Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 ✝ Anna PálaSveinsdóttir fæddist á Akureyri 20. október 1925. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 11. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Árnason Bjarman, f. 5.júní 1890, d. 22. september 1952, og Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman, f. 13. maí 1895, d. 29. september 1991. Systkini: Björn, f. 23. sept- ember 1923, d. 19. apríl 2005, Ragnheiður Jensína, f. 26. maí 1927, d. 12. nóvember 2007, Steinunn, f. 7. október 1928, Sig- urlaug, f. 27. desember 1929, d. 27. desember 2007, Jón, f. 13. Brynjar Þór og Baldur Arnar. 4) Guðrún Sigríður, f. 11. apríl 1954. M.1. Snorri Baldursson, sonur þeirra Heimir. M.2. Ás- mundur Jónasson, synir þeirra Jónas og Tómas. 5) Anna Pála, f. 4. október 1957. M. Páll Lofts- son, börn þeirra Jóhanna Katr- ín, Jón Bragi og Leifur. 6) Vign- ir, f. 1. febrúar 1961, d. 1. október 2000. M. Þóra Jóna Jón- atansdóttir, börn þeirra Jónatan og Kolbrún Anna. Barnabörn Önnu Pálu eru 12. Anna Pála var húsmóðir, verslunarkona og verkakona. Hún bjó á Akureyri lengst af ævinni en dvaldist síðustu árin í Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 22 mars 2013, og hefst athöfnin kl. 15. janúar 1933, d. 17. mars 2011, Árni Að- alsteinn, f. 7. janúar 1935, og Guðbjörg, f. 6.júlí 1936. Eiginmaður Önnu Pálu var Vignir Guðmunds- son, f. 6. október 1926, d. 3. október 1974 (skildu). Börn þeirra: 1) Sigrún, f. 6. október 1947. M.1. John Philip Jenkins, börn þeirra Richard Gísli og Phoebe Anna. M.2. Dermot Reilly. 2) Guðbjörg, f. 8. september 1949. M. Kristján Ármannsson, dætur þeirra Sigrún, Anna Pála og Eva. 3) Arnbjörg, f. 14. desem- ber 1950. M. Sigmundur Brynjar Sigurgeirsson, synir þeirra Móðir mín Anna Pála er látin. Það er mér ljúft og skylt að minn- ast hennar með örfáum orðum. Ég man fyrst eftir henni er ég var á fjórða ári og hún var að snurfusa kjól sem ég átti að vera í og fannst mér það miður gaman. Mamma átti fyrir þrjár stelpur og var gam- an að horfa á þær fínar, en að fara sjálf í kjól fannst mér alltaf leið- inlegt. Mamma hafði aldrei læti um hlutina en hún var staðföst og ákveðin ef hún vildi það við hafa. Lyktin af henni var sú besta í heimi og man ég eftir því að systur mínar sögðu iðulega að ég væri orðin of gömul að sofna í rúminu hennar. Mamma var ákaflega snyrtileg og skipulögð. Hún átti 6 börn og man ég sjaldan eftir að það væri drasl í kringum okkur. Hún vann utan heimilis frá því ég var 6-7 ára og oft upp í 10 tíma á dag og átti þá eftir að búa til mat og ganga frá. Auðvitað gerðum við systkinin margt til að létta undir með henni en ábyrgðin var ætíð hennar. Eftir að við urðum fullorðin deildum við ábyrgðinni með henni og held ég að í fjölskyldu sem var eins stór og okkar höfum við lært að samheldni systkina er mikil- væg. Við systur deildum oft í æsku en aldrei hefur vinskapur okkar rofnað. Systkini mömmu tóku þátt í uppeldi okkar og dvöldum við oft sumarlangt hjá einhverju þeirra og kynntist maður þá öðrum við- horfum og ólíkum fjölskyldum. Eitt einkenndi mömmu og það var heiðarleiki hennar og sam- viskusemi. Hún treysti manni full- komlega og er ég var unglingur og rætt var um útivistartíma sagði mamma að ég ætti að koma heim á réttum tíma og fylgja skynsemi minni og taka mið af hvað vinkon- ur mínar gerðu. Ég held stundum að mamma hafi bara ekki haft tíma að fara út í óþarfa ráðs- mennsku við okkur og ætlast til að maður hefði sjálfur innsæi í hvað væri rétt og rangt. Mamma var mjög falleg kona og þótti glæsileg. En hún hamraði lítið á að við ættum að vera fal- legar, en að vera snyrtilegar, dug- legar, nenna að læra bera virðingu fyrir skoðunum okkar og gerðum og vera heiðarlegur var henni mun meira í mun. Mamma las heil ósköp og var Laxness í sérstöku uppáhaldi. Eitt sinn er hún var að aðstoða mig með ritgerð, ég sennilega 14 ára, sagði hún mér að nú væri kominn tími til að ég læsi alvöru bók- menntir og benti mér á Sölku Völku eftir Laxness. Ég man er við ræddum bókina eftir lestur hennar að hún útskýrði meðal annars hvað sifjaspell væru og ræddi misskiptingu milli ríkra og fátækra og þá stéttaskiptingu sem enn er til staðar. Mamma gætti fyrsta sonar míns í hálft ár eftir fæðingu hans. Hún fór í einu og öllu eftir því hvað ég vildi að hún gerði og fannst mér skrítið að hún sem hafði alið sex börn lét mig ráða hvað hann fengi að borða, í hverju hann ætti að vera og hvað lengi hann ætti að sofa á daginn. Maturinn hennar mömmu var sá besti og oft hef ég reynt að herma eftir henni en mömmumat var bara hægt að snæða hjá henni. Elsku mamma, takk fyrir að hafa átt þig. Guðrún Sigríður (Gunna). Tengdamóðir mín Anna Pála ólst upp í stórri fjölskyldu næst- elst átta systkina, þetta var menn- ingarheimili, tónlist og bókmennt- ir voru í hávegum og gestagangur mikill. Anna Pála giftist Vigni Guð- mundssyni hæfileikaríkum manni og saman eignuðust þau sex börn. Heyrt hef ég að þar hafi farið glæsilegt par þar sem þau gengu um götur Akureyrar. En eins og stundum hendir fara ekki alltaf saman gæfa og gjörvu- leiki. Anna Pála og Vignir slitu samvistum og Anna Pála sat ein í búi með börnin sex. Oft var þröngt í því búi og peningar af skornum skammti, en Anna Pála vann við verslunarstörf og fiskvinnslu til að sjá fyrir fjölskyldunni. Hún stóð ekki ein í baráttunni, fjölskylda og vinir studdu hana og vona ég að á engan sé hallað að nefna sérstaklega bróður hennar Jón Bjarman og konu hans Hönnu Pálsdóttur en hjá þeim átti hún at- hvarf og stuðning og dvaldi oft hjá þeim í Laufási, meðal annars á jól- um. Jón og Hanna tóku að sér dóttur og nöfnu hennar Önnu Pálu og fóstruðu hana og ættleiddu. Dæturnar byrjuðu snemma að afla tekna, báru út blöð og fleira tilfallandi. Einnig átti hún mjög góðar vinkonur sem studdu hana. Anna Pála var reglusöm og hafði sínar „prinsip“ reglur sem hún hélt fast að börnum sínum. Handavinnu stundaði hún alla tíð, las mikið og voru bækur Nób- elsskáldsins aldrei langt undan. Hún hafði gaman af tónlist og fór gjarnan í leikhús og á tónleika ef hún fékk tækifæri til. Anna Pála átti við veikindi að stríða stóran hluta ævinnar og þurfti af þeim sökum að dvelja til lækninga á spítölum og stofnun- um. Þekking á sjúkdómi hennar var takmörkuð og úrræði eftir því. Kynni okkar hófust þegar ég gekk að eiga næst elstu dóttur hennar Guðbjörgu, þá bjó fjöl- skyldan í Hamarstíg 2 á Akureyri. Hún hafði ákveðnar skoðanir og reglur og m.a. sem sneru að tengdasyninum. Hann hafði ákveðinn sess við matarborðið, hann einn mátti sitja í stóra stóln- um hennar, ef til vill ekki allt í anda femínískra dætra hennar, en ég var hinn ánægðasti með hlut- verkið. Að lokum vil ég þakka Önnu Pálu samfylgdina og fyrir þann samnefnara sem hún hefur verið börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Kristján Ármannsson. Ég kynntist Önnu Pálu Sveins- dóttur sumarið 1984 þegar Vignir sonur hennar, sem varð síðar eig- inmaður minn, bauð mér norður til Akureyrar. Fyrsta sem Anna Pála sagði við mig þegar við hitt- umst var, vertu velkomin í fjöl- skylduna okkar. Síðan þá hef ég alltaf verið ein af fjölskyldunni og er stolt af því. Við Vignir settumst að í Svíþjóð fljótlega eftir að við kynntumst og bjuggum þar í 10 ár og urðu því samvistir okkar Önnu Pálu ekki margar á þeim árum. Það gladdi hana óskaplega mikið að fá Vigga sinn norður með fjölskylduna sína árið 1996 en þá fluttum við til Ak- ureyrar með börnin okkar tvö Jónatan og Kolbrúnu Önnu. Þá fyrst kynntist ég Önnu Pálu nokk- uð vel og var hún oft hjá okkur í mat um helgar og einnig um jólin. Hún var vel gefin, dugleg og ein- staklega myndarleg kona. Hafði góða nærveru og það var ósjaldan sem við sátum saman og prjónuðum og ræddum um allt mögulegt og hún sagði mér frá bernsku sinni og erfiðleikum þeg- ar hún var ein með börnin sín sex. Það hlutverk leysti hún með sóma. En það að lifa ekki börnin sín er örugglega það versta sem getur komið fyrir okkur mannfólkið. Það var mikið áfall fyrir Önnu Pálu eins og okkur öll þegar Vign- ir dó árið 2000 það þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Ég er glöð og miklu ríkari eftir að hafa kynnst Önnu Pálu og öllu hennar fólki, sem mér þykir óendalega vænt um og hafa reynst mér og mínum börnum vel. Megir þú hvíla í friði, elsku Anna Pála Sveinsdóttir. Votta ykkur ættingjum mína dýpstu samúð. Þóra Jóna Jónatansdóttir. Einhvers staðar segir, til að ala upp barn þurfi heilt þorp. Amma Anna Pála var mikilvægur hluti af mínu þorpi. Hún var sem breið- gata í þessu litla þorpi bernsku minnar. Hún bjó í Löngumýri á Akureyri og þaðan á ég margar af mínum fyrstu minningum. Ég man eftir henni í eldhúsinu við pottana. Ég man að ég dáðist snemma að dugnaðinum í henni. Hvernig henni tókst að halda heimili þrátt fyrir kröpp kjör. Þó kvartaði hún aldrei í mín eyru. Þegar ég fylgd- ist með henni skildi ég snemma að ekkert fengist nema með því að berjast áfram þrátt fyrir ýmsar hindranir sem heilsan og um- hverfið legðu fyrir mann. Það þýddi ekki að mæðast þótt á móti blési og ég þakka mínum sæla fyr- ir að hafa fengið að kynnast þess- um lífsþrótti frá jafn sterkri konu og amma var. Það eru nefnilega ekki efnislegir hlutir sem við tök- um með okkur frá viðkynnum við okkar nánustu heldur það hvað þeir gefa okkur af grunngildum og viðhorfum til lífsins á okkar mót- unarárum. Það lifir í okkur og fylgir svo börnum okkar ef vel tekst til. Þetta er mikilvægasta hlutverk hverrar manneskju og amma Anna Pála skilaði mörgu til mín með tilveru sinni. Hún kenndi mér manngæsku og að hallmæla ekki fólki heldur huga að því góða í fari hvers manns. Hún var stórbrotin kona sem hafði alla burði til að setja mark sitt á samfélagið hefðu ör- lögin ekki gripið í taumana. Hún hafði einnig til að bera hlýju sem maður fann fyrir í návist hennar. Skýrasta dæmið var þegar ég kvaddi hana með börnum mínum tveimur fáum dögum fyrir andlát- ið. Það var þá verulega dregið af henni og hún gat ekki svarað spurningum en Svava dóttir mín vildi þó ólm skríða upp í til hennar og spjalla við hana um heima og geima. Hún fann að langamma Anna Pála var manneskja sem maður gat treyst fyrir leyndar- málum sínum. Hún bjó yfir reisn og stolti fram á sinn síðasta dag og þetta fundu börnin í návist hennar eins og ég hafði fundið fyrir svo mörgum áratugum. Ég kveð þig því nú, amma mín, með söknuði og þakka fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Heimir Snorrason. Þegar við sátum við dánarbeð ömmu streymdu minningarnar í gegnum hugann. Minningarbrot frá heimsóknum okkar í Löngu- mýrina og Skarðshlíðina. Oft þeg- ar við komum til Akureyrar lá leið- in niður ífrystihús til að ná í ömmu þar eftir vinnu. Oftast þurftum við að horfa á heilan herskara af fólki koma út áður en amma birtist, en hún var yfirleitt með þeim síðustu sem sennilega hefur helgast að samviskusemi hennar til vinnu. Amma lagði mikið upp úr mannasiðum og var óspör á að minna okkur á ýmsar kurteisis- venjur eins og að segja „Viltu gjöra svo vel“. Ekki líkaði henni heldur vel ef við höfðum olbogana uppi á borði og spurði þá hvort okkur myndi detta í hug að haga okkur svona í boði hjá kónginum. Það var mjög erfitt að ímynda sér að okkur yrði boðið þangað og skildum við ekki þessa samlíkingu hjá ömmu en stöndum okkur svo sjálfar af því að nota hana við upp- eldi eigin barna. Minningarnar frá þessum tíma, þegar amma bjó ein, eru gloppótt- ar en hin síðari ár bjó amma á sambýlum og dvalarheimilum. Ömmu var mjög umhugað um út- litið og heilsuna og var dugleg að hafa sig til og var alltaf í fallegum fötum. Hún var einstaklega dug- leg að rækta líkamann og þegar hún var á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri fór hún nánast daglega í langa göngu. Alltaf sama hringinn í bænum og var hægt að ganga að henni vísri á þeim hring, ef hún var ekki heima þegar við komum í heimsókn. Það var oftast auðveld- ara að fara með ömmu í göngu og spjalla við hana við þær kringum- stæður, heldur en að heimsækja hana inn á dvalarheimilið. Amma var nær alla sína tíð mjög hraust líkamlega en andlega heilsan var ekki eins góð. Amma átti ekki auðvelt líf og gekk í gegnum ýmsa erfiðleika á sinni ævi. Ól meira og minna ein upp sex börn, vann fulla vinnu í frystihúsinu um leið og hún barð- ist við sinn sjúkdóm. Börnin henn- ar voru mjög dugleg að sinna henni en gat það oft reynt á þegar líðan ömmu var sem verst. En best fannst ömmu ef hún hafði eitthvað að gera, hafði eitthvað milli handanna eða gat gert eitt- hvert gagn. Þegar hún kom inn á heimili okkar tók hún sig oft til og straujaði allt sem hægt var að strauja og reyndi að kenna okkur sem yngri vorum hvernig strauja ætti skyrtur, sem hún var meistari í. Hún var mjög dugleg að prjóna og sauma á meðan hún hafði heilsu til og eru til ófáir vettlingar í skúffum og púðar í sófum eftir ömmu. Þegar heilsunni fór að hraka og amma var flutt suður á Dvalarheimilið Sunnuhlíð í Kópa- vogi þá skiptust dætur hennar á að taka hana heim og hittum við hana oftast undir þeim kringum- stæðum síðustu árin. Þá var mamma gjarnan búin að baka vöfflur og jafnvel tertu en það var það sem ömmu þótti best að fá, eitthvert góðgæti með miklum rjóma og þá var hún glöð. Amma var mjög stolt af afkomendum sín- um sem nú eru komnir á fjórða tuginn. Það er gott til þess að vita að nú er amma komin á stað þar sem engar þrautir eru lengur. Guð blessi þig, amma. Sigrún, Pála og Eva. Lokið er lífi einlægrar vinkonu minnar og mágkonu Önnu Pálu Sveinsdóttur Bjarman. Ég var aðeins 17 ára þegar ég kom fyrst á heimili Önnu Pálu og Vignis með unnusta mínum, Jóni bróður hennar. Mér er sú heim- sókn minnisstæð. Anna Pála var gullfalleg ung húsmóðir og móðir ungra dætra, heimilið var í lítilli risíbúð í húsi tengdaforeldra henn- ar, allt var þar svo fágað og fínt og bar fallegur útsaumur og prjóna- skapur listfengi hennar vitni. Fjölskyldan stækkaði og börnin urðu 6, fimm dætur og síðast son- ur. Það er mikið álag og mikil vinna, sem fylgir því að eignast 6 börn á 14 árum, ekki síst þegar heimilisfaðirinn var oft fjarri lang- tímum saman vegna starfa sinna. Það var Önnu Pálu þungbært þegar þau hjónin skildu, yngsta barnið þá aðeins ársgamalt. En hún gafst ekki upp, heldur stofnaði heimili með börnunum sínum og fór út á vinnumarkaðinn. Hún vann við verslunarstörf og einnig á frystihúsinu á Akureyri, oft langan vinnudag, en börnin hennar voru dugleg og tóku ábyrgð hvert á öðru og lögðu til heimilisins það sem þau unnu sér inn. Ég minnist með gleði þeirra fimm ára sem við Jón bjuggum í Laufási við Eyjafjörð, þegar Anna Pála var hjá okkur með börnin sín á sumrin og um hátíðar. Þá var mikið líf og fjör og skemmtilegt, allir hjálpuðu til við heimilishaldið, heyskapinn og kartöfluræktina. Fjölskylda Önnu Pálu varð okkur Jóni afar náin, Anna yngsta dóttir hennar er ættleidd dóttir okkar, þau Páll sonur okkar eru jafn göm- ul og urðu strax miklir vinir og fé- lagar og hafa alltaf litið á sig sem systkini. Líf Önnu Pálu var sannarlega ekki auðvelt, hún var kröfuhörð við sjálfa sig og fannst hún aldrei gera nógu vel þótt hún stæði sig eins og hetja. Hún mat sjálfa sig aldrei sem skyldi. Í eðli sinu var hún mjög sjálfstæð en kringum- stæðurnar heftu sjálfstæði henn- ar. Það var henni þungbært að vera upp á aðra komin þegar ald- urinn færðist yfir og heilsu hennar hrakaði. Hún hefur dvalið á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi síðan í september 2008. Þar naut hún umönnunar elsku- legs starfsfólks. Anna Pála hafði mikla ánægju af tónlist og voru söngstundirnar í Sunnuhlíð henni tilhlökkunarefni. Þakka ber því góða fólki sem að þeim stendur. Ég naut þess að heimsækja Önnu Pálu og ræddum við mikið saman. Reyndum þá að minnast fremur björtu hliðanna á lífinu en þeirra dökku. Ég sakna samverustundanna okkar og fel hana góðum Guði. Jóhanna Pálsdóttir. Anna Pála Sveinsdóttir Elsku Björk. Ég man á ættarmótinu í Reykjanesi árið 2007 þegar þú gafst mér rauðan google-penna, sem blikkar þegar maður hristir hann, ég passaði hann vel og á hann ennþá. Þú varst alltaf glöð og líka alltaf góð við mig. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín fékk ég eitthvað gott t.d. ís, malt, köku eða súkkulaði. Þú gafst mér oft Joe Boxer náttföt eða brækur í jóla- gjöf eða afmælisgjöf. Mér þótti það mjög fallegt af þér að gera það og ég gleymi því aldrei. Ég man í fyrra sumar á írskum dögum á Akranesi í hjólhýsinu ykkar Þrastar, þegar þú gafst mér app- elsín og súkkulaðibita. Líka þegar við skreyttum hjólhýsið saman, með grænum, appelsínugulum og hvítum blöðrum og þótt að ég sprengdi eina blöðruna varstu þú Björk Kristinsdóttir ✝ Björk Krist-insdóttir fæddist í Reykjavík 25. nóv- ember 1953 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. mars 2013. Útför Bjarkar fór fram frá Guðríð- arkirkju 19. mars 2013. ekkert reið, þú sagð- ir, fáðu þér bara nýja blöðru, vinur. Ég man að í fyrrasumar þegar ég kom í heim- sókn til þín var mér svo illt í fótunum en þú straukst fæturna og mér leið miklu betur. Ég munn aldrei gleyma þér og þinni rödd og hlátri, vertu sæl, þú ert örugglega að sinna einhverju góðu núna. Mig langar svo til þín aftur. Sjá brosið þitt, og heyra hlátur þinn. En allra mest að finna hlýju þína ylja mér. Ég sakna þín! – Saknar þú mín? (Hanna R. 1985) Þinn vinur, Jóhann Gísli. Það var hnípinn hópur sem stóð vaktina þennan mánudaginn í Fyrirtækjapósthúsi Íslandspósts. Okkur hafði borist fregn af andláti kærs vinnufélaga og vinar. Hún Björk okkar kvaddi þenn- an heim í gær. Ekki var það þó þannig að þessi fregn kæmi okkur með öllu að óvörum, aðdragandinn hafði bæði verið langur og strang- ur. Og nú verður skarð fyrir skildi sem vandfyllt verður. Björk var ekki bara vinnu- félagi, hún var líka vinur og sálu- sorgari fyrir marga ef á þurfti að halda. Hjá henni voru ekki vanda- mál, heldur verkefni sem hægt var að leysa. Hún hafði í sér einhvern kraft sem dreif aðra með og það var eiginlega ekki hægt að vera latur nálægt henni af því að leti var fyrirbæri sem hún þekkti ekki. Nú stöndum við á krossgötum og horfum á eftir góðri vinkonu og vinnufélaga með sorg og söknuð í hjarta og getum ekki annað. En fram á veginn skal horfa með vonarglampa í augum, því allt annað væri uppgjöf og það var ekki til í orðabók Bjarkar Krist- insdóttur. Þessum fátæklegu orðum fylgja innilegar samúðarkveðjur til Þrastar, Kristins og Sólveigar og litlu ömmubarnanna hennar Bjarkar. Fyrir hönd vinnufélaga og sam- ferðamanna í Fyrirtækjapósthúsi, Þorgeir Ingvason. Í fyrirtæki skiptir öllu máli hvaða fólk vinnur verkin. Björk Kristinsdóttir samstarfskona okk- ar hjá Íslandspósti, var einstök kona með smitandi hlátur og góða nærveru. Slíkri manneskju er erf- itt að sjá á eftir, þar sem skarðið sem það skilur eftir er stórt. Inni- legar samúðarkveðjur til vina og vandamanna. Ragnheiður Valdimarsdóttir, stöðvarstjóri, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.