Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar að morgni miðvikudags- ins 20. mars og rann yfir veginn skammt austan eyrarinnar. Talið er að flóðið hafi fallið á varnargarðinn ofan bæjarins og runnið meðfram honum. Fram kemur á vef Veðurstof- unnar að starfsmaður Vegagerð- arinnar hafi verið á ferðinni klukk- an 4.55 um morguninn og sé flóð á veginum sem hann taldi að væri mjög nýlegt. Flóðið var um 30-40 m breitt en fremur þunnt og var hægt að keyra í gegnum það. Gögn úr ratsjá sýndu að fyrst hafi komið kóf sem fór á allt að 200 km hraða niður hlíðina. Á eftir því fylgdi snjóflóðið sjálft á um 60 km/ klst. en það er fremur lítill hraði af snjóflóði að vera. Veðurstofan segir að síðan varn- argarðarnir ofan Flateyrar voru reistir 1998 hafi lent á þeim sex snjó- flóð og garðarnir beint þeim öllum frá byggðinni án þess að tjón hlytist af. Ekkert þessara flóða var eins stórt og hamfaraflóðið sem féll í október 1995 og kostaði 20 mannslíf. Snjóflóð féll á varn- argarðinn  Sex flóð hafa fallið á garðana ofan Flateyrar Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Varnargarðarnir ofan Flateyrar. Endanleg svör íbúa hjúkrunarheim- ilisins Eirar, sem hafa keypt búsetu- rétt í öryggisíbúðum heimilisins, við tillögu stjórnar Eirar að lausn skuldavanda þeirra munu liggja fyr- ir í byrjun næstu viku. Lengri tíma en áætlað var hefur tekið að fá svör frá öllum íbúum og standa vonir til að endanleg niður- staða fáist á mánudag eða þriðjudag. Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar, og Sigurður Rúnar Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri Eirar, sögðu við mbl.is í gær að enn ætti eftir að fá svör frá öllum íbúum. Frestur til að svara tillögunni rann út á miðnætti á miðvikudag en íbú- um hefur verið gefið svigrúm til að skila endanlegu svari í byrjun næstu viku. Stjórn Eirar lagði til hinn 27. febrúar sl. að gefið yrði út skulda- bréf til að standa við skuldbindingar gagnvart þeim sem hefðu keypt bú- seturétt í öryggisíbúðunum. Um er að ræða verðtryggð skuldabréf til 25 ára með 3,5% vöxtum. Til að tillagan teljist samþykkt þarf hún grænt ljós frá öllum íbúum. Náist ekki samkomulag um nú- verandi tillögu blasa nauðasamning- ar við. Aðspurður segir Jón að það ferli geti tekið tvo og hálfan til þrjá mánuði, en þá er málið komið í opin- bert ferli undir eftirliti umsjónar- manns. jonpetur@mbl.is Niðurstaða hjá Eir í næstu viku Morgunblaðið/Ómar Eir Niðurstaða í málum hjúkrunarheimilins Eirar kemur í næstu viku.  Tekið hefur lengri tíma að fá svör en áætlað var  Verði tillagan ekki samþykkt blasa nauðasamningar við Brot 221 öku- manns var mynd- að á Nýbýlavegi í Kópavogi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nýbýla- veg í vesturátt, vestan Skemmu- vegar. Á einni klukkustund, eftir há- degi, fóru 457 ökutæki þessa akst- ursleið og því ók tæplega helm- ingur ökumanna, eða 48%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 66 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Fjörutíu og sjö óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 96. Vöktun lögreglunnar á Nýbýla- vegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en ábendingar höfðu borist um hrað- akstur á þessum stað. Margir óku of hratt á Nýbýlavegi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ekkert nema ostur Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú finnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is. ÍSLENSKUR OSTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.