
og fimm ár. Hún fluttist á
Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í
Kópavogi í byrjun ársins 2008
og bjó þar þar til yfir lauk.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki
Sunnuhlíðar af heilum hug þá
einstöku aðhlynningu og
umönnun sem það veitti henni í
yfir fimm ár.
Útför Málfríðar verður gerð
frá Digraneskirkju í Kópavogi
í dag, föstudaginn 22. mars
2013, kl. 15.
Róbert Árni, unn-
usta Fríða Hrund
Kristinsdóttir.
Börn þeirra eru
Róbert Maron og
Elmar Alexander.
4) Málfríður Eva,
gift Roberto Bi-
raghi. Börn þeirra
eru Elín Adriana
og Rebecca Lív.
Málfríður giftist
29. desember 1956
Hauki V.K. Bjarnasyni húsa-
smíðameistara, f. 23.9. 1928.
Börn þeirra eru fjögur. A.
Guðrún Bjarnveig, f. 6.11.
1955, gift Guðmundi Kristberg
Helgasyni, f. 9.1. 1950. Börn
þeirra eru 1) Helgi Ingólfur,
kvæntur Guðnýju Stellu
Guðnadóttur. Sonur þeirra er
Skarphéðinn Gunnar. 2) Kar-
ólína Ásthildur, unnusti Grét-
ar Mar Baldvinsson. Börn
þeirra eru Patrick Elí Sigurðs-
son og Erika Mjöll Sigurð-
ardóttir. 3) Haukur Bjarni,
sonur hans er Anton Freyr. B.
Jón Guðmar, f. 6.11. 1955,
kvæntur Helgu Brynleifs-
dóttur, f. 4.3. 1956. Sonur
þeirra er Jón Haukur. Fóst-
urbörn Jóns, börn Helgu; 1)
Brynleifur Birgir Björnsson,
kvæntur Ingibjörgu Ösp
Elskuleg móðir mín lést á
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
að morgni 17. mars sl. eftir
hetjulega baráttu enda sönn
hetja þar á ferð. Hún veiktist
mjög skyndilega fyrir rúmum 6
árum og komst því miður ekki
heim eftir það nema í stuttar
heimsóknir. Pabbi, sem var
kletturinn hennar, stóð þétt við
bakið á henni í þessum veik-
indum og gerði það að verkum
að hún fékk notið margs þrátt
fyrir vanmátt sinn. Það var
gaman að sjá hve samhent þau
voru um að njóta þess sem þau
áttu kost á að gera saman, s.s.
gönguferða, sumarbústaðaferða,
bíltúra og fleira.
Ég er afskaplega þakklát fyr-
ir yndislegar stundir sem við
mamma höfum átt saman und-
anfarin ár. Vinátta okkar varð
enn meiri og dýpri í hennar
veikindum og nutum við þess að
verja tíma saman í spjalli, fara í
bíó, á tónleika, út að borða, fara
í heimsóknir svo eitthvað sé
nefnt. Þessar góðu stundir lifa í
minningunni. Þær kenndu mér
einnig hve mikilvægt er að halda
reisn sinni og halda áfram að
lifa lífinu þó svo að erfiðleikar
steðji að.
Mamma var yndisleg mann-
eskja sem var óþreytandi við að
hvetja okkur systkinin til dáða í
lífinu. Hún þreyttist aldrei á að
brýna fyrir okkur mikilvægi
menntunar og að ná sér í rétt-
indi eins og hún kallaði það.
Hún sjálf var mjög fróðleiksfús
og sem barn minnist ég þess
þegar hún fór að læra ensku og
frönsku en þá var það alls ekki
algengt að húsmæður færu í
nám. Hún var með fyrstu
sjúkraliðum á Íslandi og starfaði
hún við það til 67 ára aldurs.
Ég minnist þess hve gaman
ég hafði af samverustundum
okkar í stofunni heima í Víði-
hvammi þar sem mikið var
spjallað um heimsins gagn og
nauðsynjar. Þrátt fyrir ungan
aldur okkar systkina þá fóru
þarna fram mikil skoðanaskipti
og alltaf gaf mamma sér tíma til
að hlusta og auðvitað kom hún
því að sem henni fannst skipta
máli og kom með skemmtilegar
sögur máli sínu til stuðnings,
sem við auðvitað gleyptum í
okkur.
Börnin mín minnast hennar
sem skemmtilegrar ömmu sem
var líka alltaf góður félagi. Hún
var þægileg í umgengni og var á
sama plani og þau um svo
margt. Þau minnast þess hve
góða kímnigáfu hún hafði og
hvað hún gat verið skemmtilega
kaldhæðin og höfðu þau oft
gaman af því að hlusta á skoð-
anir hennar á mönnum og mál-
efnum. Börnin minnast
skemmtilegra tíma bæði í Víði-
hvamminum og í Eilífsdalnum
þar sem oft var mikið um að
vera og alltaf haft nóg fyrir
stafni. Við hjónin eigum einnig
einstaklega skemmtilegar og
góðar minningar frá ferðalögum
innanlands með mömmu og
pabba. Ítalíuferð okkar systra
og mömmu sem við fórum í árið
2004 er alveg ógleymanleg og
mun alltaf lifa í hugum okkar
systra.
Blessuð sé minning þín, elsku
mamma, og megi kærleikurinn
og ljósið umvefja þig hvar sem
þú ert.
Guðrún B. Hauksdóttir
og fjölskylda.
Fyrsta minning barns um
móður er ekki mynd heldur
skynjun, hlýja, sæla, faðmur og
móðurmjólk. Myndir og minn-
ingar sækja á síðar. Brosmild,
hláturmild, iðjusöm, trú og
trygg kona – myndarleg; eins og
allar mæður eru. Þannig er
mynd mín af móður minni – en
auðvitað er mér málið svolítið
skylt.
Ég er tvíburi við stúlku og
hvort okkar vó um 13 merkur
við fæðingu. Ég skildi það ekki
fyrr en ég stofnaði sjálfur fjöl-
skyldu hvers konar dugnaður
það var hjá henni að bera okkur
bæði svo þung undir belti og ala
– tuttugu og sex merkur.
Hún var lánsöm þótt auðvitað
sé væmið að ræða um lífið sem
gamanleikrit út í gegn. Í dags-
ins önn er það vit og strit; fæði,
klæði og skjól. Hún gat verið
svolítið dómhörð í umræðum.
Ekki veit ég nákvæmlega hvar
karl faðir minn, Haukur Bjarna-
son, nældi í hana, mér er sagt á
dansleik í Vetrargarðinum.
Hann sleppti henni ekki þegar
af gólfinu kom; það var hönd í
hönd í sextíu ár.
Orðheppni einkenndi móður
mína og sá hæfileiki óx með
aldrinum. Það var oft stórkost-
legt að hlusta á þær Rósu Guð-
mundsdóttur, æskuvinkonu
hennar, spjalla yfir kaffibolla
um kynlega kvisti. Systur mínar
kvörtuðu eitt sinn yfir því í jóla-
boði þegar allir mættu prúðbún-
ir á jóladag á æskuheimilið í
Víðihvammi að pabbi væri þá í
sturtu, nýkominn, löðursveittur,
úr langri gönguferð. Svarið sem
þær fengu að bragði var: Stúlk-
ur mínar, þið eigið að vita að
faðir ykkar hefur meiri hreyfi-
þörf en aðrir! Þetta var hún.
Hún hafði yndi af ferðalögum
og henni auðnaðist að ferðast
mikið, bæði innanlands og til út-
landa; vestur um haf og um alla
Evrópu; oft langar ferðir.
Snemma í desember árið 2006
voru þau nýkomin heim frá Ma-
deira, sólbrún og sælleg. Hún
þurfti að fara í litla aðgerð sem
þó kostaði svæfingu. Einhverra
hluta vegna sótti að henni beyg-
ur kvöldið áður. Kannski fann
hún þetta á sér. Hún vaknaði
ekki úr svæfingunni eftir að-
gerðina og var í um viku á milli
heims og helju í öndunarvél.
Þegar hún komst til vitundar
hafði hún skaðast á líkama og
sál. Hún gekk í gegnum miklar
raunir. Hún var í rúmt ár á
Landspítalanum og Landakoti
en flutti þá inn á hjúkrunar-
heimilið í Sunnuhlíð í Kópavogi
þar sem hún bjó við einstaka að-
hlynningu þar til yfir lauk. Fyrir
þá umönnun er hér þakkað.
Hetjuskapur föður míns kom
þarna berlega í ljós; af harðfylgi
keppnismannsins í íþróttum fór
hann – orðinn áttræður – oft
með hana í hjólastól um bakka
Kópavogs og göngustígana við
Kópavogslækinn; rétt við æsku-
heimilið. Hann leiddi hana og lét
hana ganga þótt mátturinn væri
lítill. Undrið gerðist; hún náði
talsverðum lífsgæðum aftur;
húmorinn, spjallið og sögurnar
komu og hún gat gengið ef stutt
var við hana. Ekki verður hún
kvödd án þess að þessi saga sé
sögð.
Hún fékk hægt andlát að
morgni sunnudagsins 17. mars á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Friðsæl stund, hún sleppti tak-
inu umvafin eiginmanni og fjöl-
skyldu. Úti var heiðríkja.
Farið út að leika, var við-
kvæðið í uppeldinu. Myndin er
brosmild, hláturmild, iðjusöm,
trú og trygg kona – sem við
kveðjum í dag.
Jón G. Hauksson.
Við Málfríður vorum jafnöldr-
ur af 1930-módeli fyrir daga
leikskóla, fæddar hvor við sína
Grettis- og Lindargötu og leiðin
milli okkar þvert á tvær mestu
umferðargötur landsins. Leiðir
okkar lágu svo saman inn í
Austurbæjarskólann, nýmóðins
og flottasta skóla á Norðurlönd-
um. Við löðuðumst þá hvor að
annarri og máttum lengi teljast
óaðskiljanlegar, svo að hún
stendur upp úr minningunni
sem fyrsta trausta og varanlega
vinkonan. Svo tók Ingimarsskól-
inn við um nokkurt skeið og lá
þá leið hennar yfir brautirnar
miklu inn á mitt svæði, og hún
sjálfsagður heimagangur hjá
mér, þar sem hlustað var meðal
annars á ýmist tónlegt hráefni
lífsgleðinnar. Upp á þann móð
var hún oftast kölluð Lillý, en
var ekkert yfirmáta mannblend-
in og lét ekki bindast í sauma-
klúbb með rætur í þeim aldurs-
flokki.
Hún var af ærlegu alþýðu-
fólki komin, einkum ofan af
Skaga, traustlega mótuð í þraut-
reyndum manngildum þjóðlífs-
ins. Var og er margt þess fólks
bráðvel gefið og lagði meðal
annars stund á hagræn fræði,
svo sem dæmi eru af í hennar
hópi. Þegar fjölskyldubyrðin fór
að jafnast út, svo að virtist létt-
ast, voru hagkvæmar úrlausnir
okkur þó tiltækari, svo að geng-
um ásamt þriðju vinkonu í einn
fyrstu hópa sjúkraliðafags. Stað-
festist hún við þá líknarþjónustu
út starfsævina. Urðu þó síður en
svo nokkur slit okkar trúnaðar-
bands, þótt ég fyndi mér aðra
braut.
Kom þar ekki síst til, að við
urðum samferða í hinni miklu
fólksbylgju sjötta tugarins inn á
grasflatir og glitskóga Kópa-
vogs, svo að sá milli heimila
okkar og tryggði samgang son-
anna, sem urðu nánir vinir, og
getur vart traustari leið til arf-
gengs sambands. Samgangur
okkar varð enn tíðari við það, að
Haukur gekk til liðs við hús-
gæslu Lands- og Seðlabanka
undir sömu þökum og fylgdi svo
eftir síðargreindum upp á Arn-
arhól. Var Málfríður þá ekki við
eina skyldufjöl felld, heldur
lagði lið húsþrifum ásamt dóttur
sinni. Varð Bragi þar þá á vegi
þeirra.
Að liðinni starfsævi varð Mál-
fríður fyrir þungbæru heilsu-
tjóni, sem hún bar af kjarki og
æðruleysi. Var hana þá ýmist að
hitta í viðeigandi umönnun eða
heima í helgardvöl eða sumarbú-
stað þeirra. Var hún áberandi
heimakær, en tók heimsóknum
hvarvetna með gleðibragði og
jákvæðum tjáskiptum. Vinafólki
er mikill sjónarsviptir og sökn-
uður að henni. Við hjónin og
fjölskylda vottum Hauki og fjöl-
skyldu hans dýpstu samúð og
biðjum þeim og Málfríði bless-
unar þessa heims og annars.
Rósa Guðmundsdóttir og
Bjarni Bragi Jónsson.
Málfríður
Jónsdóttir
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum fyrrverandi
tengdamóður minnar Hervarar
Karlsdóttur, sem lést hinn 28.
febrúar á líknardeildinni í Kópa-
vogi eftir stutt en mjög erfið veik-
indi. Kynni okkar hófust árið
1976 þegar ég og sonur hennar
Gunnar fórum að draga okkur
saman. Hervör hafði oft á orði að
Hervör Karlsdóttir
✝ Hervör Karls-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
29. október 1934.
Hún lést á líkn-
ardeildinni í Kópa-
vogi fimmtudaginn
28. febrúar 2013.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar
látnu.
Gunnar hefði komið
með stúlkuna í gegn-
um þvottahúsinn-
ganginn á húsinu á
Stekkjarflötinni og
kynnt hana fyrir for-
eldrum sínum, í stað
þess að koma með
hana inn um aðalinn-
gang hússins. Okkur
fannst þetta frekar
fyndið þegar hún
minntist á þetta því
systkinin notuðu yfirleitt þann
inngang og því eðlilegasti hlutur í
heimi að fara bakatil inn í húsið.
Það sem tók á móti manni var
blómum skrýdd baklóðin en hús-
móðirin með sína grænu fingur
hafði forræktað plöntur og sett
niður á afar smekklegan hátt –
allskyns trjágróður sem þau
hjónin Hervör og Geir höfðu
klippt til og mótað á skemmtilega
vegu. Húsið þeirra og garðurinn
bar íbúum þess fagurt vitni og
var snyrtimennska, smekkvísi og
samheldni hjónanna einstök.
Hervör var afar listræn í sér og
hafði auk þess mikinn áhuga á
alls kyns matargerð. Við deildum
áhugamáli þegar kom að matseld
og voru ófáar stundirnar sem við
áttum, þar sem við spjölluðum og
deildum uppskriftum hvor til
annarrar.
Barnabörnin áttu vísan stað í
hjarta Hervarar ömmu. Hún var
líka snillingur í því að greina ætt-
arsvipi – var oft hlegið mikið þeg-
ar Hervör byrjaði á ættarsvips-
greiningunni, en hún lét það sem
vind um eyrun þjóta og hélt sínu
striki.
Oft var glatt á hjalla hjá fjöl-
skyldunni á Stekkjarflötinni. Það
voru matarboðin með stórfjöl-
skyldunni þar sem húsmóðirin
töfraði fram hvern dýrindisrétt-
inn á fætur öðrum. Þorrablótin
sem einkenndust af mikilli glað-
værð – farið í heita pottinn – vísu-
brot sem húsbóndinn orti fyrir
hvern einasta fjölskyldumeðlim
og tengdust gjarnan líðandi
stund hjá viðkomandi. Stórhátíð-
ir þar sem fjölskyldan kom sam-
an, útilegur og ferðalög um land-
ið, eru minningar sem maður
geymir í hjarta sínu og er þakk-
látur fyrir að eiga.
Elsku Geiri, Jana, Gunni og
Adda, innilegustu samúðarkveðj-
ur til ykkar allra – megi minn-
ingin um ástríka og yndislega
eiginkonu og móður lifa.
Sigurborg.
Blómadrottingin hún Hervör
vinkona mín er farin frá okkur en
hún lést 28. febrúar eftir þung og
erfið veikindi.
Hervör og Geir voru samhent
hjón í einu og öllu. Þau voru
nýbúar í Garðabæ og áttu þar fal-
legt heimili sem skein af hrein-
leika og smekkvísi.
Hervör naut þess að hugsa um
blómin sín og var alltaf að dunda í
fallega garðinum með aðstoð
Geira því hann er mikið snyrti-
menni og léttur á fæti.
Það var alltaf gaman að koma
til þeirra og þau nutu þess að
taka vel á móti vinum sínum. Við
borðuðum góðan mat og alltaf
þegar við vorum búin að borða
var sett danstónlist á fóninn og
við dönsuðum eftir uppáhaldslag-
inu hennar, „Something stupid“.
Já, þetta voru yndisleg ár sem
við áttum með þeim og fjölskyldu
þeirra í dansskólanum okkar.
Ekki er það verra að eiga dótt-
ur þeirra, Jönu, að okkar æsku-
fjölskylduvinkonu. Hjónin Jana
og Tommi eru eins og skátarnir
eru; „ávallt viðbúin“.
Ég sendi Geira og fjölskyldu
hans mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ykkar vinkona,
Unnur Arngrímsdóttir.